Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 3. febrúar 1990
menningarmál
55
Fyrirlestur Páls Skúlasonar í Háskólanum á Akureyri:
An réttlætis og frelsis er ástin dæmd
tfl að verða spfllingunm að bráð“
Ber manni skylda til að greiða opinber gjöld ef
það hefur í för með sér að maður getur ekki séð
fjölskyldu sinni farborða? Tökum við ástina
fram yfir réttlætið? Af hverju höfum við siða-
reglur og hvers vegna ættum við að halda þær?
Hvernig á að berjast gegn ranglæti, hatri og
kúgun? - Þessar áleitnu spurningar og margar
fleiri komu fram í fyrirlestri sem Páll Skúlason,
prófessor í heimspeki við Háskóla íslands, hélt í
Háskólanum á Akureyri sl. laugardag.
Fyrirlesturinn nefndist Verk-
efni siðfræðinnar - réttlætið, ást-
in og frelsið, og var skipulagður í
samvinnu Félags áhugafólks um
heimspeki á Akureyri og Háskól-
ans á Akureyri. Stefán Jónsson
bauð Pál og hina fjölmörgu gesti
velkomna fyrir hönd Háskólans
og síðan tók Jón Hlöðver Áskels-
son til máls sem fulltrúi Félags
áhugafólks um heimspeki á Ak-
ureyri. Jón Hlöðver upplýsti að
Páll hefði verið einn dyggasti
stuðningsmaður félagsins og að
þetta væri þriðji eða fjórði fyrir-
lesturinn sem hann héldi á vegum
félagsins. Hann gat þess einnig
að tryggja yrði rekstrargrundvöll
félagsins og var fyrirhugað að
kjósa stjórn til þeirra verkefna.
Ranglæti, hatur og kúgun
setja svip á lífið
Páll Skúlason fjallaði um siðferð-
ið í ljósi þriggja spurninga: l.
Hvað er okkur skylt að gera?
Þessi spurning tengist réttlætinu.
2. Hvers konar líf er þess virði að
því sc lifað? Petta tengist ástinni.
3. Hvernig eigum við að standa á
eigin fótum og takast á við spill-
ingu mannanna? Pessi spurning
tengist frelsinu.
Réttlæti, ást og frelsi eru að
sögn Páls höfuðstef siðfræðinnar
og líf án þessara þátta hlýtur að
vera óbærilegt. Andstæðurnar;
ranglæti, hatur og kúgun setja
svip á lífið og spilla viðleitni til að
ná hinum þáttunum fram. Hér er
um togstreitu að ræða og Páll
spurði hvernig við gætum tekist á
við þessa togstreitu. Hann sagði
siðfræðina ekki leysa vandann,
en hún gæti skýrt hann.
Skilningur á hugtökum er
mikilvægur í siðfræðinni. Réttur,
skylda og gæði bera þar svipaða
merkingu og markaður, vextir
o.fl. í viðskiptafræðinni. And-
stæðurnar rétt vs. rangt eru þó
ekki eins greinilegar og t.d. ríkur
vs. fátækur. eða sjúkur vs.
frískur. En víkjum að spurning-
unum þrcmur sem voru uppistað-
an í fyrirlestri Páls.
BYGGINGAÞJÓNUSTAN
Húsnæðisdagar
að Hótel KEA á Akureyri
laugardaginn 3. febrúar 1990 kl. 10.00-16.00
Kl. 10.00 Erindi: Húsbréfakerfið, Sigurður Geirsson, forstöðumaður
Húsbréfadeildar H.R.
Erindi: Húsnæðislánakerfið, Haukur Sigurðsson, forstöðu-
maður Byggingasjóðs ríkisins.
Kl. 11.00 Erindi: Þjónusta og ráðgjöf Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins, Hákon Ólafsson, forstjóri R.B.
Kl. 13.00 Erindi: Byggingarlist og hönnun, Finnur Birgisson, arkitekt.
Drög að aðalskipulagi Akureyrar kynnt.
Kl. 14.00 Erindin um húsbréfakerfið og húsnæðislánakerfið endurtekin.
í Ólafsfirði, í Félagsheimilinu
sunnudaginn 4. febrúar 1990, kl. 13.00-15.00
Sömu erindi verða flutt.
Drög að aðalskipulagi fyrir Ólafsfjörð kynnt.
Eftirtaldir aðilar munu veita upplýsingar og ráðgjöf:
Ráðgjafadeild Akureyrar.
Eldvarnareftirlit Akureyrar.
Rafmagnsveita Akureyrar.
Brunamálastofnun ríkisins.
Félag eldri borgara.
Félag skrúðgarðyrkjumeistara.
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Ljóstæknifélag íslands.
Ólafsfjarðarbær.
Sjóvá Almennar.
Skipulag ríkisins.
Verkamannabústaðir á Akureyri.
Skipulagsdeild Akureyrar.
Hitaveita Akureyrar.
Arkitektafélag íslands.
Byggingaþjónustan.
Félag ísl. landslagsarkitekta.
Húseigendafélagið.
Landsbanki íslands.
Meistarafélag byggingarmanna á
Norðurlandi.
Rafmagnseftirlit ríkisins.
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins.
Vinnueftirlit ríkisins.
Allir velkomnir — Qkeypis þjónusta ^
Störfum okkar
fylgja skyldur
I. Hvað er okkur skylt að gera?
Hérna varpaði Páll fram spurn-
ingunum: Af hverju höfum við
reglur sem kveða á um rétt og
rangt, og hvers vegna skyldum
við halda þær? Síðan nefndi hann
þrjár kenningar sem veita ólík
svör við þessum spurningum.
A. Náttúruleg kenning. Meg-
ininntak hennar er: Breyttu ævin-
lega eftir þeim siðareglum sem
felast í þeirri stöðu sem þú hefur
í mannlífinu. Hugmyndin er sú
að við fæðingu öðlumst við
ákveðna stöðu og rétt í skipan
náttúrunnar.
B. Sáttmálakenning. Hún
segir: Breyttu ævinlega eftir þcim
siðareglum sem tryggja gagn-
kvæma hagsmuni manna. Eða
eins og Konfúsíus orðaði það:
Það sem þú vilt ekki að aðrir geri
þér skalt þú ekki gera öðrum.
C. Nytjakenning. Hún segir:
Breyttu ævinlega eftir þeim siða-
reglum sem stuðla að sem mestri
hamingju manna. Þá er litið svo á
að hamingja eins jafngildi ham-
ingju annars, því ekki er hægt að
finna samnefnara yfir það sem
gerir menn hamingjusama.
Hér er auðvitað stiklað á stóru
og kenningarnar kunna að vera
óskýrar þegar skýringa Páls nýtur
ekki við. Sjálfur segist Páll
aðhyllast náttúrulegu kenning-
una. Höfuðkostur hennar er að
mati Páls sá að hún leggur okkur
raunhæft verkefni á herðar, sem
er að reyna að uppgötva hvað
felst í þeirri stöðu sem við höfum
sem manneskjur og þeim marg-
víslegu verkefnum sem við tök-
um að okkur í lífinu. T.d. það að
vera foreldri. Það felur í sér
ákveðnar skyldur gagnvart barn-
inu sínu hvað svo sem liver held-
ur um það. Störfum okkar fylgja
skyldur sem okkur ber að rækja.
Veraldleg, andleg og
siðferðileg gæði
2. Hvers konar líf er þess virði að
því sé lifað? Til að geta svarað
þessari spurningu verður að fást
svar við því hver eru þau lífsverð-
mæti sem gefa lífi fólks mest
gildi. í þessu sambandi rifjaði
Páll upp þær kenningar sem hann
setti fram í sjónvarpsþætti um
lífsgæðakapphlaupið, þ.e. skipt-
ingu lífsgæða í veraldleg, andleg
og siðferðileg gæði. Lítum á
þessa flokkun Páls:
A. Veraldleg gæði. Þau skipt-
ast í efnahagsleg gæði (ríki-
dæmi), stjórnmálaleg gæði (völd)
og menningarleg gæði (frægð).
Efnahagsleg gæði eru fæði,
klæöi. húsaskjól og verkfæri.
Þessi gæði hafa skiptigildi og það
má versla með þau. Stjórnmála-
leg gæði gefa okkur tækifæri til
að taka ákvarðanir og hafa áhrif.
Völd þessi hefur fólk í nafni
stöðu sinnar eða embættis. „Hér
legg ég að jöfnu völd eiginkonu
yfir bónda sínum eða völd for-
sætisráðherra yfir ríkisstjórn á
Alþingi. Það erenginn eðlismunur
á því,“ sagði Páll. Menningarleg
gæði í þessum flokki eru öll þau
gæði sem gera fólki kleift að
njóta virðingar og viðurkenning-
ar og berast á í þjóðfélaginu, þ.e.
frægð og frami. Þessu markmiði
má ná með eigin frammistöðu,
ætterni eða frændsemi, heppni
eða lánsemi. Veraldleg gæði
sækjum við út í þjóðfélagið og
þau eru af skornum skammti.
Samkeppnin er mikil og gæðin
eru fallvölt.
B. Andleg gæði. Þau eiga hins
vegar rætur sínar í okkur
sjálfum, sálargáfum, ímyndun,
skilningi og tilfinningum. Þau
skiptast í leiki eða íþróttir
(ímyndunaraflið), vísindi (skiln-
ingur) og listir (tilfinningin).
Andleg gæði eru ótakmörkuð í
eðli sínu en aðgangur okkar að
þeim ævinlega takmarkaður. Það
er engin samkeppni um þessi
gæði, heldur aðganginn að þeim,
og þau eru varanleg.
C. Siðferðileg gæði. Þau eru
mitt á milli andlcgra og verald-
legra gæða og lúta að því eftir-
sóknarverðasta í mannlegum
samskiptum. Þeim má skipta í
réttlæti, ást og vináttu, dóm-
greind og sjálfræði, þ.e. frelsi.
Siðferðileg gæði eiga rætur á milli
okkar, eru ýmist fallvölt eða
ótakmörkuð, og það er stundum
samkeppni um þau og stundum
ekki.
Réttlætið er illhöndlanlegt
og iðulega dýrkeypt
Nú erutn við komin að vendi-
punktinum: Hver eru þau gæði
sem fólk telur mikilvægust til að
lifa góðu og farsælu lífi? Svörin
eru vitanlega misjöfn eins og
fólkið en heilbrigð skynsemi segir
að fólk þurfi að eiga vissan
aðgang að öllum þessum gæða-
flokkum til að ná markmiðinu.
„En þegar öll kurl koma til
grafar þá veltur allt á siðferðilegu
gæðunum, þ.e.a.s. réttlætinu,
ástinni og frelsinu. Án þcirra
myndi líf fólks spillast og sann-
leikurinn er sá að spillingin getur
orðið þeim mun meiri eftir þvf
sem fólk hefur meira af verald-
legum gæðum milli handanna.
Hún getur líka orðið þeim mun
meiri eftir því sem menn hafa
meira af andlegum gæðum, t.d.
vísindalegri þekkingu eða tækni-
legri kunnáttu," sagði Páll.
Hann sagði að réttlætið væri
mikilvægast af siðferðilegu gæð-
unum, en fólk teldi þó ástina og
allt sem undir hana fellur yfirleitt
mikilvægari. Hann taldi að
ástæðan fyrir þessu stafaði af
ákveðnum vanda í sambandi við
réttlætið. Réttlæti er oft illhöndl-
i