Dagur - 11.01.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 11.01.1990, Blaðsíða 11
I íþróftir Úrvalsdeildin í körfu: Fimmtudagur 11. janúar 1990 - DAGUR - 11 Enn frestað á Akureyri en spilað á Króknum Enn er búið að fresta leik Þórs og Njarðvíkinga sem vera átti í Iþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Ástæðan sem KKI gef- ur upp er að Suðurnesjapilt- arnir leiki of marga leiki á næstu dögum. Leikur Þórs og Njarðvíkinga hefur verið settur á 4. febrúar. Á Sanðárkróki fer Heiming á Siglufjörð Henning Henningsson knatt- spyrnumaður hefur ákveðið að leika með Siglfirðingum í 2. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Henning er mjög sterkur varnarmaður og hefur leikið með FH-ing- um í knattspyrnunni undan- farin ár. Hann er einnig mjög góður körfuknattleiks- maður og er einn af lykil- mönnum í Haukaliðinu í körfuknattleik. Bjarni Harðarsson formað- ur knattspyrnudeildar KS sagði reyndar að Henning væri ekki búinn að skrifa undir félagaskiptin en bjóst við að það yrði gert fljóllega. hins vegar fram leikur Tinda- stóls og Hauka sem var frestað á þriðjudaginn vegna veðurs. Á margan hátt er þetta frestun- armál hið sérkennilegasta. For- ráðamenn Þórs vissu ekki um frestunina seinni partinn í gær er Dagur hafði samband við þá. Á skrifstofu KKÍ fengust þau svör að of mikið álag væri á Njarðvík- ingum næstu daga en ekkert svar fékkst við spurningunni af hverju hefði þá verið samþykkt að setja þennan leik á í dag. Á Sauðárkróki verður hins vegar hörkuleikur. Þar mæta heimamenn hinu knáa liði Hauka úr Hafnarfirði. Reyndar hefur verið mikil upplausn í Haukalið- inu og Pálmar Sigurðsson m.a. látið af stjórn sem þjálfari. Einnig hætti hinn ungi og efnilegi Jón Árnar Ingvarsson að leika með liðinu fyrir áramót og faðir hans, Ingvar Jónsson, hætti sem liðsstjóri. Hinn góðkunni körfu- knattleiksmaður Torfi Magnús- son hefur nú tekið við sem þjálf- ari en Pálmar er áfram með sem leikmaður. Það verður því gam- an að sjá hvernig Tindastóls- mönnum tekst upp gegn hinu breytta Haukaliði. Bo Heyden og félagar í Tindastólsliðinu mæta Haukum í kvöld kl. 20.00. Sund árið 1989: Helstu afreksmenn Óðins fengu viðurkenningu á jólavökunni. Eisa María Guðmundsdóttir var valin sundmaður ársins, Þorgerður Benediktsdóttir var með mestu bætinguna á árinu og Svavar Þór Guðmundsson var stigahæstur karla á síðasta ári. Utsala hefst í dag SÍMI (96) 21400 Henning er 24 ára gamall og lék upphaflega með Haukum. Hann gekk síðan til liðs við Fimleikafélagið og hefur leik- ið 48 leiki í 1. deildinni. Síð- astliðið sumar þurfti hann hins vegar oft að verma varamanna- bekkinn hjá liðinu og það er sjálfsagt ein aðalástæðan fyrir því að hann ákveður að breyta nú til. Félagi hans úr Hafnarfirðin- um, Hlynur Eiríksson, sem lék með Siglfirðingum í fyrra kemur einnig aftur en hann var næst-markahæsti leikmað- ur KS í fyrra á eftir Hafþóri Kolbeinssyni. Hugi Sævarsson, sem kom frá ÍK og Kristján Karlsson markvörður frá Reykjavík koma einnig aftur til Siglu- fjarðar þannig að KS-liðið ætti að geta staðið sig í hinni hörðu 2. deild. Þjálfari KS er Mark Duffield en hann tók við þjálfun liðsins í fyrra og kom því aftur upp í 2. deild eftir ársdvöl í 3. deild- inni. Jólavaka Óðins var haldin í Lundarskóla rétt fyrir áramót- in. Það voru veitt verðlaun til þeirra sundmanna sem þóttu skara fram úr á árinu. Einnig voru veittar viðurkenningar til fyrirtækja vegna firmakeppni en það var Kæliverk sf. sem gaf öll verðlaun til þeirrar keppni. Einnig voru veitt verð- laun fyrir árangur á Jólamóti Óðins og það var Fell h.f. sem gaf alla verðlaunagripi til þeirrar keppni. Á Jólavökunni voru afhentir fjórir bikarar fyrir bestu afrekin hjá félaginu. Elsa María Guð- mundsdóttir hlaut tvo bikara. Hún var valin sundmaður ársins og er það æðsta viðurkenning félagsins á hverju ári. Þann bikar hlaut Elsa fyrir góða mætingu, góðan félagsanda, og framfarir á árinu. Elsa er vel að þessum titli komin því hún er handhafi 14 Akureyrarmeta og náði að kom- ast sex sinnum á verðlaunapall á íslenskum meistaramótum í fyrra. Elsa María hlaut einnig bikar fyrir stigahæsta afrek kvenna á síðasta ári. Verðlaunin hlaut hún fyrir árangur sinn í 100 m bringu- sundi á Unglingameistaramótinu á 1:18.05. Fyrir þann tíma hlaut hún 658 stig. Svavar Þór Guðmundsson var stigahæsti karlmaðurinn á síðasta ári eins og undanfarin ár. Hann hlaut bikarinn fyrir 50 m flugsund á Kalottkeppninni í Reykjavík í apríl en þá synti hann flugsund- ið á 28.01 og hlaut 672 stig fyrir. í heild var þetta eitt besta sundár hjá félaginu. Sundmenn Óðins bættu 74 Akureyrarmet á árinu, settu 5 íslensk unglinga- mét og stóðu sig vel á fjórum stærstu sundmótunum hér á landi, Sundmeistaramótinu inn- an- og utanhúss, Aldursflokka- meistaramótinu og Unglinga- meistaramötinu. Á þessum mót- um urðu Akureyringarnir 28 sinnum meðal þeirra bestu og hlutu 19 verðlaun, 8 gull, 3 silfur og 8 brons. Svava Hrönn Magnúsdóttir setti 5 íslensk unglingamet í meyjaflokki og á nú öll gildandi met í bringusundinu í þeim flokki. Tveir sundmenn frá Óðni kepptu fyrir íslands hönd á árinu. Svavar Þór Guðmundsson keppti á Ulster leikjunum í írlandi og Kalott-keppninni í Reykjavík með A-landsliðinu. Ungur og efnilegur sundmaður, Illugi Fanndal Birkisson, var síðan val- inn í unglingalandslið fslands í sundinu. Þetta er einn besti árangur sem Akureyringar hafa náð á einu sundári og með áframhaldandi stuðningi ætti að vera hægt að bæta árangur norðlenskra sundmanna enn meira á næstu árum. Eins og sagt var frá í byrjun voru veitt verðlaun fyrir mara- þonsund sem félagar í Óðni stóðu fyrir til að safna peningum fyrir utanferð. Það voru 15 krakkar sem tóku þátt í þessu verkefni og syntu þau 110,9 km á einum sólarhring og það var Vélsmiðja Akureyrar sem kom næst því að giska á rétta vega- lengd. Þeir vélsmiðjumenn gisk- uðu á 111 km og fengu veglegan bikar að launum. Halldór Ólafs- son úrsmiður, Kristjánsbakarí og Bynor giskuðu á 110 km og fengu einnig viðurkenningu að launum. í frétt frá Sundfélaginu Óðnil segir að félagið þakki öllum þeim sem studdu við bakið á félaginu á síðasta ári og að það vonist til að eiga áframhaldandi gott samstarf við bæjarbúa og fyrirtæki á Akur- eyri á þessu nýja ári. Mikill afsláttur Eitt besta sundár á Akureyri - Krakkar í Óðni bættu 74 Akureyrarmet og 4 unglingamet

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.