Dagur - 16.03.1990, Page 11

Dagur - 16.03.1990, Page 11
 Föstudagur 16. mars 1990 - DAGUR - 11 Handknattleikur 3. deild: Úrslitaleikur Völsungs og Fram-b I kvöld kl. 20 mætast á Húsa- vík Völsungur og Fram-b í mikilvægum leik í 3. deild íslandsmótsins í handknatt- leik. Leikur þessi ræöur úrslit- um um hvort liöið leikur í 2. deild að ári en þau skipa efstu sætin í B-riðlinum. Handknattleikur 2. dcild kvennn...l’róuur-1'ór í Seljaskóla kl. 21.15. 3, dcild karla...Vöisungur-Fram-b á Húsavík kl. 20.00. Laugardagur: 1. deild kar!a...KA-HK í íþróttahöllinni á Akurcyri kl. 16.30. Bikarkeppni HS(,..I>ór*Fram-b í, Iþrótta* höllinni á Akureyri kl. 17.45. 2. deild kvenna...ÍBK-i>ór t Keflavtk kl. 14.00. Körfuknattleikur l.augardagur: Úrslitaleikur um sa-ti í Úrvalsdcild...Þór- Vfkvcrji í íþróttaskemmunni á Akureyri kl. 16.00. Blak I.augardagur: Úrvalsdeild karla...KA-HK i íþróttahúsi Glcrárskóla. Úrvalsdeild kvenna... K A-Víkingur í íþróttahúsi Glerárskóla. Ekki hafði verið gengið frá tímasetningu þessara leikja þegar blaðið fór. í prentun. Knattspyrna Fustudagur: Coca-Cola mót i fþróttahöilinni á Akur- eyri kl. 20.10. Laugardagur: Coca-Cola mót í íþróttahöllinni á Akur- eyri kl. 10.00. Verðlaunaafhending ki. 15.00. Laugurdagur: Bikarntót SKÍ í alpagreinum karla óg kvenna á Dalvlk. Bikarmót SKÍ í norrsnum greihuro full- orðinna og unglinga á Ólafsfirði. Sunnudagur: Bikarntót SKÍ í alpagreinum karla og kvenna á Dalvlk. Bikarmót SKÍ f norrænum greinum full- orðinna og unglinga á Ólafsfirði. , Snoker I.augardagur: Tvfmenmngsmót í Gilinu á Akureyri ki. 10.00. Völsungar hafa hlotið 27 stig en Framarar 23 stig og eiga tvo leiki til góða sem telja verður lík- legt að þeir vinni. Líklegt er því að leikurinn í kvöld verði hreinn ýrslitaleikur um 2. deildarsætið en staða Völsungs er betri því þeim nægir jafntefli þar sem þeir sjgruðu í fyrri viðureign liðanna. | „Ég er hræddur við þennan léik. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum á öllu okkar að halda til að ná sigri. En við erum ákveðnir í að halda þessu áfram, okkur líður vel svona. Pað er skemmtileg tilfinning að sigra,“ sagði Arnar Guðlaugsson, þjálf- ari Völsungs, í samtali við Dag eftir sigurleikinn gegn Ármanni- b á dögunum. Er sjálfsagt að hvetja Húsvíkinga til að mæta og hvetja sína menn til sigurs í þess- ium mikilvæga leik. 1. deildin aftur af stað: KA-HK á morgun Keppni í 1. deild Islandsmóts- ins í handknattleik hefst að nýju um helgina eftir nokkurt hlc vegna Heimsmeistara- keppninnar í handknattleik sém nú er nýlokið. KA-menn táka á móti HK í íþróttahöll- inni á Akureyri kl. 16:30 á morgun. ,Mér líst ágætlega á þennan leik,“ sagði Erlingur Kristjáns- son, þjálfari og leikmaður KA, í sámtali við Dag. „Við • unnum HK í fyrri leiknum fyrir sunnan og við eigum að vinna þá nú með eðlilegum leik. Við höfum æft alveg þokkalega í hléinu en að vísu verið í vandræðum með æfingaleiki. Ég er engan veginn ánægður með árangurinn til þessa enda stefndum við hærra. Við höfum aðeins leikið gegn efstu liðunum í síðari umferðinni þannig að þetta gæti allt saman breyst ef ekkert óvænt kemur upp á,“ sagði Erlingur Kristjáns- son. Þess má geta að sú nýbreytni verður tekin upp á morgun að velja KA-mann leiksins að hon- um loknum. Sá sem hlýtur útnefninguna fær að launum kvöldverð á Fiðlaranum. Vetraríþróttahátíðin: Skráningu að ljúka Eins og flestum er kunnugt hefst Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri um næstu helgi. Keppt verður í miklum fjölda íþróttagreina á hátíðinni og eru nú síðustu forvöð fyrir keppendur að láta skrá sig þar sem frestur rennur út um helg- ina. Á hátíðinni verður keppt í öll- um hefðbundnum keppnisgrein- um vetraríþrótta auk þess sem almenningur getur tekið þátt í ýmsum greinum án tímatöku. Meðal greinanna sem boðið verður upp á eru alpagreinar og norrænar greinar á skíðum, skautaíþróttir, vélsleðaíþróttir, hestaíþróttir o.fl. Þá verður einn- ig keppt í sérstakri vetrarþríþraut sem samanstendur af skíða- göngu, hlaupum og sundi. Skráning fer fram í síma 96- 22722 á Akureyri. Þórsarar bcrjast fyrir tilverurétti sínum ineðal þeirra bestu í „skemmunni“ á morgun. Án efa mun mikið mæða á Konráð Oskarssyni sem hér sést í leik gegn KR fyrr í vetur. x Þór áfram í Úrvalsdeildiimi? - mætir Víkverja í „skemrminni“ kl. 16 á morgun A morgun mætast Þór og Vík- verji í mikilvæguin leik á Islandsmótinu í körfuknatt- leik. Leikurinn sker úr um hvort þessara liða leikur í Úrvalsdeild að ári en Þórsarar höfnuðu í næst neðsta sæti Úrvalsdeildar en Víkverji í næst efsta sæti fyrstu deildar. Leikurinn hefst kl. 16.00 og fer fram í íþróttaskemmunni á Akureyri en ekki í íþróttahöll- inni eins og aðrir heimaleikir Þórs. Kjartan Bragason, formaður Körfuknattleiksdeildar Þórs, sagði í samtali við Dag að sér lit- ist mjög vel á þennan leik. „Þetta verður án efa skemmtilegur leik- ur og við erum sigurvissir, það þýðir ekkert annað. Við gerum okkur þó fulla grein fyrir því að þetta verður erfitt. í Víkverjalið- inu er gamlir og leikreyndir jaxl- ar sem ýmislegt kunna fyrir sér iog eru fjarri því að vera dauðir úr öllum æðum. Léttleikinn er í fyr- irrúmi hjá þeim þannig að leikur- inn verður áreiðanlega hin besta skemmtun. Við ætlum að reyna að vekja upp gömlu „skemmu- stemmninguna“ og vonum að fólk fjölmenni á þennan mikil- væga leik því strákarnir leika allt- af best þegar áhorfendur eru margir," sagði Kjartan Bragason. Golfskálinn að Jaðri: Kaffl, skíðaganga og golf 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Rúnar Sigurpálsson dregur sig í hlé Ókrýndur konungur getraunaleiks Dags, Rúnar Sigurpálsson, neyðist nú til að draga sig í hlé vegna anna. Rúnargerði jafntefli við Jóhann Pálsson í síðustu viku, báðir höfðu þeir 3 rétta, þannig að ef hann hefði verið með að þessu sinni hefði það orð- ið í 16. sinn. Rúnar tilnefndi mann í sinn stað, Skarphéðinn Leifsson sem er vinnufélagi Rúnars af Kjötiðnaðarstöðinni. Bæði Skarphéðni og Jóhanni líst vel á seðilinn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvort Skarphéðni tekst að leika afrek Rúnars eftir. Sjónvarpsleikurinn að þessu sinni verður viðureign Derby og Aston Villa sem fram fer á Baseball Ground í Derby. Aston Villa situr á toppi deildarinnar um þessar mundir en í Derby-liðinu eru margir góðir leikmenn og má þar nefna framherjann Dean Saunders. Ætti að vera óhætt að lofa hörkuleik. Jóhann: Skarphéöinn: Ársenal-Chelsea 1 Charlton-Nott. For. 2 Covenlry-Sheff. Wed. 2 Derby-Aston Villa 2 Everton-C. Palace 1 Luton-Man. City x Norwich-Millwall 2 Q.P.R.-Tollenham 2 Wimbledon-Southampton 1 Leeds-West Ham 1 Newcaslle-lpswich x Sheff. Utd.-Wolves 2 Arsenal-Chelsea 1 Charlton-Notl. For. 2 Coventry-Sheff. Wed. 1 Derby-Aston Villa 2 Everton-C. Palace 1 Luton-Man. City 1 Norwich-Millwall 1 Q.P.R.-Tottenham X Wimbledon-Southampton X Leeds-West Ham 1 Newcastle-lpswich 1 Sheff. Utd.-Wolves 1 1X21X21X21X2 1X2 1X2 1X21X2 1X2 Þrátt fyrir að ekki hafi viðrað vel til golfiðkunar upp á síð- kastið er alltaf eitthvað að ger- ast í Golfskálanum að Jaðri. Konur í Golfklóbbi Akureyrar standa fyrir kafli- og veitinga- sölu á morgun eins og aðra laugardaga, um helgina verða troðnar brautir á golfvellinum fyrir gönguskíðamenn og í kvöld og næstu tvo daga verð- ur hægt að fylgjast með bein- um útsendingum í Golfskálan- um frá Player’s Championship golfmótinu sem hófst á Flórída Knattspyrna: Coca-Cola mótið um helgiiia Coca-Cola mótið í knattspyrnu fer fram um helgina í íþrótta- höllinni á Akureyri. Keppni hefst kl. 20.10 í kvöld og aftur kl. 10.00 í fyrramálið. Rétt er að vekja athygli á því að æfing- ar sem áttu að vera í hósinu milli kl. 10 og 13 á morgun falla niður. Tólf lið taka þátt í keppninni og skiptast þau í þrjá riðla. í A- riðli eru KA-a, Magni, Æskan-a og Narfi. í B-riðli Reynir-a, TBA, KA-b og Æskan-b og í C- riðli Dalvík, UMSE, Reynir-b og S.M. Reiknað er með að mótinu ljúki með verðlaunaafhendingu kl. 15 á morgun. i gær. Konur í golfklúbbnum standa á hverjum laugardegi fyrir kaffi- og veitingasölu í Golfskálanum. Andvirði sölunnar rennur óskipt til unglingastarfs GA sem er í örum vexti um þessar mundir. Er tilvalið fyrir þá sem langar í hressingu að styrkja þetta góða málefni og má sérstaklega benda skíðagöngumönnum á þennan möguleika. í gær hófst Player’s Champion- ship golfmótið á Flórída. Mótið er sýnt beint í sjónvarpi um gervihnött og á GA búnað til að taka við slíkum sendingum. Golf- áhugamönnum er velkomið að fylgjast með þessum útsending- unt en þær verða í kvöld og ann- að kvöld frá kl. 21-23 og á sunnu- dagskvöldið frá kl. 19-23. Laugardagur kl.14:55 11. LEIKVIKA- 17. mars 1990 1 X 2 Leikur 1 Arsenal - Chelsea Leikur 2 Charlton - Nott. For. Leikur 3 Coventry - Sheff. Wed. Leikur 4 Derby - A«ton Viila Leikur 5 Everton - C. Palace Leikur 6 Luton - Man. City Leikur 7 Norwich - Millwall Leikur 8 Q.P.R. - Tottenham Leikur 9 Wimbledon - Southampton Leikur 10 Leeds - West Ham LeikurH Newcastle - Ipswich Leikur 12 Sheff. Utd. - Wolves Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 Ókeypis getraunaforrit!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.