Dagur


Dagur - 16.03.1990, Qupperneq 2

Dagur - 16.03.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 16. mars 1990 Vetrarhátíð 23. mars - 1. apríl. Alpagreinar unglinga Skíðaganga unglinga Skíðabretti Hlíðarfjall, sýning. Skíðastökk Skautaíþróttir Listdans á skautum, sýning. Skíðaganga fullorðnir Ski cross (þrautabraut). Boðganga landskeppni. Alpagreinar aiþjóðamót Vélsleðaíþróttir Vetrarþríþraut Hestaíþróttir TilkynniÖ þátttöku strax í dag Heilsugæslustöð Akureyrar stendur fyrir fjölskyldutrimmi Skíðagöngunámskeið í Hlíðarfjalli Skólatrimm Vetrarþríþraut Skíðagöngutrimm í Hlíðarfjalli fyrir alla fjölskylduna Skautatrimm fyrir alla fjölskylduna Skíðatrimm fyrir 12 ára og yngri Fyrirlestrar: Áhrif hreyfingar á líkamann. ★ Leikvöllur fyrir smábörn í Hlíðarfjalli. ★ Sleðakeppni Snjómyndakeppni Gönguferðir innanbæjar Fjallaferðir, skíði Upplýsingar í síma 96-22722. 4 fréttir Lárus Hinriksson leggur áherslu á gæði hrácfnis en hér er hann í vcrksmiðju Dettifoss hf. á Akureyri. Á innfelldu myndinni má sjá sýnishorn af framleiðslu fyrirtækisins sem verið er að setja á markað þessa dagana. Myndir: kl Gæludýrafóður Dettifoss hf.: Á markað um land aJlt á næstumii Um þessar mundir er að koma á markað innlent gæludýrafóð- ur frá Dettifossi hf. í nýjum umbúðum, en að undanförnu Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Fanta 2 lítrar Áður 200 kr. - Nú 99 kr. Coca Cola 2 lítrar Áður 200 kr. - Nú 158 kr. Kjúklingahlutar 579 kr. Wc-pappír 8 rúllur Áður kr. 210 - Nú 179 kr. Lambakjöt á lágmarksverði a Je ATH! Heimsendingarþjónusta Opið alla daga til kl. 20.00 y E líka sunnudaga KJÖRBÚÐ KEA BYGGÐAVEGI 98 hefur mikil vinna verið lögð í að hanna umbúðirnar og vinna að markaðssetningu vörunnar. Þá hefur sömuleiðis verið unn- ið að vöruþróun síðan í haust, en þar sem framleiðsla sem þessi á sér ekki hliöstæðu á ís- landi eru tilraunir ýmiss konar mikilvægur þáttur í vöruþró- un. Dettifoss hf. var stofnað í nóvember sl. og er tilgangur félagsins framleiðsla og sala á gæludýrafóðri og öðrum vörum fyrir gæludýr. Hluthafar félagsins eru níu en hlutafé er 2,2 milljónir króna. Verksmiðja Dettifoss hf. er til húsa að Tryggvabraut 22 á Akureyri. Þær tegundir sem Dettifoss hf. er nú að setja á markað eru hunda- og kattavítamín, hunda- nammi, fuglafóður og nagdýra- fóður auk þurrfóðurs fyrir hunda og ketti. Þá eru á döfinni að gera tilraunir með nýjar tegundir, m.a. fyrir hesta og einnig er áætl- að að athuga með framleiðslu á kattasandi. Að sögn forsvarsmanna Detti- foss hf. er engin innlend fram- leiðsla fyrir á vörum eins og þeim sem fyrirtækið er að markaðs- setja nema á fuglafóðrinu. Þeir fara því beint í samkeppni við erlendan innflutning sem hingað til hefur verið alls ráðandi á markaðnum. Akureyringarnir eru þó hvergi smeykir, viðbrögð fram til þessa hafa verið mjög jákvæð og í flestum tilfellum er vöruverð þeirra lægra en á inn- fluttu vörunni. Lárus Hinriksson er upphafs- maður að framleiðslu Dettifoss hf. en það er hann sem hefur þróað framleiðsluna frá upphafi. Hann sagði að megin áhersla væri lögð á gæði hráefnis í fóðrinu en megin uppbygging þess er fiski- mjöl, loðna, og mjókurduft. Jón Árnason gæðastjóri ístess hefur ráðlagt um fiskimjöl og Ræktun- arfélag Norðurlands hefur aðstoðað við efnagreiningu. Dettifoss á nú í samstarfi við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins varðandi þróun á alhliða þurr- fóðri fyrir hunda og ketti. Sam- eiginlega hafa Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, sem verið hefur fyr- irtækinu innan handar varðandi undirbúning markaðsátaks, Dettifoss hf. og Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins sótt um styrk til Rannsóknarráðs ríkisins vegna þessa verkefnis, sem áætl- að er að standi yfir í eitt ár. VG Húsavík: H Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði frá Akureyri um kaup á snjótroðara bæjar- ins á kr. 650.000.-. Einnig hef- ur bæjarráð heimilað bæjar- stjóra að panta troðara af gerðinni Leitner 360, árgerð 1989 en kaupverð f.o.b. er kr. 5.300.000.-. ■ Veitunefnd hefur sam- þykkt að leggja til við bæjar- stjórn að framkvæmdum við skipti úr hemlum í mæla, vcrði dreift á tvö ár og að byrjað verði á fyrirtækjum og opin- berum byggingum. Fjárveiting til 'þcssa verkefnis verði lækk- uð í kr. 3.000.000,-og liðurinn óráðstafað hækki þvf um kr. 2.970.000.-. ■ Veitunefnd leggur áherslu á að Hitaveitan fái sérfræðinga til að koma til Húsavíkur og kynna kosti mælakerfisins, svo og að farið veröi til Dalvíkur til að fá upplýsingar urn reýnslu þeirra af mælakerfinu. ■ Halnarstjórn fjallaði á fundi sínum nýlega um hugs- anlega forgangsröðun verk- efna í Húsavíkurhöfn á þessu árabili. Hafnarstjórn leggur áherslu á aðframkævmdum við Norðurgarðinn verði að fullu lokið og hafi forgang fyrir öðr- um verkefnum. ■ Á jfundi atvinnumálanefnd- ar nýlega var lagt fram bréf frá iðnráðgjafa, þar sent greint er frá viðbröðgum Landsvirkjun- ar hf. við hugmyndinni um virkjun Kvíslarfoss. Þar kem- ur fram að frumhönnun virkj- unarinnar kostar kr. 300.000,- en hana þarf að vinna til að hægt-sé að meta hvort virkjun- arkosturinn er hagkvæmur eða ekki. Atvinnumálanefnd legg- ur til að kannað verði hvort frumhönnun geti orðið hluti þeirrar auðlinda/könnunar sem hafinn er undirbúningur að. ■ Á fundi skólanefndar nýlega var frá því greint að Sigurður Gunnarsson fyrrver- andi skólastjóri hefði boðið skólanum að gjöf, barnabóka- safn sitt, u.þ.b. 300 titla og safn eldri námsbóka. Safn þetta yrði væntanlega sér- merkt á skólasafninu. ■ Hafnarstjóri kynnti á fundi hafnarstjórnar nýlega, bréf frá Samgönguráðuneytinu en því fylgdu drög aö nýrri reglugerð um hafnir. í brcfinu kemur fram að nú eru í gildi 111 reglugerðir fyrir hafnir en drögin gera ráð fyrir sam- ræmdri reglugerð fyrir allar hafnir landsins en þó með sérkafla fyrir hverja einstaka höfn. ■ Bæjarráði barst nýlega bréf frá handboltastúlkum á aldrin- um 15-18 ára, þar sern óskað er eftir fjárstyrk vegna ferðar til vinabæjarins Frederikstad í Noregi, til þátttöku f hand- böltamóti 2.-4. júní n.k. Bæjarráð hefur tekiö jákvætt í erindið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.