Alþýðublaðið - 17.08.1921, Side 2

Alþýðublaðið - 17.08.1921, Side 2
2 ALÞYÐUBLAÐlÐ Aígrei ðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg, í síðasta Iagi kl. io árdegis þann dag sem þær eiga að koma í blaðið. Askriftargjald ein kr. á mánuði. Augiýsingaverð kr 1,50 cm. eind. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. blaðiðí Er það orðið sýkt af sömu rökleysunum og tslands bankastjórnin? Eða snýst bara alt i hring fyrir háa og granna mann- inum, með grátstafinn í kverkunum? Þrátt íyrir allar rangfærslur .Vísis', mun þessi „nýja leið" hans ekki happadrýgri en hinar fyrri nleiðir“, sem ritstj. hefir farið. Hún verður honum aðeins til minkunar og sýnir ljósara en áður þessa einu svörtu hlið stjórn- mála hans. PjóöTinaíélagið fimfugt. 19. þ. m. eru 50 ár liðin frá því Hið íslenzka Þjóðvinafélag var stofnað. í tilefni af því gefur fé Iagið út minningarrit, vandað mjög, sem núverandi forseti þess, dr. Páii Eggert Óiason, hefir tekið saman. Ritið er í fjórblöðungsbroti, rúmar 100 síður, prentað á ágæt an pappír, og fylgja því myndir af forsetum félagsins, nerna Páli. Þjóðvinafélagið hefir gefið út sæg af bókum í þessi 50 ár og alt nytsemdar og fræðibækur. Og ætíð hafa bækurnar verið félags- mönnum afaródýrar. Næsta ár kosta t. d. bækur félagsins 10 kr, én félagsmenn fá þær fyrir helm ing þess verðs. Það er því ódýr- asti útgefandi á landinu og jafn framt þarfur útgefandi. Markmiði félagsins og starfsemi þarf ekki að lýsa hér. Menn tá ágætt yfirlit yfir alían þess hag, með því að lesa Mmningarritið. Þó viljum vér taka upp þessi niðurlagsorð Pals Eggerts um fé- lagið: .Þegar litið er á framkvæmdir félagsins, er það ljóst, að það er ekkert smáræðisstarf, sem félagið hefir innt af höndum í þágu lands og þjóðar. Það hefir beitt sér tii aö auka menuing þjóðarinnsr í ýmsum greinuna, einkum í þeim efnum, sem lúta að hagsæld og atvinnubrögðusn; hnfga í þi átt bækur félagsins um uppeldismál, félagsfræði, hagfræði og landbúnað. Það hefir og aukið manaúð manna é landinu með dýrunum með sfnu þjóðnýta riti, Dýravininum. Loks hefir féiagið jafnan kappkostað að halda þjóðinni vakandi um alt það, er lýtur að sjálfstæði hennar og stjórnarskipun. Munu nú eflaust allir játa það, að Þjóðvinafélagið hafi orðið til hinnar mestu bless unar í starfi sínu". Eins og gefur að skilja er félagið ekki vel efnum búið, þar eð árs- tillög /élagsmanna hafa ætíð verið mjög lág, og hækkuðu ekki jafn framt því, sem útgáfukostnaðurinn óx. En því meira gagn verður auðvitað að félaginu, sem það er færara um að standa straum af útgáfu fleiri og vandaðri bóka. Félagið getur verið miklu fjöl mennara en það nú er og vill keppa að þvi að ná sem mestri útbreiðsiu. Upp á síðkastið hefir lítið verið gert til þess að auka áhuga manna og (i þá til að gerast félagar. Nú er tækifærið. Bezta afmælis■ gj'ófin tii Þjóðvinafélagsins er að gerast félagi í því þegar í stað. €rlenð sinskeyti. Khöfn, 16. ágúst. Marokkonppreisnin. Frá Madrid er símað, að ekkert vænkist hagur Spánverja í Marokko. Svertingjaþing. — Afríka fyrir Afríknmenn. Sfmað er frá New York, að þar sé sett alheimsþing svertingja, sem krefjist Afríku fyrir Afríku menn og boði bráðlega kynþátta- stríð, þar sem svertingjar og Asfu menn gereyði hvftum mönnum. Aftarhaldið í algleymingi. Sfmað er frá Beigrad (höfuðborg Serbfu), að samþykt hafi verið i í Bárunni fimtudaginn l8. þ. m. kl. 8V2 e. h. Annie Leifs . % og Jón Leifs Verk fyrir 2 pianoforte: J. S. Bach: . . . Klavierkonzert (f-moll). Bach — Reger: Doppelkonzert (c-moll). W. A. Mozart: Klavierkonzert (a-dúr). Aðgöngumiðar á kr. 3,5° og 2,50 1 bókaverzlun ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn frá klukkan 8. \ I [ » að tvístra kommunistafiokknum t Serbíu og hefir dauðarefsing jafn- framt verið sett við þvf, að út» breiða kenningar kommunista. [Þetta minnir á það tímabil £ sögunni, þegar dauðarefsing var svo að segja við öllu því, sem eitthvað minti á írelsi. Afturhaidið og auðvaldið er hér sýnilega £ almætti djöfuiæðis síns] Anstnrríki. Frá Vín er símað, að afbending Vestur Úngvérjaiands til Austur ríkis hafi byrjað 7. ágúst og muni verða lokið 27 ágúst. Land þetta verður innlimað í Austurríki undir- nafninu Burgenland og verður sjálfstætt land með heimastjóm og jafnrétthátt öðrum löndum í sambandslýðveldinu. Yflrráðið og Efri-Schlesía. Bandamenn klofna og málina YÍsað til Pjóðbandalagsins. Samningum yfirraðs banda- manna var slitið á laugardagsnótt. Bretar og ítalir halda þvi fast fram, að Þjóðverjar fái f sinn hluta ölt iðnaðarhéruðín. Briand krafð ist þess, að þeim yrði að minsta . kosti skift, Og gat ekki beinlinis fallið frá þeirri kröfu, vegna af skaplegra æsinga, snm ri-ið hafa í Frakklandi út af þessu máli og einkum beinast gegn L'oyd G-orge, Og hefðl Briand o ðíð að segja a( - sér, ef hann hefði latið und n. og

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.