Dagur - 07.02.1990, Blaðsíða 16
wmm
Akureyri, miðvikudagur 7. febrúar 1990
Mikið úrval af kjötvörum frá:
Kjötiðnaðarstöð KEA, Goða, Bautabúrinu,
S.S., Búrfelli og fleirum.
Tilboð:
FantaappcUín 2 I .... 99 kr. Bjúgu kg............... 468 kr.
Egg 1 kg ............ 275 kr. Tryppabjúgu kg......... 327 kr.
Kartöflur 2 kg í poka . 199 kr.
Verslunin
ÞDRFIB
Móasíöu 1 • Sími 27755.
Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30.
Heimsendingar-
þjónusta.
íspan og lóð Hagkaups við Norðurgötu:
Skaðabótakröfur
vegna lóðarstækkunar
Miklar umræður urðu í Bæjar-
stjórn Akureyrar í gær vegna
lóðar Hagkaups við Norður-
götu. Skipulagsncfnd lagði til
að dciliskipulagstillaga um lóð-
ina yrði samþykkt, og greiddu
9 bæjarfulltrúar því atkvæði
sín. Sigurður Jóhannesson
greiddi atkvæði á móti tillög-
unni á fundinum, og lét það
álit í Ijós að bæjarstjórn væri
með þessu að skerða mögu-
leika til stækkunar lóðar íspan
að nauðsynjalausu.
Skipulagsnefnd bárust athuga-
semdir vegna þessa máls, önnur
frá KEA, sem á hluta eignarinnar
Norðurgötu 55, en hin frá Ispan
hf. KEA áskilur sér rétt til skaða-
bóta og íspan gerir einnig skaða-
bótakröfu vegna tjóns sem starf-
semin og nýtingar- og sölumögu-
leikar verði fyrir vegna deiliskipu-
lagstillögunnar.
f bókun skipulagsnefndar segir
að eigendur íspan hafi ekki sýnt
fram á hvernig fyrirtækið hafi
orðið fyrir tjóni.
Úm þetta sagði Sigurður Jó-
'hannesson að verið væri að valda
lóðarhöfum verulegu tjóni með
því að breyta skipulagi, sérstak-
lega með því að stækka bygg-
ingarreit lóðar Hagkaups alveg
að lóðamörkum, en slíkt bitnaði
á lóðarhöfum vestan götunnar.
Hagsmunir þeirra síðarnefndu
væru greinilega fyrir borð bornir.
Taldi hann ekki óeðlilegt að lóð-
arhafar færu fram á skaðabætur
vegna þessarar skerðingar á
nýtingar- og stækkunarmöguleik-
um eignarinnar. Sigurður velli
þeirri spurningu upp hvernig
skipulagsnefnd tæki því ef íspan
vildi byggja alveg að lóðarmörk-
um til austurs.
Freyr Ófeigsson, formaður
skipulagsnefndar, taldi í hæsta
máta vafasamt að eigendur ís-
pan- hússins hefðu orðið fyrir
skaða eða að slík staða gæti kom-
ið upp vegna samþykktar skipu-
lagsnefndar. Taldi hann að eig-
endurnir hefðu um ýmsa stækk-
unarmöguleika að ræða, og að
athugasemdir þeirra væru reistar
á mjög vafasömum rökum. EHB
Loðnunótin tckin um borð í Björgu Jónsdóttur ÞH í Húsavíkurhöfn.
Mynd: IM
Athyglisverðar niðurstöður athugana á haustrúningi sauðpr:
Haustrúningur eykur frjósemi talsvert
Haustrúningur virðist auka
frjósemi fulloröinna áa og
samkvæmt rannsóknum má
reikna með allt að 5% fjölgun
lamba ef ærnar eru haust-
klipptar. Rannsóknir sýna og
að eftir hverja 100 haustrúna
gemlinga fæðast 20-30 fleiri
lömb. Þá leiðir samanburður á
haust- og vetrarrúningi í Ijós
að haustrúningur stórbætir
ullargæði og flokkun, enda ull-
in ómenguð af mori og hland-
bruna, sem eru alvarlcgustu
húsvistarskemmdirnar. Klipp-
ingartími virðist hins vegar
ekki hafa áhrif á ullarmagn eft-
ir hverja kind.
Þessar upplýsingar komu fram
á árlegum ráðunautafundi Bún-
aðarfélags íslands í Reykjavík í
Nýju kjarasamningarnir:
ASÍ og BSRB fá Mtrúa í verðlagsnefod búvara
skal taka rnálið til unifjöllunar í
verðlagsnefnd búvara með það
að markmiði að ná samkomulagi.
JÓH
í samkomulagi Stéttarsam;
bands bænda, ASÍ, BSRB, YSÍ
og VMS sem undirritað var í
tenslum við nýja kjarasaminga
sl. föstudag felst m.a. að ASÍ
og BSRB fá nú fulltrúa í verð-
lagsnefnd búvara sem fer með
verðlagningu á búvörum.
Einnig eru aðilar sammála um
að óska eftir því að landbúnaðar-
ráðherra skipi nefnd fulltrúa
stjórnvalda, samtaka bænda,
launþega og atvinnurekenda sem
hafi það hlutverk að setja fram
tillögur um stefnumörkun sem
miði að því að innlend búvöru-
framleiðsla verði hagkvæmari og
kostnaður lækki á öllum sviðum
framleiðslunnar, í búrekstri
bóndans, á vinnslu- og heild-
sölustigum og í smásöluverlsun.
Eins og komið hefur fram féllst
Stéttarsaniband bænda á að verö
til framleiðenda skv. verðlags-
grundvelli búvöru, mjólkur og
kindakjötsframleiðslu verði
óbreytt til 1. des. n.k. Samkomu-
lag þetta var byggt á því fyrirheiti
ríkisstjórnarinnar að verðhækk-
un á áburði verði ekki umfram
12% við verðlagningu í vor,
einnig að ríkisstjórnin beiti sér
fyrir þeim breytingum um tekju-
stofna sveitarfélaga að útihús á
lögbýlum vcrði ekki metin upp
með sérstökum fasteignaskatts-
stuðli.
Verði uppsafnaðar verðbreyt-
ingar á rekstrarþáttum landbún-
aðarins umfram forsendur kjara-
samnings 1. september í haust
Mývatn:
Netaveiðin byrjar vel
Nú um mánaðaniótin var
bændum heimilt að leggja net í
Mývatn og lofar veiðin á fyrstu
dögunum mjög góðu. Blaðinu
er kunnugt um einn aðila sem
hefur átta net í vatninu og hef-
Þingeyjarsýsla:
Fyrsti fimdur um samningana í dag
Fundir um kjarasamningana
hafa enn ekki verið haldnir í
Þingeyjarsýslum en fundur hjá
Verkalýðsfélagi Húsavíkur er
boðaður kl. 17.30 í dag. Ann-
að kvöld verður sameiginlegur
fundur Verslunarmannafélags
Húsavíkur, Sveinafélags járn-
iðnaðarmanna og Byggingar-
mannafélagsins Arvakurs.
Atvinnuástand er slæmt í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, í seinni
hluta janúar fengu alls 250
manns greiddar atvinnuleysis-
bætur, og var meirihlutinn
fólk frá Húsavík. Margir eru
nú komnir til vinnu á ný en þó
er reiknaö með að um 90
manns á Húsavík séu án
atvinnu í dag.
Jón Sigurðsson, formaður
Verkalýðsfélags Presthóla-
hrepps, sagði að stefnt væri að
fundi á mánudagskvöldið, og von
væri á Þóru Hjaltadóttur á fund-
inn til að kynna samningana. í
félaginu er fólk úr Kelduhverfi,
Öxarfirði og Presthólahreppi.
Kristni Jóhannssyni, formanni
Verkalýðsfélags Þórshafnar
höfðu ekki borist samningsdrögin
í gær. Hann sagði í samtali við
Dag að fundað yrði í félaginu
strax og samningarnir bærust,
sennilega um helgina.
Auður Ásgrímsdóttir, formað-
ur Verkalýðsfélags Raufarhafnar
sagði að fundað yrði um samn-
ingana eftir helgina, sennilega á
þriðjudag eða miðvikudag. IM
ur hann fengið 20-30 fiska á
sólarhring sem þykir gott mið-
að við ládeyðuna í veiðinni síð-
astliðin þrjú ár.
Þeir Mývetningar sem blaðið
ræddi við í gær telja það ekki síst
gleðifréttir að fiskurinn sem
veiðst hefur síðustu daga er ágæt-
lega vænn og feitur. Þetta þykir
benda til þess að einhverjar
breytingar hafi orðið í lífríki
vatnsins.
„Þetta er nú einmitt það sem
sérfræðingarnir eru að rannsaka
núna. Það er furðulegt hvernig
þetta getur breyst á stuttum
tíma,“ sagði Jón Pétur Líndal,
sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í
samtali við Dag í gær.
Síðustu þrjú árin hefur veiðin
verið mjög slök í Mývatni og hafa
menn skeggrætt um ástæður fyrir
miklum sveiflum í lífríki
vatnsins. í fyrra kom oft fyrir að
ekkert kom í netin yfir sólar-
hringinn, en byrjun veiðinnar í ár
gefur góðar vonir um framhaldið.
JÓH
gær. ítarlega var fjallað um haust-
rúning á fundinum í gær og voru
niðurstöður nokkuð samhljóða;
æskilegt er að auka haustrúning
sem kostur er.
í erindi Sigurgeirs Þorgeirsson-
ar, Stefáns Sch. Thorsteinssonar
og Emmu Eyþórsdóttur á RALA
kom fram að þar sem sé haustrú-
ið verði aö ætla 5-10% meira
heyfóður á ásetningsgimbrar og
10-16% meira í eldri ær en þar
sem rúið er á útmánuðum. Hins
vegar kom fram í erindi þeirra að
samkvæmt rannsóknum hafi fall-
þungi lamba eftir haustrúið fé
reynst nokkru meiri en eftir sum-
ar- eða vetrarrúið fé.
Þórarinn Þorvaldsson, bóndi á
Þóroddstöðum í Hrútafirði, sagði
í sinni framsögu að auka mætti
tekjur af búrekstri með því að
taka upp haustrúning á öllu fé.
Hann sagði hins vegar að til þess
að þetta væri unnt þyrftu bændur
að eiga nægilegt hey til að gefa
inni til vors og hús þyrftu að vera
það vönduð að hægt væri að
halda nauðsynlegum hita á fénu.
Þórarinn nefndi marga kosti
við haustrúning sauðfjár.
Skemmtilegra væri að hirða rúið
fé og fengitími gengi betur fyrir
sig en ella. Þá sagði hann að
vinna við haustrúning væri mun
léttari en þegar lengra væri liðið á
vetur. „Klippur ganga miklu bet-
ur í ullina því hún er mikið greið-
ari og það verður til þess að kind-
in er rólegri meðan rúið er og
afköst eru meiri.“
Þá kom fram í erindi Guðjóns
Kristinssonar og Kristins Árn-
þórssonar að Alafoss hf. hefði
góða reynslu af haustrúinni ull.
Hún væri laus við húsvistar-
skemmdir, s.s. heymor og stækju-
gulu. „Hún er nteð jafnari hára-
lengd þegar rúið er tvisvar á ári,
sem gerir hana að mun betra
spunaefni, því mjög löng hár eru
óæskileg í bandframleiðslu. Þetta
gerir það að verkum að nú hefur
ullariðnaðurinn í höndunum
betra hráefni." óþh