Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 3. febrúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SlMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþr.), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL : SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Framkuœmdasjóður og atvinnulifið Á síðasta fundi Bæjarstjórnar Akureyrar voru atvinnumál og staða Framkvæmdasjóðs bæjar- ins mjög í brennidepli. í blaðinu á miðvikudag gafst lesendum Dags kostur á að kynnast við- horfum bæjarfulltrúanna til þess- ara mála og var það í sjálfu sér fróðleg lesning. Það kom skýrt fram í máli allra bæjarfulltrúanna að Fram- kvæmdasjóður bæjarins er fjár- vana. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir þetta ár fær Framkvæmdasjóður 17,5 milljóna króna framlag úr bæjarsjóði. Þessum peningum hefur stjórn sjóðsins þegar ráð- stafað til að greiða skuld sína við bæjarsjóð frá fyrra ári. Fram- kvæmdasjóður Akureyrar hefur því að óbreyttu afar lítið svigrúm til að sinna aðkallandi verkefn- um; veita starfandi fyrirtækjum á Akureyri aðstoð í tímabundnum erfiðleikum og styðja við bakið á nýjum. Bæjarstjórn hefur enga ákvörðun tekið um það með hvaða hætti megi afla sjóðnum nýrra tekna, þótt sala hlutabréfa í eigu bæjarins hafi verið nefnd í því sambandi. Slík ráðstöfun yrði auðvitað aldrei annað en skamm- tímalausn. Með sölu hlutabréfa væri verið að ganga á eigur bæjarfélagsins og slíkt er útilok- að að gera mörg ár í röð. Fáum blandast hugur um að meiri erfiðleikar steðja nú að atvinnulífi á Akureyri en um langt árabil. í slíku árferði er þörfin á styrkum framkvæmda- sjóði brýnni en ella. Mikil ásókn hefur verið í lánveitingar úr sjóðnum en vegna daprar fjár- hagsstöðu hans hefur ekki reynst unnt að koma til móts við þessar óskir nema í litlum mæli. Stórfelldra breytinga þar á er sýnilega ekki að vænta og er það mikið áhyggjuefni. Það verður að segjast eins og er að frammistaða núverandi meirihluta bæjarstjórnar Akur- eyrar við uppbyggingu atvinnu- mála hefur valdið miklum von- brigðum. í síðustu sveitar- stjórnakosningum höfðu alþýðu- flokksmenn og sjálfstæðismenn uppi stór orð um sinnuleysi þáverandi bæjarstjórnar- meirihluta hvað atvinnulíf í bæn- um snerti. Atvinnumálin reynd- ust síðan verða eitt helsta kosn- ingamálið. Fulltrúum þessara flokka hefur ekki auðnast að standa við stóru orðin, þótt þeir hafi fengið til þess ráðrúm í bæjarstjórn. Það er ansi „billegt" af talsmönnum þessara flokka að kenna nú ríkisstjórninni um flest það sem miður hefur farið í at- vinnumálunum á kjörtímabilinu. Auðvitað hefur almennt efna- hagsástand í landinu veruleg áhrif á allan atvinnurekstur. En með því að halda þessu fram nú eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks á Akureyri bein- línis að viðurkenna að þeir hafi blekkt bæjarbúa í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Eða getur það verið að erfiðleikar akureyrsks atvinnulífs á síðasta kjörtímabili hafi verið meirihluta þáverandi bæjarstjórnar - og sér í lagi framsóknarmönnum - að kenna en erfiðleikana nú megi alfarið skrifa á reikning ríkis- stjórnarinnar? Átti þjóðin ekki í miklum efnahagsörðugleikum þá eins og nú? Röksemdarfærsla af þessu tagi lýsir miklu vanmati á almennri dómgreind bæjarbúa. Sann- leikurinn er sá að bæjaryfirvöld á hverjum tíma geta ávallt haft mikil og góð áhrif á stöðu atvinnulífs á Akureyri, jafnt í góðæri sem harðæri. En til þess að svo megi verða þurfa þau stöðugt að beita markvissum aðgerðum í þágu atvinnulífsins, ekki síst þegar hart er í ári. í þeim efnum hefur núverandi bæjarstjórnarmeirihluta gersam- lega brugðist bogalistin. BB. úr hugskotinu Byggðastefna úr borgúini Mikið óskaplega væri það nú gaman að sjá saman- komið á einum stað allt það sem rætt hefur verið, rit- að og þó mestmegnis blaðrað um byggðastefnu, allt frá því það orð komst fyrst inn í málið, líklega um svipað leyti og þeir alþýðuvinirnir voru að reisa múr- inn góða og nú dýra austur í Berlín. Ætli þetta myndi ekki taka drjúgt pláss í sjálfri Þjóðarbókhlöðunni, sem líklega verður hægt að láta fólkið ljúka við að byggja, áður en hún eyðileggst sökum skorts á við- haldi. Reykvíska skýrslan Hingað til höfum við vanist því að orðið byggða- stefna merki eitthvað voðalega ljótt, eitthvað sem sé alveg hræðilega framsóknarlegt og sveitó, skammar- yrði sem merkti alveg gríðarlega sóun á fjármunum í vonlaust fiskeldi, enn vonlausari loðdýrarækt, að ógleymdu öllu skuttogaradritinu heim á hvern einasta fjörð og hverja einustu vík, ásamt meðfylgjandi frystihúsi, sem svo þarf að bjarga frá gjaldþroti með einu stykki gengisfellingu. Reyndar eru byggðastefna og „rétt skráð gengi" svo nátengd hugtök í margra augum að þar verður aldrei í sundur skilið. Fram til þessa hafa það einkum verið svokallaðir „landsbyggðarbúar", að sönnu æði margir með meira og minna fasta búsetu á Reykjavíkursvæðinu, sem látið hafa sig hina svonefndu byggðastefnu varða. En fyrir skömmu brá svo við, að út kom skýrsla um byggðamál sem mun hafa verið unnin af Reykvíkingi, og það gott ef ekki Reykvíkingi í að minnsta kosti annan eða þriðja lið, og þannig með Kringlu í hjarta- stað, en ekki saltfisk, samanber kvæðið góða eftir Stein Steinar. Frumleg viðhorf Umrædd skýrsla vakti sem von var talsverða athygli, enda viðhorf þau sem þar koma fram einkar frumleg sem von er, þar sem ekki er gengið út frá venjulegum forsendum hefðbundinna atvinnumanna í byggða- stefnumálum sem alltaf gera ráð fyrir því að það sé ávallt bannsettur sveitavargurinn sem hagnist á byggðajafnvægi, á kostnað hinna upplýstu og mennt- uðu heimsborgara höfuðborgarsvæðisins. í téðri skýrslu kemur nefnilega fram, að það er síð- ur en svo þessu fólki í hag, að höfuðborgarsvæðið svokallaða þenjist meira út en orðið er: Þá er ekki verið að tala endilega um þá byrði sem á þetta svæði er lögð, að framfæra helst öllu gömlu og lasburða fólki í landinu, eða að sjá öllum landsins ungdómi fyrir framhaldsmenntun, heldur þeim gríðarlega kostnaði sem því er samfara að byggja yfir allt unga vinnufúsa fólkið, leggja handa því vegi svo það geti komist á blikkbeljum sínum í vinnuna að ónefndum Reynir Antonsson skrifar öllum krógabólunum og kránum sem byggja þarf upp. Fyrir utan allan kostnaðinn sem því er santfara að uppbyggð þjónusta annars staðar á landinu ónýt- ist. Og einhvern veginn finnst manni það ekkert undarlegt þó þeim þyki staðurinn orðinn nokkuð stór þarna fyrir sunnan, til dæmis á föstudagseftirmiðdög- um þegar næstum jafnerfitt er að ná ( „ríkið“ fyrir lokun, og að komast í sumarfrí á tunglinu, sakir umferðarteppa sem jafnvel ýmsar alvörustórborgir í Evrópu geta verið fullsæmdar af. Og hann Júlíus ráðuneytislausi þarf ekki að fara í neina fjallaferð á nýja þriggja milljóna tryllitækinu sínu til að finna mengun. Honum nægir víst að aka frá Seltjarnarnes- inu sínu litla og lága yfir í næsta kjördæmi til að finna hana. Þessi fyrrum Akureyringur, sem um eitt skeið mun hafa búið í umdeildri íbúð í fyrrum höfuðborg vorri, í því landi þar sem ásýndin er neflaus, og þar sem nú Friðrik Páll flytur af því fréttir á kostnað greiðenda afnotagjaldanna, þegar Madsen bakar myglað brauð, eða hún Magga slær jafnvel Bryndísi út með því að halda þriggja vikna afmælisveislu; hann Júlli hefur þar án efa fengið nokkurn forsmekk af því hvað mengun er í stórborgum. Vart myndi sú mengun þó minnka ef í Danaveldi yrði ámóta byggðaröskun og hér, því þá myndi íbúafjöldi Kaupmannahafnar tvö- faldast. Og ef við tækjum önnur dæmi þá myndu um tuttugu og fimm milljónir búa í París í stað fimmtán nú, og álíka í London í stað átta, um tuttugu í Madrid og Róm, uppundir þrjátíu í sameinaðri Berlín og takið eftir, um hundrað milljónir í Moskvu (hér er átt við allt byggðasvæði þessara borga). Mik- ið óskaplega væri þá gaman að lifa. Ekkert landbún- aðarvandamál innan Evrópubandalagsins, heldur engin lagervandræði þar sem allar hillur matvörubúð- anna yrðu tómar. Engar kostnaðarsamar mengunar- varnir, þar sem enginn réði við mengunina hvort eð væri og meira að segja engin umhverfisverndar- samtök, einfaldlega vegna þess að ekkert umhverfi væri lengur til að vernda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.