Dagur


Dagur - 13.04.1991, Qupperneq 2

Dagur - 13.04.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1991 Mývetningar! Frambjóðendur okkar Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir verða til viðtals á Hótel Reynihlíð miðvikudaginn 17. mars kl. 12.00-13.30 og kl. 14.00-15.00 sama dag á Skútustöðum. Framsóknarflokkurinn. TIL SÖLU úr þrotabúi Haraldar og Guðlaugs hf. 1. Verkstæðisskúr við Kaldbaksgötu. 2. Tvær MMC-pickup bifreiðar, árg. 1987. 3. Byggingakrani, Liebherr, K-70 (stendur við Tröllagil 1-9). 4. Steypumót um 40 flekar (standa við Tröllagil 1 -9). 5. Tveir Storno bílsímar. 6. Þrír vinnuskúrar við Tröllagil 1-9. 7. Sambyggð trésmíðavél, Artigiana, Casadei. Upplýsingar gefa Eiríkur Jónsson, verkfræðing- ur, í sfma 24031 og Ólafur Birgir Árnason hæsta- réttarlögmaður, í síma 24606. O^illiiliiillííÍijlíislliiilMilíííilliiliilliiihHliiiln Frá Menntaskólanum á Akureyri Til sölu vestur-þýskt símakerfi TR40 með 4 bæjarlínum og 18 innanhússlínum. Símakerfið er mjög vandað, nýuppgert og hentar vel fámennum stofnunum eða litlum fyrirtækjum. Uppl. gefur undirritaður í síma 96-11433 alla virka daga milli kl. 11.00 og 12.00. Tryggvi Gíslason, skólameistari MA. KONUR í kosningaham Laugardag 13. apríl: Kosningaskrifstofa á Húsavík opnuð kl. 10.30 í Víkurhorni. Sunnudag 14. apríl: Sameiginlegur fundur fram- bjóðenda á Þórshöfn og Raufarhöfn Mánudag 15. apríl: Sameiginlegur fundur frambjóð- enda á Húsavík. Þriðjudag 16. apríl: Málmfríður og Sigurborg á rölti um Reykjadal. Kvennalistakonur með opinn fund að Stóru-Tjörnum kl. 21.00. Miðvikudag 17. apríl: Opið hús að Brekkugötu 1, Akureyri. Fimmtudag 18. apríl: Eldhúsdagur. Undirbúningur fyrir kosningakaffi. Föstudag 19. apríl: Kvennalistakonur með kaffi og fleira í göngugötunni. Laugardag 20. apríl: Kjördagur. Kosningakaffi í Dynheimum, Akureyri. Kosningakaffi í Víkurhorni, Húsavík. Allir velkomnir. Kosningaskrifstofa Kvennalistans á Akureyri að Brekkugötu 1 er opin alla virka daga kl. 13.00-18.00. Simi 11040. Kosningaskrifstofa Kvennalistans á Húsavík að Víkurhorni er opin virka daga kl. 20.30-22.00. Sími 42215. fréttir Hólmgeir Karlsson, framleiðslustjóri, og Friðjón Jónsson við nýja pressubúnaðinn í ostagerðinni. Tækin kosta upp- sett yfír 50 milljónir króna. Mynd: Golli Tækjabúnaður endumýjaður í ostagerð Mjólkursamlags KEA - flárfesting yfir fimmtíu milljónir króna Mjólkursamlag KEA hefur tekið í notkun nýjan pressu- búnað í ostagerðinni, sem mun auka hagkvæmni og arðsemi í ostaframleiðslu samlagsins. Hér er um stóra fjárfestingu að ræða, því tækin kosta uppsett yfir 50 milljónir króna. I fram- haldi af þessu var ákveðið að endurnýja búnað til að salta ostinn, og kosta tæki til þess um 7 milljónir. Þann 16. aprfl n.k. kl. 8,00 (f.h.), flytur slysadeild FSA starfsemi sína í nýtt húsnæði. Slysadeildin verður framvegis staðsett í suð-vesturhorni nýbyggingar sjúkrahúsins (áður inngangur göngudeild- ar.) Að sögn Júlíusar Gestssonar, yfirlæknis bæklunardeildar og hinnar nýju slysadeildar, er nýja slysadeildin til muna ’ýmri og sniðin sérstaklega til þess hlut- verks sem hún á að gegna. „Auk- ið rými, betri aðgangur fyrir Hólmgeir Karlsson, fram- leiðslustjóri, segir að miklar von- ir séu bundnar við nýju tækin. „Ástæðurnar fyrir því að við fór- um í þessar framkvæmdir eru margar. Fyrst og fremst ætlum við að framleiða betri ost, auka nýtingu mjólkurinnar og minnka afskurðinn. Þetta tæki er stórt í sniðum, og menn eru alltaf var- kárir gagnvart miklum breyting- um, en þetta hefur gengið framar sjúkrabíla, betri almennur bún- aður, sólahringsviðvera og fleira starfsfólk mun gera okkur kleift að veita betri þjónustu. Slysa- deildin nýja mun taka á móti bráðatilfellum í lyf- og barna- lækningum sem áður var gert á viðkomandi deildum, en bráða- móttaka fyrir fæðingardeildina verður óbreytt þ.e. á deildinni sjálfri,“ sagði Júlíus Gestsson, yfirlæknir. Deildarstjóri slysadeildar verð- ur Birna Sigurbjörnsdóttir, hj úkrunarfræðingur. ój öllum vonum. Þessa dagana erum við með fyrstu ostana í höndunum, og þeir lofa góðu. Við töldum brýnt að fara í breyt- ingar, fjárfestingin er mjög arð- vænleg og skilar sér í meiri vöru- gæðum og betri nýtingu mjólkur- innar,“ segir Hólmgeir. Byrjað var að setja ostapress- una upp 8. mars, og unnið sleitulaust við uppsetningu þar til fyrsta prufukeyrslan fór fram tíu dögum síðar. Við ostagerð er ost- urinn fyrst sýrður og hleyptur í svonefndum ostatanki. Áð því búnu er osturinn fljótandi í kornaformi í mysu, en þá þarf að pressa hann og fjarlægja mysuna svo hægt sé að móta ostinn. Á næstunni verður skipt um búnað til ostasöltunar í samlag- inu. Eftir að hafa leitað tilboða víða erlendis var samið við Vél- smiðjuna Odda hf., því hún gerði hagstæðasta tilboðið. Um er að ræða grindur úr ryðfríu stáli, og allmörg ker úr trefja- plasti. Samningurinn við Odda hf. er upp á 5,1 milljón króna án virðisaukaskatts, en samið var við Trefjar hf. í Hafnarfirði um kerin fyrir tvær milljónir króna. í fyrra voru framleidd 1300 tonn af osti hjá Mjólkursamlagi KEA, en reiknað er með að framleiðslan minnki lítillega á þessu ári, enda var tekið á móti óvenju miklu mjólkurmagni 1990. EHB Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Ný og bætt slysa- deild tekin í notkun fþróttir KA-mót í skíðagöngu í Hlíðarflalli: Ágætis árangur í öilum flokkum KA-mót í skíðagöngu fór fram í Hlíðarfjalli sl. fimmtudag og náðist ágætur árangur í öllum flokkum. Keppt var í sex flokkum karla og einum flokki kvenna. Gengið var með hefð- bundinni aðferð og urðu úrslit þessi: Drengir 8 ára og yngri 1,0 km: 1. Björn Harðarson 5.51 2. -3. Einar Egilsson 7.36 2.-3. Páll Þór Ingvarsson 7.36 Drengir 9-10 ára 2,0 km: 1. Baldur Ingvarsson 11.02 2. Grétar Orri Kristinsson 11.08 3. Geir Egilsson 12.39 Stúlkur 13 ára og yngri 2,0 km: 1. Harpa Pálsdóttir 12.17 2. Kristín Haraldsdóttir 12.25 3. Arna Pálsdóttir 12.35 Drengir 11-12 ára 2,5 km: 1. Þóroddur Ingvarsson 8.47 2. Helgi Jóhannesson 9.46 3. Tryggvi Hallgrímsson 12.54 Piltar 13-14 ára 5,0 km: 1. Stefán Snær Kristinsson 18.07 2. Gísli Haraldsson 18.34 Piltar 15-16 ára 10,0 km: 1. Kári Jóhannesson 33.08 Karlar 17-35 ára 10,0 km: 1. Kristján Ólafsson 30.30 2. Árni Antonsson 31.52 3. Steingrímur Þorgeirsson 35.40 Karlar 36 ára og eldri 10,0 km: 1. Sigurður Aðalsteinsson 38.02 2. Kristinn Eyjólfsson 44.28 3. Ólafur D. Snorrason 46.08 Á þriðjudaginn kemur verður haldið Þórsmót í göngu. Gengið verður með frjálsri aðferð og keppt í öllum flokkum. Allir göngumenn eru velkomnir til þátttöku. Keppni í flokkum 12 ára og yngri hefst kl. 18.00 en keppni í elri flokkunum hefst kl. 19.00. -KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.