Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 30. janúar 1990 20. tölublað Utsala Utsala HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Útgerðarfélag Akureyringa: Verður Stakfellið ÞH selt til Akureyrar? Eins og kunnugt er stendur togaraútgerð á Þórshöfn höll- um fæti og vantar hundruð milljóna króna til að rétta sjáv- arútveginn á staðnum við. í Ijósi þessarar staðreyndar hef- ur því heyrst íleygt að margir hafí áhuga á að kaupa frysti- togarann Stakfell ÞH. Stakfellið er talið mjög gott skip, búið fullkomnum tækjum til frystingar um borð, auk þess Egilsstaðir: Ekið á hest Á föstudagskvöld var ekið á hest á Völlum við Egilsstaði, rétt fyrir iniðnætti. Aflífa þurfti hcstinn. Annars var helgin óhappalaus á Egils- stöðum, að sögn lögreglu. Á Húsavík og nágrenni gekk umferðin óhappalaust fyrir sig, og sæmilega að sögn lög- reglu, þrátt fyrir leiðindafærð og slæmt veður með köflum. Þorrablót voru haldin um helgina í Skjólbrckku, Skúla- garði og að Ýdölum og fóru þau vel l'ram samkvæmt vcnju að sögn löggæslumanna. Fyrir austan voru haldin þorrablót í Fellabæ, að Skjöldólfsstöðum og Iöavöllum og fóru þau vel fram í alla staðí, að sögn lög- reglu. IM Akureyri: Fáir á ferli - sjö árekstrar Rólegt var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina. Fólk hélt sig að mestu heima við og því fáir á ferli í bænum. Sjö árekstrar uröu um helg- ina og má að sögn lögreglu tengja þá slæmum aksturs- skilyrðum í bænum, hálku og háum ruðningum. í gær var einn árekstur á Akureyri en aö öðru leyti gekk umferðin vel fyrir sig í bænum. óþh sem togarinn hefur góðan kvóta. Heimildir blaðsins hafa fyrir satt að forráðamenn Útgerðarfélags Akureyringa hf. hafi hugleitt þann möguleika að festa kaup á Stakfellinu, þótt ekkert hafi verið ákveðið í því efni, enda um stóra fjárfestingu að ræða. Þetta var borið undir Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóra Ú.A. Gunnar vildi hvorki játa því né neita að um þetta hefði verið rætt, og vildi ekki láta hafa annað eftir sér en að það væri alkunna að forráðamenn Útgerð- arfélagsins leituðu sífellt lciða til að auka kvóta togara félagsins og endurnýja skipin. Stakfellið er á ísfiskveiðum sem stendur. Greiðslustöðvun Útgerðarfélags Noröur-Þingey- inga rennur út um mánaðamótin, en búist er við að hún verði fram- lengd um tvo mánuði. EHB Stúlkurnar sjö sem keppa um sæmdarheitið Ungfrú Norðurland 1990 æfa sig nú af kappi fyrir stóru stundina, útnefningu fegurstu konu Norðurlands 1990, sem fram fer í Sjallanum á Akureyri þann 16. febrúar nk. Dagur mun síðar kynna stúlkurnar. Mynd: ki. Byggðastofnun, Landsbanki og ríkisstjórn reyna að liðka fyrir sölu raðsmíðaskips Slippstöðvarinnar: Raðsmídaskipið á borði stjómar Byggðastofiiunar í dag Stjórn Byggðastofnunar mun á fundi í dag fjalla um sölu á raösmíöaskipi Slippstöðvar- innar á Akureyri til Meleyrar á Hvammstanga. Á þessum fundi skýrist væntanlcga hvort Byggöastofnun kcmur inn í þessa sölu með einhverjum Húnavatnssýslur: Skólahaldi víða aflýst - íþróttadegi frestað í Reykjaskóla Skólahaldi var aflýst á nokkr- um stöðum í Húnavatnssýslum í gær. Ekki er lengra síðan en á föstudag að skólum var frestað síðast. Á Skagaströnd var hvasst og skafrenningur gerði skólabörnum lífið leitt og því var ákveðið að fella niður skóla eftir hádegi. Á Hvammstanga var slæmt veður milli sjö og níu í gærmorgun en síðan gerði blíðuveður jafnskjótt og búið var að lesa tilkynningu í útvarpi þess efnis að skólahald félli niður í gær. í Reykjaskóla átti að vcra árlegur íþróttadagur þar sem skólar úr V-Húnavatnssýslu koma saman og keppa í íþrótt- um. Vegna ófærðar var þessari skemmtun frestað um óákveðinn tíma. kj hætti en síðustu vikur hafa staðið yfír viöræður milli stofn- unarinnar, Landsbanka ís- lands og fulltrúa ríkisstjórnar- innar um hvernig koma megi inn í þann þátt samningsins sem sneri að Fiskvciöasjóöi og hafnað var í stjórn sjóðsins fyrr t vetur. „Við munum ræða þetta ntál í stjórn Byggðastofnunar í dag og það er rétt að hér er um að ræða hverjir geti orðið stofnlánveit- endur í stað' Fiskveiðasjóðs. Eg skal ekkert segja um hvort niður- staða fæst í þetta mál í dag en hvað varðar stjórn Byggðastofn- unar vona ég að einhverjar ákvarðanir verði teknar á þessum fundi," sagði Guömundur Malm- quist, forstjóri Byggðastofnunar, í samtali við Dag í gær. Þorvaldur íþrótta- maöur Norðurlands Þorvaldur Örlygsson knatt- spyrnumaður var valinn íþróttamaður Norðurlands fyr- ir árið 1989. Þetta var tilkynnt í hófí sem Dagur hélt á Hótel KEA á sunnudagskvöldiö. í næstu sætum komu Haukur Valtýsson blakmaður, Eyjólf- ur Sverrisson knattspyrnumað- ur frá Sauöárkróki, Erlingur Kristjánsson knattspyrnu og handknattleiksmaður og Þóra Einarsdóttir frjálsíþróttakona frá Dalvík. Þorvaldur kom heim í stutt frí nú um helgina og gat því verið viðstaddur afhendinguna. Hann lýsti yfir ánægju með kjörið og kvaðst vera hreykinn yfir því trausti sem lesendur Dags sýndu honum með því að velja hann íþróttamann Norðurlands. Sjá nánar um kjörið á íþróttasíðu og viðtal við Þorvald í blaðinu á morgun. Á opnum fundi Steingríms J. Sigfússonar, samgönguráðherra, og Svavars Gestssonar, mennta- málaráðherra, á Akurcyri í fyrra- kvöld komu málefni Slippstöðv- arinnar lítillega til umræðu og ræddi samgönguráöherra í því sambandi um mögulega smíði Vestmannaeyjaferju. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvar- innar, segir að menn verði að gera sér grein fyrir að raðsmíða- skip stöðvarinnar sé staðreynd og þetta skip verði stöðin umfram allt að selja. „Þessi ferja cr hins vegar hugsanlegur samningur í framtíðinni en núna þurfum við að selja þetta skip. En cf við eig- um að kafsigla okkur á þessu raðsmíðaskipi þá smíðum við enga ferju, það er ljóst,“ segir Sigurður. JÖH Norðanátt alla vikuna: Ofan gefur snjó á snjó Búist er við noröaustanátt um norðanvert landiö að minnsta kosti fram á fímintudag. Þá er gert ráö fyrir snjókoniu og éljagangi og hitinn verður í kringum frostmark. Eyjólfur Þorbjörnsson, veöurfræöingur. segir að þessu valdi víðáttumikiö háþrýsti- svæði yfir Grænlandi og suður í hafi sé mjög kropp lægð á leið norðaustur. „Það verður nokkuð hvasst um yestanvert Norðurlandið cn eitthvað hægari austar," sagði Eyjólfur. „Það ætti að bæta áfram á fyr- ir noröan. Er það ekki það sem vantar í Hlíðarfjall?" óþh ÓlafsQörður: Sigurfari fór í mjólkursiglingu Ólafsfírðingar fengu mjólkur- vörur, brauömcti og annað góðgæti sjólciöina í gær. Það var Olafsfjarðarbáturinn Sigurfari ÓF-30 sem fór til Dalvíkur og sótti vörurnar. Sigurfari fór í gærmorgun inn á Dalvfk og vörurnar voru komnar í verslanir í Ólafsfiröi síðdcgis í gær. Mjólkurlaust var með öllu í bænum enda hafði flutningabíll ekki komist með mjólk fyrir Múlann síðan á mið- vikudag. Ólafsfjaröarmúli er kolófær og ruðningstæki ekki hreyfð á mcðan veðurfræðingar Veöur- stofu spá áframhaldandi stífri norðanátt. Þá sagði lögreglan í Ólafsfirði í gær að mikil snjóflóðahætta væri í Múlanum. óþh SigluQörður: Skáluðu þrátt fyrirfaimfergi Mikill snjór er á Siglufírði og kepptust bæjarstarfsmenn í gær við að hreinsa hæinn. Verkið sóttist heldur scint enda mikill snjór á götum bæjarins. Leiðin inn í Fljót var hreins- uð í gærmorgun og síðast þegar fréttist var Siglufjarðarvegur enn fær. Að sögn lögreglu á Siglufirði létu heimamenn noröanveöur og snjókomu ckkert á sig fá og skemmtu sér scm aldrei fyrr um helgina, bæði á föstudagskvöld og laugardagskvöld. Lögrcglu- þjónn á vakt sagði að veður þyrfti að vera sérstaklega vont til að halda aftur af skemmtana- gleði Siglfirðinga. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.