Dagur - 24.01.1990, Blaðsíða 12
Skuldir Bæjarsjóðs Akureyrar 1990:
Munar 34 millj. á rnjum
lántökum og afborgunum
Samkvæmt frumvarpi að fjár-
hagsáætlun fyrir Bæjarsjóð
Akureyrar verður 170 milljón-
um króna varið í afborganir
lána á árinu. Þar af eru afborg-
anir skammtímalána að upp-
Skíðastaðir:
Stefnt að
opimn um
helgina
Þrátt fyrir snjókomu undanfar-
ið er skíðafæri langt frá að vera
gott í Hlíðarfjalli. Snjór er í
giljum og skorningum og upp
að fjórða mastri í Stromplyft-
unni, en að öðru leyti er varla
hægt að tala um snjó í Fjallinu.
ívar Sigmundsson, forstöðu-
maður Skíðastaða, segir að stefnt
sé að opnun um næstu helgi. Þá
verða a.m.k. Stromplyftan og
stólalyftan opnaðar, en óvíst er
um hvort hægt verður að opna
Hólabraut og Hjallabraut.
Skafrenningur hefur sett stórt
strik í reikninginn undanfarnar
vikur því sama og engan snjó hef-
ur fest í Fjallinu. í gilinu með-
fram stólalyftunni er nægur
snjór, en aðstaðan er takmörkuð
þegar svo stendur á, eins og
kunnugir þekkja. Starfsmenn
Skíðastaða voru að ýta til snjó í
gær og fyrradag til að mynda
brautir, en hættu því þegar fór að
hríða. „Ef við verðum svo ótrú-
lega heppnir að það snjóar alla
daga fram að helginni verður
þetta fínt," segir Ivar Sigmunds-
son. EHB
hæð 50 milljónir og afborganir
langtímalána 120 milljónir.
Nýjar lántökur verða hins veg-
ar að upphæð 136 milljónir.
í frumvarpinu kemur fram að
221 milljón króna verður varið til
fjárfestinga vegna fastafjármuna.
Við síðari umræðu um fjárhags-
áætlun, að mánuði liðnum, verð-
ur ákveðið hvernig þessi upphæð
skiptist milli einstakra liða en
þeir eru. Undir þetta falla eftir-
farandi liðir: nýbyggingar, fast-
eignakaup, Fjórðungssjúkrahús,
Síðuskóli, Verkmenntaskóli,
dagvistin Holtavelli, bæjarskrif-
stofur, slökkvistöð, íþróttamann-
virki, sundlaug í Glerárhverfi,
dvalarheimili og þjónustukjarni
við Víðilund. JÓH
í staöfcstu aðalskipulagi er gert ráð fyrir lokun Norðurgötu. í dciliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að byggingarrcit-
ur Hagkaups nái að lóðarmörkum, hluti götustæðis Norðurgötu bætist við lóð Norðurgötu 55 og milli lóðanna verði
gangstígur. Eigendur íspan-hússins, íspan hf. og KEA gera athugascmdir við tillöguna. Mynd: kl
Norðurgötu/Hagkaupsmálið til umræðu á fundi skipulagsnefndar í dag:
íspan hf. og KEA gera athuga-
semdir við deiliskipiilagstiilögu
- „verður metið hvort gagnrýnin er á rökum reist“
Dciliskipulagstillaga fyrir
Norðurgötu 55, 60 og 62 á
Akureyri verður rædd á fundi
skipulagsncfndar Akureyrar-
bæjar í dag. Það deiliskipu-
lagssvæði sem um ræðir er lóð
Hagkaupa ásamt stækkunum á
henni, auk hluta götustæðis
Norðurgötu sem felldur verður
niður. Eigendur húss nr. 55 við
Norðurgötu, Ispan hf. og
Kaupfélag Eyfirðinga hafa lagt
fram skriflegar athugasemdir
við dciliskipulagstillöguna og
Húsnæðismál og þjóðfélagshóparnir:
Verkamenn helst búnir
að greiða lánin sín
Fólk á fertugsaldri er það sem í
mestum mæli hefur tekið lán
vegna íbúðarkaupa, eða í um
92% tilfella en 79% þeirra
Hluthafafundur hjá
Þormóði ramma hf.
Almennur hluthafafundur í
Þormóði ramma hf. á Siglu-
firði ákvað í fyrrakvöld að
breyta félaginu í almennings-
hlutafélag og að auka hlutafé
stórlega frá því sem nú er.
Stefnt er að því að hlutafé
verði að aukið um 300 til 550
milljónir króna, en í dag er hluta-
féð 24,5 millj. kr. Ríkið á 70% í
félaginu, og gerir þá kröfu að
aðrir hluthafar auki hlutafé sitt.
Lán, sem fyrirtækið tók fyrir sjö
árum, er nú á bilinu 3-400 millj.
kr., og verður því breytt í hlutafé
í ríkiseign, eins og áður hefur
verið greint frá í Degi. EHB
elstu tóku lán. Alls 67% þeirra
elstu eru sömuleiðis búnir að
greiða sín lán en mun lægra
hlutfall annarra aldurshópa og
nánast enginn þeirra sem er
innan við þrítugt.
Þetta kentur fram í skýrslu
Húsnæðisstofnunar ríkisins um
húsnæðismál og þjóðfélagshópa
sem unnin var upp úr könnun
sem framkvæmd var 1988. í
skýrslunni kemur sömuleiðis
fram að ef litið er á einstakar
stéttir er það helst verkafólk sem
búið er að borga lán sín. Næst á
eftir þeim kemur afgreiðslu- og
gæslufólk en í þriðja sæti þeirra
sem greitt hafa upp lánin eru
sérfræðingar og atvinnurekend-
ur. Fæstir iðnaðarmenn hafa
greitt upp sín lán. Skýringin á
þessu mun vera sú, að lengra er
síðan verka-, afgreiðslu- og
gæslufólk keypti eða byggði sínar
íbúðir. Iðnaðarmenn hafa hins
vegar í mestum mæli byggt eftir
1983 og eru því með yngstu lánin.
VG
verða þær ræddar á fundinum í
dag.
Frestur til að gera athuga-
semdir við deiliskipulagstillöjguna
rann út sl. föstudag og hafa Ispan
hf. og KEA gert athugasemdir
við hana. Birna Eiríksdóttir,
framkvæmdastjóri íspan hf., vildi
í samtali við Dag ekki greina frá í
hverju athugasemdirnar væru
fólgnar en hún tók fram að fyrir-
tækin hefðu margt við deiliskipu-
lagstillöguna að athuga.
Uinrædd tillaga er í tveimur
liðum. í fyrsta lagi breyting á lóð-
armörkum húss nr. 55 við
Norðurgötu (íspan-húsið). í öðru
lagi breyting á lóðarmörkum
Norðurgötu 62 (lóð Hagkaups)
og stækkun byggingarreits versl-
unarhúss til vesturs að nýjum
lóðarmörkum við Norðurgötu.
Eins og Dagur hefur áður
greint frá stefna Hagkaups-menn
að stækkun verslunarinnar til
vesturs á þessu ári. Stækkunin er
16 metra til vesturs.
í samþykktu aðalskipulagi
Akureyrar 1973-1993 frá 2. júní
1987 er gert ráð fyrir að Norður-
götu verði lokað og lóðir nr. 62
og 55 stækkaðar.
í deiliskipulagstillögu er lagt til
að byggingarreitur verslunarhúss
Hagkaupa nái að lóðamörkum.
Hluti götustæðis Norðurgötu
bætist við lóð Norðurgötu 55 og
milli lóðanna verði almennur
göngustígur.
„Það verður að sjálfsögðu met-
ið hvort framkomin gagnrýni er á
rökum reist og hvort þeir aðilar
sem gera athugasemdir skaðast á
einhvern hátt af framkvæmd
þessa skipulags. Ef í ljós kemur
að þeir skaðist á einhvern máta
af, þá ber þeim hugsanlega ein-
hverjar bætur eða að gerðar verði
breytingar á skipulaginu," segir
Árni Ólason, skipulagsstjóri.
óþh
Kjarasamningar:
Hægur gangur í viðræðunum
í gær var haldið áfram viðræð-
um milli aðila vinnumarkaðar-
ins og vinnuveitenda hjá Sátta-
semjara ríkisins. Síðdegis í gær
var heldur lítið að frétta en
áfram var unnið í hópum að
einstökum málum sem varða
samningana.
Samkvæmt heimildum Dags
var ekki enn ljóst í gær hvort tæk-
ist að ná santkomulagi á þeim
nótum sem rætt hefur verið urn
eða ekki. Allir aðilar virtust þó á
því að reyna þessa leið til þrautar
og er búist við að það skýrist eigi
síðar en um næstu helgi hvort af
þessum samningum verður. VG
Atvinnumálakönnun á Húsavík:
Störfimi fækkar um tíu og
atvmnurekendum um einn
Atvinnumálakönnun var gerð
hjá atvinnurekendum á Húsa-
vík í haust, svipuð og gerð hef-
ur verið undanfarin ár. Niður-
stöður könnunarinnar liggja
nú fyrir og þar kemur fram að
störfum í bænum hefur fækkað
um tíu milli ára og að atvinnu-
rekendum hefur fækkað um
einn. 54,3% Húsvíkinga vinna
nú við þjónustustörf en 45,7%
við framleiðslu og úrvinnslu-
störf.
Niðurstöður könnunarinnar
eru miðaðar við 1. okt. sl. Þá
voru atvinnurekendur 164 en þeir
voru 165 ári áður. Fjöldi starfa er
talinn vera 989 en var talinn 999
ári áður.
Atvinnumálanefnd hefur fjall-
að unt niðurstöður könnunnar-
innar og lýsir nefndin áhyggjum
sínum vegna lítilla verkefna
framundan hjá byggingariðnað-
inum og erfiðri rekstrarstöðu hjá
bátaútgerðinni og fyrirsjáanlegs
samdráttar, vegna skerðingar á
veiðiheimildum.
í desemberlok voru 197 á
atvinnuleysisskrá á Húsavík og
námu greiddar bætur í mánuðin-
um 3.136 þúsundum króna. IM