Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1989 Slíttu þig nú frá sjónvarpinu Hallfreður Örgumleiðason: Góöan daginn, kæri lesandi. Ég verö aö segja eins og er aö mér blöskrar framkoma þín. Þegar þú kemur heim úr vinnu síödegis líturðu í blöðin og dundar eitthvað fram aö kvöldmat. Aö máltíðinni lokinni sestu hins vegar fyrir framan sjónvarpið og glápir á þaö lið- langt kvöldið. Dagskráin er léleg en þaö skiptir þig engu. Þú situr eins og slytti meö ístruna milli fóta, vart með lífs- marki og alls ekki viöræöuhæf- ur. Ánægjan er engin, innan- tómt letilífið gerir þig æ sljóari og þú dormar fyrir framan imbakassann. Þú opnar ekki munninn til aö tala, aðeins til aö geispa, það er óþarfi aö hugsa, hvorki andleg né lík- amleg örvun til staðar, lífiö er bara mók. Maki, börn, vinir; nei, þetta eru bara merkingar- laus orð sem finna má í opin- berum skjölum. Orö eins og ást, hamingja, vellíðan og ánægja eru baratil í bíómynd- unum sem þú glápir á og gleymir daginn eftir. Veistu hvaöa afleiðingar þetta líferni hefur? Auðvitað ekki því sjónvarpið segir þér frá öllu öðru en slíkum stað- reyndum, en ég skal upplýsa þig um málið. Til dæmis táknar hvert sjónvarpskvöld þitt minni aðsókn að listviðburðum og hvers kyns samkomum, sem þýðir fjárhagstjón hjá viðkom- andi og jafnvel þjóðinni allri. Þarna eru Akureyringar ekki barnanna bestir því óafvitandi í glórulausri sjónvarpsvímu sinni eru þeir að knésetja atvinnuleikhús í bænum og flæma burt tónlistar- og mynd- listarmenn. Áhrifin á fjölskyldulífið eru líka skelfileg. Þú sinnir hvorki maka þínum né börnum og hvað þá öðrum ættingjum og vinum. Þögnin og sinnuleysið eru aðalsmerki heimilisins, en einstaka sinnum má heyra hávært rifrildi þegarfjölskyldu- meðlimir eru ekki sammála um hvaða sjónvarpsrás skuli horft á. Þetta vandamál hafa flestir reyndar leyst með fleiri sjón- varpstækjum á heimilinu. Mannleg samskipti eru horfin og barnauppeldið hefur líka verið fært yfir á skjáinn. Og þú sjálfur, enn ein sorg- arsagan. Þú ert ekki talandi á íslensku lengur, ófær um að tjá þig, kominn með króníska augnþreytu og höfuðverk, orð- inn gjörsamlega hirðulaus um allt og alla, þekkir hvorki gleði né sorg, lífslöngunin í lág- marki, hugurinn aðeins fær um að byggja skýjaborgir í Dall- asstíl. Hvað er til ráða? Jú, málið er harla auðvelt. Hættu að láta sjónvarpið stjórna þér, skyn- semisvera á borð við manninn ætti að vera fær um að stjórna eigin lífi. Slökktu á kassanum og drífðu þig í leikhús. Sjáðu grátkvennakórinn Hús Bern- örðu Alba hjá Leikfélagi Akur- eyrar og gráttu með. Skrepptu á málverkasýningu á Grenivík eðaskemmtu þér í Freyvangi. Farðu og sjáðu góða mynd í bíói, það er allt önnur upplifun en einmanaleg setan við imba- kassann. Lestu góða bók, láttu Ijóðin brjótast í gegnum hjúp tilfinninganna. Finndu gleðina sem fylgir því að njóta lista, fögnuðinn sem fylgir fróðleik og þekkingu, vellíðunina sem skapast af samneyti við annað fólk og gerðu heimilislífið virkt og skemmtilegt. í guðs bæn- um slökktu á sjónvarpinu. „Hvaða endemis fláræði og fals er þetta?“ Konan mín gægðist yfir öxl mér og skammirnar sem hún hreytti út úr sér er varla hægt að hafa eftir. „Þér ferst, þú armi sjón- varpsþræll. Ef einhver er menningarsnauður þá er það Hallfreður Örgumleiðason. Hvers vegna vildir þú til dæmis ekki koma með mér á óperuna í Ýdölum á þriðjudaginn?“ „Æ, láttu ekki svona. Þú veist að-þá horfi ég alltaf á þennan breska þú veist í sjón- varpinu hvað hann nú heitir spæjarinn já ég má ekki missa af honum, kannski fer ég seinna þegar ekki er neitt gott í sjónvarpinu," svaraði ég óða- mála. „Ég skil,“ sagði konan kalt. ísköld þögn. Þögn. Hallfreður er hvassyrtur í dag. Hann segir að sjónvarpsseta fólks sé að drepa allt menningarlíf í landinu, auk þess sem glápið hafi skaðvænleg áhrif á ein- staklinginn og fjölskylduna. ■/ matarkrókur Þá er það ínmnaturiim Nú œttu flestir Islendingar að vera orðnir vel birgir af slátri og öðrum innmat, sviðum, löppum og hvað þetta heitir allt saman. Sjálfur er ég hrifnastur afsúru slátri en lif- ur og hjörtu eru líka herra- mannsmatur. Það er gott að nota lifur og hjörtu í alls kyns rétti og œtla ég að nefna dœmi hér í matarkróknum. Með kaffinu bjóðum við síð- an upp á muffins. Ég veit ekki hvort eitthvert íslenskt orð er til yfir þetta fyrirbœri en í orðabók er það skýrt sem kringlótt smákaka bök- uð í formi. Austrœnn lifrarréttur 1 lifur 2 laukar 1 paprika 2 tsk. karrý salt, pipar 1 epli 3 msk. rúsínur Verklýsing: Lifrin er hreinsuð, skorin í litla bita og þeir steiktir á pönnu ásamt rifnum lauk og papriku. Kryddað með salti og pipar. Þetta er soðið í vatni, ásamt kjötkrafti ef vill, og smátt brytjuðu epli og rúsínum í u.þ.b. 10 mínútur. Rétturinn er síðan borinn fram með rjúkandi hrís- grjónum og ekki galið að hafa sojasósu með þeim. Hjörtu og bacon 4 hjörtu 4 sneiðar bacon 1 laukur salt, pipar, timian, rosmarin 1 gulrót Ú2 paprika 1 dós tómatar Hjörtun eru skorin í litla bita og þeir brúnaðir á pönnu ásamt lauk og smátt brytjuðu baconi, eða á ég að skrifa beikoni. Annars er líka til orðið fleskjur, en það kannast enginn við. Þetta er kryddað og soðið í vatni með kjötkrafti og lárviðarlaufi í u.þ.b. 30 mínútur. Þá er gulrót, papriku og tómötum bætt í og soðið áfram í 30 mínútur. Sósan er jöfnuð með maisenamjöli, sýrð- um rjóma eða rjómaosti. Muffins 125 g smjörlíki 100 g sykur 2 egg 125 g hveiti 25 g hnetur 2 tsk. lyftiduft 1 dl Corn Flakes 1 bolli rúsínur 3A dl mjólk Smjörlíki og sykur hræ.rt saman, eggjum bætt í, síðan þurrefnum og mjólk. Sett í lítil pappírsform og bakað í 12-15 mínútur. Önd- vegis kaffibrauð. Verði ykkur að góðu. SS Ekki þarf að Ijölyrða um hollustu lifrarinnar cn sjálfsagt að ítreka að lifur cr herramannsmatur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.