Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1989 „Mun beijast með kja - segir Sigurður Gunnarsson, stjórnarmaður í Landssambandi smóbótaeigenda, í helg Sigurður Gunnarsson á Húsavík hefur setið í stjórn Landssambands smábátaeigenda frá stofnun þess. Aðalfundur sambandsins var haldinn í Reykjavík 15. okt. sl. og þá var Sigurður endurkjörinn í stjórnina. Hann kom síðan heim fullur af eldmóði og krafti, enda ekki maður lognsins. Dagur náði tali af Sigurði milli veiðiferða, skömmu eftir heim- komuna, en þá voru það rjúpnamiðin sem hann var farinn að sækja um sinn. Þó Sigurður haldi til heiða með byssu um öxl eru fiskveiðistefnan og öryggis- mál sjómanna ofarlega í huga hans, og hann tók því vel að segja Degi sína meiningu. igurður flutti til Húsavík- ur 1959 ásamt konu sinni, Þorbjörgu Theódórsdótt- frá Bjarmalandi í Öxarfirði, og börnum þeirra þrem sem nú eru uppkomin. Sigurður og Þor- björg hafa eignast sex barnabörn. „Ég er fæddur og uppalinn í Kelduhverfi. Sú sveit er þekkt fyrir landris, landsig, jarðskjálfta og ýmsan óróleika á síðasta ára- tug þegar Kröflueldar stóðu sem hæst. Hún er að vísu þekkt af fleiru, góðum mönnum eins Skúla fógeta. Ef til vill er einn verðmætasti pollur á íslandi í Kelduhverfi og Öxarfiði; það er að segja háhitasvæðið á söndun- um. Ég byrjaði að stunda veiðiskap með pabba þegar ég var fimm ára gamall, svo nú gæti ég haldið upp á 53 ára afmæli mitt sem veiði- maður. Tíu ára var ég farinn að stunda veiðiskap sjálfstætt og hef gert það síðan. Sjómennska átti alltaf djúpar rætur í mér þó ég hefði litla reynslu, allavega hef ég ekki fundið mig betri við neitt annað og kann alltaf vel við mig úti á sjó. Nú er ég farinn að eldast og finnst gott að koma í land eftir hverja sjóferð og hvílist betur í landi en á sjónum." Vil veiða vænan físk vað áttu stóran bát og hvaða veiðar stundarðu? „Ég á sjö tonna trillu, opinn vélbát. Það er 19 ára gam- all bátur, smíðaður hjá Baldri á Hlíðarenda sem flestir Norðlend- ingar þekkja. Þetta er góður sjó- bátur en hefur sínar takmarkan- ir, eins og aliir bátar. Þær tak- markanir þekki ég ákaflega vel og haga mér í samræmi við það. Á sjó er ákaflega mikilvægt að vita að báturinn manns sé góður sjóbátur sem leggja megi í kvik- una. Ég er búinn að eiga þennan bát í tíu ár og hef aldrei fengið skvettu í liann, þó ég hafi oft ver- ið að þvælast í óþokkaveðrum. Ýmsir hafa ímugust á opnum bátum en þeir hafa einn mjög mikinn kost sem er sá að erfitt er að rulga stöðugleika þeirra. Það sem látið er í opinn bát verður að láta niður í bátinn, en ekki er hægt að láta neitt á þilfarið þar til ballansinn rulgast. Ég vil meina að margur báturinn hafi farið á hvolf vegna þess að ekki hafi ver- ið gætt að því að stöðugleikinn héldi sér. í sjómennsku nútímans er það ekki aðeins númer eitt að kenna mönnum siglingafræðina og það sem að henni lýtur, heldur þurfa menn einnig að hafa góða þekkingu á stöðugleikanum og vita nákvæmlega hvað þeir mega bjóða hverjum bát. Ef stöðug- leika báts er aldrei ofboðið þarf tæplega að óttast að bátnum hvolfi en líklega hafa flest slys á þilfarsbátum orðið þannig að bát- unum hefur hreinlega hvolft. Það gerist ekki á opnum bát en hætt- an á opnum bát er sú að hann sé hlaðinn of mikið og þessvegna komist sjór í hann. Ég stunda nær eingöngu þorsk- veiðar í net. Netaveiðar eru af sumum litnar hornauga og menn telja að netin séu vond veiðarfæri sem skili vondu hráefni. Ég er ósammála þessu og segi að netin séu góð veiðarfæri, séu þau í höndunum á mönnum sem kunna með þau að fara, og þá skila þau að jafnaði góðu hráefni. Það, að láta net liggja óumvitjuð í sjó, þegar hægt er að vitja um þau, tel ég algjöra frágangssök og það er hlutur sem ég geri aldrei. Ég sit um hverja stund sem drottinn gefur til að komast, ef gefast 4-5 tímar þá bjargar maður þessu oftast nær. Með þessu móti nær maður yfirleitt að fá ágætt út úr þessu. Ég hef mjög góða reynslu af að haga mér svona og hef feng- ið mjög gott mat á minn fisk, um langan tíma hefur matið yfirleitt ekki farið niður úr því að 90% fari í 1. flokk. Það eru öll veiðar- færi góð ef það er rétt með þau farið en öll veiðarfæri vond ef það er rangt með þau farið. Mér leiðast ákaflega mikið smáfiskaveiðar, er búinn að fá yfir mig nóg af þeim og satt að segja búinn að fá skömm á þeim. Ég finn mig ekki við að veiða fiskinn þegar hann er smár, vil veiða hann þegar hann er orðinn vænn því þá er hann verðmætur.1' Klaufaskapur af Alþingi tundarðu veiðar á trill- unni þinni árið um kring? „Ég geri það nú reynd- ar ekki því ég er með kvóta. Þetta árið er ég með 85 tonna kvóta og er reyndar að verða búinn að ná honum, var búinn að því 20. maí í vor en ætla nú að fara að veiða þetta litla sem ég á eftir. í fyrra var ég með 90 tonna kvóta en þegar ég var búinn að ná um 70 tonnum af honum varð ég fyrir því óhappi að þurfa að leggjast rúmfastur og komst ekki á sjó í fimm mánuði og afgangur- inn af kvótanum varð eftir. Það var búið að úthluta mér þessum afla samkvæmt minni eigin veiði reynslu, en Alþingi gekk þannig um hnútana að ég mátti ekki framvísa honum, eins og þeir sem eiga báta yfir tíu tonn. Ég held að það hafi verið klaufa- skapur af Alþingi að gera þetta því mér finnst þetta mikið órétt- læti. Hins vegar hugsaði ég sem svo að ég mætti geyma 9 tonn af aflanum til þessa árs, þar sem það stendur í Fiskveiðilöggjöf- inni að menn megi geyma 10% af afla til næsta árs. En þá segir ráð- herrann: „Nei takk, þetta gildir ekki um smábáta." Það stendur þó hvergi í lögunum að þetta gildi ekki um smábáta og lög- fræðingur sem tók þetta mál að sér fyrir okkur smábátasjómenn segir ákveðið að við megum veiða þetta samkvæmt lögunum, en ráðherrann segir að við meg- um það ekki. Málið er komið til umboðsmanns Alþingis og þar situr það. Eins og málin standa í dag höldum við að við vinnum þetta mál. Mér finnst mikil ósanngirni í því að ég, sem er svo óheppinn að að geta ekki fiskað kvótann minn vegna veikinda, skuli vera settur í einhverja ann- ars flokks stöðu með því að mega ekki framvísa honum til ein- hverra vina minna hérna sem hefðu getað veitt hann, því það er búið að leyfa að veiða þetta. Satt að segja var afkoma mín á síðasta ári afskaplega slæm og ég hafði von með að geta bætt mér það svolítið upp núna, en ráð- herrann virðist ekki hafa hug á að mér takist það.“ Landsbyggðamaður í húð og hár □ ó ég sé ráðherranum um margt ósammála, þá segi ég kannski eins og einn vinur minn, sem er mikill and- stæðingur hans í pólitík; að Hall- dór Ásgrímsson er um margt minn uppáhaldsráðherra. Mér finnst hann gera margt gott og stend með honum í því. Hann er ákveðinn og ég ber mikla virð- ingu fyrir honum fyrir hve fast hann hefur staðið í ístöðunum í hvalamálunum, en hann á miklar þakkir skildar fyrir það að hafa ekki látið stórþjóðina Bandaríkin vaða yfir hausinn á sér. Hins vegar finnst mér hann ekki hafa staðið sig eins vel í fisk- veiðistefnunni. Fiskveiðistefnan, eins og hún er í dag, er gjald- þrota mál. Eins og framtíðarfisk- veiðistefnan er sett upp núna, mér sýnist stefnt að ótímabund- ið, sé ég ekki fyrir mér að þar hafi verið sniðnir af ákveðnir vankantar, gott og blessað ef það gengur. En þetta er kvóti, skömmtunarkerfi, og spurningin er hvort skömmtunarkerfi geti gengið endalaust. Það dreg ég mjög í efa. Mér finnst þetta skömmtunarkerfi sjávarútvegsins og landbúnaðarins vera einskon- ar vandræðaástand sem hljóti síðar meir að verða að víkja. Það er mikið ófrelsi sem felst í þessu fyrir þá sem eru framleiðendur. Um þessar mundir er kommún- isminn í Austur-Evrópu að verða gjaldþrota, þessi mikla miðstýr- ing og skipulagsstefna, en á sama tíma er verið að taka upp mið- stýringarkerfi í framleiðsunni hér. Eg held að þetta geti aldrei orðið annað en gjaldþrot síðar meir. Þó kann svo að vera að ný kynslóð í sjávarútveginum geti sætt sig við þetta. Ég dreg það þó mjög í efa og get ekki ímyndað mér annað en að landbúnaðar- stefnan verði einnig algjörlega gjaldþrota innan fárra ára.“ - Lumar þú á hugmynd um lausn þessara mála og viltu benda á úrræði? „Ég ætla ekki að leggja orð í belg varðandi landbúnaðarstefn- una, bændurnir verða að reyna að sjá fram úr sínum málum. Ég get ekki svarað því í fljótheitum hvað sé best í kvótamálunum okkar, en mér er ljóst að við að fara úr kvótanum eins og hann er í dag er einn ákaflega mikill þröskuldur. Hann er sá að það hefur verið afskaplega illa búið, af hálfu stjórnvalda, að fram- leiðslunni í sjávarútveginum. Eigið fé hefur verið að eyðasf upp hjá þessum fyrirtækjum, og skip eru ekki verðlögð í samræmi við verðmæti þeirra, eins og gert var áður en kvótinn kom. Mér sýnist því að inn á efnahagsreikn- ingi fyrirtækja sé dulbúið verð á kvótanum. Mörg þessara fyrir- tækja eru ilia stödd fjárhagslega og ef kvótanum yrði kippt af, og tekin upp einhver ný skipan í fiskveiðimálum, þá gæti komið upp sú staða að fyrirtækin ættu ekki fyrir skuldum og þyrftu að biðja um gjaldþrot. Ef þetta er rétt hjá mér sé ég ekki annað en það sé bókstaflega búið að hneppa menn í kvótann og með- an ástandið er svona get ég ekki sagt að við verðum að henda þessu kvótakerfi, þó það sé vont, því þá yrðu kannski mörg fyrir- tæki gjaldþrota sem annars yrðu það ekki. Þessi fyrirtæki eru á landsbyggðinni, og ég er lands- byggðamaður í húð og hár, og get ekki gert og mun ekki gera neitt það sem kemur landsbyggð- inni illa. Vara menn við að láta smíða nýja báta Dfiskveiðistefnunni, eins og hún er núna, koma fram hlutir sem við erum ánægðir með. Ráðuneytið viður- kennir að við eigum rétt á því að veiða fisk, eins og við höfum ver: ið að á undanförnum árum. í framtíðinni er gert ráð fyrir að ekki verði farið með okkur eins og búið er að fara með mig: Það er að við megum þá færa milli ára og versla með okkar kvóta sem við ekki getum veitt. Við erum að vísu ekkert sérstaklega hrifnir af þessum kvótaverslunum, en mér finnst kvótaverslanir innan verstöðva og milli skyldra aðila fullkomlega eðlilegar. Þessi harða kvótasala, sem margir setja hornin í, er afskaplega lítil miðað við það magn sem veitt er af fiski. Flestir sem selja kvóta, selja vegna þess að þeir lenda í bilunum og stoppum sem kosta peninga. Það er til háborinnar skammar hvernig búið er að útgerðinni í dag, og til að bjarga svona málum geta menn þurft að selja stóran hluta af kvóta sínum til að verða ekki gjaldþrota. Gert er ráð fyrir í fiskveiði- stefnunni að menn geti smíðað báta, allt að sex tonnum, í fimm- tán mánuði í viðbót. Þessu erum við alfarið á móti og munum berjast gegn því með kjafti og klóm, alveg miskunnarlaust. Ég vara menn við að fara út í að láta smíða bát nú, þeir geta lent í því að fá aldrei að veiða nokkurn skapaðan hlut á hann og skulu aldeilis passa sig á því að fara út í þá sálma núna, því við erum ekki inn á því að þetta geti haldið áfram. Ráðherra gerir ráð fyrir því að smábátar sem ekki fá kvóta sam- kvæmt veiðireynslu, fái kvóta. Látum það vera. Hann vill miða við veiðireynslu áranna 1986, 1987 og 1988 en ekki 1989. Þessu mótmæli ég eindregið og mun berjast fyrir því eins og ég get innan stjórnar landssambandsins að árið 1989 verði tekið inn í þetta vegna þess að staðan er þannig hér norðanlands að við höfum ekki fengið almennilegt ár síðan 1981. Þetta ár hefur verið á ýmsum stöðum hér norðanlands dálítið skárra í sumar, því er ég mótfallinn því að um leið og við fáum örlítið skárra ár sé það ekki notað sem veiðireynsluár. Við trillukallarnir á Norðurlandi stöndum mikið ver að vígi hvað aflamagn varðar, en menn. fyrir austan, vestan og á Reykjanesi. Rætt er um að greina á milli atvinnumanna og hobbymanna. Mér finnst fáranlegar hugmyndir koma þar fram; látum það vera þó hobbymenn megi ekki selja aflann sinn, en að taka það fram að þeir megi ekki einu sinni gefa hann, það finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég reikna með að vera orðinn hobbykall eftir 4-5 ár. Ég hef hengt upp fisk og hert, og ef ég má ekki fara út í hjall þegar barnabörnin mín koma í heimsókn, taka niður ýsuflök og gefa þeim harðfisk, það bara samþykki ég ekki. Þetta er svo fáránleg della að þeir sem hafa sett þetta á blað eiga að hafa vit á að taka það til baka og það strax.“ Þurfum 2-3 góðar þyrlur andssamband smábáta-[ eigenda var stofnað 5.. des 1985. Sigurður var kjörinn í fyrstu stjórn þess og hefur verið í stjórn síðan, ásamt flestum öðrum stjórnarmönnum. Sigurður segir að þeir þekkist vel og hafi staðið fast saman, sér-l staklega fyrir tveim árum er fast hafi verið sótt að smábátasjó- mönnum og átt hafi að úthluta þeim svo litlu að þeir gætu ekki lifað af því. En þeir hafi leikið varnarleik, sótt síðan yfir á vall-, arhelming andstæðinganna og að lokum skorað mark. Sigurður hefur haft mikil afskipti af öryggismálum trillu- karla og segist sannfærður um að það sé ekki röng stefna að menn sæki sjó á smábátum: „Við höf- um sífellt verið að hvetja menn til að gæta þess að vera með hlut- ina í lagi. Það er búið að byggja mikið af nýjum bátum og almennt séð eru þeir mjög góðir og traustir og betri en gömlu bátarnir. Við höfum orðið að sjá á bak mönnum úr okkar hópi, þar af tveimur á þessu ári, en engum í fyrra. Það er hörmulegt þegar þetta kemur fyrir en þess ber að gæta að það eru margir bátar á sjó í einu og því margir menn á sjó á þeim. Meirihluti smábátasjómanna eru úrvals sjómenn, og flestir með réttindi til að stjórna sínum bátum, nema gömlu mennirnir sem hafa reynsl- una og vita hvað þeir eru að gera. Ungir menn eiga ekki að ana beint í slíka sjómennsku, heldur byrja á að kynna sér meðferð vél- anna og læra það mikið í siglinga- fræði að þeir geti komist klakk- laust með strönd landsins, þeir þurfa að hafa 30 tonna réttindin. Að vísu eru til trassar í okkar hópi eins og annars staðar, og erf- Laugardagur 28. október 1989 - DAGUR - 11 Sigurður Giinnarsson, stjórnarmaAur í Landssanilianili sniáliátaeigenda, vió trilluna sína, Sólveigu ÞH-226. itt að fást við slíka menn, sama hvar þeir eru. Á aðalfundinum var rætt um að beina því til útvarpsstöðva að útvarpa veðurfregnum, því ekki nær nokkurri átt að nýjar stöðvar séu að taka til sín stóra hlust- endahópa án þess að veita þeim þá þjónustu. Nú á að fara að gera mjög merkilega tilraun með sjálf- sleppibúnað Sigmunds. Festa á þrjá björgunarbáta á einn bát, allir verða með sjálfvirkum sleppibúnaði og einn í gálga. Bátnum verður sökkt og á hverj- um björgunarbátanna verða tvær myndavélar sem munu sýna nákvæmlega hvað gerist. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Fyrir sunnan fór ég á fund með samstarfsnefnd um þyrlukaup eða -leigu. Markmiðið er að bæta þyrlukostinn frá því sem hann er í dag. Við íslendingar erum bara með eina góða þyrlu og t.d. þeg- ar Barðinn strandaði við Snæ- fellsnes treystu Bandaríkjamenn sér ekki til að fara, en öllum mönnunum á Barðanum var bjargað við erfiðar aðstæður með íslensku þyrlunni. Þetta var gott skólabókardæmi um það hvað vel þjálfaðir og samhentir menn geta gert við erfiðar aðstæður. Ekki er hægt að hugsa um hvað gerst hefði þarna ef þyrlan hefði verið í klössun. Því þurfum við að vera með 2-3 góðar þyrlur.“ Tókum veskin úr rassvösunum I igurður segir að Lands- samband smábátaeigenda | hafi eytt umtalsverðum fjármunum, milljónum á þessu ári, til að afla nýrra markaða fyrir grásleppuhrogn. Telur hann hugsanlega góða möguleika á sölu ferskra hrogna í Frakklandi og víðar, en búið er að finna aðferð til að geyma hrognin fersk í 14 daga. Sigurður segist vona að þarna sé fundinn markaður til bjargar grásleppukörlum, en hann vill vara menn við því að vera allt of bjartsýnir Qg stefna á þennan markað, það komi í Ijós hvort af þessu verði. Japan er líka í sigt- inu en það telur Sigurður að verði erfiðara dæmi. - Voru menn sammála um hlutina og ríkti eining á aðalfund- inum? „Það var að mestu leyti sam- staða. Fiskveiðistefnan var mjög mikið til umræðu og menn virtust standa einhuga á bak við stjórn- ina í því máli. Það hefur verið styrkur okkar stjórnarmanna að við höfum verið einhuga og stað- ið grimmt saman í þeirri baráttu sem við höfum átt í.“ - Nú hefur félagið starfað í nær fjögur ár, hefur þetta verið mikið starf fyrir stjórnarmenn og hvað hafið þið helst verið að gera? „Það var sýnt 1985 að við urð- um að gera eitthvað því við höfð- um engin samtök. Það var Arthúr Bogason, Norðurhjaratröllið, sem svo var kallaður þegar hann var í lyftingunum, sem gekk í það að safna trillukörlum í félög og Landssamband til að bjarga því sem bjargað yrði, en þá stóðum við frammi fyrir því að það átti að skerða hjá okkur og fara illa með okkur. Það var kosin bráða- birgðastjórn til að fara með þessi mál fram að aðalfundi, og í hana var kjörinn Heimir Bessason frá Húsavík. Hann þurfti að fara á síld og það varð að samkomulegi að ég færi í hans stað, og það varð til þess að ég fór að vinna með Arthúri Bogasyni í þessum málum. Við vorum aðallega þrír sent unnum með honum þetta haust; við Haraldur Jóhannsson frá Grímsey og Sveinbjörn Jóns- son frá Súgandafirði. Fleiri unnu mjög mikið að þessum málum, að vísu á öðrum vettvangi, þar var fremstur í flokki Skarphéðinn Árnason á Akranesi. Við stóðum mcð Arthúri í þess- um slag og mig minnir að ég færi þrjár ferðir suður. Við höfðum engar tekjur og ekki úr neinu að spila, nema taka veskið upp úr rassvasanum og þau drógum við upp til að borga kostnaðinn. Arhtúr stóð í miklu meiri baráttu en við, og við samþykktum víxil til að hann hefði að borða. Þegar Landssambandið var stofnað voru verk okkar virt á þann hátt að menn töldu það rétt að við yrðum í stjórn félagsins. Ég bað ekki um að fá að vera í stjórninni og reikna ekki með að hinir hafi gert það heldur. Allir stjórnarmenn höfðu unnið vel það,sem þeir höfðu unnið, vara- mennirnir líka. Við vorum nokkuð sáttir við hvernig við fórum út úr þeim slag sem við höfðum verið í. En í hittifyrra varð mjög erfiður slag- ur sem við stóðum í sjö eða átta stjórnarmenn um það bil mánuð. Það var ekkert gefið eftir og við vorum mjög samhentir í þeim bardaga. Þegar fiskveiðistefnan var samþykkt þurftum við ekki að standa frammi fyrir því, að félagar okkar um land allt væru að dauða komnir því þeim væri skammtað svo naumt að þeir gætu ekki lifað. Stjórnin sem stóð í þessum slag var svo samhent að ég held að við höfum allir verið sammála um að það væri best að við héldum áfram, þar til slagurinn sem nú er byrjaður væri búinn.“ Yerk okkar hafa orðið til gagns I igurður segist í fyrra hafa óskað eftir að vera leystur | frá störfum vegna sjúk- leika, en þá hafi hann verið beð- inn að halda áfram eitt ár enn og síðan fengið heilsu sína á ný. - Og þú hefur svo verið kjör- inn í stjórnina í fimmta sinn nú á aðalfundinum. „Já, ég var endurkjörinn, en ákveðnir aðilar reyndu að koma okkur Haraldi Jóhannssyni út úr stjórn. Við crum satt best að segja búnir að vinna mikið fyrir þessi samtök. Það má gera ráð fyrir að við eyðum til þess minnst tíu dögum á ári, kauplaust, til að sækja stjórnarfundi og aðalfund. Því eigum við allavega inni svona 40-50 dagsverk fyrir þessi störf okkar, sem ég held að hvorugur okkar sjái neitt eftir. Við höfum fundið að verk okkar hafa orðið til gagns, bæði fyrir sjálfa okkur og aðra. Síðastliðið sumar var boðað til fundar í svæðisfélaginu hérna, Kletti. Formaðurinn, Ingvi Árna- son á Akureyri, var veikur, en ég vil taka það fram að til hans ber ég fullt traust og er þakklátur fyr- ir að hafa kynnst þeim heiðurs- manni. Við Haraldur vorurn ekki boðaðir á þennan fund en kvöld- ið áður frétti ég að halda ætti fund um grásleppumálin. I stjórninni eru menn sem hafa liaft með þau mál að gera, rétt eins og ég hef verið nteð öryggis- málin. í framhaldi af þessu birtist viðtal við Jón Eiríksson á Ólafs- firði í Degi þar sent hann segir m.a.: „Það er engu líkara en að þeir menn sem nú sitja í stjórn Landssambandsins séu í einskon- ar fílabeinsturni. Tveir kjörnir fulltrúar okkar í stjórn LS mættu ekki á fund Kletts og hafa því ekki kynnt sér viðhorf hins almenna félagsmanns." Ég vil taka það fram að við vorum ekki boðaðir. Síðar segir Jón: „Við grásleppukarlar í Ólafsfirði eig- um eftir að ræða það okkar á milli hvernig við bregðumst við þessu! Okkur finnst þessi afstaða stjórnar Landssambandsins full- komlega óeðlileg. Maður skyldi ætla að þeir menn í stjórn sem kosnir eru af okkur, til að fara með okkar hlut, þeir tækju tillit til ályktunar fundar Kletts." Ég skil þetta svo að Jón líti svo á að við Haraldur séum fulltrúar Kletts í stjórninni, en ég hef aldrei litið á mið öðruvísi en sem fulltrúa allra smábátaeigenda á íslandi. Það hafa verið haldnir aðal- fundir hjá Kletti reglulega og ég held að ég hafi mætt á þá alla, nema á fundinn í haust. Þá sátu Grímseyingarnir veðurtepptir heima en ég var rétt staðinn upp eftir þriggja vikna legu vegna sjúkleika, og ekki ferðafær. Það skal tekið fram að við vorum boðaöir á þann fund. En ég hef ekki verið beðinn um að mæta á fundi, hjá einstökum félögum eða aðalfundi, nema hjá félaginu á Húsavík, til að gera grein fyrir einu eða neinu, aldrei beðinn um að koma á framfæri neinu sér- stöku innan stjórnar Landssam- bandsins. Samþykkt grásleppu- manna frá fundinum í sumar var ekki send okkur Haraldi og við vorum ekki beðnir um stuðning við samþykktina. Það hefði verið það rétta af forsvarsmönnum fundarins að biðja okkur að koma á fund og kynna fyrir okk- ur niálið, en fyrst það var ekki gert, að hafa þá samband við okkur á eftir og biðja okkur um stuðning. Þaö var ekki gert en í stað þess komu þessir menn núna og sögðu: „Burt með þá, okkar menn í staðinn.“ Burtreksturinn kolfelldur ðalfundur Landssam- bandsins tók það ekki í mál að hengja bakara fyr- ir smið. Það komu fram tveir list- ar til stjórnarkjörs. Listinn sem við Haraldur vorum á hlaut 44 atkvæði en hinn hlaut fimm atkvæði. Þar með var þessi burt- rekstur okkar kolfelldur. Ég mun berjast með kjafti og klóm, ef heilsa mín leyfir, gegn þessari undirróðursstarfsemi sem þarna var framin, þessir menn áttu að tala við okkur. Ég hefði verið til með að hætta þegar þessi fiskveiðistefna verður kominn í gegn um þingið, en nú ætla ég að slást, læt ekki vaða yfir mig, hvorki þessa menn eða nokkra aðra, með dónaskap af þessu tagi. Ég mun þó ekki snú- ast gegn þessum mönnum á nokkurn hátt, og verði ég þess var að verið sé að hafa þá rang- lega fyrir einhverri sök, þá mun ég verja þá þó þeir hafi haft mig fyrir rangri sök. Fundarmenn studdu okkur mjög rækilega og ég held að þeir hafi gert sér grein fyrir að það væri mjög æskilegt að þessi stjórn sæti áfram. Það kom fram á fund- inum tillaga um að það væri æski- legt að gera svæðisfélögunum kleift að skipta um menn en mæla með sérstökum mönnum. Stjórnin hefur samþykkt að þetta skuli gert, aðalfundur kýs aðal- stjórn eins og verið hefur en að svæðisfélögin geri tillögur um menn í stjórn. Þetta er gert til að vinna að því að það verði endur- nýjun í stjórninni, sem er æski- legt bara ef hún gerist ekki of hratt. Haraldur hefur sem varafor- maður þessa félags unnið LS ómetanlegt gagn. Meðan við höfðuni engar tekjur var hann í langan tíma fyrir sunnan að berj- ast í að við fengjum framlög úr sjóðum sem við vorunt búnir að borga í áratugum saman og höfð- unr aldrei fengið krónu út úr. Fyrir baráttu hans fengum við það sem við áttum í trygginga- sjóði, og meirihluti þeirra pen- inga fór til að borga skuld gamla Grásleppufélagsins. Þeir menn sem vilja sparka honum úr stjórn í dag ættu að hugsa fyrst um það, en spara sér spörkin." IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.