Dagur - 02.02.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 02.02.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 2. febrúar 1990 fréttir í- 40 ára afmæli Húsavíkur: Listaverk í stofnanir og umhverfi bæjarins afmælishátíð 28. apríl Á hátíðafundi í Bæjarstjórn Húsavíkur, í tilefni af 40 ára kaupstaðarréttindum bæjarins 31. jan. var samþykkt í einu hljóði tillaga um að stofna sjóð til kaupa á listaverkum. Stofn- fé sjóðsins er 500 þúsund krón- ur en tekjur hans skulu vera árlegt framlag úr bæjarsjóði. Tilgangur sjóðsins er að afla Iistaverka til að prýða stofnan- ir bæjarins og umhverfi á Húsavík. Einnig voru sam- þykkt á fundinum frumdrög að dagskrá hátíðardags 28. apríl nk. Mikil samstaða ríkti á fundinum sem stóð aðeins í um hálftíma. Fyrirhugað er að gefa út síðari hluta af Sögu Húsavíkur á afmælisárinu. Eft- ir bæjarstjórnarfundinn var bæjarfulltrúum, núverandi og fyrrverandi, búsettum á Húsa- vík, ásamt mökum og eftirlif- andi mökum fyrrverandi full- trúa, boðið til kvöldverðar á Hótel Húsavík. Á hátíðisdaginn 28. apríl er gert ráð fyrir heimsókn forseta Islands og að á móti Vigdísi verði tekið á Húsavíkurflugvelii kl. 9 um morguninn. Fyrir hádegi verður samkoma í kirkjunni þar sem flutt verður hátíðarræða, ávörp og tónlist. Bæjarstjórn býður gestum til hádegisverðar og eftir hádegi verður opnuð Hlíðarfjall á morgun: Frítt í allar lyftur Ný skíðalyfta verður tekin í notkun á Skíðastöðum Hlíðar- ijalli á morgun, laugardag, og af því tilefni verður frítt í allar lyfturnar í Fjallinu þennan dag. Að sögn ívars Sigmundssonar forstöðumanns Skíðastaða er skíðafærið í Fjallinu nú eins og það best getur orðið. Þar hefur nú snjóaö látlaust í tvo sólar- hringa og kominn mjög góður skíðasnjór í allar brautir. „Við erum alsælir og vonumst eftir miklum fjölda um helgina," sagði ívar í gær. VG myndlistarsýning í Safnahúsinu á verkum húsvískra myndlistar- manna. Hátíðarsamkoma verður sett í íþróttahöllinni kl. 15 af forseta Bæjarstjórnar. Forseti íslands flytur ávarp og síðan verða flutt önnur ávörp, tónlist, leikþættir, fram fara íþróttir og afmælis- veisla Húsavíkurkaupstaðar. Bæjarstjórn býður gestum til kvöldverðar og á hátíðarsýningu hjá Leikfélagi Húsavíkur. Dagskránni lýkur með flugelda- sýningu. IM Aflaverðmæti frystitogara: •• Akureyriii og Örvar halda forysturaii Akureyrin EA 10 fékk mestan heildarafla íslenskra frystitog- ara á síðasta ári og einnig hæsta brúttóverðið fyrir afl- ann, 510,4 milljónir. Orvar HU 21 varð í öðru sæti með rúmlega 453 milljónir. Afla Akureyrinnar var öllum land- að innanlands en Örvar seldi megnið af sínum afla erlendis, eða alls fyrir 348,9 milljónir. Margrét EA 710 (rækja og bol- flskur) er í þriðja sæti yfir norðlenska frystitogara með 298,5 milljónir. Mánaberg ÓF 42 er í fjórða sæti yfir þá frystitogara á Norðurlandi sem fengu hæsta brúttóverð fyrir afla á árinu 1989 með 292,2 milljónir en Sléttbak- BYGGINGAÞJÓNUSTAN Ö Húsnæðisdagar að Hótel KEA á Akureyri laugardaginn 3. febrúar 1990 kl. 10.00-16.00 Húsbréfakerfið, Sigurður Geirsson, forstöðumaður Húsbréfadeildar H.R. Húsnæðislánakerfið, Haukur Sigurðsson, forstöðu- maður Byggingasjóðs ríkisins. Þjónusta og ráðgjöf Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins, Hákon Ólafsson, forstjóri R.B. Byggingarlist og hönnun, Finnur Birgisson, arkitekt. Drög að aðalskipulagi Akureyrar kynnt. um húsbréfakerfið og húsnæðislánakerfið endurtekin. í Ólafsfirði, í Félagsheimilinu sunnudaginn 4. febrúar 1990, kl. 13.00-15.00 Sömu erindi verða flutt. Drög að aðalskipulagi fyrir Ólafsfjörð kynnt. Eftirtaldir aðilar munu veita upplýsingar og ráðgjöf: Kl. 10.00 Erindi: Erindi: Kl. 11.00 Erindi: Kl. 13.00 Erindi: Kl. 14.00 Erindin Ráðgjafadeild Akureyrar. Eldvarnareftirlit Akureyrar. Rafmagnsveita Akureyrar. Brunamálastofnun ríkisins. Félag eldri borgara. Félag skrúðgarðyrkjumeistara. Húsnæðisstofnun ríkisins. Ljóstæknifélag íslands. Ólafsfjarðarbær. Sjóvá Almennar. Skipulag ríkisins. Verkamannabústaðir á Akureyri. Skipulagsdeild Akureyrar. Hitaveita Akureyrar. Arkitektafélag íslands. Byggingaþjónustan. Félag ísl. landslagsarkitekta. Húseigendafélagið. Landsbanki íslands. Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi. Rafmagnseftirlit ríkisins. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Vinnueftirlit ríkisins. Allir velkomnir — Ókeypis þjónusta ur EA 304 fylgir fast á eftir með 291,6 millj. kr. Þá koma Sigur- björg ÓF 1, Siglfirðingur SI 150, Stakfell ÞH 360, Snæfell EA 740, Oddeyrin EA 210, rækjutogarinn Júlíus Havsteen ÞH 1 og loks Hjalteyrin EA 310. Aflaverðmæti Siglfirðings er að mestu leyti fengið erlendis, alls 185,7 milljónir af 236,4 millj- ónum. Þá vekur athygli að Stak- fellið hefur fengið nær helming aflaverðmætis erlendis. Akureyrin er með hæsta með- alskiptaverð á hvern úthaldsdag, 1.240 þúsund, en þar er Júlíus Havsteen neðstur á blaði með 238 þúsund kr. Júlíus er hins veg- ar með hæsta skiptaverð pr. kg, 109 krónur. Sléttbakur er með flesta úthaldsdaga, 311, en Hjalt- eyrin fæsta. SS Sólbergið ÓF gerði góða sölu í Grimsby í gær: „Við eram vel hressir með þetta verð“ Sólberg ÓF-12 seldi 140 tonn í gærmorgun í Grimsby í Eng- landi að verðmæti 19,050 millj- ónir króna. Meðalverð 136,54 krónur á kíló. Afli Sólbergsins var að lang- stærstum hluta þorskur eða 137 tonn. Hæsta verð sem fékkst fyrir kílóið var 181,79 krónur en lægsta verð 127,80 krónur. „Við erum vel hressir með þetta verð, þó svo það sé töluvert lægra en Otto Wathne fékk á dögunum fyrir sinn afla,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, hjá útgerðar- fyrirtækinu Sæbergi hf. í Ólafs- firði, sem gerir út Sólbergið. Sólbergið fór út sl. sunnudag og lenti í vitlausu veðri við Hjalt- landseyjar. Þrátt fyrir það náði skipið í tíma til Grimsby. Það hélt heim á leið í gærkvöld. óþh Tómas Eyþórsson finuntugur Tómas Eyþórsson, cigandi hjólbarðaverkstæðis sem kennt er við hann og umboðs- maður fyrir Polaris snjósleða á íslandi, varð flmmtugur föstu- daginn 26. janúar. Vinir og velunnarar Tómasar fjölmenntu á Polaris vélsleðum að heimili hans við Skarðshlíð 7 á Akureyri laust eftir klukkan 18.00 á afmælisdaginn og kveiktu á blysum. „Þetta kom mér gjörsamlega á óvart, ég vissi ekkert fyrr en ævintýrið byrjaði og ég var kall- aður út. Þarna voru 35 menn á Polaris vélsleðum, sem vildu votta mér virðingu eða samúð í tilefni dagsins. Ég er nú kallaður „Pabbi Polaris" hérna fyrir norð- an,“ segir Tómas. Þess má geta að Tómas Ey- þórsson hefur um langt árabil starfrækt hjólbarðaþjónustu á Akureyri, sem er til húsa að Hvannavöllum 14b. Vaxandi umsvif hafa verið í sölu Polaris vélsleða, sem er annar þáttur í fyrirtæki hans. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.