Dagur - 03.02.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. febrúar 1990 - DAGUR - 11
Kvikmyndasíðan
Jón Hjaltason
Deborah Kerr
leikkonan sem fór á mis við Óskarinn
Hvað þurfa leikarar að hafa til
brunns að bera til að hreppa Ósk-
arsverðlaun? Vera færir leikarar,
er fljótgefnasta og um leið sjálf-
sagðasta svarið við þessari spurn-
ingu. Enginn efaðist nokkurn
tíma um leikhæfileika Deborah
Kerr og sex sinnum var hún til-
nefnd til þessara eftirsóttu verð-
launa án þess þó að þau féllu
henni nokkru sinni í skaut.
Hún fæddist í Helensburgh á
Skotlandi árið 1921. Þegar fjöl-
skylda hennar fluttist til London
hóf hún nám í leiklistarskóla er
frænka hennar, leikkonan Phyllis
Smale, stjórnaði. í fyrstu lagði
Kerr einnig stund á söngnám en
er tímar liðu ákvað hún að ein-
beita sér að leiknum. Fyrsta hlut-
verk hennar í kvikmynd var í
Contraband. Leiktilþrif hennar í
Contraband kornu þó aldrei fyrir
sjónir almennings því að Kerr var
bókstaflega klippt út úr mynd-
inni. Ári síðar fékk hún stærra
hlutverk sem hjálpræðishers-
stúlkan Jenny Hill í Major
Barbara (1941). Um leið varð til
ímynd hinnar góðu og bláeygu
ensku stúlku sem Kcrr náði
kannski aldrei að losna við til
fulls.
Árið 1947 var Kerr veitt viður-
kenning gagnrýnenda í New
York og aftur árið eftir. Og nú
hafði Hollywood komið auga á
leikkonuna skosku og 1949 var
hún í fyrsta sinnið tilnefnd til
Óskarsverðlauna. Tilefnið var
leikur hennar á móti Spencer
Tracy í Edward, My Son þar sem
Tracy leikur kaldlyndan milljón-
era er níðist stöðugt á syni
sínum. Kerr er móðirin og eig-
inkonan sem að lokum, eftir að
sonurinn hefur tekið líf sitt, finn-
ur ekki annað athvarf en áfengið.
í kjölfarið fylgdi fjöldinn allur
af hunangssætum hlutverkum þar
sem Kerr var jafnan í einhvers
konar Pollýönnu-hlutverki. Árið
1953 breyttist ímyndin snögg-
lega. í From Here to Etcrnity var
Kcrr eiginkona foringja í
hernum. Seinna stríð er rétt
hafið, eiginntaðurinn er á braut
og eiginkonunni hundleiðist á
Hawaii. Pá ber þar að liöþjálfann
Burt Lancaster og ástríður
kvikna. Hin, fram til þessa, skír-
lífa Deborah Kerr er orðin
keðjureykjandi, léttklædd og
vergjörn kvenvera. Vafalaust
varð þessi óvænta breyting á
persónu Kerr til að auka enn á
athyglina sem From Here to
Eternity hlotnaðist víðs vegar. í
annað sinnið var Kerr tilnefnd til
Óskarsverðlauna. Og aftur fór
hún á mis við þau þegar Audrey
Hepburn fékk styttuna fyrir töfr-
andi framgöngu sína sem stroku-
prinsessan í Roman Holiday.
Fnn ein rósin í
hnappagat Davids Lean
Breski leikstjórinn David Lean,
sem meðal annars hefur gert
myndirnar Brief Encounter
(1945), The Bridge on the River
Kwai (1957), Lawrence of
Arabia (1962), Doctor Zhivago
(1965) og A Passage tö India
(1984), hefur verið sæmdur
heiðursverðlaunum Bandarísku
kvikmyndastofnunarinnar fyrir
árið 1990.
Eftir samhljóða ákvörðun
stjórnarnefndarinnar, sem
Charlton Heston veitir for-
stöðu, í september síðastliðnum
hringdi Steven Spielberg, einn
stjórnarmanna, í Bretann til að
tilkynna honum um heiðursveit-
inguna. Lean svaraði með
vantrú í röddinni: „Þú hlýtur að
vera að gera að gamni þínu. Ég
trúi þessu varla.“ En Spielberg
fór ekki með neitt fleipur.
Verðlaunin verða afhent í mars-
mánuði næstkomandi við hátíð-
lega athöfn.
Á meðal þeirra sem áður hafa
David Lean.
fengið þessi verðlaun má telja
Gregory Peclc, sem fékk þau á
síðasta ári, John Ford, James
Cagney, Orson Wells, Bette
Davis, Henry Fonda, Alfred
Hitchcock, James Stewart, Fred
Astaire, John Huston, Gene
Kelly og Jack Lemmon.
Vonandi mun ég innan
skamms geta flutt ykkur svolítið
bitastæðara efni um starfsævi
Leans.
Þrátt fyrir að álögin væru
brostin og að Kerr træði á litlu
saklausu stúlkunni í From Here
to Eternity þá beindust sjónir
kvikmyndaakademíunnar að
henni þriðja sinnið 1956 þcgar
hún brá sér í hlutverk hinnar full-
komnu ensku hefðarkonu. Enn
á ný var hún búin að spenna sig
Deborah Kerr og Burt Lancaster í From Here to Eternity.
Meö Yul Brynner í The King and I.
skírlífsbeltinu. Og sem kennslu-
kona ótaldra barna Síams-kóngs,
Yul Bryners, leiftruðu bláu aug-
un sem aldrei fyrr. En að þessu
sinni skyggöi Ingrid Bergman á
Kerr.
Strax árið eftir var Kerr á nýj-
an leik komin í gamalkunnugt
gervi grandvarar og mætrar
konu. Að þessu sinni var hún
skipreika nunna á eyðieyju með
Robert Mitchum. Og enn á ný
var hún tilnefnd en keppinautur-
inn var óárennilegur því að þetta
sama ár lék Joanne Woodward í
The Three Faces of Eve. Enda
þótt Woodward fengi Óskarinn
þá féll nunnan í svo góðan jarð-
veg hjá gagnrýnendunum í New
York að þeir veittu Kerr viður-
kenningu sína í þriðja sinnið.
1958 var Kerr enn einu sinni á
ferðinni í Separate Tables. Þar
leikur hún óhrausta dóttur ráð-
ríkrar móður og á eftirminnileg-
an hátt nær Kerr að spanna allan
tilfinningastiga niöurlægðrar og
taugabilaðrar dóttur sem orðin er
gjafvaxta. En enn á ný varð hún
að játa sig sigraða þegar Susan
Hayward gekk út með Óskarinn í
fanginu.
Seinasta tilnefningin kom svo
1960 fyrir The Sundowners. Kerr
var þá í hlutverki eiginkonu rún-
ingarmannsins Roberts
Deborah Kerr í hlutverki eiginkon-
unnar Idu Carmody í The Sundown-
ers.
Mitchum. Ef ég man rétt hafa
íslenskir sjónvarpsgláparar tví-
vegis fengið þessa mynd á
skjáinn. Þetta er falleg mynd um
trygglynda eiginkonu og óáreið-
anlegan eiginmann. Þctta er ein
af þeim kvikmyndum sem rifja
alltaf upp fyrir mér hugleiðingu
Ingimars Eydal, er hann hafði
yfir okkur söngnemendum sínum
í Gagnfræðaskólanum. Til að
gera langa sögu stutta þá var
spurningin þessi: Af hverju tala
mæður um að allt sem vandræða-
mönnunum sonum þeirra vanti sé
góð kona? Á þá góð kona ekki
skilið að eignast góðan mann?
Þarf hún endilega aö byrja á því
að gera heiövirðan mann úr
pörupilti? Að vísu skal það tekiö
fram aö Mitchum er alls ekki
vondur heimilisfaðir í The Sun-
downers, aðeins svolítið óáreið-
anlegur og alls ckki fær um að
hafa fjárforræði.
Enn einu sinni fékk Kerr
viðurkcnningu gagnrýncnda-
samtakanna í New York fyrir eig-
inkonu hlutverkið en akademían
lét nægja að tilnefna hana. Eliza-
beth Taylor fékk styttuna.
Deborah Kcrr getur því státað
af sex tilnefningum en engum
Óskarsverðlaunum sem er allsér-
stætt í kvikmyndaheiminum. Það
er því engin furða þó haft sé eftir
leikkonunni að henni sé áskapað
að vera alltaf brúðarmær en
aldrei brúður.
Oskarstilnefningar
1949 Deborah Kerr Edward, MySon
1953 Deborah Kerr From Here to Eternity
1956 Deborah Kerr The Kingand I
1957 Deborah Kerr Heaven Knows. Mr. Allison
1958 Deborah Kerr Separate Tables
1960 Deborah Kerr The Sundowners
Styttuhafi
Olivia de Havilland The Heiress
Audrey Hepburn Roman Holiday
Ingrid Berman Anastasia
Joanne Woodward The Three Faces ofEve
Susan Hayward I Want to Live!
Elizabeth Taylor Butterfield S
ÞÓR5HAMAR HF.
Við Tryggvabraut • Akureyri Sími 22700 • Fax 27635
__ DAIHATSU
Charade’ 90
Bíllinn fyrir þig