Alþýðublaðið - 18.08.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐ0BLAÐIÐ mn trygg’ingarmál, alt ancars eðlis, var samþykt, og sennilega líka vegna þess, að brýn naudsyn bar til þess, að eitthvað væri endan- lega tii lykta ieitt í tryggingar- málunum, en með tillögunni sem samþykt var, var loku fyrir það skotið, að nokkur veruleg bót yrði ráðin á núverandi ástandi. Tryggingar eru til stórra bóta, þó þær vitanlega séu ekki sú endanlega úrlausn. Jón vildi láta stofna eitt allsherjar tryggingar- félag ríkisins, og gera öllum mönn- um að sbyldu sð tryggja í því bæði sig og aðra. ÁUir, sem höfðu menn í vinnu, áttu t. d. að tryggja þá fyrir slysum. Allir 15 ára menn áttu að tryggja sig gegn el!i o. s. frv. Uppástungurnar voru allar góðar og mjög vel hugsaðar, en engu að síður leyfir þingið sér, að ieggja á móti rannsókn málsins. Þó svona hafi farið í þetta sinn, mun málið sem betur fer tekið upp af nýju og eigi numið staðar fyr en það er farsællega til lykta ieitt. lunpnyilin í Rússlandi. í Rostaskeytunum frá Moskva hafa borist allmiklu greinilegri fregnir af uppskerubrestinum í Rússlandi og hungursneyðinni, heldur en hægt var að fá úr Kaupmannahafnarskeytunuro á dögunum. Það er augljóst, að hér hefir verið um mjög alvarlegan upp skerubrest að ræða í héruðunum umhverfis Volgu, norðan frá Gher- son og niður með ánni. Þar hefir uppskeran sökum hitanna eyði- lagst á stóru, samfeldu svæði. — Afleiðingin hefir orðið hin hörmu legasta hungursneyð, í einum 10 fytkjum Moskvablöðin segja, að 10 miljónir manna svelti, en Kaup- mannahafnarfréttirnar sögðu 25 eða jafnvel 35 miljónir. Má gera ráð fyrir, að báðar fregnirnar séu ó fulinægjandi, og tala þeirra er fyrir hungursneyð hafa orðið sé meiri en IO milj, og minni en 25 miljónir. Það var sagt í fyrstu fregnun- um, sem hingað bárust af þessu, að alt væri í hers höndum i Rúss- landi; ræningjaflokkar færu vað- Verðbreytingar. Frá því í dag og fyrst um sinn er verðlag þannigt A kolum kr. 110.00 to. heimfl. — sykri höggnum — 1.20 kg. heimfl. (í heildsölu) — steyttum — 1.10 — — -- Reykjavík, 17. ágúst 1921. Landsverzlunin. andi um þorpin og allri reglu væri lokið. Sovjetstjórnin væri í þann veginn að gugna, og myndi fella úr gildi sumar af sínum mikil- vægustu ráðstöfunum og jafnvel sjálf fara frá völdum. Mú er það augljóst orðið, að þessar fréttir hafa verið ekkert annað en venju- Iegar kapitalistaiygar um Rússland. Síjórnin virðist hafa Iagt sig fram eftir því, sem hún hefir best getað, til þess að bæta úr hungrinu. Hún hefir látið stofna sérstaka nefnd manna til þess, að fara með þetta vandamál, og er sú nefnd skipuð mörgum þektum mönnum þ. á. meðal Kameneff, Krassin, Litvinoflf, Maxim Gorki, Alexandra Tolstoi og Lunatscharski. í þessa nefnd voru skipaðir menn án til lits til pólitiskra skoðana og henni hafa verið leifðar mjög rúmar hendur í allri sinni starfsemi til þess að létta af hungurneyðinni. Hún hefir heimild tii þess að afla allra þeirra matvæla, sem unt er bæði innanlands og utan, til að úthiuta þeim í þeim fylkjum, sem hungursneyðin er í, og stendur að eins allsherjar framkvæmdaráði Rússlands reikningsskap á sínum gjörðum. Sjálf hefir Sovjetstjórnin þar að auki, gengið að því af alefli, að innheimta matvöruskattinn þar, sem uppskeran hefir tekist vel til þess að geta flutt öll þau mat væli, er hún á ráð á, austur til Volguhéraðanna. Þriðja Iaternationale og alþjóða- samband rauðu verkalýðsfélaganna hafa og snúið sér til flokksbræðr- anna utan Rúsrlands til þess að biðja þá að gangast fyrir því, hverja f sínu landi, að verka- mannasamtökin hlaupi undir bagga með Rússum á þessum erfiðu tfmum og hefir þeim málaleitun- um verið tekið mjög vel. í sjálfu Rússlandi hafa menn lagt á sig hverskonar erfiði og þrautir tii þess að geta liknað hinum bágstöddu. Meðlimir kom- múnistaflokksins rússneska hafa verið sendir víðsvegar út um hungurssvæðið til þess að hjálpa, og rauði herinn hefir sparað af þeim matvælum, sem honum vSru ætluð til þess að geta látíð eift- hvað af mörkum. Samskonar fórn- fýsi hafa fjölmargar aðrar stofn- anir og félög eicmig sýnt af sér. Virðist það á öllu bersýnilegt, að sovjetstjórnin og almenningur í Rússlandi séu fullkomlega sam- hent í þvi, að berjast móti þess- um vágesti — hungursneyðinnit. sem ófyrirsjáanlegir náttúruvið burðir hafa sent til liðs við öll þau harðsnúnu öfl sem undan- íarin ár hafa verið að reyna að kyrkja í fæðingunni nýtt og áður óreynt skipulag, sem ætlað er til þess að fyrirbúa öllum aimenningi þau lífskjör, sem nauðsynleg eru til þess, að hver einstaklingur geti náð eðlilegum og líkamleg- um þroska. €rlenð simskeytu Khöfn 17. ágúst. Dauðnr kóngur. Símað frá Belgrnd, að Pétur kóngur sé dáinn, 77 ára að aldri, Alexander sonur hans tekur við Jugoslavíu. Landhelgi fært út. Símað er frá Kristjaníu, að stjórnin hafi ákveðið að færa út

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.