Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 20
Akureyri, Iaugardagur 28. október 1989 Lækkum malarreikninginn! KEA NETTÓ Höfðahlíð 1 Hitaveita Akureyrar: Tilraunaboranir við Botn - Qárhagsstaða veitunnar svipuð og verið hefur I vikunni hafa starfsmenn Orkustofnunar undir stjórn Olafs Flóvenz unnið við til- raunaboranir fyrir Hitaveitu Akureyrar skammt frá bænum Botni í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Rannsóknir eru vel á veg komnar á þessu svæði og munu starfsmenn Orkustofn- unar þá færa sig um set. Franz Árnason hitaveitustjóri sagði að boraðar yrðu tvær rann- sóknarholur við bæinn Botn og síðan þrjár holur á Laugalandi og Rólegt í síldarsöltun á Vopnafirði: 2000 tunnum færra en á sama tíma í fyrra „Það hefur ekki verið svona dökkt yfir síldarsöltun lengi,“ segir Sigurður Sveinsson, verk- stjóri í síldarsöltun Tanga hf. á Vopnafirði. Búið er að salta í'rúmlega 1100 tunnur það sem af er vertíðinni og segir Siguröur það um 2000 tunnum minna en á sama tíma i fyrra. Saltað er upp í samninga við Finna og Svía og á Tangi eftir á bilinu 4-500 tunnur af úthlutuð- um kvóta. Sigurður segir þann galla á gjöf Njarðar að eftir sé að stærstum hluta að salta stórsíld og hún hafi enn sem komið er ekki látið sjá sig. Tveir bátar leggja upp hjá Tanga, Lýtingur og Sigþór. Von var á Lýtingi með 40 tonn í nótt. „Manni heyrist lítiö hafa geng- ið með samninga um sölu salt- síldar til Sovétríkjanna þannig að sem stendur er ekki vitað hvað tekur við þegar lokið verður við að salta upp í Norðurlandasamn- ingana,“ segir Sigurður. óþh Þelamörk í framhaldi af þessum rannsóknum. Ffitaveita Akureyr- ar þarf stöðugt að huga að vatns- öflun eftir því sem notendum fjölgar. Fjárhagsstaða Hitaveitu Akur- eyrar hefur oft verið til umræðu og aðspurður sagði Franz að hún væri nú mjög svipuð og á síöasta ári, hvorki betri né verri. „Skuldirnar hafa ekki aukist en nánast ekkert minnkað heldur. Við tókum heldur ekki neitt sér- stakt lán til að fjármagna fram- kvæmdirnar í Gerðahverfi II en ástandið er rnjög svipað og verið hefur. Pað er ekki um marktæk- an bata að ræða,“ sagði Franz. Hitaveita Akureyrar fékk fyrr á þessu ári skuldbreytingu á láni sem er í japönskum yenum og lækkuðu vextir af því verulega. Sú ráðstöfun bætir fjárhagsstöðu veitunnar en batinn kemur ekki i ljós fyrr en á næsta ári og upp frá því fram að skuldadögum. SS Þessa viku liafa staðið yfir tilraunaboranir fyrir Hitaveitu Akureyrar skammt frá Botni í Hrafnagilshreppi. Mynd: KL Bæjarstjórn Akureyrar og Helgamagrastræti 53: Bærinn gerir tilboð í sjö ófiiDbyggðar íbúðír Akureyrarbær hefur gert til- boð í þann hluta Helgamagra- strætis 53 sem bærinn telur vera eign þrotabús Híbýlis hf., en það eru sjö ófullbyggðar íbúðir ásamt bílageymslu og sameign. Brynjólfur Kjartans- son hrl., bústjóri, segir að mál- ið snúist nú um hvort kröfuhaf- ar samþykki að málum sé þannig háttað að Akurcyrar- bær teljist eiga kaupleiguíbúð- irnar fimmtán, en ekki þrota- búið. Útgerðarfélag Skagfirðinga: Góð sala Skafta erlendis - hallinn fer minnkandi Skafti SK 3, einn togara Út- gerðarfélags Skagfirðinga, Protabú Búts hf. á Siglufirði: Lokið verði við verkefiii í Fljótum og á Siglufirði - fyrsti skiptafundur 22. febrúar 1990 „Eg get ekki svaraö því nákvæmlega hvcrnig staðið verður að þessum málum. Það er þó Ijóst að Ijúka verður skiptum á búinu og sú vinna er nýhafin,“ segir Hallgrímur Olafsson, viðskiptafræðingur, sem skipaður hefur verið til bráðabirgða bústjóri þrotabúss Búts hf. byggingafélags á Siglufirði sem úrskurðað var gjaldþrota í síðustu viku. „Þrotabúið er með verkefni í gangi, bæði er um að ræða íbúðir fyrir Miklalax hf. í Fljótum og leiguíbúðir fyrir Siglufjarðarbæ, og þessum verkefnum verður að Ijúka. Á þessu stigi er ekki vitað hvenær þeim verður lokið en þau eru komin vel á veg.“ Fjórtán manns voru á launa- skrá hjá Búti hf. og hefur þeim öllum verið sagt upp störfum. Fyrsti skiptafundur í þrotabúi Búts hf. hefur verið ákvcðinn 22. febrúar á næsta ári. óþh fékk ágætis verð fyrir karfa í Frakklandi og Þýskalandi á fimmtudaginn var. Meðalverð- ið í Frakklandi var um 85 krón- ur en um 96 í Þýskalandi. Heildarsalan nam því um fímm og liálfri milljón króna. Að sögn Ágústs Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra ÚS, er lítið eftir af kvóta skipanna. Þau hafa verið mest á karfaveiðum en þó landaði Skagfirðingur blönd- uðum afla í síðustu viku og von er á Hegranesi í næstu viku til löndunar. Ágúst bjóst við að kvótinn ent- ist ekki út árið og desember gæti orðið erfiður. Rekstur ÚS er all- ur í áttina en samt slæmur. „Við skulum segja að hallinn hafi minnkað,“ sagði Ágúst en hann hættir störfum um mánaðamótin nóv.-des. Enn hefur ekki verið ráðið í stöðuna en fljótlega má búast við að það verði gert. kj Ekkert verður látið uppi um tilboð Akureyrarbæjar í bili, og er það til skoðunar hjá skiptaráð- anda og bústjóra. Hér er um tug- milljóna króna hagsmunamál að ræða fyrir bæjarfélagið. „Grund- vallarspurningin er sú hvort kröfuhafar vilji láta reyna á hver eigi bygginguna í heild sinni. Þetta er stóra spurningin,“ segir Brynjólfur Kjartansson. Sú staða getur auöveldlega komið upp, að sögn Brynjólfs, að ekki verði hægt að láta reyna á þcssa grundvallarspurningu fyrr en á fyrsta skiptafundi í búinu sem haldinn verðúr 23. janúar. Ef svo fer getur vinna tæplega hafist aftur við Helgamagrastræti 53 fyrr en eftir langan tíma, jafn- vel einhverja mánuði. Kröfuhafar eru fjölmargir, og er ekki vitað um afstöðu þeirra til eignarréttar á Helgamagrastræti 53 á þessu stigi málsins. EHB Hreppasameiningin í Skagafirði: Kosið í dag Ibúar Hosós-, Hofs- og Fells- hreppa í Skagafirði ganga að kjörboröi í dag. Kosið er um sameiningu hreppanna, en viðræður hafa átt sér stað milli þeirra undanfarna mánuði um hugsanlega samein- ingu. Kosið verður í Höfðaborg Hofsósi og hefst kjörfundur kl. 10.00 fyrir Hosfós en kl. 12.00 fyrir Hofs- og Fellshrepp. Opið verður til kl. 19.00. kj Iðnþing ’89: Iðnaðarmenn áKrókmun sitja heima - óánægja með skipulagsbreytingar Iðnaðarmenn á Sauðárkróki hafa ákveðið að sækja ekki Iönþing í ár vegna óánægju með skipulagsbreytingar sem gerðar voru á þinginu 1987. Dagur hafði samband við Árna Guðmundsson hjá Iðnaðarmannafélaginu og innti hann eftir því hvaða skipulags- breytingar þetta hefðu verið. „Okkur finnst vera kominn heldur mikill atvinnurekenda- svipur á sambandið. Þessar breytingar skertu kjörgengi sveina í trúnaðarstöður hjá landssambandinu. Reglurnar voru nú eitthvað mildaðar en við eru óánægðir með þetta og sitjum því heima að þessu sinni.“ Iönþing cr haldiö nú um helg- ina. Ekki var Árna kunnugt um flciri félög sem hyggðust sitja heima vegna þessa. kj Þrotabú Sævers í Ólafsfirði: Steftit að skiptalokum 17. nóvember Stefnt er að skiptalokum í þrotabúi Sævers í Ólafsfirði þann 17. nóvember nk. að sögn Hallgríms Ólafssonar, bústjóra. „Þaö hcfur ósköp lítið verið að gerast í þessu máli að undan- förnu. Ég hef verið að kanna hvaða eignir eru til og inn- heimta þær og koma öðrum eignum í verð. Það er ijóst að ekki fæst upp í almennar kröfur,“ segir Hallgrímur. „Það liggur ekki fyrir um hversu stórt gjaldþrot er að ræða. Það kem- ur í ljós 17. nóvember.“ óþh Veðurstofa íslands: Hlýnandi veður um alltland Veðurstofa íslands spáir hlýnandi veðri um land allt og ætti það að rífa hrollinn úr Norðlendingum í bili. í dag verður hæg breytileg átt norðanlands, skýjaö með kötlum eu úrkomulaiist og hitastigið mjakast upp á við. Á sunnudaginn er búist við vaxandi suðaustanátt með rign- ingu sunnanlands en þurrt verð- ur á Norðurlandi. Hitinn fer vel yfir frostmarkið. Horfur á mánudag hljóða svo: Austan- og suöaustan strekkingur og hlýtt miðað við árstíma. Rigning og súld um mcstallt land þó síst í innsveit- um norðanlands. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.