Dagur - 10.12.1988, Page 13

Dagur - 10.12.1988, Page 13
10. desember 1988 - ÐAGUR - 13 1 barnasíðan Umsjón: Stefán Sæmundsson. Veistu svarið? 1. Alla daga er að slá, aldrei þarf að brýna. Við hvað er átt? 2. Hver er það sem brosir við öllum, en hlær þó ekki að nein- um? 3. Hvaða blað er ekki hægt að rífa? 4. Hvaða dýr er hundur, en er þó ekki hundur? 5. Hvenær finnur maður ekki góða lykt? 6. Hvað er það sem fer á hverjum degi í skólann, en lærir þó aldrei neitt? 7. Hvaða garður er alltaf blautur? 8. Hvaða fugl er leiðinlegastur allra? 9. Hvað á maður að gera þegar maður vill ekki láta trufla nætur- svefninn hjá sér? 10. Hvað er líkt með barnapela og fíl? Svör: '!LUæA>|JE !PUB*!| JIQBq BQæí J|9c| ‘01 ■uu|6bp b bjos '6 •uu!|6njQBH '8 •uu!JnQJB6uuBi / 'UB>|SBJB|0>|S '9 'jnQBJOA>| J0 jnQELU JB60cj 'S •jnd|OAH 't’ 'QBiqsjjuH '£ 'UNQS '2 'QBpBfH 'I. Pennavinir Langar ykkur til að skrifast á við einhvern? Þið getið auglýst eftir pennavinum á Barnasíðunni. Krakkar - Takið eftir Barnasíðan er blaðsíðan ykkar. Sendið okkur teikningar, skrýtlur, eða annað skemmtilegt efni. Munið að láta nafn fylgja með. Biðjið mömmu og pabba að hjálpa ykkur með utanáskriftina sem er: Dagur - Barnasíða Pósthólf 58 602 Akureyri. Setja jólasveinar óþekk böm ípoka? Jólasveinar voru áður fyrr notaðir til að hræða börn, en nú eru þeir vel- komnir á hvert heimili. Á 18. öld var sagt að þeir væru jötnar á hæð, Ijótir og luralegir. Þá áttu þeir að hafa ver- ið í röndóttum fötum, með stóra gráa húfu á höfðinu og hafa haft með sér stóran gráan poka, eða stóra kistu, til að láta óþekk börn í. Á 19. öld var talið að þeir klædd- ust algengum íslenskum bændaföt- um og væru með skegg niður á tær, en jólasveinarnir voru yfirleitt taldir fríðari en á öldinni á undan. Minna var um að þeir tækju með sér óþekk börn. Á þessari öld eru jólasveinar taldir bestu skinn. Þeir koma með jólagjaf- ir til barna og fullorðinna og gefa gott í skóinn. Þeir fara í heimsókn á barnaheimili, syngja og skemmta og eru ósköp kátir og indælir. Samt eru Brandarar Nonni: - Er það satt að litli bróðir hafi komið frá himnum? Mamma: - Já, já. Nonni: - Það er ekki nema von, englarnir hafa verið orðnir dauð- þreyttir á þessari væluskjóðu. Jónas litli var að leika sér úti og kom svo hlaupandi inn. - Mamma, viltu lána mér hamar? - Hvað ætlarðu að gera við hann? spurði mamma. - Ég þarf að reka nagla í vegginn, sagði Jónas. - Þá færðu hann ekki, þú ert vís til að berja þig í fingurna og meiða þig, sagði mamma. - Engin hætta mamma, ég læt Sigga halda um naglann. - Flestir stóru fiskarnir í sjónum Jifa aðallega á smásíld, sagði kennarinn í dýrafræðitíma. - Ég trúi því nú ekki, sagði Edda litla, - hvernig fara þeir að því? - Hvað meinarðu? spurði kennarinn. - Ég skil ekki hvernig þeir fara að því að opna dósirnar. Lítill drengur lá á sjúkrahúsi. Hann las bænirnar sínar á hverju kvöldi og horfði jafnframt á engla- mynd sem hékk á veggnum fyrir ofan rúmið hans. En rétt fyrir jólin, þegar gert var hreint á sjúkrahúsinu, tók hjúkrunarkona englamyndina og sagðist ætla að þvo hana. Um kvöldið, þegar drengurinn hafði lesið bænirnar sínar, and- varpaði hann og mælti svo: - Góði Guð, viltu vaka yfir mér í nótt, því að englarnir eru í þvotti. sum börn dálítið smeyk við þá. Jón Árnason þjóðsagnasafnari segir að jólasveinarnir séu synir Grýlu og Leppalúða, en þó hafi sum- ir talið að Grýla hafi átt þá áður en hún giftist Leppalúða. Jón segir jóla- sveinana þrettán talsins og heita þeir þessum nöfnum: 1. Stekkjastaur. 2. Giljagaur. 3. Stúfur. 4. Þvörusleikir. 5. Pottasleikir. 6. Askasleikir. 7. Faldafeykir. 8. Skyrgámur. 9. Bjúgnakrækir. 10. Gluggagægir. 11. Gáttaþefur. 12. Ketkrókur. 13. Kertasníkir. Jólasveinarnir eru þrettán vegna þess að sá fyrsti kemur þrettán dög- um fyrir jól, síðan einn á hverjum degi og sá síðasti á aðfangadag jóla. Á jóladag fer sá fyrsti burt aftur, svo hver af öðrum og sá síðasti á þrettánda degi jóla. Jólasveinar eru ekki vondir, heldur gleðja þeir börn með gjöfum, söng og ærslum. Siggi segir Hér kemur leikur sem er að finna í bók Aðalsteins Hallssonar fimleika- kennara Leikir fyrir heimili og skóla. Leikurinn heitir Siggi segir og honum er svo lýst: Þennan leik má nota til gamans og glaðværðar jafnvel í leikfimistímum. Hann veitir ekki mikla hreyfingu eða þjálfun líkamlega, nema hjá æfðum, fjörugum og fyndnum leikfimikennara. Velja skal æfingar með talsverðum hraða. Kennarinn skipar rösklega fyrir: Siggi segir: Arma krepp! Siggi segir: Arma upp rétt! Og með þess- um fororðum, Siggi segir, verða allir þátttakendur að framkvæma allar skipanir hans. En sleppi kennarinn þessum fororðum og segi allt í einu eldsnöggt t.d. hendur niður, þá á enginn að hlýða því. Ef einhver réttir nú hendur niður eða gerir minnstu tilraun til að hreyfa sig, verður sá að ganga úr leiknum og afsíðis. Þeir, sem standast allar gildrur kennarans eða stjórnandans, þar til aðeins 1, 2 eða 3 eru eftir, hafa unnið. Leikurinn er því góður til að æfa og örva athyglisfáfu nemendanna. En kennarinn þarf að vera hrað- mælskur, fyndinn og snarráður í hugsun til að setja nemendurna út af laginu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.