Dagur - 10.12.1988, Síða 20

Dagur - 10.12.1988, Síða 20
Akureyri, laugardagur 10. desember 1988 Akureyrarbær: Semur um kaup á fimmtán fyrstu kaupleiguíbúðunum Akureyrarbær hefur samiö viö Híbýli hf. um smíði 15 kaup- leiguíbúða og veröa þær í fjöl- býlishúsinu sem byrjað er að byggja á horni Þórunnarstræt- is, Helgamagrastrætis og Munkaþverárstrætis. Þar með er fyrsti kaupleigusamningur- inn orðinn staðreynd á Akur- eyri og má telja það merk tímamót. Sigfús Jónsson hæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar og sagði hann í samtali við Dag, að enn væri ekki endanlega ákveðið hvernig staðið verður að þessu, t.d. hvað varðar úthlutanir. „Við erum aðeins í ábyrgð fyrir þessu núna. Fjárveit- ing var fyrir hendi og við hleypt- um þessu af stað því við vildum ekki tefja fyrir byggingafram- kvæmdum og fjármögnun. Hins vegar ætlum við okkur lengri tíma til þess að ákveða nánar um fyrirkomulagið. Um er að ræða 5 félagslegar og 10 almennar kaupleiguíbúðir. Innan almenna kaupleigusamn- ingsins eru mismunandi mögu- leikar t.d. fyrir einstök félög eins og Sjálfsbjörg að koma inn í Helgarveðrið: Slvdda, él, hiti, frost Norðlendingar liafa, líkt og aörir landsmenn, kynnst ýms- um sýnishornum af veðurfari að tmdanförnu og svo verður áfram, samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofu íslands. Á laugardag er búist við suð- uustanátt og slyddu norðanlands, hitastig verður í kringum frostmark. Á sunnudag snýst hann síðan í norðvestan með élj- um og frosti. Þetta veður á að vara allan sunnudaginn en á mánudag á síðan að koma suð- vestanátt með þokkalcgum hlýindum. Þetta er sjálfsagt lýs- andi dæmi um umhleypinga. SS Akureyri: Ekið á bfla og á brott fyrradag var ekið á tvær kyrr- stæðar bifreiöar á Akureyri og tjónvaldarnir stungu af í báð- um tilvikum. Um hádegi var tilkynnt um tjón á bifreiöinni A-3204, sem stóð við Núpa- síðu 8, og kl. 19.40 var lögregl- an kölluö á vettvang vegna tjóns á bifreiðinni Y-16787, sem var við verslunina Síðu. Ekki hefur náðst til ökumann- anna sem lentu í þessum árekstr- um og óku síðan af vettvangi og óskar lögreglan á Akureyri eftir sjónarvottum að atburöunum. Á fimmtudaginn var einnig all- harður árekstur á Akureyri, auk minniháttar umferðaróhappa, mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu. Þar urðu talsverðar skcmmdir á bílum en engin slys á fólki. SS sammnga. Verkamannabústaðir á Akur- eyri hafa séð um allan undirbún- ing vegna þessa samnings og koma til með að sjá um fram- kvæmdir fyrir bæinn. VG Atvinnuleysi ungs fólks á Akureyri: 26% á aldrinum 16-20 ára - við síðustu útborgun atvinnuleysisbóta hjá skrifstofu Einingar Við síðustu útborgun atvinnu- leysisbóta hjá skrifstofu verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri voru 26% bótaþega á aldr- inum 16 til 20 ára. Ulfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfull- trúi, vakti máls á þessu á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar 6. þ.m. Þess skal getið að fleiri stéttarfélög en Eining greiða bætur gegnum skrifstofuna. Úlfhildur sagði að þetta unga fólk væri yfirleitt ekki komið með langan starfsaldur á vinnustöðum og væri látið fara fyrst þegar sam- dráttur yrði hjá fyrirtækjum. Vegna þess hversu starfsaldur þessa fólks er í flestum tilvikum lítill fær það ekki fullar atvinnu- leysisbætur. „Þetta er mál sem varðar bæjarfélagið. Hér er t.d. um að ræða einstaklinga sem hafa hætt í skóla og eru aðeins búnir að vinna í nokkrar vikur þegar þeim er sagt upp. Þetta vandamál snýr að félagslegri þjónustu í bænum,“ sagði Úlfhildur. Vegna þessa máls beindi Úlf- hildur því til atvinnumálanefndar að þörf væri á að afla nánari upp- lýsinga hjá vinnumiðlunarskrif- stofunni fyrir bæjarstjorn um þá sem eru á atvinnuleysisbótum, þ.e. hvernig hlutfall atvinnu- lausra skiptist milli stéttarfélaga og starfsgreina auk aldursskipt- ingar. „Ég tel mjög mikilvægt að fá þessar upplýsingar því það er alvarlegt mál cf ungt fólk er að verða atvinnulaust í lengri tíma,“ sagði Úlfhildur. EHB . i í dag kl. 16 verður kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi á Akureyri. Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa unnið hörðum höndum við að gera allt klárt fyrir dag- inn en auk þess sem Ijósin verða tendruð, verða ýmsar uppákomur á torginu. Jólatréð er gjöf frá Randres í Danmörku, vinabæ Akureyrar. Mymi: TLV Frystihús við Skagafjörð: Lítll sem engin vinna fram að jólum Fyrirsjáanlegt er að lítil sem engin vinna verði hjá frystihús- unum þremur við Skagatjörð frani að jólum. Ekki er von á neinum togarafiski cn ef veður leyfír þá mun Hafborgin fara í tvær veiöiferðir fyrir Hrað- frystihúsiö á Hofsósi. Er þetta mun verra ástand en fyrir ári, en þá var full vinna í frystihús- unum alveg fram að jólum. Togarar Utgerðarfélags Skag- fírðinga munu ekki lcggja upp með físk, enda allir búnir með þorskkvótann og í þann veginn að klára karfann. Skafti er kominn í slipp í Hafn- arfirði og Drangey og Hegranes munu selja karfa í Þýskalandi á næstu dögum, Drangeyjan þann 15. og Hegranesið 19. des. nk. Síðasti afli Skafta var settur í gáma og verður hann seldur nú í vikunni, aðallega karfi. „Mér sýnist þetta ætla að verða 10 dögum slappara núna. Kvót- inn minnkar ár frá ári, þannig að það er erfiðara að stilla þetta saman. Það horfir í 5-10% minnkun á kvóta næsta árs, stofnarnir eru ekki það sterkir. togarakvótinn búinn Þetta verður dauður tími fram yfir áramót, en við munum ekki segja upp starfsfólki. Vandinn er mikill, en menn veröa bara að herða sultarólina,“ sagði Árni Guðmundsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins Skjaldar hf. í samtali við Dag. -bjb Þriggja mánaða leigusamningur Jökuls hf. á eigum þrotabús Sæbliks hf.: Rækjuvinnsla altur í gang á Kópaskeri I gærmorgun hófst vinnsla að nýju í rækjuverksmiðju þrota- bús Sæbliks hf. á Kópaskeri. Útgerðarfélagið Jökull hf. á Raufarhöfn hefur leigt eigur þrotabúsins, rækjuverksmiðju og skipið Árna á Bakka Þ.H. 380, til þriggja mánaða eða frain í mars á næsta ári. Samningar tókust um síðustu helgi um leigu Jökuls hf. á eigum Hvirfilbylur: Varadekkið tókst á loft Hann varð ekki lítið undrandi, maðurinn á Land Rover jepp- anum, sem var á ferð eftir Eyja- fjarðarbraut vestri á miðviku- daginn. Móts við bæinn Teig lenti hann í snörpum hvirfílbyl og skipti engum togum að vara- dekkið þaut upp af þaki bíls- ins og út í Eyjafjarðará. Atburður þessi er mjög óvenjulegur því hvirfilbylir á þessum slóðum eru afar sjaldan sterkir, hvað þá að þeir megni að rífa með sér varadekk af jeppa- bifreið og þeyta því út í buskann. Ekki tókst manninum að endurheimta varadekkið. Það liggur nú á botni Eyjafjarðarár, týnt og tröllum gefið. SS þrotabúsins og hélt Árni á Bakka þá þegar til veiöa. Hann kom síð- an inn til löndunar í fyrrakvöld og landaði 7 tonnum af fallegri rækju. Að öllu óbreyttu verður full vinna í rækjuverksmiðju Sæbliks hf. út þennan mánuð og þar til leigusamningur Jökuls hf. rennur út. Af um 600 tonna rækjukvóta Árna á Bakka á þessu ári eru nú eftir 140 tonn. Sýnt þykir að ekki rnuni takast að veiða upp í kvót- ann á síðustu vikum ársins. Sam- kvæmt upplýsingum Björns Jóns- sonar í sjávarútvegsráðuneytinu er ekki heimilt að færa þann kvóta skipsins, seni búast má við að verði eftir um áramót, yfir á næsta ár. Björn segir að einhvern næstu daga verði gepgið frá út- hlutun rækjukvóta fyrir flotann, þ.m.t. kvóta Árna á Bakka. Örlygur Hnefill Jónsson, bústjóri þrotabús Sæbliks hf., hefur auglýst eftir tilboðum í eig- ur þrotabúsins. Um er að ræða rækjuverksmiðju Sæbliks hf., verbúð fyrirtækisins og Árna á Bakka. 1 auglýsingu bústjórans er veittur tilboðsfrestur til kl. 12 þann 16. desember nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jafn- framt er áskilinn réttur til að ganga til nánari samninga við hvaða tilboðsgjafa sem er. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.