Dagur - 03.04.1990, Síða 9
Þriðjudagur 3. apríl 1990 - DAGUR - 9
„Sá strax eftir fyrstu
ferðina að ég gæti unnið“
iar að
drepast"
r Valdimarsson
Haukur Eiríksson frá Akureyri var í íslensku sveitinni sem varð í 2. sæti í
boðgöngunni. Mynd: KL
34,04
34,10
34,43
35,02
35,05
Rögnvaldur Ingþórsson stóð í sænsku gönguköppunum.
Mynd: KL
Landskeppni í boðgöngu:
Öruggt hjá Svíum
Sænska sveitin sigraði örugg-
lega í boðgöngukeppninni sem
fram fór í Hlíðarfjalli um helg-
ina. AIIs mættu 7 sveitir til
leiks. Um var að ræða lands-
keppni íslands og Englands en
Svíar kepptu sem sveit frá sínu
félagi. Islenska sveitin náði
öðru sætinu en í keppni hérað-
anna sigraði a-sveit Akureyr-
ar.
1. Svíþjóð 1:34.02
2. ísland (Haukur Eiríksson,
Rögnvaldur Ingórsson
Sigurgeir Svavarsson) 1:36.11
3. England 1:41.33
4. Akureyri A (Árni Antonsson,
Sigurður Aðalsteinsson,
Kristián Ólafssonl 1:46.19
5.
6.
7.
Ólafsfjörður A
(Guðmundur Óskarsson,
Tryggvi Sigurðsson,
Kristján Hauksson) 1:47.57
Ólafsfjörður B
(Bjartmar Guðmundsson,
Bergur Björnsson,
Ásgrímur Porsteinsson) 1:51.35
Akureyri B (Siguröur Bjarklind,
Kári Jóhannesson,
Steingrímur Þorsteinss.) 1:56.32
Alls keppti 21 göngumaður í
þessari keppni og 5 bestu ein-
staklingarnir urðu þessir:
1. Roger Claeson Svþj.
2. Sigurgeir Svavarsson í
3. Per Svardfeld Svíþj.
4. Rögnvaldur Ingþórsson í
5. Evan McKenzie Engl.
29,41
30,36
31,32
32,02
32,26
Alþjóðlegt mót í skíðagöngu:
Rögnvaldur í 3. sæti
segir Guðrún H. Kristjánsdóttir
„Ég er mjög ánægð með mjtt
gengi á þessum mótum. Ég
hafði ekki gert mér miklar
vonir fyrirfram, vissi að þessar
sænsku og norsku stelpur yrðu
með og ætlaði mér að reyna að
hanga í þeim enda eru þær
með mun betri stigatölu en ég.
Ég sá hins vegar strax eftir
fyrstu ferðina að ég gæti vel
unnið þær og fór þá að gera
mér vonir,“ sagði Guðrún H.
Kristjánsdóttir frá Akureyri en
hún vann það glæsilega afrek
að sigra á þremur af fjórum
alþjóðlegum mótum sem liald-
in voru á hátíðinni.
Það var aðeins fyrsta mótið
sem Guðrún náði ekki að vinna
en þá hafnaði hún í 3. sæti eftir
að hafa átt besta tímann í fyrri
ferðinni. „í seinni ferðinni fór ég
að faðma port. Mér hlekktist á í
þriðja neðsta portinu, fékk það
undir hendina og snérist og tap-
aði þannig tíma. Það voru nokk-
ur vonbrigði þar sem ég var með
besta tímann eftir fyrri ferðina en
ég bætti það upp daginn eftir."
Guðrún sagðist ekki hafa æft
sérstaklega vel í vetur þar sem
vertíðin hefði verið leiðinleg.
„En ég æfði mjög mikið sl. tvo
vetur og það er kannski að skila
sér núna. Ég hef líka keppt 1ítið í
vetur, á þessu tíma hef ég yfirleitt
verið búin að keppa í 10 alþjóó-
legum rnótum en þessi eru þau
fyrstu sem ég tek þátt í núna.“
- Það hefur komið fram að þú
sért jafnvel að hugsa um að
hætta. Er eitthvað hæft í því?
„Ég er að byrja í skóla og það
er erfitt að vera í þessu á fullu
með náminu. En ef þetta heldur
áfram að ganga vel þá held ég
áfram - þá er varla hægt að slíta
sig frá þessu," sagði Guðrún H.
Kristjánsdóttir.
Ég æfði mjög vel síðasta sumar
og í haust en meiddist þá á ökkla
og var úr leik um tíma. Ég hvíldi
í mánuð og fór síðan erlendis og
æfði um jólin og það gekk mjög
vel. Ég hef hins vegar lítið rennt
mér frá miðjum janúar, aðallega
vegna veðurs.
Framundan hjá mér núna er
fyrst og fremst íslandsmótið en
síðan verð ég að sjá til hvernig
mér gengur að samræma námið
og skíðin. Ég er í læknisfræði og
það er dálítið strembið „hobbý“
með skíðunum,“ sagði Örnólfur
Valdimarsson.
Guðrún H. Kristjánsdóttir.
1. Kristján Ólafsson A
2. Guðmundur Óskarsson Ó
3. Gísli Valsson S
4. Tryggvi Sigurðsson Ó
5. Kristján Hauksson Ó
Mynd: KL
1. Roger Claesen Svíþj. 45,46
2. Lars Person Svíþj. 46,03
3. Rögnvaldur Ingþórsson í 46,32
4. Per Svardfeld Svíþj. 48,21
5. Haukur Eiríksson í 48,51
Einnig var keppt í 10 km
göngu 17-19 ára og mættu þar 14
keppendur til leiks. Þar var geysi-
leg keppni um 1. sætið milli
Rögnvaldur Ingþórsson frá
Akureyri blandaði sér í barátt-
una á alþjóðlegu göngumóti
sem fram fór í Hlíðarfjalli á
föstudaginn. Keppt var í 15 km
göngu og náði Rögnvaldur 3.
sætinu. Um hörkukeppni var
að ræða og munaði ekki nema
10 sek. á fyrsta og þriðja
manni eftir 5 km. Eftir 10 km
voru Rögnvaldur og Claesen
frá Svíþjóð jafnir en Svíinn
seig fram úr í lokin og sigraði.
Kristjáns Ólafssonar frá Akur-
eyri og Guðmundur Óskarssonar
frá Ólafsfirði og þegar upp var
staðið hafði Kristján sigrað með
litlum mun.
Mynd: KL
Þróttarar hóta
að mæta ekki
Þróttarar hafa ákveðið að
mæta ekki í úrslitaleikinn
Bikarkeppninni í blaki ef
staðið verður við þá ákvörö-
un að láta hann fara fram á
Akureyri. Fyrirhugað er að
leikurinn fari fram á laugar-
daginn. Þróttarar segja í
DV í gær að vinnubrögð
stjórnar BLÍ í þessu máli
séu forkastanlcg og ekki
samboðin íþróttinni.
Arngrímur Þorgrímsson
vísar á sama stað fullyrðingum
Þróttara til föðurhúsanna og
segir BLÍ hafa fullan rétt til að
gera þessa breytingu en stjórn-
in ákvað fyrir nokkru að l'æra
leikinn til Akureyrar. KA-
menn inunu greiða samband-
inu 130 þúsund krónur fyrir aö
fá leikinn norður enda telja
þeir sig örugga með nokkúrn
fjölda áhorfenda. Arngrímur
segir að blakáhugi á Akureyri
sé mikill og uppbyggingarstarf
fyrir norðan hafi verið gott og
því telji sambandið sig vera að
gera íþróttinni gott með því aö
færa leikinn norður. Úrslita-
leik eigi að leika fyrir fullu
húsi áhorfenda og það geti
einmitt gerst fyrir norðan.
Vcrður fróðlegt að fylgjast
með íramvindu þessara mála
en ákvörðunin liggur fyrir og
spurningin er hvort henni
verði breytt héðan af.