Dagur - 03.04.1990, Page 15
Þriðjudagur 3. apríl 1990 - DAGUR - 15
myndasögur dags
(L
ARLANP
Allt i lagi til- Er þetta ekki
raunafélagi... róman-
Fyrsta verkefn- tískt?... 1
iö okkar er að ÍTilrauna-
, kryfja frosk.y félagar!
~ ' <1
4
ANDRÉS ÖND
HERSIR
BJARGVÆTTIRNIR
... ég skal ná þessum hvitu górillum
fyrir þig! En ég þarf tryggingar... Allan'
kostnaö auk venjulegu greiðslunnar,
finn þær eöa ekki! T
Cárr! Þetta er'
# Ekkert apríl-
gabb í Degi
Ekki áttum við á Degi þess
kost að spila svolítið með
lesendur blaðsins þann 1.
apríl s.l. Við vorum svo
oheppin að daginn bar uppá
sunnudag og Dagur kemur
ekki út á sunnudögum eins
og flestum er kunnugt. Það
hefur löngum verið venja
hjá fjölmíðlum að láta lands-
menn hlaupa 1. apríl. Ríkis-
útvarpið og Sjónvarpið voru
með sömu aprílfréttina og
varð það örugglega til þess
að gera hana trúverðugri.
Var sagt frá skemmdum á
Bessastaðastofu í jarð-
skálftunum um daginn og
þeirri hugmynd að hætta við
endurbætur á stofunni en
byggja þess í stað nýja gler-
höll undir forseta vorn.
Þá skilst umsjónarmanni
S&S að Stöð 2 hafi sagt frá
bílakaupum ráðherra og
ákvörðun þeirra að skipta á
ameriskum eðalvögnum yfir
í tékkneska Skoda Favorit.
Sú frétt hefði mátt vera
sönn.
# Enn er rifist
um Þjóðleik-
húsið
Þeir eru enn að rífast út af
Þjóðleikhúsinu fyrir sunn-
an. Nú hefur verið lögð fram
þingsályktunartillaga þess
efnis að hætt verði við að
breyta svölum og sal húss-
ins. Þess í stað fari fram
nauðsynlegt viðhald og við-
gerðir á húsinu og aðgengi
fyrir fatlaða verði bætt. Þ^
verði kappkostað að þessar
aðgerðir hafi sem minnsta
röskun í för með sér á starf-
semi hússins.
Það virðist ætla að verða
erfitt fyrir menningarpostul-
ana fyrir sunnan að komast
að samkomulagi um fram-
kvæmdir við húsið. Umsjón-
armaður S og S leggur til að
Þjóöleikhúsið verði rifið og
lóðin notuð undir bílastæði
fyrir Ijósmyndastofuna
gegnt húsinu. Þá þyrfti ekki
að rífast meira um hvaða
lagfæringar ætti að gera á
húsinu og allir yrðu ánægð-
ir. - Og um leið myndu bíla-
stæðamál í miðborginni
batna til muna.
# Erfiður vetur
senn að baki
Veturinn hér á Akureyri hef-
ur verið ótrúlega leiðinleg-
ur, enda veðrið verið með
allra leiðinlegasta móti.
Flugsamgöngur hafa geng-
ið mjög brösuglega framan
af vetri og þá sérstaklega
um helgar. Ferðamenn hafa
átt erfitt með að komast til
bæjarins og þeir sem hafa
komist, hafa þá átt erfitt
með að komast aftur til sinna
heimkynna. En framundan
er sumarið og vonandi fáum
við Norðlendingar gott sum-
ar og marga ferðamenn í
heimsókn, jafnt innlenda
sem erlenda.
dagskrá fjölmiðla
Sjónvarpið
Þriöjudagur 3. apríl
17.50 Súsí litla (4).
(Susi.)
18.05 Æskuástir (6).
(Forelska.)
18.20 íþróttaspegill (7).
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Yngismær (83).
19.20 Bardi Hamar.
19.50 Bleiki pardusinn.
20.00 Fréttir og veöur.
20.35 Tónstofan.
Magnús Einarsson spjallar vid Braga
Hlíðberg harmónikuleikara sem leikur
nokkur lög á nikkuna.
21.00 Lýðræöi i ýmsum löndum.
(Struggle for Democracy.)
Fyrsti þáttur.
Ný kanadísk þáttaröð í 10 þáttum.
Umsjónarmaður þáttanna, Patrick
Watson, leitar svara við spurningum eins
og: Hvar hófst lýðræðið, hvernig gengur
það fyrir sig, veikleikar þess og framtíðar-
horfur?
21.55 Nýjasta tækni og visindi.
Sýnd verður m.a. mynd um jarðfræðikort
af íslandi.
22.05 Mannaveiðar.
(The Contract.)
Fyrsti þáttur.
Bresk njósna- og spennumynd í þremur
þáttum, byggð á sögu Geralds Seymours.
Aðalhlutverk: Kevin McNally, Bernard
Hepton og Hans Caninenberg.
Kaldastríðsátök þar sem meginmarkmið-
ið er að ná austur-þýskum visindamanni
lifandi vestur yfir járntjald.
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Umræöuþáttur - Streita.
Fjórði apríl verður sérstakur heilbrigðis-
dagur undir kjörorðinu streitulaus dagur.
Umræðum stjórnar Ragnheiður Davíðs-
dóttir.
23.50 Dagskrárlok.
Stöð 2
Þriðjudagur 3. apríl
15.30 Of margir þjófar.
(Too Many Thiefs.)
Hörkugóð spennumynd með úrvals
leikurum.
Aðalhlutverk: Peter Falk, Britt Ekland,
David Carradine og Joanna Barnes.
17.05 Santa Barbara.
17.50 Jógi.
(Yogi’s Treasure Hunt)
18.10 Dýralíf í Afríku.
(Animals of Africa.)
18.35 Bylmingur.
19.19 19:19.
20.30 Skiðastjörnur.
Allir komnir á skíðin og i skóna? Stjörn-
urnar eru líka rétt að leggja i brekkurnar.
Handrit og kennsla: Þorgeir Daníel
Hjaltason.
20.40 A la Carte.
Þá er hann Skúli Hansen kominn aftur í
eldhúsið hjá okkur hérna á Stöð 2.
í kvöld ætlar hann að matreiða kjúklinga-
lifur, eldsteikta í koníaki, sem forrétt og
ofnbökuð rauðsprettuflök i ölsósu í aðal-
rétt.
21.15 Við erum sjö.
(We Are Seven.)
22.10 Hunter.
23.00 Tíska.
(Videofashion.)
23.30 Algjörir byrjendur.
(Absolute Beginners.)
Bráðfjörug mynd með vinsælli tónlist.
Aðalhlutverk: David Bowie, James Fox,
Patsy Kensit, Eddie O’Connell, Sade Adu
og Steven Berkoff.
01.10 Dagskrárlok.
Rás 1
Þriðjudagur 3. april
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið.
- Baldur Már Arngrímsson.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar
laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn: „Eyjan hans
Múmínpabba" eftir Tove Jansson.
Lára Magnúsardóttir les (22).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
10.00 Fréttir.
10.03 Neytendapunktar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tið.
Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög
frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Á dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.10 Hver á fiskinn í sjónum?
Fyrsti þáttur af sex um kvótafrumvarpið:
Verndun og nýting fiskistofnanna.
Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug-
lýsingar.
13.00 í dagsins önn - Hvað finnst þroska-
heftum?
Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá
Akureyri)
13.30 Miðdegissagan: „Spaðadrottning“
eftir Helle Stangerup.
Sverrir Hólmarsson les eigin þýðingu (3).
14.00 Fréttir.
14.03 Eftirlætislögin.
Svanhildur Jakobsdóttir spjallar við Jör-
und Guðmundsson sem velur eftirlætis-
lögin sin.
15.00 Fréttir.
15.03 Vídalínspostilla sem aldarspegill.
15.45 Neytendapunktar.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
16.08 Þingfréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi - Schubert og Beet-
hoven.
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan.
Fréttaþáttur um erlend málefni.
18.10 Á vettvangi.
18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Tónskáldatími.
21.00 Innhverf ihugun.
21.30 Útvarpssagan: „Ljósið góða“ eftir
Karl Bjarnhof.
Arnhildur Jónsdóttir les (11).
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
Fréttaþáttur um erlend málefni.
22.15 Veðurfregnir • Dagskrá morgun-
dagsins.
22.20 Lestur Passíusálma.
Ingólfur Möller les 43. sálm.
22.30 Leikrit vikunnar: „Ég heiti Lísa“ eft-
ir Erling E. Halldórsson.
23.15 Djassþáttur.
- Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Þriðjudagur 3. april
7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn
í ljósið.
Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson
hefja daginn með hlustendum.
08.00 Morgunfréttir.
- Morgunútvarpið heldur áfram.
9.03 Morgunsyrpa.
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir.
11.03 Gagn og gaman
með Jóhönnu Harðardóttur.
Með Jóhönnu eru Bryndís Schram og
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Molar og mannlifsskot í bland við góða
tónlist.
Þarfaþingið kl. 11.30 og aftur kl. 13.15.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
- Gagn og gaman heldur áfram.
14.03 Brot úr degi.
Eva Ásrún Albertsdóttir.
16.03 Dagskrá.
Dægurmálaútvarp.
Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars-
dóttir, Kristín Ólafsdóttir og Sigurður Þór
Salvarsson.
- Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00.
- Stórmál dagsins á sjötta tímanum.
18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni
útsendingu, sími 91-38500.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Zikk zakk.
Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður
Arnardóttir.
20.30 Gullskifan.
Að þessu sinni „Betra en nokkuð annað“
með Todmobile.
21.00 Rokk og nýbylgja.
22.07 „Blítt og létt..."
Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó-
menn og leikur óskalög.
23.10 Fyrirmyndarfólk
lítur inn til Éinars Kárasonar í kvöldspjall.
00.10 í háttinn.
Ólafur Þórðarson leikur miðnæturlög.
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fróttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9,
10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22
og 24.
Næturútvarpið
01.00 Áfram ísland.
02.00 Fréttir.
02.05 Snjóalög.
03.00 „Blitt og létt..."
04.00 Fróttir.
04.05 Glefsur.
04.30 Veðurfregnir.
04.40 Á vettvangi.
05.00 Fróttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 Bláar nótur.
06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
06.01 Norrænir tónar.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Þriðjudagur 33. april
8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Hljóðbylgjan
Þriðjudagur 3. apríl
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson
fylgir ykkur heim úr vinnunni með ljúfri
tónlist.
Fróttir kl. 18.00.