Dagur - 03.04.1990, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 3. apríl 1990
fréttir
i
Hafísinn lokar hefðbundnum siglingaleiðum:
Mánafoss varð að snúa við út af
Straumnesi á leið til Akureyrar
Mánafoss, strandflutningaskip
Eimskipafélags Isiands, kom
til Akureyrar snemma á
I sunnudagsmorgun eftir
óvenjulega siglingu. Skipið átti
| samkvæmt áætlun að koma til
Akureyrar á föstudagsmorgun,
en þegar Mánafoss var staddur
úti fyrir Straumnesi varð að
snúa honum við vegna hafíss
og sigla suður og austur fyrir
landið, til Akureyrar.
Petta er í annað skiptið í vetur
sem Mánafoss verður að snúa við
vegna hafíss á leið til Akureyrar,
en fyrra tilvikið var urn jólaleyt-
ið. Að öðru jöfnu heyrir það til
sjaldgæfra undantekninga að
skipið haldi ekki áætlun, en
starfsfólk Eimskipafélagsins legg-
ur sig fram um að erfiðleikar eins
og af völdum hafíss bitni ekki á
þjónustunni við landsbyggðina.
Arngrímur Guðjónsson, skip-
stjóri á Mánafossi, segir að þeir
hafi farið frá Reykjavík á mið-
vikudagskvöld áleiðis til Isafjarð-
ar með viðkomu í Ólafsvík, en þá
hafði brottför tafist um einn dag
vegna suðvestan roks. Eftir að
skipiö hafði losað vörur á ísafirði
var leiðinni heitið til Akureyrar,
en þegar Mánafoss var staddur út
af Straumnesi um kl. 19.00 á
fimmtudagskvöld var þar þéttur
og þykkur ís. ístungan var komin
út að Bolungarvík, en mílurenna
var opin við Stigahlíð. Par komst
Mánafoss í gegn, en auk þess var
mílu breið renna við Barða, og
þar var farið í gegn.
„Þetta mátti varla seinna vera,
tel ég, að við snérum við út af
Straumnesi. Þá hófst sigling suð-
ur fyrir landið, því fréttir stað-
festu að allt væri orðið ófært og
útlitið ekki gott næstu daga. Við
komum að Dyrhólaey kl. 18.00 á
föstudag, voru úti fyrir Skrúð kl.
9.00 á laugardag og komum að
Hrísey kl. 3.45 á sunnudags-
morgun. Að öllu eðlilegu hefðum
við átt að vera komnir til Akur-
eyrar á föstudagsmorgun, en
töfðumst um tvo sólarhringa
vegna hafíssins,“ segir Arngrím-
ur skipstjóri.
Venjuleg eða bein siglingaleið
frá ísafirði til Akureyrar er 169
sjómílur, en leiðin sem Mánafoss
varð að fara að þessu sinni er 728
sjómílur.
Arngrímur Guðjónsson hefur
starfað í 45 ár hjá Eimskip. Hann
byrjaði sem háseti á gantla Brú-
arfossi árið 1945, fór í Stýri-
mannaskólann 1948-'50 og hefur
eftir það verið skipstjóri og stýri-
maður á mörgum skipum félags-
ins. Hann tók við Mánafossi í
fyrra, en þar á undan var Arn-
grímur skipstjóri á Dettifossi, í
Eystrasaltssiglingum. „Mánafoss
er gott og lipurt skip og hentar
einkar vel til strandferða,“ segir
hann. EHB
Arngrímur Guújónsson skipstjóri í brúnni. Mynd: ehb
Stjórn Slippstöðvarinnar:
Fiskveiðasjóður
brást hlutverki sínu
Sauðárkrókur:
Togaramir Skafti og Skag
firðingur fyrir vestan
„Stjóm Slippstöðvarinnar tel-
ur afgreiðslu Fiskveiðasjóðs á
máli Meleyrar h.f. óeðlilega og
að svo virðist sem gert sé upp á
milli útgerða eftir því hvort
verið er að sækja um lán til
smíða á skipi innanlands eða
erlendis,“ segir í ályktun
stjórnar Slippstöðvarinnar á
Akureyri sem kom saman til
fundar síðastliðinn föstudag.
Stjórn stöðvarinnar ræddi þá
nýju stöðu sem komin er upp í
sölumálum á raðsmíðaskipi
stöðvarinnar eftir að Meleyri á
Hvammstanga hætti við að kaupa
skipið. í tilkynningu frá stjórn-
inni segir að Fiskveiðasjóður hafi
helgi var sjö starfsmönnum úti-
bús Kaupfélags Eyfírðinga á
Dalvík sagt upp störfum síðast-
liðinn fimmtudag. Að sögn
Rögnvaldar Skíða Friðbjörns-
sonar, útibússtjóra á Dalvík
verður breyting á skrifstofu-
haldi bæði á bifreiðaverkstæði
sett Slippstöðinni og Meleyri
ýmis önnur skilyrði en þau að
Meleyri greiddi 22% af óskiptum
afla til stofnfjársjóðs fiskiskipa
og greiddi þegar í stað öll vanskil
við Fiskveiðasjóð. Þessi skilyrði
hafi orðið til þess að fyrirtækið
hvarf frá kaupum og standi Slipp-
stöðin nú uppi verkefnalaus til
næstu mánaðamóta.
„Stjórn Slippstöðvarinnar hef-
ur ekki fengið viðhlítandi
skýringar á afgreiðslu Fiskveiða-
sjóðs og á meðan þær koma ekki
fram verður stjórn Slippstöðvar-
innar að álykta að Fiskveiðasjóð-
ur hafi í þessu máli brugðist hlut-
verki sínu,“ segir í ályktun
stjórnarinnar. JÓH
og í útibúinu sjálfu.
Á skrifstofu útibúsins var sagt
upp skrifstofustjóra og tveimur
starfsmönnum öðrum. Eftir
breytingarnar fer útibússtjóri
með stjórn skrifstofunnar. Til
viðbótar var einum starfsmanni
útibúsins sagt upp.
Breyting verður ennfremur
Togararnir Skafti SK-3 og
Skagfirðingur SK-4 hafa aflað
vel að undanförnu. Skafti var
með hundrað og fímmtán tonn
og Skagfírðingur með hundrað
og fimm í gærdag. Verra er að
siglingaleiðin fyrir Vestfirði er
lokuð af hafís og því óvissa um
hvar þeir landa afla sínum.
gerð á stjórn Bílaverkstæðis Dal-
víkur. Staða forstöðumanns
verður lögð niður og ennfremur
var sagt upp tveimur öðrunt
starfsmönnum verkstæðisins.
Stjórn verkstæðisins verður eftir
þessar skipulagsbreytingar í
höndum verkstjóra deildanna, í
samvinnu við útibússtjóra. JÓH
Skagfirðingur á löndunardag á
Sauðárkróki á föstudag og Skafti
á mánudag. Ef hafísinn rekur
ekki frá siglingaleiðinni fyrir
Vestfirði er ólíklegt að togararnir
landi í heimahöfn.
Hegranes SK-2 er á leiðinni til
Þýskalands með 190 tonna afla.
Hegranesið á söludag þann sjötta
og búast má við að hátt verð fáist
fyrir aflann eins og jafnan í
páskaföstunni. Drangey SK-1 er
á leið á miðin og fer væntanlega
austur fyrir land vegna hafíssins
fyrir vestan. kg
Uppsagnir hjá ÚKEA á Dalvík:
Breytingar á stjóm skrif-
stofu og bflaverkstæðis
Eins og fram kom í Degi fyrir
Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar og nágrennis:
Kostnaður vegna greiðslukortaviðskipta baráttumál
Aðalfundur Kaupmannafélags
Akureyrar og nágrennis var
haldinn sl. laugardag. A fund-
inum var Ragnar Sverrisson
endurkjörinn formaður og
sömuleiðis stjórn hans, en
hana skipa þeir Jón Ellert Lár-
usson, Þorsteinn Thorlacíus,
Hrafn Hrafnsson og Birkir
Skarphéðinsson.
Að sögn Ragnars Sverrissonar
formanns, mættu á fundinn full-
trúar frá Vátryggingafélagi
Islands og Kaupmannasamtökum
Islands og kynntu samning sem
gerður hefur verið milli þessara
aðila á ákveðinni pakkatrygg-
ingu. Fyrir utan venjuleg aðal-
fundarstörf var sömuleiðis rætt
unt mikilvægi þess að lagafrum-
vörp um breytingar á lögum um
greiðslukortaviðskipti verði
afgreidd sem fyrst, en þau gera
m.a. ráð fyrir að ná kostnaði
vegna þessara viðskipta niður
þannig að viðskiptavinurinn taki
meiri þátt í honum.
Um 70 aðilar eru félagsmenn í
Kaupmannafélagi Akureyrar og
nágrennis og eru það kaupmenn
af öllu Eyjafjarðarsvæðinu. VG
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Jafnréttisnefnd leggur til
að höfðu samráði við STAK,
að Guðríður Adda Ragnars-
dóttir sálfræðingur verði ráðin
í stöðu jafnréttis- og fræðslu-
fulltrúa. Bæjarráð hefur sam-
þykkt tillögu nefndarinnar.
■ Bæjarráð hefur falið bæjar-
stjóra aö ganga til santninga
við ábúendur jarðarinnar Ytra-
Krossaness um kaup Akureyr-
arbæjar á eignarhluta þeirra í
jörðinni.
■ Bæjarráði hefur boxist .
erindi frá verkefninu; Brjótum
múrana, þar sem boðað er til
íslenskrar lokaráöstefnu verk-
efnisins dagana 20. og 21.
apríl n.k. og er bæjarfulltrúum
boðið að sækja ráöstefnuna
sem fram fer í Álþýðuhúsinu á
Akureyri.
■ Stjórn vcitustofnana hefur
borist erindi, þar sem farið er
fram á að Útgerðarfélag Ak-
ureyringa fári keypta umfram-
orku frá R.A. til upphitunar á
húsnæði og neysluvatni unt
nætur og helgidaga. Formanni
stjórnarinnar var falið að taka
upp viðræður við ÚA um þessi
mál.
■ Stjórn veitustofnana hefur
einnig borist erindi frá Raf-
tákni h.f. fyrir hönd Mjólkur-
samlags KEA, um möguleika
á að fá keypta raforku á
afgangsorkutaxta til gufufram-
leiðslu. Rafveitustjóra var fal-
ið að vinna að þessu máli.
■ Menningarmálanefnd hef-
ur samþykkt í framhaldi af til-
lögu Valgarös Stefánssonar
um starfslaun bæjarlista-
manns, að auglýsa eftir
umsóknum um starfslaun í 6
mánuði, frá 1. júlí að telja.
Um þessi staríslaun geta að-
eins sótt listamenn búsettir og
starfandi á Akureyri.
■ Menningurináluncfnd hcf-
ur borist bréf frá Kristni G.
Jóhannssyni listmálara, þar
sem hann tilkynnir gjöf á mál-
verki sínu af Einari Kristjáns-
syni rithöfundi frá Hermund-
arfelli, nteð ósk um að lista-
verkið verði varðveitt á Amts-
bókasafni.
■ Skólanefnd hcfur verið
kynnt bréf frá kennurum við
Barnaskóla Akureyrar til
bæjarstjórnar, þar sem þeir
lýsa óánægju sinni með hversu
litlum fjármunum er áætlað að
verja til viðhalds og cndurnýj-
unar í skólanum árið 1990.
■ Skólanefnd hefur borist
erindi frá unglingaráði hesta-
mannafélagsins Léttis, varð-
andi kennslu í hestamennsku
sem valgrein í 9. bekk grunn-
skólans. Nefndin samþykkir
að bcina því til þeirra skóla
sem cru rneð unglingadeildir
aö þcir kanni, í samráði við
ungiingaráð Léttis, möguleika
á að bjóða upp á slíktt valgrein
í 9. bekk.
■ Umhverfísnefnd hefur að
uppfylltum vissum skilyrðum
sem landbúnaðarráöuneytið
setur, lagt blessun sína yfir
umsókn Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar um að koma á laxveiði í
Leirutjörn.