Dagur - 10.12.1988, Síða 16

Dagur - 10.12.1988, Síða 16
16 - DAGUR - 10. desember 1988 poppsíðan Umsjón: Valur Sæmundsson. Framhaldssaga um Phil Collins: Byrjaði að tromma fímm ára gamall - ásamt ýmsu ööru frumstætt trommusett og litli guttinn trommaði og trommaði. Sifellt ágerðist þetta og Phil kynntist pilti sem átti alvörusett og var alveg til í að selja nokkra parta. Phil litli lét hann hafa leikfangalestina sína í staðinn. Og enn trommaði hann og trommaði. Það mætti alveg skjóta því inn í að á þessum tíma var eiginleg popptónlist ekki til. Bítlarnir voru ekki komnir fram og stráksi hafði því bara Joe Brown og Shadows á fóninum og trommaði með. Síðan keypti hann sér sjálfur alvörusett þegar hann var tólf ára. Hann trommaði svo í stofunni heima hjá sér með plötuspilarann í botni. Það er óhætt að segja að þessi mikla ástundun piltsins hafi skilað sér, þar sem Collins er álitinn einn albesti trommari heims og hef- ur verið það undanfarin 10-15 ár. Hins vegar er hann fús til að játa að hann vildi gjarnan hafa orðið atvinnumaður í knattspyrnu en að eigin sögn var hann mjög öflugur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og var mjög mikilvægur hlekk- ur í skólaliðinu. Hins vegar átti hann það til að spila eins og byrjandi þegar kom að stórum kappleikjum. En tónlistargáfur hans náðu yfir- höndinni, enda eru þær eigi litlar. Til marks um það má nefna atvik sem gerðist þegar Phil var fimm ára. Þá var hann að taka þátt í hæfileika- keppni fyrir börn, einni af mörgurh sem hann tók þátt í, og átti stór hljómsveit að leika undir. Hljóm- sveitin hóf leikinn en Phil bað hana að doka örlítið og benti á að sveitin væri að spila í rangri tóntegund. Allir urðu steini lostnir en strákl- ingurinn reyndist hafa rétt fyrir sér og vann auðvitað keppnina. Það eru eflaust margir sem hafa verið að uppgötva mann nokkurn að nafni Phil Collins núna nýverið. Hann hefur notið geysilegra vin- sælda hér á landi undanfarið með lögin Groovy kind of love og Two hearts úr kvikmyndinni um lestar- ræningjann Buster Edwards. Coll- ins leikur einmitt aðalhlutverkið í þeirri mynd sem nú er farið að sýna í Reykjavík. En tónlistarferill Collins er langur og mig langar dálítið til að renna yfir lífshlaup kappans í tveim eða þrem greinum, svona til fróð- leiks. Philip Collins fæddist í nágrenni Lundúna, fimm mínútum yfir mið- nætti þann 30. janúar 1951. Fyrir þá sem hafa áhuga er hann vatnsberi. En annars skiptir það ekki máli. Hans fyrsta og stærsta áhugamál hefur alla tíð snúist um trommur. Hann eignaðist fyrstu trommuna sína þegar hann var fimm ára en foreldrum hans var lítt um barsmíðarnar gefið og földu trommuna niðri í kjallara. En stráksi var heltekinn af trommubakteríunni og það endaði með því að frændur hans tveir smíðuðu handa honum Svona var Phil þegar þessi mynd var tekin. Árið er 1979. Tónleikar með Bubba og Megasi um helgina - auk þess sem þeir árita plötuna sína í dag Ein af athyglisverðustu íslensku hljómplötunum sem út koma fyrir þessi jól, er að mínu mati plata tveggja ágætismanna, Ásbjarnar og Magnúsar. Þetta er dálítið hliðar- spor á tónlistarferli þeirra beggja, þar eð platan er léttdjössuð/blúsuð og greinilegt að þeir eru að gera þetta ánægjunnar vegna. Fyrir vikið er platan þægilega afslöppuð og mjög notaleg áheyrnar. En pistill þessi er ekki hugsaður sem umfjöll- un um plötuna, ég ætla að geyma það til betri tíma. Tilefnið er hins vegar það að umræddir Ásbjörn og Magnús eru nú staddir á Akureyri og ætla að halda tónleika. Það má kannski skjóta því hérna inn í að þeir eru sennilega þekktari undir nöfnunum Bubbi og Megas. En þetta er útúr- dúr. Tónleikastaður er Sjallinn og stund er annars vegar f kvöld kl. 22.00 og hins vegar á morgun kl. 15.00 og er þá öllum heimill aðgangur en í kvöld fá yngri en 18 ára ekki inngöngu í Sjallann fremur en vanalega. Brýn ástæða er til að hvetja tónlist- arunnendur til að koma á staðinn og berja kappana augum, en eins og þeir vita sem séð hafa, eru Bubbi og Megas alveg ómótstæðilegir þegar þeir kyrja saman. Og auðvitað skemmir það ekki fyrir að eiga í vændum að heyra ferskt efni af nýju plötunni. Þið hafið þetta bak við eyr- að. En þeir félagar ætla ekki að láta þetta duga. í dag ætla þeir nefni- lega að sitja í Hljómdeild KEA milli kl. 16 og 18 og árita nýju plötuna (eða hljómdiskinn eða snælduna, allt eftir smekk). Það væri nú ekki amalegt að fá áritaða plötu með þeim poppjöfrum í jólagjöf, eða hvað? Hljómdeildin er í göngugöt- unni, þið vitið. Bubbi og Megas í dag milli fjögur og sex. Þetta er Phil hins vegar eins og hann leit út þegar þessi mynd var tekin. 6 ára gamall snáði. Þá er nokkurn veginn búið að tína það bitastæðasta úr æsku Phil Coll- ins en þó er mikilvægur þáttur eftir. Það er nefnilega leiklistarferillinn. Hann verður tekinn fyrir í næstu viku, ásamt því að haldið verður áfram að rekja lífshlaup hans. Sæl að sinni. Vinsældalistar Hljóðbylgjan - vikuna 3/12-9/12 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (4) Harder I try Brother Beyond 2. (4.) (3) Wild wild west Escape Club 3. (2.) (5) Kokomo Beach Boys 4. (10.) (2) Two hearts Phil Collins 5. (3.) (5) I'm gonna be Proclaimers 6. (?•) (3) Nothing can divide us Jason Donovan 7. (14.) (2) Never trust a stranger Kim Wilde 8. (N) (1) Þig bara þig .... Sálin hans Jóns 9. (5.) (5) Groovy kind of love Phil Collins 10. (N) (1) Hólmfríður Júliusdóttir Nýdönsk Rás 2 - vikuna 2/12-9/12 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (6) l’m gonna be (500 miles) ... The Prodaimers 2. (2.) (6) Handle with care Traveling Wilburys 3. (3.) (11) De smukke unge mennesker Kim Larsen 4. (9.) (5) Það er svo undarlegt með unga menn ... Bítlavinafélagið 5. (4.) (10) Where did I go wrong UB-40 6. (6.) (7) Wild, wild west Escape Club 7. (8.) (5) Two hearts 8. (5.) (6) The harder I try Brother Beyond 9. (10.) (4) Ógeðslega ríkur Eggert Þorleifsson 10. (7.) (13) Groovy kind of love Phil Collins íslenski listinn - vikuna 3/12-9/12 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (7) l’m gonna be 500 miles Prodaimers 2. (3.) (4) Two hearts Phil Collins 3. (2.) (11) Kokomo Beach Boys 4. (4.) (6) Wild, wild west Escape Club 5. (7.) (5) Það er svo undarlegt Bítlavinafélagið 6. (5.) (6) Girl You know its true Millie Vanillie 7. (17.) (3) Gott Eyjólfur Kristjánsson 8. (16.) (2) Þig bara þig Sálin hans Jóns míns 9. (6.) 0) Desiree U2 10. (8.) (12) Where did I go wrong UB-40 Óvinsældalisti Ólundar -vikuna 3/12-9/12 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1-) (4) Kókómó 2. (5.) (3) Hardeætræ 3. (13.) (2) Görl jú nó its trú 4. J5) (5) Ver didd æ gó vrong 5. (37.) (2) Never tröst ei streindsjer Kim Wilde 6. (17.) (3) Noþþing kan dívæd öss Djeison Dónóvan 7. (8.) (3) Meö vottorð í leikfimi Bjartmar 8. (15.) (3) Handel viþ ker Traveling Vilbörís 9. (22.) (2) Jú ar öe von A-ha 10. (N) (D Tú harts Fil Kollins

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.