Dagur - 28.05.1990, Side 12

Dagur - 28.05.1990, Side 12
Akureyri, mánudagur 28. maí 1990 Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. Leitið upplýsinga siniuin 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land. Hofsósingur á þrítugsaldri í gæsluvarðhaldi - grunaður um að hafa misnotað Qögurra ára dóttur sína Hofsósingur á þrítugsaldri sit- ur nú í vörslu Rannsóknarlög- reglu ríkisins í Kópavogi. Hann var handtekinn þann 18. þessa mánaðar grunaður um misnotkun á fjögurra ára gam- alli dóttur sinni. Héraðsdómari í Skagafjarðarsýslu kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum og rennur hann út á mánudag, líklegt má telja að úrskurðurinn verði framlengd- ur. Maðurinn sat viku í gæsluvarð- haldi á Sauðárkróki. Menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins aðstoðuðu við yfirheyrslur á manninum en á laugardag fór RLR fram á að maðurinn yrði sendur suður. Málið er því nú í höndum RLR í Kópavogi. Fíkniefni munu tengjast mál- inu eitthvað en ekki er vitað hversu mikið umfang þess er. Grunur um kynferðislega mis- notkun kviknaði þegar barnið kom í læknisskoðun eftir ítrekað- ar kvartanir þess. kg/SBG Akureyri: Verkmenntaskólanum slitið Sjötta starfsári Verkmenntaskólans á Akureyri lauk með hátíðlegri athöfn í Akureyrarkirkju sl. laug- ardag. Þar voru 162 nemendur brautskráðir, þar af um 90 stúdentar af öllum sviðum, flestir þó af við- skiptasviði. Auk þeirra vor útskrifaðir sjókokkar, sjúkraliðar, vélstjórar af L, 2. og 3. stigi, tækniteikn- arar, bíla- og húsamálarar, vélvirkjar og stálskipasmiðir. „í dag er hátíð, hátíð ungs fólks sem stendur á mótum tveggja tíma. Að baki eru æsku- og unglingsár, framundan er líf hins fullþroska manns. Við skulum gleðjast með þessum vinum okkar, taka þátt í fölskvalausri hamingju þeirra, fylgja þeim á brautu, senda þau frá okkur með þeirri bæn og í þeirri von, að þau afli sér einskis frekar en góðs mannorðs.“ Þannig fórust Bernharð Haraldssyni, skólameistara Verkmenntaskólans m.a. orð í skólaslitaræðu sinni. Víst er að ekki skyggði veðrið á gleðina, því það var með eindæmum gott. Sjá nánar bls. 4-5 Úrslit sveitarstjórnarkosninganna: Bilið milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarinnar breikkar Ef horft er til landsins alls eru úrslit sveitarstjórnarkosning- anna um margt merkileg. Ljóst er að ekki er hægt að heimfæra þau að öllu leyti upp á lands- málapólitíkina, en hins vegar gefa þau ákveðna vísbendingu um fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu. Úrslitin virðast staðfesta að bilið milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er að breikka í pólitísku tilliti. Sjálf- stæðisflokkurinn vann mjög góð- an sigur í kaupstöðum á suðvest- urhorninu, að Hafnarfirði undan- skildum. Áberandi er að þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði hreinan meirihluta bætti hann stöðu sína. Þetta gildir t.d. um Reykjavík, Garðabæ, Mosfells- bæ og Seltjarnarnes. Hins vegar er eftirtektarvert að mjög víða út um land gerði Sjálfstæðisflokkur- inn ekki betur en að halda sinni fyrri stöðu og í suinum tilfellum tapaði hann fylgi. Góð dæmi um það eru Akureyri og ísafjörður. Þorkell Helgason, hjá Reikni- stofnun Háskólans, sagði í Ríkis- útvarpinu í gær að ætla mætti að sjálfstæðismenn hefðu bætt við sig um 3,3% fylgi á landinu öllu miðað við kosningarnar 1986. Gengi Alþýðuflokksins var upp og niður í þessum kosning- um. Stórsigur krata í Hafnarfirði vekur mikla athygli, en þar bættu þeir við sig einum manni og fengu hreinan meirihluta. Meiri- hluti þeirra tapaðist í Keflavík, en Alþýðuflokkur er þó enn stærstur flokka þar. í Kópavogi heldu kratar þrem mönnum en á Akureyri fengu þeir stóran skell og töpuðu tveim mönnum. Þegar á heildina er litið hélt Framsóknarflokkurinn sínum hlut og vel það. Þvert ofan í spár hélt flokkurinn fulltrúa sínum í Reykjavík og fulltrúi hans í Kópavogi er í oddaaðstöðu við myndun meirihluta þar í bæ. Óhætt er að fullyrða að á Norðurlandi hafi Framsóknar- flokkurinn unnið stórsigur. Hann bætti við sig tveimur mönnum á Húsavík og Akureyri og einum manni á Siglufirði. Þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig á Sauðárkróki. Alþýðubandalagið tapaði um- talsverðu fylgi í þessum kosning- um. Þar munar mest um fylgis- hrun í höfuðborginni, en þar fékk flokkurinn einn mann í stað þriggja áður. Hafa ber í huga að fjöldi alþýðubandalagsfólks gekk til liðs við Nýjan vettvang, sem fékk tvo borgarfulltrúa í Reykja- vík. En það var ekki bara svart- nætti hjá Alþýðubandalaginu. Flokkurinn hélt enn velli á Nes- kaupstað og jók þar fylgi sitt. Útkoman á Akureyri var einnig góð, en þar hélt Alþýðubanda- lagið tveimur mönnum. Sama má segja um Húsavík. Kvennalistinn tapaði líka tölu- verðu fylgi frá kosningunum 1986. Hann bauð fram sér fram- boðslista á fimm stöðum á land- inu, en kom einungis inn einum fulltrúa í Reykjavík. óþh Áfengisútsölur: Já á Húsavík og Blönduósi, nei á Dalvík í þremur bæjarfélögum á Norðurlandi, Blönduósi, Dal- vík og Húsavík var kosið um opnun áfcngisútsölu samhliða bæjarstjórnarkosningunum. Niðurstöður sýna að Blöndu- ósbúar og Húsvíkingar vilja fá til sín áfengisútsölu ÁTVR en Dalvíkingar eru því mót- fallnir. Á Blönduósi greiddu 585 atkvæði um opnun áfengisútsölu. Já sögðu 405, nei sögðu 164. Auðir og ógildir voru 16 kjör- seðlar. í fjórðu tilraun samþykktu Húsvíkingar' opnun áfengis- útsölu. Já sögðu 907, nei sögðu 415. Yfirgnæfandi andstaða reynd- ist við opnun áfengisútsölu á Dalvík. Þar voru 299 hlynntir áfengisútsölu en 508 á móti. óþh en Auðir seðlar voru 22. Akureyri: Slys í tor- færukeppni 27 ára kona, keppandi í tor- færuakstri, slasaðist í gær í tor- færukeppni í malargryfjunum í Glerárdal. Slysið bar að þegar aðstoðar- maður var að færa jeppa konunn- ar til á keppnisstað. Aðstoðar- maðurinn var að koma farartæk- inu fyrir við rásmarkið og bakk- aði. Konan, sem átti að keppa á jeppanum, leit aftur fyrir sig um leið, en þá lenti eitt hjólið á vinstra fæti hennar, með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði. Ingimar Skjóldal, lögreglu- varðstjóri á Akureyri, segir að eitt óhapp enn hafi hent í gær. Ekið var aftan á bíl á Hlíðarbraut laust eftir hádegi. Bíllinn sem ekið var á kastaðist á annan bíl, sem þarna var. Einn farþegi var fluttur á slysadeild vegna meiðsla. EHB Hrepparnir sunnan Akureyrar: Meirihlutinn kýs sameiningu Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í Hrafnagilshreppi, Saurbæjar- hreppi og Öngulsstaðahreppi vill að unnið verði að samein- ingu hreppanna. í skoðana- könnun sem fór fram samhliða kosningum til sveitarstjórna voru 323 fylgjandi sameining- arhugmyndum, 65 voru and- Grímsey: Slys í bjargsigi Maður frá Húsavík slasaðist sl. laugardagskvöld í Grímsey þegar hann var að síga þar í bjarg eftir eggjum. Maðurinn var í bjarginu með félögum sínum úr slysavarnasveit frá Húsavík þegar hrundi úr því og yfir hann. Hann missti meðvit- und um tíma, en hafði náð henni aftur þegar flugvél frá Flugfélagi Norðurlands sótti hann til Gríms- eyjar á laugardagskvöldið. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins í gær, en sam- kvæmt upplýsingum Dags var hann úr lífshættu. óþh vígir og 17 seðlar voru ógildir, en alls tóku 402 þátt í könnun- inni. í Saurbæjarhreppi greiddu 112 atkvæði í skoðanakönnuninni, fylgjandi reyndust 96, andvígir 13 og 3 seðlar voru auðir. Þetta þýð- ir að 83,5% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vilja sameiningu. f Öngulsstaðahreppi féllu atkvæðin 168 þannig að 126 voru fylgjandi, 31 á móti, auðir og ógildir 11. Sameiningin hefur því 75% stuðning. Útkoman í Hrafnagilshreppi varð sú að 122 greiddu atkvæði, 101 vill sameiningu, 21 reyndist andvígur og 3 seðlar voru auðir eða ógildir, þannig að 82,8% styðja sameininguna. „Eg held að þessi úrslit sýni glöggt að íbúar hreppanna veita okkur heimild til að halda áfram undirbúningi að sameiningu," sagði Birgir Þórðarson, oddviti Öngulsstaðahrepps, Dag í gær. samtali við SS Árskógsströnd: Maðurbeiðbana Tuttugu og tveggja ára Akureyringur beiö bana aö morgni sl. laugardags þegar sendiferðabíll, sem hann ók, fór út af veginum við brúna yfir Þorvaldsdalsá á Árskógsströnd og ofan í ána. Farþegi í bílnum, tvítugur piltur, komst lífs af og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann er ekki í lífshættu. Lögreglan á Dalvík fékk til- kynningu um slysið um kl. 9 á laugardagsmorgun. Ökumað- ur var látinn þegar að var komið. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.