Dagur - 16.03.1990, Side 6

Dagur - 16.03.1990, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 16. mars 1990 flLiiMa Möldursf. BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. MMC Calant 1600 GL, 5 gíra, árg. '86. Ekinn 60 þús., blár. ★ Greiðslukjör við allra hæfi SALINN Möldursf. BIIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. MMC Tredia GLS 5 gíra 4x4, árg. '87. Ekinn 55 þús., hvítur, verð 750 þús. M MMC Lancer 1500 GLX, 5 gíra, árg. '86. Ekinn 30 þús., hvítur, verð 570 þús. MMC Colt 1500 GL, árg. '87. Ekinn 29 þús., hvítur, verð 550 þús. MMC Pajero langur, bensín, háþekja, árg. '84. Ekinn 73 þús., s.grár, verð 950 þús. Suzuki Fox háþekja 413, árg. '85. Ekinn 44 þús., hvítur, verð 600 þús. Sveitasinfonían í Reykjadal: Frumsýning hjá UMF Eflingu á sunnudag sýningin kl. 20:30. Það er Ieik- deild UMF Eflingar sem að uppsetningu verksins stendur en María Sigurðardóttir leik- stýrir. Leikendur eru 15. Leikdeildin hóf starfsemi í janúar, eftir nokkurra ára hlé, og var byrjað á leiklistarnámskeiði þar sem María leiðbeindi. Tókst það vel í alla staði og flestir leikendanna í Sveitasinfoníunni voru þátttakendur í námskeið- inu. Æfingar hafa staðið í rúmar sex vikur. „Það er ótrúlegt hvað okkur gengur vel, en þetta er góður hópur og skemmtileg sam- vinna,“ sagði María, er Dagur spurði hvernig uppsetning verks- ins gengi og hvernig verk þetta sé: „Sveitasinfonían gerist í sveit, í Fossárdal. Verkið er dálítið margslungið því fjallað er um talsvert mörg mál. Tekin eru fyrir stóriðju- og virkjunarmál, sem sumir eru á móti en aðrir fylgj- 'Man'a Sigurðardóttir, leikstjóri. Úr Gallerí allra handa nytjalist á Akureyri. Myndir: EHB Fiat Uno 55s, 5 dyra, 5 gíra, árg. '84. Ekinn 70 þús., blár, verð 250.000. Sveitasinfonían eftir Ragnar Breiðumýri í Reykjadal sunnu- Arnalds verður frumsýnd að dagskvöldið 18. mars og hefst Hörður Benonýsson, Þorsteinn Glúmsson og Einir Viðar Björnsson í hlut- verkum sínum. Sérstæð listmimasýnmg í Gamla Lundi Þórey lagt áherslu á að kynna leirlist, silfursmíði, myndvefnað og grafík í gallerínu. Þar er í raun listmunasýning allan ársins hring. Ýmsir vel þekktir lista- ntenn eru meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni í Gamla Lundi, og er hún því forvitnileg öllum sem unna handmenntum og fögrum gripum. Sýningin í Gamla Lundi hefst kl. 17.00 á föstudag, og verður hún opin um helgar frá kl. 14.00 til 20.00 en virka daga milli kl. 16.00 og 20.00. Henni lýkur 26. mars. Á sýningunni verða leirlista- verk eftir Koggu, eða Kolbrúnu Björgólfdóttur, silfurmunir eftir Önnu Maríu Sveinbjörnsdóttur, listaverk eftir norska konu, Katrínu Didriksen, en hún vinnur afar sérstæð verk, m.a. úr fjöðrum og hrosshári, emaléruð myndverk og grafíklistaverk eftir Einar Hákonarson, grafík og fl. verk eftir Þórð Hall, Jón Reyk- dal, Ingunni Eydal, Hörpu Björnsdóttur og Björgu Þor- Steinsdóttur. Myndvefnaður er eftir Ásu Ólafsdóttur - en hún var kjörin listamaður ársins ’89, og Guðrúnu Gunnarsdóttur, en hún hefur m.a. starfað sem hönnuður hjá verksmiðjum SIS/ Álafoss, og glerlist eftir Höllu Haraldsdóttur. Halla mun halda sýningu á verkum sínum á Akur- eyri í aprílmánuði. Þórey segir að nokkuð verði sýnt af nytjalistmunum að þessu sinni, en þó ekki eins mikið og hún hefði viljað, því þátttaka í þessari listgrein væri ekki almenn. Aðstöðuleysi háir nytja- listafólki á Akureyri og við Eyjafjörð mikið, en félagið Nytjalist starfar ennþá og Þórey kemur munum þeirra sem þar starfa á framfæri, sé leitað eftir því. Leirlistaverk af ýmsu tagi verða sýnd eftir Kolbrúnu Kjar- valsdóttur, Jónínu Guðnadóttur o.fl. Þá gefst fólki tækifæri til að kynna sér verk eftir Rut Rebekku og „Sossu" frá Sauðár- króki, grafíkverk eftir Guð- björgu Ringsted á Dalvík, og margt fleira verður að sjá í Gamla Lundi. Þórey hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig beri að stuðla að framgangi listastarfsemi, ekki síst nytjalistar, á Akureyri, og hefur hún bent á hentugt húsnæði fyrir slíka starfsemi. „I Gamla Barna- skólanum væri hægt að koma á fót gestavinnustofum, og bærinn gæti reynt að laða listafólk til sín með því að bjóða því dvöl í hús- inu í lengri eða skemmri tíma. Þetta yrði ekki aðeins aðstaða fyrir íslenskl listafólk heldur væri hægt að hugsa sér að bjóða erlendum listamönnum að koma til dvalar hér í bænum. Fólk er alltaf að ræða um Akureyri sem skólabæ, en hann á að mínu viti ekki síður að vera lista- og menn- ingarbær," segir Þórey Eyþórs- dóttir. EHB Þórey Eyþórsdóftir stendur fyrir kynningar- og sölusýn- ingu á listmunum og nytjalist í Gamla Lundi á Akureyri. Sýn- ingin verður opnuð föstudag- inn 16. mars. Þórey er brautryðjandi á sviði nytjalistar, því þegar hún opnaði Gallerí allra handa nytjalist fyrir fimm árum hafði slík starfsemi ekki þekkst áður við Eyjafjörð. Nytjalist er að vísu ævaforn list- grein, en Þórey hefur m.a. kynnt sér nytjalist á Norðurlöndunum, einkum í Noregi, og sá að grund- völlur var fyrir gallerý á Akureyri þar sem nytjalistafólki gefst kost- ur á að setja vörur sínar á markað. Auk nytjalistarinnar hefur Leirmunir eftir Koggu. Emalérað myndverk eftir Einar Hákonarson. Silfurdjásn, Anna María Svein- björnsdóttir. Myndverk, Kolbrún Kjarvalsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.