Dagur


Dagur - 03.04.1990, Qupperneq 11

Dagur - 03.04.1990, Qupperneq 11
Þriðjudagur 3. apríl 1990 - DAGUR - 11 Á Siglufirði blómstrar félagsstarf aldraðra Frá Siglufirði. Félag eldri borgara, Siglufiröi, hélt aðalfund sinn þ. 18. 2. sl. Soffía Jónsdóttir, fráfarandi for- maður baðst undan endurkjöri og var Anna J. Magnúsdóttir kosin formaður. Aðrir í stjórn- inni gáfu kost á sér áfram og voru þau sjálfkjörin, Lóa Jónsdóttir, Vilhelm Friðriksson, Einar M. Albertsson og Guðbrandur Sig- urbjörnsson. Stjórnin skipti með sér verkum þannig að Lóa er varaformaður, Einar ritari, Guðbrandur gjaldkeri og Vil- helm meðstjórnandi. Varastjórn- ina skipa þau Björn Þórðarson, Anna L. Hertervig, Jóhann Þor- valdsson og Jónas Björnsson. Á liðnu starfsári voru haldnir 10 félagsfundir og 10 stjórnar- fundir. 1 félagið gengu samtals 28 manns. 5 félagar létust á árinu. Félagið hefur frá upphafi starfs síns haft starfsaðstöðu í Safnað- arheimilinu. Nú hefur Dvalar- heimili aldraðra tekið til starfa, og hefur stjórn þess boðið Félagi eldri borgara aðstöðu fyrir félags- starfið í húsakynnum heimilisins, og félögum þess ásamt öllum eldri borgurum bæjarins þátttöku í öllu starfi, sem boðið er til á vegum dvalarheimilisins og fé- lagsmálaráðs. Er þar um að ræða ýmiss konar tómstundastarf, föndur með leiðsögn umsjónar- manns, spil og samræður að eigin vild og frumkvæði flesta daga vikunnar eftir hádegi. Þátttaka í fundastarfi Félags eldri borgara hefur verið vaxandi jafnt og þétt síðustu mánuðina, en met var slegið á síðasta fundi þegar hátt í 70 manns komu á fund, en félagar nú eru rúmlega 100. Vegna þessarar miklu þátt- töku eru nú hugmyndir í mótun um breytt skipulag í félagsstarf- inu og verða þær væntanlega kynntar á næstu fundum. Félagsmálaráð hefur undanfar- in ár staðið fyrir opnu húsi, þang- að sem allt eldra fólk er velkom- ið, til að hittast, spila og spjalla og njóta veitinga ásamt skemmti- atriðum. Nú hefur félagsmálaráð í samráði við stjórn Dvalarheim- ilisins bryddað upp á nýjung, sem strax hlaut góða þátttöku og vinsæld, en það er dansæfing, sem Regína Guðlaugsdóttir stjórnaði, og eru áform um að halda dansæfingar reglulega. Sturlaugur Kristjánsson spilaði fyrir dansinum á þessari fyrstu æfingu og verður líklega mættur með nikkuna þegar næst verður ræst. Félag eldri borgara gerðist stofnaöili að Landssambandi aldraðra á síðasta ári. Lands- sambandið vinnur nú aö ýmsum réttindamálum aldraðra er varða ellilífeyri og lífeyrissjóðamál, og að ýmsum félagslegum réttindum öðrum. Til styrktar félagsstarfi aldr- aðra koma fleiri við sögu. Verkalýðsfélagið Vaka hefur boðið að námskeið verði haldið í byrjun maímán. nk. um málefni aídraðra. En Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefur veg og vanda af námskeiðinu og hefur verið með slík námskeið víða um land, og eru þau mjög eftirsótt og vinsæl. Á námskeiðinu er fjallað um vandamál, sem oft skapast hjá fólki þegar efri árin nálgast, t.d. þegar fólk hættir að vinna, tekju- lækkun verður og lífsmynstrið breytist. Námskeiðið verður rækilega auglýst með góðum fyrirvara, en fyrstu dagar í maí eru fyrirhugaðir. Öllu eldra fólki á Siglufirði, sem cnn hefur ekki kynnt sér hið fjölbreytta félagsstarf í Dvalar- heimili aldraðra er bent á að hafa samband við einhvern úr stjórn Fél. eldri borgara, félagsmála- stjóra eða forstjóra Sjúkrahúss Siglufjarðar, og fá upplýsingar. Einar M. Albertsson. Aðalfundur Glerárdeildar KEA verður haldinn í Glerárkirkju föstudaginn 6. apríl kl. 20.30. Rætt verður um sameiningu deildanna. Mætið vel. Stjórnin. Búsáhalda- markaðurinn Óseyri 4 Mikið úrval af búsáhöldum, leirtaui, gler- og gjafavörum. Handklæði og sokkar á alla fjölskylduna. Ath. Leirtau til fermingarinnar á einstöku verði. ^ ....... - ■ Lokahóf Vetraríþróttahátíðar: Fjórir sæmdir Gullmerki ÍSÍ í lokahóFi Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem fram fór í Sjallanum á Akureyri á sunnudagskvöldið voru fjórir Akureyringar sæmdir Gullmerki ÍSÍ. Gull- merkið er æðsta viðurkenning íþróttahreyfingarinnar og er veitt þeim sem unnið hafa frá- bær störf í þágu íþrótta. Þeir sem hlutu Gullmerkið voru Ingólfur Ármannsson, fyrir störf í þágu skautaíþróttarinnar, Óðinn Árnason, fyrir störf í þágu frjálsra íþrótta og skíðaíþrótta, Guðmundur Pétursson, fyrir störf í þágu skautaíþróttarinnar og Pröstur Guðjónsson, fyrir störf í þágu ýmissa íþrótta, eink- um skíðaíþróttarinnar, en hann hefur m.a. verið formaður Skíða- ráðs Akureyrar sl. 10 ár. Pess má geta að Pröstur var nýlega sæmd- ur Gullmerki íþróttasambands fatlaðra. Það var Sveinn Björnsson, for- seti ÍSÍ, sem veitti fjórmenning- unum viðurkenninguna. JHB Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Utankjörfundaratkvæöagreiösla vegna sveitarstjórn- arkosninga, sem fram eiga aö fara 26. maí nk., getur hafist 31. mars. Atkvæðagreiðsla þessi hefst þannig áöur en framboðsfrestur rennur út, framboö úrskurö- uö gild og merkt listabókstöfum. Athygli kjósanda, sem hyggst neyta atkvæðisréttar síns fyrir þennan tíma, er hér meö vakin á þessu atriði. Samkvæmt kosningalögum fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar þannig fram, aö kjósandi stimplar eöa ritar á kjörseöil bókstaf þess lista, þegar um listakosningu er aö ræöa, sem hann vill kjósa og má hann jafnframt geta þess hvernig hann vill hafa röö- ina á listanum. í þessu sambandi skal tekiö fram aö stjórnmála- samtök, sem buöu fram viö síðustu alþingiskosning- ar, eiga sér fastan listabókstaf. Listabókstafir annarra samtaka, sem bjóöa fram viö sveitarstjórn- arkosningarnar, veröa hins vegar ákveönir af yfir- kjörstjórn aö framboðsfresti liönum, aö jafnaði eftir samkomulagi viö umboösmenn framboöslista. Ennfremur skal tekiö fram, aö samkvæmt kosninga- lögum skal ekki meta atkvæöi ógilt, þó gallað sé, ef greinilegt er, hvernig þaö á aö falla. Þannig skal t.d. taka gilt atkvæöi sem greitt er utan kjörfundar þó aö oröiö listi fylgi listabókstaf aö óþörfu á utankjörfund- arseöli eöa í stað listabókstafs standi heiti stjórnmálasamtaka. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá hreppstjórum, sýslumönnum og bæjarfógetum, í Reykjavík borgarfógeta, svo og hjá sendiráðum og kjörræöismönnum. Félagsmálaráðuneytið, 30. mars 1990.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.