Dagur - 03.04.1990, Síða 5
Þriðjudagur 3. apríl 1990 - DAGUR - 5
Þjóðleg byggðastefiia
Dagleg vandræði í atvinnumál-
um, sem oftast eru fylgifiskar
tvígengisstefnu íslenskra efna-
hagshátta og einkenna stjórn-
málameðferðina. Petta daglega
strit stjórnmálamanna hefur
blindað margan og lokað yfirsýn
bestu manna. Við verðum að
hverfa frá þessum starfsháttum.
íslenskt efnahagskerfi er að
komast út úr skeiði mistaka. Nú
eru uppi veigamiklar aðgerðir til
að byggja upp atvinnulíf lands-
byggðarinnar á vegum Atvinnu-
tryggingarsjóðs útflutningsgreina
og hlutafjársjóðs. í raun og veru
brann upp allt eigið fé hinna
mörgu landsbyggðarfyrirtækja,
sem sett voru á stofn til að
tryggja atvinnu á landsbyggðinni
vegna efnahagslegra mistaka.
Reynslan hefur sýnt oftar en
einu sinni að fjármagnsleg upp-
bygging þorra atvinnufyrirtækja í
sjávarútvegi út á landi á sér
félagslegar rætur í því umhverfi,
þar sem stofnað er til þeirra.
Ekki eru líkur til þess að þeir sem
fjárfesta eingöngu vegna hagnað-
arvonarinnar telji það fýsilegan
-i
kost að leggja fé sitt í atvinnu-
rekstur, sem auk vonarinnar má
ná endum saman, hefur öðrum
þræði það meginmarkmið að
halda uppi atvinnu.
Byggðarlegar aðgerðir í at-
vinnumálum liggja í því að gera
byggðarlögum kleift að eignast
atvinnutæki, sem þeim markmið-
um, að auka byggðafestu, nýta
landkosti og tryggja atvinnuör-
yggí-
Hin nýja raunhæfa byggða-
stefna verður að byggjast á því að
treysta undirstöðu þeirra fyrir-
tækja, sem gegna áðurnefndu
hlutverki. í þessum efnum verður
að gæta þess að ábyrgð á upp-
byggingu og rekstri verði í hönd-
um heimamanna og að ekki sé
verið að stofna til samkeppnisfyr-
irtækja innbyrðis í byggðarlög-
um, þar sem ekki eru samkeppn-
isskilyrði fyrir hendi.
Hlutverk byggðaaðgerða er að
útvega slíkum fyrirtækjum fram-
lagalán, sem gegnir hlutverki eig-
in fjár á meðan fyrirtækin eru að
ná eðlilegu jafnvægi um arðsemi.
Þetta fjármagn verði vaxtalaust á
l-----------------
venjulegum afborgunartíma stofn-
lána, en breytist eftir það í lengri
lán.
Sé ekki gripið til þess konar
byggðaaðgera og einhliða arð-
semissjónarmið látin ráða mun
atvinnurekstur færast saman í
landinu í fáa stóra bæi. Þessi
þróun getur haft kosti svo fram-
arlega sem ekki falli landkostir í
órækt, og að byggðaeyður mynd-
ist í landinu, sem á síðari áratug-
um myndu skapa skilyrði fyrir
óhamið aðstreymi útlendinga.
Með endurmótun pólitískra
viðhorfa verður ekki hjá því
komist þrátt fyrir meginsjónar-
mið að þjóðin verði að aðhæfa sig
í nýrri heimsmynd að gæta verð-
ur sérsjónarmiða lands og
þjóðar, í grimmum heimi tillits-
leysis ella verður þetta litla þjóð-
félag gleypt og hlutverk þess
verður að vera útkjálki stórrar
heildar.
í þessum efnum á þjóðleg
byggðastefna hlutverki að gegna.
Áskell Einarsson,
frainkvæmdastjóri Fjórðungs-
sambands Norðlendinga.
verðkönnun
Hvað kostar drykkurirai?
- Mikill verðmunur á drykkjarföngum vínveitingahúsa
Þeir sem hyggjast leggja leið sína í veitingahús í þeim tilgangi að væta kverkarnar, gætu spar-
að sér drjúgan skilding með því að gera verðsamanburð áður en af stað er haldið.
í 2. tbl. Verðkönnunar Verðlagsstofnunar eru birtar niðurstöður verðkannana á nokkr-
um algengum tegundum af drykkjarföngum í veitingahúsum.
Þann 1. október sl. var álagning á áfengi í veitingahúsum gefin frjáls. Af því tilefni gerði
Verðlagsstofnun verðkönnun á allmörgum tegundum af áfengi, gosdrykkjum og kaffi í rúm-
lega 80 veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu, ísafirði, Akureyri og Égilsstöðum í lok sept-
ember sl. og aðra könnun nú í byrjun mars. Við birtum helstu niðurstöður hér að neðan, svo
og þann hluta könnunarinnar sem varðar veitingastaðina á Akureyri.
Dæmi um verðmun á áfengi
Lægsta Hæsta
verð verð Verðmunur
Rauðvínsglas, 25 cl. 220 833 279%
Tvöf. vodka í gosdr. 340 570 68%
Alexander kokteill 350 750 114%
Egilsgull, 33 cl.flaska 245 400 63%
Helstu niðurstöður
í könnuninni kom fram að mikill
verðmunur er á milli veitinga-
húsa. Verðmunur á sömu tegund
drykkjar er allt að 370%. Þannig
kostar t.d. 25 cl. glas af gosdrykk
57 kr. þar sem það er ódýrast en
hæsta verð er 268 kr. Flaska af
Tuborg bjór kostar minnst 250
kr. en mest 400 kr.
Meðalhækkun á léttum og
sterkum vínum í veitingahúsum
er á bilinu 5-8% umfram þær
hækkanir sem orðið hafa hjá
ÁTVR síðan álagning var gefin
frjáls. Meðalhækkun á bjór er
hins vegar um 10% umfram
hækkanir hjá ÁTVR. Kaffi hefur
að meðaltali hækkað um rúm
10%, en engin hækkun hefur
orðið á innkaupsverði þess á
tímabilinu. Meðalhækkun á glasi
af gosdrykk er um 5% en hún er
aðeins minni en verðhækkun frá
gosdrykkjaframleiðendum hefur
verið.
Vissir erfiðleikar eru fólgnir í
því að gera verðsamanburð á
veitingahúsum. Var sá kostur
valinn að kanna verðið á sem
flestum stöðum bæði matsölu-
stöðum ýmiss konar og skemmti-
stöðum. Þjónusta þeirra er mis-
góð svo og innréttingar og
umhverfi. Þessi atriöi geta haft
áhrif á verðið, en í könnuninni er
ekki lagt mat á slíkt, heldur er
eingöngu um að ræða kynningu
og verðsamanburð á verðlagi
veitingahúsanna.
VEITINGASTAÐIR Glas af" gosdrykk Verð Verðbr. mars sept-mars Kaffi með ábót Verð Verðbr. mars sept-mars Tvöf. vodka í gosdr. Verð Verðbr. mars sept-mars Hvítvíns-" glas Verð Verðbr. mars sept-mars Tuborg 33 cl flaska Verð Verðbr. mars sept-mars
Bleiki fíllinn 146 (0%) 100 (0%) 480 (9%) 474 (8%) 380 (19%)
Fiðlarinn 125 (0%) 120 (0%) 450 (7%) 667 (20%) 330 (10%)
Hótel KEA 125 (0%) 110! (0%) 440 (5%) 467 (12%) 320 (14%)
Hótel Norðurland, Hlóðir 156 (7%) 150 (25%) 340 (-23%) 472 (0%)
Hótel Stefanía 106 (8%) 90 (0%) 490 (11%) 475 (13%)
Sjallinn 155 (-13%) 120 (0%) 490 (9%) 534 (31%) 380 (21%)
Smiðjan 107 (20%) 120° (20%) 417 (20%)
Uppinn 148 (0%) 100 (0%) 470 (9%) 389 (27%) 300 (-)
Lægsta verð 57 60 340 239 250
Hæsta verð 268 160 570 802 400
Mismunur I % 370% 167% 68% 236% 60%
1) Vegna þess hve glasastærðir eru mismunandi á veitingastöðum, hafa glösin verið umreiknuð í 25 cl. 2) Konfekt fylgir með. (-) Samanburðarverð frá september lá ekki fyrir.
Menntamálaráðuneytið
Ferðastyrkur til rithöfundar
Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns samstarfs í
fjárlögum 1990 verði varið 90 þús. kr. til að styrkja rit-
höfund til dvalar á Norðurlöndum.
Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
1. mai n.k.
Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig
umsækjandi hyggst verja styrknum.
Menntamálaráðuneytið, 30. mars 1990.
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Háskólabókasafn auglýsir lausa stöðu bókavarðar.
Starfið felst í því að hafa umsjón með rekstri tölvukerfis
fyrir þjóðarbókhlöðusöfnin. Áskilið er að umsækjandi
hafi menntun í bókasafnsfræði, starfsreynslu í bóka-
söfnum og nokkra tölvuþekkingu.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfs-
feril, skulu hafa borist menntamálaráðuneyti fyrir 23.
apríl n.k.
Menntamálaráðuneytið, 29. mars 1990.
Orlofsferð
Verkalýðsfélagsins Einingar 1990
verður farin um Austurland dagana 19.-24. júlí
n.k. ef næg þátttaka fæst.
Gist verður í heimavist Menntaskólans á Egilsstöð-
um allan tímann og farið í skoðunarferðir um Hérað
og Austfirði.
Vegna takmarkaðs gistirýmis á staðnum, verður
hámarksfjöldi í þessa ferð 40 manns.
Verð kr. 16.500,- pr. mann. Innifalið í verði, rútuferð-
ir, gisting, morgun- og kvöldverðir.
Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofu félagsins á
Akureyri sem allra fyrst í síma 23503.
Ferðanefnd.
Vinningstölur laugardaginn
31. mars. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 2.816.008.-
2. <rM 4 143.975,-
3. 4af 5 173 5.742.-
4. 3af 5 5.392 429,-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
9.514.450.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002