Alþýðublaðið - 17.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.08.1921, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Rafmaffnsleiðslur. Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og mena ættu ekki að draga Jengur að láta okkur leggja rafleiðslur um faús sín. Við- skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið i tíma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & Ljóa. Laugaveg 20 B. Sími 830. ¦VerzlwtnÍB „Vo n" aelur Capstan cigarettur í heildsölu og hefir fengið þetta marg þekta og góða rúgmjöl til að gera slátrið bragðgott. Muníð það, að ,Von" hefir ávalt raiklir og góðar vörur fyrirliggjandi. Komið því og reynið viðskiftin. Vinsamlegast. Gunnar S. Sigfurðss. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Kartöflur h já fJohs. Hansens Enke. M Dezta er itutn fiifrast. Kaffibætir okkar er sá óclýrasti og i>easti á öllu landinu — viðurkendur af fjölda húsmæðra hér i bænum. Hálft kíló kostar 1,10. Seldur í Gamla bankanum, Laugaveg 22 A og Bræðraborgarstíg 1. Kol, ágætis tegund^ 110 kr. pr. tonnið, heimflutt. H. P. Duus. Carit Etlar: Á.stin valsiiar-. Gamalmennið leit upp og hristi höfuðið. „Fyrst hana", sagði hann. „Sem yður þóknast!" svaraði Jakob á sama máli og maðurinn og tók ungu stúlkuna í fang sér. Því næst snéri hann sér að Pétri Bos, sem með heljarafli sínu hafði trúlega aðstoðað hann meðan þeir brutust upp úr bátnum. „Taktu nú öldunginn", sagði hann. „Bjargaðu honuml" „Já, það get eg auðveldlega", öskraði Pétur og hóf upp manninn, alveg eins og hann hafði séð Jakob taka atúlkuna, nema hann setti hann til hægðarauka yfir öxl- ina eins og ketskrokk. Meðan hann nálgaðist bátinn hreytti hann úr sér nokkrum rækilegum áminningum: „Viltu reyna að liggja kyr, laxi! —* Þér er það að kenna að eg misti Önnu, en það er nú sama. — Skamm- astu þín! Þegar maður er óvinur, þá er maður ekki lengur í háska, — eða hvernig sem Jakob Trolle sagði nú aftur? Haltu þér nú fast, og sparkaðu ekki út i loftið, gamla afhrakið!" Líklega skildi maðurinn hann ekki, en þess vegna var Jakob lika svo kurteis, að þyða nokkuð af því sem hann sagði á ensku. í fimm ár hafði hann verið í haldi sem herfangi og fullyrti. að hann talaði málið sem Eng- lendingur. Jakob smaug til bátsins gegnum kaðalviðjur og rár^ sem brotnu siglurnar höfðu dreift um alt þilfarið. Hann bar ungu stúlkuna í fanginu. Fyrst í stað hafði hún óttast þennan risa, sem var klæddur í stór sjóstígvél og síða olíukápu rennvota af sjó, og henni stóð stuggur af alvarlega, veðurbitna andlitinu, sem að hálfu leyti var hulið af görnlam ollubornum sjóhatti. Vonarglampa brá fyrir í augum hennar þegar hún heyrði rödd hans, „Þér sleppið okkur ekki", sagði hún í bænarróm og þrýsti sér fastara að hönum. „Ágættl — pabbi —" „Nei, vertu óhrædd, barnið gott. Eg sleppi ekki. Ann- aðhvort verðum við samferða í land eða í sjóinn. — Óttastu ekki. — Haltu þér nú fast — svona! lokaðu augunum, meðan við vöðum gegnum vatnið sem skol- ast yfir þilfarið. — Við höfum það af!" Hann staulaðist gegnum sjóana, losaði sig við kaðla- viðjur og annað rekald og komst að bátnum. Hún hvfldi við brjóst hans, rennvott hár hennar flaut um- hverfis hann. Hún hafði vafið berufti handleggjunum um háls honum, hjarta hennar sló við brjóst hans, hann fann það bara ekki núna. Þau heyrðu Pétur Bos hvæsa fram nokkurum löngum uh! fyrir aftan þau, þeim fylgdu ýmsar áminningar og smá ásakanir til öldungs- ins. Þegar hann komst. að bátnum, lét hann byrði sína slga niður milli þóftanna og þurkaði ennið með erminni. Fyrsta verk öldungins, í bátnum, var að rétta hend- urnar að dóttur sinni; hún kraup niður frammi fyrir hon- um, hann þrýsti henni að sér og muldraði nokkur orð sem stormurinn og bylgjurnar yfirgnæfðu. Jakob sat við stýrið. Á fremstu þóftunum sátu sjómenn af skipinu. Þegar báturinn var 1 þann veginn að hverfa frá skip- inu, heyrðist óp. Á flakinu kom íljós stálpuð kynblend- iugsstúlka, hún fórnaði höndum og hrópaði nokkur orð, sem enginn fiskimaðurinn skildi. Áður en nokkur gat hjálpað henni, klifraði hún yfir hástokkinn, vatt sér léttilega og fimlega eins og api milli kaðal- og segl- viðjanna, náði i borðstokk bátsins og sveiflaði sér upp í hann. Vatnið streymdi af henni í lækjum, hún brosti bara að því, strauk hárið frá andlitinu og sýndi um leið og hún rak upp gleðióp, i snjóhvítar tennurnar; svo kastaði hún sér fyrir tætur ungu stúlkunnar og faðmaði hana. Nú sneri báturinn aftur, hægt og hægt. Sex fiskimenn reru honum, tveir við hverja andófsár, Pétur Bos reri samt einn. Ef einhver vildi hjálpa honum, setti hann upp fýlusvip og ýtti honum frá sér með fætinum. Hann vildi róa einn. Unga stúlkan sat gegnt Jakob við hlið föður sins, ber handleggur hennar stóð fram úr hvítri treyju, niðurundan henni kom í ljós hvítur ullarkjóll. Á hinum ófullkomna klæðaburði mátli sjá, að hún hafði verðið kölluð á þiljur í flýti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.