Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 4
f-» 1 * 4**1 rtrtrt r-o 4 - DAGUR - Þriðjudagur 23. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 íslensku bók- menntaverðlaunm Því hefur oft verið haldið fram að íslendingar séu mikil bókaþjóð. Það eru vissulega orð að sönnu og ef til vill má ganga svo langt að fullyrða að íslend- ingar séu mesta bókaþjóð í heimi. Þá fullyrðingu má vel rökstyðja með því að benda á fjölda útgefinna titla hér á landi árlega. Það er staðreynd að ef bæk- ur kæmu út á íslandi í sama hlutfalli við íbúatölu og víðast erlendis, væru gefnar út 40-50 bækur á ís- landi árlega. Raunin er allt önnur, eins og flestir vita. Hér koma út 500-600 bækur á ári, jafnvel allt að þúsund ef allir bæklingar og smárit eru meðtalin. Vissulega er mikil gróska í útgáfu ekki einhlítur mælikvarði á lestur bóka. Hún hlýtur þó að gefa sæmilega vísbendingu, því allar þessar bækur væru vart gefnar út nema markaður væri fyrir hendi. Það er mikið gleðiefni að bókin virðist ætla að halda velli hér á landi, þrátt fyri vaxandi samkeppni úr ýmsum áttum. Bókaþjóðin stendur því fyllilega undir nafni enn sem komið er og gerir það vonandi um ókomna tíð. Þessar hugleiðingar eru settar fram af ærnu tilefni. Senn líður að því að tilkynnt verði hvaða bók hljóti íslensku bókmenntaverðlaunin í ár, fyrsta árið sem þau verðlaun eru veitt. Til verðlaunanna var stofnað af Félagi íslenskra bókaútgefenda á síð- asta ári, en það ár átti félagið aldarafmæli. í stofnskrá íslensku bókmenntaverðlaunanna segir að tilgangur þeirra sé „að styrkja stöðu frumsam- inna íslenskra bóka, efla vandaða bókaútgáfu, auka umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir." Þetta eru göfug markmið og flestir eru sammála um að íslensku bókmenntaverðlaunin eru þörf nýjung. Bókaútgefendur eiga þakkir skildar fyrir framtakið. Um hitt eru skiptar skoðanir hvort rétt sé að þess- um bókmenntaverðlaunum staðið. Margir hafa gagnrýnt það að fyrrnefnd bókmenntaverðlaun eru óneitanlega mjög auglýsingatengd. í byrjun desember voru tíu bækur tilnefndar til undanúr- slita. Þær voru síðan auglýstar upp sem slíkar. Þessar bækur hlutu vafalaust mikla athygli út á til- nefninguna, á kostnað annarra bóka. Með því að til- nefna bækurnar áður en jólabókaflóðið skall á, voru bókmenntaverðlaunin því notuð beinlínis í auglýs- ingaskyni. Við það var gildi þeirra rýrt að nokkru í huga almennings. Um það verður ekki deilt. íslenskir bókaútgefendur ættu að taka það til gaumgæfilegrar íhugunar hvort ekki sé rétt að breyta fyrirkomulagi forvalsins þannig, að þær bæk- ur sem til greina koma að hljóta verðlaun, verði til- nefndar í janúar ár hvert, þ.e. eftir að besta bók- sölutímabilinu lýkur. Þar með myndi auglýsinga- stimpillinn hverfa af verðlaununum og þau yrðu betur til þess fallin að ná göfugum markmiðum sín- um í framtíðinni. BB. Mikill fjöldi gesta var viðstaddur þegar sundlaugin við Glerárskóla var vígð á sunnudaginn. Akureyri: Sundlaugiii við Glerárskóla tekin fonnlega í notkun inga-, hreinsi- og loftræstikerfi var í höndum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. og raf- lagnir sá Rafael um. Teikningar voru samþykktar á fundi bygginganefndar í maí 1987. Verkið var boðið út síð- surnars það ár og bárust í það þrjú tilboð, sem opnuð voru í lok ágúst. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 34.121.725.- en tekið var tilboði frá Híbýli hf. sem var lægst og hljóðaði uppá kr. 35.682.120. Eftir að undirritaður hafði verið verksamningur milli samningsaðila, var strax hafist handa við framkvæmdir. Verkinu átti skv. verksamningi að vera lokið þann 1. okt. s.l. Það tókst hins vegar ekki og vegna gjaldþrots Híbýlis hf., stöðvaðist verkið sjálfkrafa. Um mánuði seinna náðist samkomu- lag við fjóra af undirverktökum Híbýlis, um að þeir lykju þeim verkþáttum sem þeir voru með, þann 6. jan. 1990. Einnig var tek- ið tilboði Sjafnarmanna um lagn- ingu úretansefnis á salargólf. Rafmar hf. sá um raflagnir, Blikkrás hf. um loftræstikerfi, Bjarni Jónasson um pípulagnir, hreinsikerfi og snjóbræðslukerfi og Héðinn Jónasson um máling- arvinnu. Múrverk var í höndum þeirra Gunnars Óskarssonar, Tryggva Gunnarssonar og Sæbjörn Jónssonar en smíða- vinna var unnin af fyrrverandi smiðum Híbýlis hf. Járnsmíði var í höndum Járntæki hf. og Vél- smiðju Steindórs, hellulogn sá gatnadeild Akureyrarbæjar um og dúkalögn Viðar Þór Pálsson. Listaverk á bogavegg í sundlaug- arsal hannaði Soffía Árnadóttir auglýsingateiknari. Á árinu 1987, var kr. 12.093.852,- varið til verksins, árið 1988 um kr. 13.837.601,- og árið 1989 kr. 33.480.000.-, eða samtals um 60 milljónum króna. Í framtíðinni verður ráðist í gerð útivistarsvæðis við laugina, þar sem m.a. er gert ráð fyrir tveimur heitum pottum. Sundlaugin við Glerárskóla er rekin með íþróttahúsi skólans en förstöðumaður mannvirkjanna er Samúel Jóhannsson. -KK Hin nýja og glæsilega sundlaug við íþróttahús Glerárskóla, var formlega vígð á sunnudaginn. Þar var saman kominn fjöldi gesta, m.a. bæjarstjóri, bæjar- fuiltrúar, fulltrúar íþróttaráðs, fulltrúar verktaka og fleiri, auk barna úr Þorpinu, sem biðu þess að geta stungið sér í laug- ina. Kennsla hófst í sundlaug- inni strax í morgun en hún verður opnuð fyrir almenning mjög fljótlega og verður það auglýst ítarlega þegar þar að kemur. Áður en sjálf vígsluathöfnin hófst, lék blásarasveit frá Tónlist- arskólanum nokkur lög. Fyrstur tók til máls Sigfús Jónsson bæjar- stjóri og rakti hann byggingar- sögu sundlaugarinnar. Því næst töluðu þau Sunna Árnadóttir for- maður Foreldrafélags Glerár- skóla og Vilberg Alexandersson skólastjóri Glerárskóla. Síðasta orðið átti Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, sem lýsti því yfir í lokaorðum sínum að sundlaugin væri formlega tekin í notkun. Eftir að ræðuhöldum lauk, tóku sundgarpar úr sundfélaginu Óðni þátt í boðsundskeppni og var keppt í tveimurflokkum. Að lok- um var þeim fjölmörgu börnum úr hverfinu sem þarna voru sam- an komin, leyft að dífa sér í laug- ina og létu þau ekki segja sér það tvisvar. Á meðan gæddu gestir sér á kaffi og meðlæti sem konur úr kvenfélaginu Baldursbrá báru á borö. En það voru einmitt kon- ur úr Baldursbrá sem á sínum tíma, lögðu hvað harðast að bæjaryfirvöldum að hefja fram- kvæmdir við sundlaugarbyggingu í Glerárhverfi. Eins og margoft hefur koniið fram í fjölmiðlum er hér um inni- sundlaug að ræða. Stærð hússins er 843 ferm., eða 3192 rúmm., stærð laugarinnar er 10xl62/3 metrar. Það var haustið 1985 að bæjar- stjórn tók þá ákvörðun að byggja sundlaug - kennslulaug við Gler- árskóla, fyrir skólana norðan Glerár. Fjórum teiknistofum var falin hönnun hússins og gerðir við þær samningar þar að lútandi í mars 1987. Arkitektateikningar sá Arkitektastofan við Ráðhús- torg um, burðarvirki, pípulagn- Félagar úr sundfélaginu Óðni tóku sameiginlega dýfu í nýju sundlaugina á sunnudaginn og syntu boðsund að loknum ávörpuin nokkurra gesta. Myndir: KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.