Dagur


Dagur - 03.04.1990, Qupperneq 10

Dagur - 03.04.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 3. apríl 1990 íþróttir Jimmy Case skoraði á Anfield - Naumur sigur Liverpool - Loks skoraði Alan Smith fyrir Arsenal Flestir spá Liverpool sigri í 1. deildinni ensku þrátt fyrir að Aston Viila haldi í við liðið og Englandsmeistarar Arsenal virðist vera að komast í sitt gamla form. Leikmenn Liver- pool hafa þá reynslu sem til þarf á lokasprettinum og leik- mannahópur þeirra er sterkari en hjá öðrum liðum í 1. deild- inni. Línur eru að skýrast í fall- baráttunni, fjögur lið eru í fall- hættu og aðeins einu þeirra mun takast að forðast fall í 2. deild. En þá eru það leikir laugardagsins. Ekki þarf að hafa of mörg orð um leik Liverpool gegn Sout- hampton sem sýndur var í sjón- varpinu. Segja má að Liverpool hafi lent í kröppum dansi gegn ágætu liði Southampton og leikurinn var hin best skemmtun. Gegn gangi leiksins náði Liver- pool forystu eftir 15 mín. leik er John Barnes skallaði glæsilega inn aukaspyrnu frá Ray Hough- ton. Southampton jafnaði fyrir hlé eftir aðra aukaspyrnu, tekna af Jimmy Case sem Kevin Moore Úrslit 1. deild Arsenal-Everton 1:0 Aston Villa-Manchester City 1:2 Charlton-Q.P.R. 1:0 Chelsea-Derby 1:1 Liverpool-Southampton 3:2 Manchester Utd.-Coventry 3:0 Millwall-Crystal Palace 1:2 Norwich-Luton 2:0 Nottinghanr For.-Wimbledon 0:1 ShefTield Wed.-Tottenham 2:4 2. deild Barnsley-Oxford 1:0 Bradford-Sunderland 0:1 Hull City-W.B.A. 0:2 Middlesbrough-Oldham 1:0 Newcastle-Brighton 2:0 Plymouth-Ipswich 1:0 Portsmouth-Bournemouth 2:1 Stoke City-ShefTield Utd. 0:1 Swindon-Leicester 1:1 Watford-Blackburn 3:1 West Ham-Port Vale 2:2 Wolves-Leeds Utd. 1:0 3. deild Brentford-Shrewsbury 1:1 Bristol City-Mansfield 1:1 Bury-Fulham 0:0 Cardiff City-Blackpool 2:2 Chestcr-Bolton 2:0 Huddersfield-Birmingham 1:2 Northampton-Bristol Rovers 1:2 Preston-Notts County 2:4 Reading-Leyton Orient 1:1 Rotherham-Crewe 1:3 Tranmere-Swansea 3:0 Walsall-Wigan 1:2 4. deild Burnley-Doncaster 0:1 Cambridge-Wrexham 1:1 Carlisle-Scarborough 3:1 Chesterfield-Gillingham 2:0 Colchester-Scunthorpe 1:0 Grimsby-Líncoln 1:0 Hereford-Exeter 2:1 Maidstone-Southend 3:0 Rochdale-Ilalifax 0:2 Stockport-Peterborough 0:0 Torquay-Aldershot 1:2 York City-Hartlepool 1:1 Úrslit í vikunni 2. deild Oldham-Sheffield Utd. 0:2 skallaði fyrir markið og Paul Rideout skoraði glæsilega með skalla. Snemma í síðari hálfleikn- um náði gamli Liverpool leik- maðurinn Case forystunni fyrir Southampton með þrumuskoti eftir að Rod Wallace hafði leikið vörn Liverpool grátt og rennt út á Case. Kevin Moore miðvörður Southampton gerði síðan sjálfs- mark og sigurmark Liverpool skoraði Ian Rush undir lokin og tryggði Iiði sínu þrjú dýrmæt stig í baráttunni um meistaratitilinn. Alan Smith miðherji Arsenal hafði ekki skoraði mark í þrjá mánuði fyrir leikinn gegn Ever- ton á laugardag. En honum tókst að skora eina mark leiksins og liðið heldur enn í veika von um að halda titlinum. Markið kom eftir 20 mírf. leik og var sérlega fallegt, Perry Groves lék á nokkra varnarmenn Everton og renndi síðan boltanum út til Smith sem sá að Neville Southall í marki Everton var of framar- lega, hann vippaði boltanum lag- lega yfir hann og boltinn fór úr þverslánni í bakið á Southall og í markið. Arsenal var betra liðið í leiknum og leikmenn Everton fengu ekki færi fyrr en síðustu 2-3 mín. leiksins er leikmenn Arsen- al voru farnir að fagna sigri. Leikur Chelsea gegn Derby var skemmtilegur og heimamenn höfðu nokkra yfirburði í fyrri hálfleik án þess að skapa sér nógu góðu færi. Lið Derby náði þó smám saman betri tökum á leiknum og var raunar nær því að skora í markalausum fyrri hálf- leik, en Dean Saunders og Ger- aint Williams brenndu af góðum færum. Chelsea náði síðan for- ysttl á 58. mín., Kerry Dixon lagði upp mark fyrir Kevin Wil- son og það virtist ætla að verða sigurmarkið í leiknum þar til 8 mín. fyrir leikslok að Mich Har- ford jafnaði fyrir Derby eftir að Saunders hafði skallað til hans boltann. Sanngjörn úrslit. í frábærum leik Sheffield Wed. gegn Tottenham voru skoruð sex Platt bestur David Platt var um helgina kjörinn besti knattspyrnumað- ur ensku 1. deildarinnar af leikmönnum deildarinnar. Platt leikur sem kunnugt er með Aston ViIIa og hefur verið einstaklega iðinn við kolann hvað markaskorun varðar. John Barnes, Liverpool, varð annar í kjörinu og Des Walker, Nottingham Forest, þriðji. Efnilegasti leikmaður deildar- innar var kjörinn Matthew Le Tissier, Southampton. David Platt. Mark Ward jafnaði fyrir Man. City í hinum óvænta útisigri liðsins gegn Aston Villa. mörk og leikmönnum Tottenham þóknaðist að leika vel að þessu sinni. Paul Allen skoraði fyrst fyrir Tottenham eftir undirbún- ing Gary Lineker, en þeir David Hirst og Dalian Aktinson náðu síðan forystu fyrir Sheffield Wed. Á 60. mín. sendi Terry Venables stjóri Tottenham báða varamenn sína inná áður en aukaspyrna sem liðið hafði fengið var tekin. Pat Van den Hauwe tók spyrn- una, Paul Stewart sem kom inná fyrir Paul Walsh skallaði til Line- ker sem kastaði sér fram og skall- aði í markið. Tveim mín. síðar náði Lineker forystu fyrir Totten- ham með laglegu marki og Stew- art skoraði fjórða markið fyrir liðið með skalla. Lineker sem skoraði sigurmark Englendinga gegn Brasilíu á miðvikudaginn átti stórleik hjá Tottenham og Paul Gascoigne átti einnig góðan leik. Lið Man. Utd. er nú komið á skrið og Coventry varð engin hindrun fyrir liðið sem nú er að endurheimta menn úr meiðslum. Neil Webb átti góðan leik og var óheppinn að skora ekki í leikn- um, en þrumuskot hans hafnaði í þverslá. Mark Hughes skoraði tvívegis fyrir Utd. á 26. og 35. mín. með tveim fallegum skot- um. Liðið bætti síðan þriðja marki sínu við 3 mín. fyrir leiks- lok er Mark Robins sem kom inná sem varamaður skoraði eftir hornspyrnu frá Webb. Steve Livingstone misnotaði dauðafæri fyrir Coventry, David Speedie skallaði í slá og Jim Leighton í marki Utd. varði glæsilega frá Cyrille Regis, en sigur Utd. öruggur og fyrirliði liðsins Bryan Robson lék með varaliði liðsins í vikunni eftir langvarandi meiðsli. Útlitið hjá liðinu er því að batna. Nottingham For. vinnur ekki Á sunnudag léku Aston Villa og Manchester City á Villa Park í mjög mikilvægum leik fyrir bæði lið. Villa þurfti á sigri að halda til að ná efsta sæti deildarinnar, en City þarfnaðist stiganna til að kom- ast upp úr fallsæti á botni 1. deildar. Pau óvæntu úrslit urðu í leikn- um að Man. City sigraði 2:1 og þó úrslitin væru óvænt þá voru þau sanngjörn. Liverpool heldur því efsta sætinu, með hagstæðara markahlutfall en Villa og á auk þess inni tvo leiki, helgin varð því Liverpool mjög hagstæð. Gordon Cowans náði forystu fyrir Villa gegn gangi leiksins, en liöinu tókst þó eki að færa sér það í nyt. Leikmenn liðsins virtust tauga- óstyrkir og hræddir við að gera leik þessa dagana og nú tapaði liðið á heimavelli gegn Wimble- don. Steve Hodge er meiddur og án hans virðist Nigel Clough ekk- ert geta. Dennis Wise skoraði sigurmark Wimbledon með þrumuskoti eftir 15 mín. leik. Franz Carr lék að nýju með For- est eftir að hafa neitað að ganga til liðs við Sheffield Wed. þar sem hann var í láni. Norwich jók á fallhættu Luton með 2:0 sigri á heimavelli þar sem heimaliðið hafði undirtökin gegn léttleikandi liði Luton. Eina mark fyrri hálfleiks var víta- spyrna Ándy Townsend, en í síð- ari hálfleik gerði Mark Bowen síðara mark Norwich eftir undir- búning Robert Rosario. Charlton kom á óvart með sigri gegn Q.P.R., en það var sjálfs- mark í lokin sem færði Charlton sigurinn. Paul Mortimer sendi þá fasta sendingu fyrir mark Q.P.R. og af Danny Maddix leikmanni Q.P.R. fór boltinn í netið. Charl- ton átti þó sigurinn skilinn, liðið lék oft vel og David Seaman í marki Q.P.R. hafði nóg að gera. Leikmönnum Charlton tókst að halda þeim Ray Wilkins og Roy Wegerle í skefjum og þar með var broddurinn úr liði Q.P.R. Millwall virðist dæmt til að falla í 2. deild eftir ósigur á heimavelli gegn Crystal Palace. Mark Bright skoraði fyrir Palace í fyrri hálfleik og Andy Gray í þeim síðari. Eina mark Millwall kom í síðari hálfleik og var þar að verki Malcolm Allen, en fátt virðist nú til bjargar fyrir liðið. 2. deild • Leeds Utd. hafði yfirburði í leiknum gegn Wolves að undan- skildum 20 fyrstu mínútunum. Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst liðinu ekki að skora og sóknar- leikurinn varð örvæntingarfullur þegar leið á leikinn, háar send- ingar á Lee Chapman sem ekki báru ávöxt. Pað var ekki fyrr en varamennirnir John Hendrie og Chris Kamara komu inná að fjöl- breytni jókst í sóknarleiknum, en Mark Kendall í marki Wolves átti stórleik. Tvívegis varði hann ótrúlega, fyrst þrumuskot Vinnie Jones af löngu færi og síðan skalla frá Chapman af stuttu færi sem virtist á leið í netið. Wolves lék vel í byrjun og Andy Mutch og Shane Westley fengu tækifæri, en eina mark leiksins kom á 21. mín. eftir mistök í vörn Leeds Utd. Mutch slapp í gegnum vörn- mistök. Eftir að Ian Ormondroyd hafði misst boltann á miðjunni tókst Mark Ward að jafna leikinn fyrir City með skoti sem breytti stefnu af varnarmanni á leið sinni framhjá Nigel Spink í marki Villa. í síðari hálfleiknum áttu leikmenn Man. City tvívegis skot í stöng. Fyrst var það skalli frá Clive Allen sem hafnaði í stöng- inni og þaðan í fang Spink mark- varðar, en eftir síðara stangar- skotið 10 mín. fyrir leikslok hafn- aði boltinn við fætur gömlu kempunnar Peter Reid sem þakkaði gott boð og afgreiddi tuðruna í netið. Þetta var fyrsti sigur Man. City á útivelli á keppnistímabilinu og getur reynst afdrifaríkur bæði hvað varðar toppinn og fallbaráttuna þegar upp verður staðið í vor. Þ.L.A. Óvænt á Villa Park ina, lék á Mervyn Day markvörð og skoraði auðveldlega fyrir Wolves. Flest bendir þó til þess að Leeds Utd. vinni sæti í 1. deild þrátt fyrir tapið, en sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Wolves í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni. • Sheffield Utd. virðist einnig á leið í 1. deild, liðið sigraði Stoke City á útivelli með marki Brian Deane undir lok leiksins. • Swindon náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Leicester, liðið er þó í þriðja sæti, en hefur slak- að á að undanförnu. • Bernie Slaven skoraði sigur- mark Middlesbrough gegn Oldham. • Sunderland vann ágætan sigur á útivelli gegn Bradford og held- ur enn í vonina um sæti í úrslita- keppninni. • Newcastle er í fjórða sæti eftir heimasigur gegn Brighton. • Blackburn tapaði á útivelli gegn Watford 3:1, en ætti að spila í aukakeppninni eins og undan- farin ár. • í 3. deild er Bristol City efst með 73 stig, en Tranmere og Bristol Rovers liafa 69 stig. • Á botninum eru Northampton með 36 stig og Walsall með 29 stig. • í 4. deild hefur Exeter 66 stig í efsta sæti, Grimsby hefur 65 stig í öðru sæti. • Á botninum eru Wrexham með 38 stig og Colchester með 37 stig. Þ.L.A. 1. deild Liverpool 30 17- 8- 5 56:27 59 Aston Villa 32 18- 5- 9 48:31 59 Arsenal 31 16- 5-10 46:30 53 Tottenham 32 14- 6-12 48:41 48 Everton 31 14- 6-11 44:37 48 Chelsea 32 12-12- 8 47:42 48 Nott. Forest 31 12- 8-11 41:35 44 Norwich 32 11-11-10 34:35 44 Coventry 32 13- 5-14 34:47 44 Wimbledon 30 10-13- 7 39:33 43 Q.P.R. 30 11-10- 9 35:29 43 Southampton 31 11-10-10 60:55 43 Derby 31 11- 7-14 37:32 40 Sheft. Wed. 33 10-10-13 32:43 40 Crystal Palace 3111- 7-1336:5640 Man. Utd. 32 10- 8-14 40:40 38 Man.City 31 8-10-13 35:46 34 Luton 32 7-12-13 35:49 33 Charlton 32 7- 9-16 27:43 30 Millwall 32 5-10-17 37:49 25 2. deild Leeds Utd. 38 21-10- 7 65:41 73 Sheff. Utd. 37 19-12- 6 57:40 69 Swindon 38 17-11-10 69:51 62 Newcastle 37 16-12- 9 66:46 60 Blackburn 38 15-14- 8 66:51 59 Wolves 38 16-11-11 58-53 59 Sunderland 37 15-13- 9 57:55 58 Oldham 36 15-12- 9 54:42 57 Ipswich 37 15-11-11 50:49 56 West Ham 37 14-11-12 57:47 53 Port Vale 38 13-14-11 51:46 53 Watf'ord 38 13-11-14 48:44 50 Oxford 38 14- 8-16 53:52 50 Leicester 37 12-12-13 52:58 48 W.B.A. 38 11-13-14 59:55 46 Bournemouth 3811-11-16 49:60 44 Brighton 37 12- 7-18 47:54 43 Portsinouth 37 9-13-15 47:57 43 Middlesbr. 37 11- 9-17 42:53 41 Barnsley 36 10-10-16 37:60 40 Plymouth 36 10- 9-17 48:50 39 Hull 37 8-15-14 42:53 39 Bradford 39 8-12-19 41:57 36 Stoke 38 5-16-17 27:49 31

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.