Dagur - 28.10.1989, Page 7

Dagur - 28.10.1989, Page 7
Laugardagur 28. október 1989 - DAGUR - 7 fréttir Framleiðsluráð landbúnaðarins: Mótmælir vinnubrögðiim Verðlagsstofiiunar Framleiðsluráð Iandbúnaðar- ins hefur sent frá sér mótmæli vegna vinnubragða Verðlags- stofnunar við túlkun á niður- stöðum á verðkönnun á mat- vörum sem gerð var í höfuð- borgum Norðurianda og í London í lok júní s.I. Það er mat Framleiðsluráðs að þessi vinnubrögð haii valdið því að fjölmiðlar hafi dregið af þess- ari könnun of víðtækar og vill- andi ályktanir. „Pað er Ijóst af niðurstöðum könnunarinnar að smásöluverð á hinum ýmsu landbúnaðarafurð- um cr mjög misjafnt ntilli landa. Mörgum þáttum-sem hafa áhrif á verðmyndun á iandbúnaðar- afurðum erlendis er sleppt í könnuninni. Þar má nefna kostn- að við aðföng til landbúnaðarins, beina rekstrarstyrki til bænda og skattastefnu stjórnvalda,“ segir í tilkynningu frá Framleiðsluráði. Framleiðsluráð telur smásölu- verð eitt og sér ekki nægilegan grunn til að fella dóma um hag- kvæmni innlendrar framleiðslu. Til að niðurstöður af samanburði á vöruverði milli landa sé mark- tækur þurfi einnig að bera saman rekstrarumhverfi atvinnugreinar- innar svo sem verð á mikilvæg- ustu aðföngunt, kostnað við flutning og þjónustu svo og fjár- magnskostnað. Þá bendir Fram- leiðsluráð á að enginn virðis- auka- né söluskattur er lagður á landbúnaðarafurðir í Færeyjum og Englandi. „Staða gengismála skiptir miklu við verðsamanburð sem þennan. Gengi íslensku krón- unnar hefur fallið gagnvart norrænum gjaldmiðlum um 8,5- 10% frá því í júlíbyrjun. Það gef- ur til kynna að ekki hafi verið búið að leiðrétta stöðu krónunn- ar gagnvart erlendum gjaldmiðl- um að fullu á þeirn tíma sem könnunin var gerð. Þetta hefur veruleg áhrif á endanlegar niður- stöður,“ segir Framleiðsluráð. Bent er einnig á í mótmælum Framleiðsluráðs að til að könnun af þessu tagi sé marktæk þurfi einnig að bera saman kaupmátt ráðstöfunartekna í viðkomandi löndum. Þá megi ekki líta fram hjá áhrifum matarskattsins til hækkunar á útsöluverði búvara hér á landi og því að ríkissjóður fái 286 milljónir f tekjur af skattinum, umfram niðurgrciðsl- ur viðkomandi vörutegunda. JÓFI Hulda Olafsdóttir yfirsjúkraþjálfari, flytur crindi á námskeidi Yinnueftirlits ríkisins fyrir öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði og vcrkstjóra á Akureyri, seni haldið var á Hótcl KEA fyrir sköniniu. Mynd: KL Vinnueftirlit ríkisins: Hélt námskeið fyrir önggistrúnaðarmenn, örvggisverði og verkstjóra á Akureyri Vinnueftirlit ríkisins gekkst fyrir skömmu fyrir námskeiði um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi, fyrir öryggistrúnaðar- menn, öryggisverði og verk- stjóra á Akureyri. Leiðbein- öryggistrúnaðarmenn ekki verið kosnir á mörgum vinnustöðum starfsumhverfi, loftræstingu og lýsingu, hávaða á vinnustöðum og hávaðavarnir, persónuhlífar, líkamsbeitingu við vinnu, öryggi á vinnustöðum, varasöm efni á endur voru Hulda Ólafsdóttir yfirsjúkraþjálfari, Kári Krist- jánsson fræðslufulltrúi og Sig- mundur Magnússon umdæmis- stjóri Vinnueftirlits ríkisins. Á námskeiðinu var fjallað um 20. kirkjuþing 1989: Styður byggingu mimungarkirkju um Þorgeir Ljósvetningagoða - tilefnið er 1000 ára kristnitökuafmæli 20. Kirkjuþing 1989 sem lauk í Reykjavík í fyrradag ályktar að bygging kirkju á Ljósavatni skuli vera eitt af verkefnum í undirbúningi fyrir kristnitöku- afmæli árið 2000. Þingir beinir því til Kirkjuráðs að það styðji söfnuð Ljósavatnssóknar við kirkjubygginguna með fram- lagi úr Jöfnunarsjóði sókna. Fjárfesting atvinnuveganna á næsta ári: Framkvæmdir í landbúnaði dragast saman um helming frá árinu 1988 - samdráttur í fjárfestingu atvinnu- veganna hér á landi um 4,4% á næsta ári Fjárfesting atvinnuvegnna hér á landi mun dragast saman um 4,4% á næsta ári. Séu flugvéla- kaup Flugleiða undanskilin nemur samdrátturinn 22% en vélakaup félagsins nema um 7,7 milljörðum króna eða rúm- lega 12% af heildarfjárfesting- unni á næsta ári. Fjárfesting flutningafyrirtækja hér á landi eykst um 83% á árinu vegna þessara kaupa. Framangreindar upplýsingar eru komnar frá Seðlabanka íslands og Þjóðhagsstofnun og birtast í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Spáð er samdrætti í fjárfestingu annarra atvinnuvega nema í vinnslu sjávarafurða þar sem gert er ráð fyrir svipuðum fjárfestingum og í ár. Áformað er að ein eða tvær loðnuverksmiðj- ur láti setja upp mengunarvarna- og þurrkbúnað. Framkvæmdir í landbúnaði voru miklar á árunum 1985-1988, einkum við fiskeldisstöðvar og í loðdýrarækt. Áætlaðar fram- kvæmdir í landbúnaði á næsta ári eru aðeins helmingur þess sem var á árinu 1988. Þá dragast framkvæmdir í iðnaði saman um 20% á næsta ári frá því sem nú er. Samdráttur í fjárfestingu atvinnuveganna á tímabilinu 1988-1990 er áætlaður um 25% en fjárfesting þeirra jókst hins vegar um 70% á árunum 1984- 1987. JÓH Kirkjuþing beinir því til Ljósa- vatnssóknar að kirkjan verði nefnd „Ljósavatnskirkja“ og verði hún reist til minningar um Þor- geir Ljósvetningagoða. Mikill áhugi hefur verið meðal safnaðar Ljósavatnssóknar í Þingeyjar- prófastsdæmi að byggja nýja kirkju að Ljósavatni og helga hana minningu Þorgeirs Ljós- vetningagoða og krisnitöku árið 1000. í prófastsdæminu hefur verið kjörin afmælisnefnd sem styður af miklum áhuga áform um byggingu þessa. Nýliðið kirkjuþing bar mjög keim af 1000 ára afmæli kristni á íslandi en sem kunnugt er var kristni lögfest á íslandi árið 1000. Kirkjan vill gjarnan gera sér hærra undir höfði í þjóðfélaginu og er safnaðaruppbygging þar ofarlega á blaði. VG vinnustöðum, skipulag vinnu- verndarstarfs, slys og slysavarnir og árangur í vinnuverndarstarfi. Trúnaðarmenn verkalýðsfé- laga fá fastari sess í starfi félaga með hverju ári sem líður. Þeir hafa verið kosnir á öllum helstu vinnustöðum og verkafólk gerir sér grein fyrir hvaða stoð er í starfi þeirra. Öðru máli gegnir um öryggistrúnaðarmenn. Þeir hafa ekki verið kosnir á mörgum vinnustöðum enn sem komið er og telur Vinnueftirlitið tímabært að ráða bót á því. í lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum segir m.a: „I fyrirtækjum þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri skal atvinnurekandi tilnefna einn aðila af sinni hálfu, öryggisvörð og starfsmenn skulu tilnefna annan úr sínum, öryggistrúnaðarmann. Þeir skulu í samvinnu fylgjast meö því að aðbúnaður, hollustu- hættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við lög þessi." í raun getur hver sem er haft frumkvæði að kosningu öryggis- trúnaðarmanns á vinnustað þar sem 10 eða fleiri starfa. Þeir sem vilja vinna að málinu geta talað saman og skipulagt kosningu eða tilnefningu þessa fulltrúa síns. Þar sem 50 eða fleiri starfa skulu öryggistrúnaðarmenn vera tveir og mynda svonefnda öryggis- nefnd ásamt öryggisvörðum til- nefndum af atvinnurekanda. -KK Sigluvík og Hjörleifur seldu erlendis Siglufjarðartogarinn Sigluvík SI-2 scldi 102 tonn í Bremer- haven í V-Þýskalandi sl. mið- vikudag fyrir 10,5 milljónir króna, meðalverð 102,4 krónur. Uppistaða aflans var karfi. Fyrir 73 tonn fengust 7,4 milljón- ir króna, meðalverð 101 króna. Meðalverð fyrir 9,6 tonn af ufsa var 101 króna og fyrir 9,6 tonn af þorski fengust að meðaltali 123 krónur. Reykjavíkurtogarinn Hjörleif- ur seldi einnig í fyrradag í Grimsby. í áhöfn Hjörleifs eru að stórum hluta Siglfirðingar. Seld voru 80,6 tonn að andvirði 9,2 milljónir króna, meðalverð á kíló 114 krónur. Fyrir 59 tonn af þorski fengust 6,8 milljónir króna, 115 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Andvirði 15 tonna af ýsu var 1,9 milljón króna, meðal- verð 123 krónur. óþh Ivar maður Umhverfisnefnd Akureyrar: Neitað að nota tekjuafgang til endurbóta Tekjur af Tjaldstæðum Akur- eyrar reyndust nokkuð meiri í sumar en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun. Umhverfís- nefnd fór fram á við bæjarráð að umhverfísstjóra yrði heimil- að að gera endurbætur á Tjald- stæðunum fyrir þennan mis- mun en bæjarráð hafnaði til- lögu nefndarinnar. Sigmundsson forstöðu- Tjaldstæða Akureyrar í segir að tekjur umfram gjöld hafi numið um 700 þúsund- um króna í sumar og lagði hann til að ákveðnar endurbætur yrðu gerðar á svæðinu. „Á síðasta ári var byggður skjólveggur með glerþaki við neðra húsið okkar og nú fórum við fram á að byggja svipað skýli við efra húsið, bak sumar við Háskólabygginguna. Fyrra skýlið mæltist mjög vel fyrir, það var gott skjól fyrir norðanáttinni en í því voru bæði vaskar og eldunaraðstaða.“ ívar segir að þó hugmyndinni hafi verið hafnað nú séu þeir bjartsýnir á að fá að framkvæma hana á næsta ári, en samkvæmt áætlun átti skýlið að kosta 400 þúsund krónur. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.