Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 3. febrúar 1990 Hross hafa góða lögfræðinga Algeng sjón. Hross leika lausum hala við þjóðveginn og álpast fyrir bíla öóru hverju. Ökumenn bera ábyrgöina. Góðan daginn, mínir tryggu lesendur og líka hinir sem ótryggari eru. Þá er kreppan að skella á og peninga- mennirnir flýta sér að kaupa nýja og dýra bíla áður en bar- lómurinn verður meiri. Þegar allir eru komnir á vonarvöl er það nefnilega litið hornauga í þjóðfélagi voru þegar sumir einstaklingar endurnýja bíla- flotann og leðursófasettið, kaupa sér snjósleða og jafnvel nýtt hús. Þess vegna er best að drífa í þessu, en þrátt fyrir allt er ég nú að hugsa um að láta gamla freðmýrarhrúgaldið duga þar til það hrynur. Það er aðeins eitt sem gæti spillt ánægjunni fyrir peninga- mönnunum á nýju glæsikerr- unum. Hér á ég við blessuð hrossin, íslenska hestinn með reistan makka og óralanga ætt- artölu, kyngóðan og vel tenntan. Þetta þjóðarstolt á fjórum fótum hefur skapað sér nafn og réttarstöðu sem cflaust tíðkast ekki annars staðar í heiminum. Þrátt fyrir ást okk- ar á bílum þá blikna þeir í samanburði við glófexta fáka á gullslegnum skeifum. Hinir hneggjandi ógnvaldar íslenskra ökumanna hafa góða lögfræðinga, á því leikur ekki nokkur vafi. Ef ökumanni glænýrrar 16 ventla japanskrar sportkerru verður það á að aka á hross, skaða það og eyði- leggja bílinn þá er hann í vanda staddur, ekki síst ef hrossið er Gunnólfur 327 und- an Jórunni III frá Granastöð- um. Ökumaðurinn þarf að greiða hrossinu stórkostlegar skaðabætur og auk þess að borga sjálfur skemmdirnar á bíl sínum eða kaupa sér nýjan. í versta falli fara leikar svo að hrossið lifir í vellystingum praktuglega það sem eftir er ævinnar en aumingja ökumað- urinn lepur dauðann úr skel, Saklausir bílstjórar þurfa r.ö glíma við ýmis Ijón á veginum. Má þar nefna ófærð, ósvffna ökuníðinga, slæma vo<;i c>g rysjött veður. Hrossin ,-ru þó sýnu verst. Ábyrgðartrygging bætir tjón á bílum ökumanna sem eru í rétti þegar óhapp kemur upp á og kaskótrygging- in kemur til skjallan ef maður er í órétti. Lendi bíllinn í grjóthruni, snjóflóði eða öðr- um hamförum er líklegt að viðlagatrygging bæti tjónið. Ef ökumaður keyrir hins vegar á hross þá þarf hann að sitja uppi með tjónið sjálfur. Heilbrigð skynsemi segir mér þetta: Ég ek freðmýrar- hrúgaldinu mínu eftir þjóðvegi 1 síðla kvölds. Úti er myrkur og ég ek varlcga í samræmi við aðstæður. Einhvers staðar á þjóðveginum er rauð meri. Hún stendurþarna í myrkrinu án þess að hafa endurskins- merki. Ég veit ekkert og sé ekkert fyrr en bíllinn skellur á Rauðku, hún drepst með háu hneggi og bifreið mín skemm- ist mikið, ég slasast jafnvcl. Ég gat ekki komið í veg fyrir þetta óhapp, mér finnst ég vera í fullum rétti. Eigandi Rauðku hlýtur að vera skaðabótaskyld- ur. Þetta segir skynsemin en lögin segja annað. Mcrarcig- andinn krefur mig um stórfé og kaupir sér síðan sólarlanda- ferð. Háttvirtu lesendur, það er citthvað bogið við þessi lög. Auðvitað hefði ég stoppað fyr- ir Rauðku hefði ég séð hana í tæka tíð. Almenn tillitssemi segir okkur að stöðva þegar hindrun er framundan, jafnvel þótt hindrunin sé ólögleg. Ekki förum við að keyra á mann sem gengur yfir gang- braut á rauðu Ijósi þótt við séum í rétti! Jæja, ef lögin eru fráleit þá er bara um tvennt að ræða; breyta þeim eða notfæra sér þau. Nú er ökumaður kominn í mál við hross og fróðlegt verður að sjá hvor aðilinn er með betri lögfræðing. Á með- an er ég að hugsa um að hrinda snjallri fjáröflunarleið í framkvæmd. Ég ætla að kaupa nokkra húðjálka og aflóga merar fyrir lítið, planta hross- unum á þjóðveginn þar seni útsýni er slæmt og bíða eftir að ökumenn keyri þau niður. Síð- an ætla ég að krefja þá um himinháar skaðabætur og lifa sæll og glaður af gróðanum. Þetta er pottþétt fjáröflunar- leið meðan hrossin eru í fullum rétti. Gott mál. Hallfreður Örgumleiðason: 7 matarkrókur Ostabrauð og bökuð egg „Það er enginn tími til að malla neitt núna. Við höfum bara ostabrauð eða eitthvað snarl. “ Setning sem þessi hljómar stundum á heimilum þegar mikið er að gera og stuttur tími gefst fyrir matar- gerð. Ostabrauð, súpa, skyr og ýmislegt fleira kemur sér vel í slíkum tilfellum en fólki hœttir til að gleyma hve mikla möguleika bakað brauð með osti býður upp á. Hér koma nýjar uppskriftir svo og smáréttur úr eggjum. Ostabrauð með rœkjum 1 dl sýrður rjómi 1 msk. rauður kavíar 1 dl rœkjur 2 msk. dill 2 Samlokubrauðsneiðar rifinn ostur Sýrðum rjóma, kavíar, rækjum og dilli er blandað saman og þetta sett oían á brauðsneiðarn- ar. Rifnum osti stráð yfir og brauðið bakað í ofni í 8-10 mínútur. Þcgar fleiri ostabrauð- sneiðar eru búnar til er uppskrift- in einfaldlega margfölduð sem því nemur. Te hentar ágætlega með þessum rétti. Ostabrauð með sardínum / dl sýrður rjómi 2 sardínur í tómatsósu 2 msk. saxaður laukur 2 samlokubrauðsneiðar rifiim ostur Sýrðum rjóma, söxuðum sard- ínum og lauk er blandað saman og þetta sett ofan á brauðsneið- arnar. Rifnum osti stráð yfir og brauðið bakað í ofni í u.þ.b. 8-10 mínútur. Bökuð egg 6 harðsoðin egg 2 dl sýrður rjómi 2 msk. franskt sinnep 2 dl rifinn ostur Eggin eru skorin í tvennt og lögð í eldfast mót með kúptu hliðina upp. Sýrða rjómanum, sinnepi og 1 dl af rifnum osti er Ostabrauð með rækjum annars vegar og sardínum og lauk hins vegar. Bökuð egg eru ekki á hvers manns borði en tilvalið að reyna þau. síðan blandað saman og blönd- unni hellt yfir eggin. Þá er afgangurinn af ostinum settur yfir og rétturinn bakaður í ofni í u.þ.b. 15 mínútur. Brauðogsalat er gjarnan borið fram með bök- uðum eggjum. Eins og sjá má af þessum uppskriftum er ýmislegt hægt að gera ef maður á sýrðan rjóma í ísskápnum, svo og algengustu nauðsynjar á borð við brauð, egg, ost og lauk. Verði ykkur að góðu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.