Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 3. febrúar 1990 Húsnæðisdagar haldnir í Ólafsfirði og á Akureyri um helgina: „Fólk spyr mikið um ráð við raka og sprimguvandamáliim“ - spjallað við Ólaf Jensson, framkvæmdastj óra Byggingaþj ónustunnar „Það sem fólk er helst að spyrja um er lánakerfið, ráð við lekavandamálum og sprunguvandamálum. Síðan er mikið spurt um ráð við raka í húsum og við getum sagt að í 99% til- vika sé aðeins eitt ráð viðj^ví og það er að loftræsta húsin og íbúðirnar betur,“ segir Olafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar, sem stendur nú um helgina fyrir „Húsnæðisdögum“ á Akureýri og í Ólafsfirði. Dagskráin hefst kl. 10 í dag á Hótel KEA á Akureyri og í Ólafsfirði hefst dagskráin kl. 13 á morgun. Dagskrá með þessu sniði hefur verið haldin áður í Reykjavík en nú í fyrsta sinn gefst fólki út á landi kostur á að fá upplýsingar og ráðgjöf um ýmis atriði varð- andi húsnæðismál á einum stað. Á „Húsnæðisdögunum" verð- ur kynning á húsbréfakerfinu og húsnæðislánakerfinu, þjónustu og ráðgjöf Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, svo og erindi um byggingarlist og hönnun. Einnig verða á hvorum stað fyrir sig kynnt drög að aðal- skipulagi bæjanna seni nú liggja fyrir. í heild verða á „Húsnæðis- dögunum“ fulltrúar rösklega 20 aðila. Á báðum stöðunum verða fulltrúar frá: Brunamálastofnun ríkisins, Félagi eldri borgara, Félagi skrúðgarðyrkjumeistara, Húsnæðisstofnun ríkisins, Ljós- tæknifélagi íslands, Sjóvá Almennum, Skipulagi ríkisins, Arkitektafélagi íslands, Bygg- ingaþjónustunni, Félagi íslenskra landslagsarkitekta, Húseigenda- félaginu, Landsbanka íslands, Meistarafélagi byggingarmanna á Norðurlandi. Rafmagnseftirliti ríkisins, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Vinnu- eftirliti ríkisins. t>á verða á hvor- unt stað fyrir sig fulltrúar frá við- komandi bæjarfélagi og bæjarfyr- irtækjum, t.d. verða á Akureyri fulltrúar frá ráðgjafadeild Akur- eyrar, eldvarnaeftirliti, raf- magnsveitum, hitaveitu og Verkamannabústöðum á Akur- eyri. Fræðslu um viðhaldsþáttinn vantar Mörg ólík vandamál flækjast fyr- ir íbúðaeigendum og húsbyggj- endum, svo ekki sé nú talað urn það fólk sem ætlar að stíga sín fyrstu skref út á þá braut að eign- ast þak yfir höfuðið. Húseigend- ur standa oft frammi fyrir við- gerðum á eignum sínum og vita varla hvernig best er að snúa sér hvað varðar ráðgjöf. Oft getur þetta aftur leitt til þess að fólk ýtir vandamálinu á undan sér þangað til litla viðhaldið er orðið að stórvandamáli. Ólafur Jens- son segir viðhaldsþáttinn þann þátt sem nokkuð hafi verið van- ræktur af þeint sem ráða ferðinni í þessum málum. „fað hefði fyrir löngu síðan átt að vera komið betra skipulag og fræðsla á viðhaldsþáttinn. Nú á síðustu árum hafa komið fram á markaðinn gífurlega fjölbreytt viögerðaefni, t.d. til viðgerða á steinsteypusprungum, og fólk hefur lent í því að nota þessi efni og standa síðan skyndilega frammi fyrir því að þessi efni endast ekki einmitt vegna þess að það hefur notað þau við aðstæður sem þau eru ekki gerð fyrir,“ seg- ir Ólafur og bætir við að því niið- ur hafi sprunguviðgerðarmenn á undanförnum árum verið að stór- um hluta fúskarar og fólk því oft borið mikinn fjárhagslegan skaða, í sumum tilfellum vegna viðgerðarmanna sem ekki viti hvernig eigi að nota þau efni sem þeir eru að vinna með. „Góð viðgerðarefni hafa verið dæmd úr leik vegna þess að menn hafa ekki kunnað að fara með þau og til að koma í veg fyrir slíkt þarf fræðslu. Þar hefur Bygginga- þjónustan reynt að koma inn með kynningar fyrir fagmenn en það þarf að gera miklu meira. Við höfum tækni- og háskóla þar sem menn læra til verka í hús- byggingum en fyrir þcssa menn þarf að vera til markvissari skóli í viðhaldsgeiranum.“ Fólki ráðlagt að eftirláta fagmönnum sumar viðgerðir Allir þekkja þá tilhneigingu hús- eigenda að gera við hús sín sjálfir. Þessarar tilhneigingar verður vart í starfi Byggingaþjón- ustunnar en þá í flestum tilfellum þegar fólk stendur frammi fyrir vandamálum, jafnvel vandamál- um sem skapast hafa vegna þess að ráðlegginga var ekki leitað áður en af stað var farið. Ólafur segist leggja áherslu á að mörg verk séu ekki á færi nema fag- manna og nefnir í því sambandi sprunguviðgerðir og stærri við- gerðir á múr. Og ef um t.d. inni- málningu er að ræða segist hann ráðleggja fólki að fá fagmenn til að mála bað og eldhús. Ólafur telur að fagmenn viti mun meira nú hvað varðar efni og viðgerðir en þeir gerðu á árurn áður. „Og þó ég þekki það ekki inikið þá held ég að bygginga- meistarar hér fyrir norðan hafi reynt að sinna viðgerðarþættinum vel og hat'i góða þekkingu á efnis- notkun og framkvæmd við- geröa." Aðhald gagnvart fagmönnum þarf „Við höfum lagt á það áherslu að ■ Vélsmiðjan Akureyri hf Strandqötu 61 Eins árs, ung en öflug S 23000 > Sérhæfðir í allri rennismíði og fræsingu > Öll almenn málmsmíði > TIG-suða, MIG-suða og pinnasuða > Ný og öflug niðurefnunarvél > Gerum föst verðtilboð ef óskað er Öflugur vélakostur og frábærir starfsmenn tryggja þjónustuna Ólafur Jensson. almenn þekking á þessum málum sé fyrir hendi þannig að aðhaldið gagnvart þeim sem er að vinna verkið sé fyrir hendi. En við vör- um fólk hins vegar við að leggja út í sumar tegundir viðgerða," segir Ólafur. Hann segist þeirrar skoðunar að stórefla þurfi byggingarann- sóknir hér á landi. í reglugerð standi að ekki megi setja ný efni á markaðinn án rannsókna en reyndin sé sú að ekki sé eftir þessu farið. „Og þegar óvissa er um markaðinn þá fara menn að læða hlutunum inn á markaðinn án þess að nokkur segi orð.“ Byggingaþjónustan hlutlaus aðili Að Byggingaþjónuslunni standa fjölmargir aðilar. Þar má nefna stærri bæjar- og sveitarfélögin eins og t.d. Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Akur- eyri og fyrir skömmu gerðist Ólafsfjörður aðili. Þessu til við- bótar eru iðnaðar- og félagsmála- ráðuneytin og flest allar stofnanir sem að málum á þessu sviði starfa. Þá eru ótalin t.d. lands- samtök fagntanna á þessum sviðum. „Merki Byggingaþjónustunnar er alþjóðlegt enda eru svona þjónustufyrirtæki staifiæki í mörgum löndum. Þetta muki þýðir jafnframt að hægt er ö treysta því að allar upplýsingar frá þessum aðila eru hlutlausar og faglega unnar. Margir átta sig ekki á þessu hlutleysi og við höf- um fengið gagnrýni fyrir að hafa ekki verið nægilega áberandi en það skýrist aðallega af þröngum fjárhag sem vonandi stendur til bóta,“ segir Ólafur. JÓH Kvartettirm Kvartettinn „Undir rós“ hefur tekið til sta^fa á Akureyri. Hann skipa Huldá' Björk Garðarsdótt- ir, söngur, Margrét Stefánsdóttir, flauta, Örn Viðar Erlendsson, gítar, og Gunnlaugur Stefánsson, kontrabassi. Fjórmenningarnir hafa hugsað sér að gera út á þorrablóta-/árs- hátíða-/ veislu-/ og fundamarkað- inn. Á efnisskránni eru dægurlög „Undir rós“ frá síðustu áratugum. Sem dæmi: Lily Marlene, Don’t cry for me Argentina, Yesterday og Are you lonesone tonight, Litla flugan, Maístjarnan, Eitt örstutt spor og mörg önnur. Að sögn fjórmenninganna er hægt að fá óskalag, en það verður að panta með minnst viku fyrir- vara. Upplýsingar gefa Örn Við- ar í símum 21788 og 26594 og Hulda í síma 25109.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.