Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 11
10. desember 1988 - DAGUR - 11 Sigurður Þorbjarnarson fyrrum bóndi á Geitarskarði. á vorin. Ærnar voru þá alltaf látnar bera úti í nokkuð stórri girðingu og það var hörð vertíð fyrir okkur báða, a.m.k. fyrir hann, sauðburðartíminn. Þangað var farið stundum tvisvar og aldrei minna en einu sinni á dag og ég hafði þann sið eftir að ég tók við búinu að marka öll lömb sem höfðu fæðst síðasta sólarhringinn að morgninum. Það bar nokkuð oft við að farið var það langt í ærnar og lömbin að ég sá ekki hvort lömbin væru mörkuð. En Hvítingur sá það og það kom oft fyrir að þegar ég var að elta rollu sem ég hélt að væri með ómörk- uðu að hann snéri þvert úr leið. Hann hætti að hlaupa á eftir ánni þegar hann sá að lambið var markað. Þetta er sannleikur og þetta kom oft fyrir því hann virt- ist alveg vita hvað ég ætlaði að gera við lambið." Ekki spurt um hvað dagurinn hét eða hvað klukkan var - Tæknin óx og áttir þú ekki eina af fyrstu dráttarvélunum sem komu í héraðið? „Jú ég vil geta þess að við átt- um jörðina saman við Brynjólfur bróðir og hann var heima á Geitaskarði nokkuð mörg sumur með sína fjölskyldu. Hann átti þá helminginn af jörðinni en seinna breyttist það þannig að hann átti aðeins einn fjórða af henni og hætti þá jafnframt að dvelja þar yfir sumarið með sitt fólk og íeggja fram vinnu við búið. Okk- ur Brynjólfi kom ákaflega vel saman í sambandi við alla hluti og það var styrkur að Brynjólfi því hann var bæði mikill starfs- maður og framúrskarandi hand- laginn og mikill smiður. En í sambandi við tæknina þá keypti ég dráttarvél sama árið og ég tók við búinu á Geitaskarði 1946. Þessi vél sem var af gerð- inni Massey Harris er enn við líði. Manni fannst þetta frábær gripur og hún bilaði lítið. Þessi vél var örugglega fyrsta vélin sem kom hingað í héraðið með lyfti- tækjum. Tilkoma dráttarvélar- innar gjörbreytti heyskaparað- ferðunum í einu vetfangi svo það var ekki hægt að bera það á neinn hátt saman við það sem áður var. Það hefur líklega verið ári síðar sem ég keypti múgavél, kambvél, sem var hægt að nota til að raka þótt hún gerði það ekki sérlega vel en hún var ágæt til að rifja með. Eftir það var hrífan aðeins notuð til að hreinraka því ég hafði ekki geð til að láta þessa hagræðingu kosta það að heyið sem vélin ekki tók væri skilið eftir. Rifjingin með hrífu var eitt af því sem var mest svekkjandi við handvirka heyskapinn og hún var þarna úr sögunni. Það var ekki spurt um hvaða dagur var eða hvað klukkan var þegar mik- ið hey var undir og ekki síst ef þurfti að bjarga því undan rign- ingu, þá var staðið meðan stætt var. Það fylgdi tilkomu dráttarvél- arinnar að það var hætt að binda hey og var raunar komið til að hluta fyrir þann tíma. Ég tók upp á því hálfpartinn í óþökk gamla mannsins, líklega 1944, að fara að draga heim sætin með hestum. Ég hafði séð það gert á Stóru- Giljá. Þetta var mikill léttir að því að vera laus við að binda hey- ið og geta þess í stað sveiflað kaðli um sætin og dregið þau beint inn í hlöðu. Með þessum vélakosti var erfiði við heyskap- inn að kalla úr sögunni. Það var sætt með kvíslinni framan á vél- inni þótt sætin yrðu þá ekki eins falleg og þau handhlöðnu höfðu verið en púlið var horfið að manni fannst. Rómantíkinni fórnað á altari tækninnar En rómantíkin sem fylgdi þessum gömlu störfum þegar menn stóðu í röð við slátt á spildunni og kon- urnar á eftir við að raka það var horfin, henni hafði verið fórnaðá altari tækninnar. Það var óneit- anlega viss sjarmi yfir þessum störfum frá garnla tímanum." - Var ekki næsta stigið að jepparnir komu í sveitirnar? „Jú þá komu blessaðir jepp- arnir og þá byrjaði þessi árátta að fólk í sveitinni hætti að tolla heima hjá sér og fór að verða tíð- förulla á aðra bæi og í kaupstað. Það var mikið hagræði í að fá þessi tæki og jepparnir komu inn í búreksturinn í verulegum mæli, þeir urðu önnur dráttarvélin á bænum þangað til að þeim vélun- um fjölgaði og urðu jafnvel þrjár eða fjórar á bæ,“ - Hvernig var kaupstaðarferð- um háttað fyrir tíma jeppanna? „Það voru kerrurnar og vagn- arnir sem klárarnir drógu. Það var býsna gaman og erfiðislítið að setja klár fyrir kerruna og setj- ast upp í hana og fara niður á veg og beina klárnum í átt til Blöndu- óss. Þegar búið var að setja í kerruna það sem heim þurfti að flytja var snúið lieim á leið og klárarnir sáu um þetta sjálfir." - Voru kaupstaðarferðir þá ekki fáar á ári? „Þær voru helst ekki nema tvær, í haustkauptíð og vor- kauptíð. Það var þegar fénu var slátrað og þegar farið var með ullina. Forðinn til ársins var að mestu fluttur heim að haustinu." Fæðið var heilnæmt og hollt - Þá komum við að mataræðinu í gamla daga, hvernig var það? „Það var að ég held afskaplega heilnæmt og hollt. Það var þessi heimatilbúni matur. Þótt ég muni ekki eftir því frá Heiði eða Geita- skaröi þá var sagt að engu hefði verið hent af skepnunum þegar þeim var slátrað. Það var bók- staflega allt saman nýtt. Kjöt- skrokkar voru höggnir niöur og geymdir saltaðir eða reyktir því þá var þessu ekki stungiö niður í frystikistuna og maturinn var sem sagt saltur, súr eða reyktur að ógleymdum mjólkurmatnum. Síst má gleyma sjávarfanginu, hákarlinum, harðfisknum og ryklingnum en það voru sannir hátíðarréttir. Pabbi fór árvisst ferð til Skagastrandar síðla haasts til að sækja þangað sjávar- fang á tvo vagna. Það voru nokk- ur hundruð kíló af fiski sem var að mestum hluta hertur. Saltan fisk fékk hann norðan úr Hofsósi og lýsi í vöruskiptum fyrir tólg. Það var ekki farið í verslun til að kaupa nokkurn skapaðan hlut sem hægt var að gera heima. Brauðin og kökurnar var allt bakað heima og annað eftir því. Ef fólk yrði sjálfu sér nægt mundi vanta í ríkiskassann Nútíma lifnaðarhættir bjóða ekki upp á neina svona hagsýni og það verður að borga skatt af þessu öllu saman til ríkisins svo hægt sé að velta rekstri þess áfram. Ef fólk tæki upp á því að verða sjálfu sér nægt eins og áður var þá mundi fjárlagagatið stækka illa." - Á hvaða árum byggðir þú upp útihúsin á Geitaskarði? „Ég byggði 1946 hluta af fjós- hlöðu, byggði hana í áföngum við hlöðu sem var þarna fyrir og súg- þurrkun kom þá fljótlega, að vísu með lausum blásara sem tengdur var inn á stokk. Fjósið yfir 32 kýr byggði ég 1950 og fjárhúsin byrj- aði ég að byggja ári síðar og bygging þeirra stóð yfir í ein þrjú eða fjögur ár. Sú bygging var eig- inlega tómstundaiðja sem að mestu var unnin með heimafengnu vinnuafli þótt ég fengi vinnuflokk til að vinna þar vissa áfanga. Þá var ég búinn að eignast steypu- hrærivél og þetta var að mestu stcypt með henni. Rafstöð fyrir heimilið komst í gagnið 1945. Það var Brynjólfur bróðir sem smíðaði túrbínuna og setti stöðina upp. Þetta var 12 kílóvatta stöð sem er í gangi enn í dag þrátt fyrir tilkomu ríkisraf- magnsins." íbúðarhúsið var byggt af stórhug 1910 - íbúðarhúsið á Geitaskarði er merkileg bygging, hvenær var það byggt? „Það var byggt í búskapartíð afa og ömmu árið 1910. Ég hygg að öllum sem sjá það hús og vita aldur þess þyki að bygging þess hafi verið unnin af mikilli fram- sýni og stórhug. Það sjást ekki í nýjum húsum í dag jafn breiðir gangar og stigar eins og þar eru auk þess sem þetta var stórhýsi á þeitra tíma mælikvarða og er það raunar enn í dag. Húsið er byggt á þremur hæðum og tveir kjallar- ar undir því. Verulegar endurbætur voru gerðar á húsinu fyrir allmörgum árum. Þær kostuðu þá allt að því jafn mikið og nýtt einbýlishús á þeim tíma. Ég veit ekki sönnur á því og hef aldrei fengið það staðfest og reyndar ekki leitað eftir heimild- unt þar um en ég hef heyrt aö það liafi kostaö 10 þús. gullkrónur, hafi verið sauðagull og ekki tek- iö lán. Það væri efni í langa blaðagrein ef það ætti að segja frá afa mín- um Árna á Geitaskarði það var merkilcgur karl. Einn af þessum sérstæðu persónum sem ekki fyrirfinnast lengur." - Eru ekki þessir sérkennilegu persónuleikar fólks að hverfa og allir að steypast í sama mót? „Jú vissulega er það að gerast og það er ekki allt af hinu góða. Þaö er sjálfsagt þróun í rétta átt að nú hafa allir jafnari möguleika þó að manni finnist stundum að þetta sé full mikið út flatt. Krökkunum er stungiö neðan í kerfið og síðan ganga þau á færi- bandi upp úr því og verða aískap- lega svipuó öll." Það fór hrifningarhrollur um hrygginn á manni - Manst þú eftir sérstæðum mönnum frá fyrri tíð? „Ég man eftir einum manni sem var mjög sérstæður, Jóhann- esi Halldórssyni á Móbergi. Hann var án efa sérkennilegasti persónuleiki senr þarna var á mínum unglingsárum og það voru ótrúlega margir fletir á þess- um manni. Hann var ábyggilega manna fyrstur til að fara með list ur.i landið. Hann bar hana á bak- inu í líki grammófóns, inn á vcl flest heimili. Það var enginn smá viðburður þegar maður hafði grun um að Jói á Móbergi eins og hann var kallaður væri kominn af stað með grammófóninn, til- hlökkunin var svo gífurleg. Hann var með kassa fullan af hljóm- plötum af ýmsurn gcrðum. Grammófónninn var úr tré og bæði stór og þungur og með gríðarlega stórri trekt. Allt þetta get ég ekki giskað á hvað var þungt en það var ábyggilega full- kominn burður fyrir einn mann. Með þetta á bakinu fór hann um héraðið. Það fór hrifningarhroll- ur um hrygginn á manni þegar maður hlustaði á þessa listamenn á heimsmælikvarða sem hann var með í kassanum sínum eins og Carusu, og fleiri. Auk íslensku söngvaranna Maríu Markan og annarra slíkra. Svo voru þarna hergöngulög og þar kenndi margra grasa. Það var ekki nóg að Jói léti mann hafa listina í svo stórum skömmtum heldur var hann slík hermikráka að það var alveg merkilegt. Hann hermdi jafnt eftir dýrum og fólki. Hann gerði það svo vel að mér er minnisstætt eitt atvik heima á Geitaskarði. Það var verið að borða í eldhús- inu þegar heyrðust þessi óskap- legu læti eins og hundur væri að drepa kött. Það var rokið upp til handa og fóta til að bjarga kettin- um undan hundinum en þetta reyndist þá vera Jói á Móbergi í báðum hlutverkunum, hann var snillingur þessi karl og í mínu minni einhver merkilegasti mað- ur sem hér hefur verið vegna þess hvað maður heillaðist af því sem hann hafði meðferðis og af hæfi- leikum hans. Auk þess var hann alveg völundur í höndunum, mikill ágætis smiður. Það voru þarna á hverjum bæ sérstæðir persónuleikar. Frímann í Hvammi var alveg kempukarl og það mundu ntargir snúa sér við á götunum í dag ef hann sæist þar. Mér finnst að hann hafi setið fyrir hjá þeim sem gerði Snorra- styttuna í Reykholti, mér datt það strax í hug þegar ég sá þessa styttu. Svo var Agnar á Fremsta- gili, Guðmundur í Engihlíð, Gestur á Björnólfsstöðum og Breiðavaðsbræöur. Allt voru þetta menn með sín sérstæðu ein- kenni og þorðu að eiga þau og reyndu ekkert til að falla inn í fjöldann." Ég hafði minnimáttar- kennd gagnvart föður mínum sem bónda - Hvenær bregður þú búi á Geitaskarði? „Það eru ekki skörp mörk á því. Ágúst sonur minn kom inn í búskapinn 1975 en ég var viðloða þarna fram til 1980 meira og minna. Þótt ég gerði mér ekki grcin fyrir því þá var heilsan aö fjara út og ég fann að þetta var * orðiö mér erfiðara en mér fannst eðlilegt. Ég var orðinn ósáttur við sjálfan mig á vissan hátt því ég hafði alltaf lagt áherslu á að rcyna að búa vel. Það er rétt að ég segi þér það að ég hafði nokkra minnimáttarkennd gagn- v;irt föður mínum sem bónda og var smeykur við að ég mundi ekki geta fetað í sporin hans og sennilega hefur það verið hvati sem herti verulcga á mér. Sér- stakur var sá þáttur í fari pabba sem bónda hvaö hann var snyrti- legur í öllu sem hann gerði og leið aldrei sóðaskap eða drasl. Ég var svolítið hræddur um að mér yrði erfitt að lifa upp í það en nú tel ég að mér hafi lukkast það nokkuð. Vitaskuld var það hon- um að þakka kallinum með sínu fordæmi að eitthvað varð úr mér sem bónda og auðvitað er maður þakklátur fyrir, en erfitt var það." Það er erfitt að kippa sér upp úr plógfarinu - Hvernig notar bóndi sem flytur í þéttbýli tíma sinn? „Það er best að segja það eins og er að það er erfitt að kippa sér upp úr plógfarinu og koma sér upp öðru nýju. Það er því verra sem kringumstæðurnar sem valda því að horfiö er frá því gamla eru andsnúnari. Það sem varð til þess að ég hætti búskapnum að fullu var að ég réði ekki lengur við þetta vegna heilsubrests sem ég gerði mér í fyrstu ekki grein fyrir. Ég var ekki orðinn það gamall þá að ég kenndi ellinni um en hækk- andi aldur samfara þeim veik- leika sem var að búa um sig í mér orsakaði að ég gekk ekki heill til skógar. Sameiginlega varð þetta mér þvingun sem neyddi mig til að söðla um. Mér líkar vel hér á Blönduósi og hefði ekki farið hingað og sest hér að ef svo hefði ekki veriö. Mér líkar vel við fólkið og stað- inn og mér lukkaðist að ná í störf sem hentuðu mér á skrifstofu kaupfélagsins en ég er ekki eins viss um að ég hafi hentað starf- inu. Ég var aldrei sérlega góöur skrifstofumaður en samt held ég að mér hafi tekist að vinna fyrir kaupinu mínu. Kaupfélagið var mjög góður vinnustaður. Aftur á móti féll mér betur við hitt starfið mitt. Ég fór fljótlega að vinna í Héraðsbókasafninu og mér hefur alltaf komið vel saman við bækur. Ég hætti alveg hjá kaupfélaginu á þessu ári en áður en ég hætti þar fór ég að sjá um bókasafn Héraðshælisins og það er Ijómandi gott að hafa samfélag við bækurnar og í gegnum þær samfélag við fólk." fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.