Dagur - 13.04.1991, Side 4

Dagur - 13.04.1991, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1991 l_______tómstundir S Skyggnst í sögu frímerkjanna: Fyrsta Mmerkjauppboðið sprakk í loft upp! Frímerkjasöfnun er tómstunda- gaman sem margir hafa unun af. Reyndar er þessi þessi söfn- un stundum kölluö konungur tómstundavinnunnar, sökum þess hversu útbreidd hún er. Jafnt ungir sem aldnir hafa gaman af frímerkjasöfnun og er gott frímerjasafn ávallt stolt eigandans. Frímerkjasöfnunin á sér langa sögu og margt er henni tengt sem gaman er aö rifja upp. Hér á eftir verður lit- ið um öxl yfír sögu frímerkj- anna, ef svo má að orði komast, en á sínum tíma ritaði Sigurður H. Þorsteinsson bók um þetta efni sem hann kallaði Furðulönd frímerkjanna og verður stuðst nokkuð við hana hér á eftir. Upphafíð í Frakklandi „Ef við viljum leita langt að hug- myndinni um frímerkin, þá verð- um við að hverfa til Frakklands á 16. öld,“ segir Sigurður í bók sinni. „Á þeim tíma var maður að nafni Nicolas Fouquet yfir- maður póstþjónustu Frakklands, en jafnframt yfirmaður þess, er á þeim tíma mátti kalla leynilög- reglu ríkins. I París var þá aðeins eitt pósthús, sem tók við bréfum til afhendingar. Var því komið upp fyrir tilstilli Fouquets, og setti hann því starfsreglur, sem voru þær að burðargjald bréfs skyldi vera eftir þyngd þess og vegalengd þeirri er þurfti að flytja það. Að bréfið skyldi afhent af sendanda sjálfum. Að bréfið skyldi fært sérstaklega inn og getið þar við bæði sendanda og móttakanda. Burðargjald skyldi greitt út í hönd. Það var í flestum tilfellum hæg- urinn hjá póstmönnum að lesa bréfin, eða þá spyrja sendendur um innihald þeirra og þannig komust þeir að ýmsum málum, sem þeir gáfu yfirmanni sínum upplýsingar um. Svo kom að Lúðvík XIV. varð konungur yfir Frakklandi, en sökum þess að móðir hans var á lífi og að hún hafði mikla trú á De Mazarin kardínála, var frekar hægt að segja að þau stjórnuðu, en kon- ungurinn, þar sem hann var ung- ur að árum. Kvensamur konungur Lúðvík var ekki við eina fjölina felldur. Hann átti ástmey meðal hirðmeyja sinna og gekk það allt saman vel, en hann var líka skot- inn í dóttur borgara eins úti í bæ, sem ekki þótti viðurkvæmilegt. Lúðvík reyndi nú að senda vin- konu sinni bréf, en það hafði í för með sér að daginn eftir mætti Fouquet í sínu fínasta pússi við hirðina og afhenti sendanda bréfsins það aftur. Eins og geta má nærri varð konungurinn ofsalega reiður yfir þessari afskiptasemi af einkalífi sínu, og er stundir liðu fram fékk Fouquet sjálfur bréf þar sem konungur túlkar megna óánægju sína með það póstfyrirkomulag er ríki í París og krefst úrbóta. Fouquet var nægjanlega skynsamur til að sjá, að hér var hætta á ferðum. Færi hann ekki eftir því er konungur hans fyrir- skipaði honum myndi hann fyrr eða síðar fá hegningu fyrir óhlýðnina. Ekkjudrottningin mundi falla frá og þá réði kon- ungurinn einn og ekkert skjól yrði hægt að flýja í. Þar að auki hafði hann ekki komist hjá þvf að verða var við hina geysilegu óánægju er ríkti meðal aðalsins út af skipu- lagi póststjórnarinnar.“ Holl ráð ástmeyja „Þá var það að Fouquet leitaði sjálfur til ástmeyjar sinnar, en hún var Anna Genavíeve de Longueville hertogaynja, og tjáði henni raunir sínar en hún svar- aði: - Segðu mér, vinur minn. Mundi póstþjónustan láta sér nægja að burðargjaldið væri greitt fyrirfram, án þess að kom- ast í beint persónulegt samband við sendandann og fá yfirlýsingu hans um að umrætt tveggja sou umslag innihaldi aðeins bréf? Fyrir sitt leyti hélt póstmeistar- inn að svo mundi vera og þá hélt ástmærin áfram: - Sjáðu hérna, vinur minn, litlu miðana sem ég nota til að innsigla bréfin mín með, en það gera reyndar margir fleiri. Límdu nú nokkur stykki þeirra á bréf- ræmu og láttu prentara konungs- ins fá þetta. Gefðu þeim fyrir- mæli um að prenta samskonar miða, en með skjaldarmerki ríkisins í stað míns og orðunum Sögu frímerkjanna má rekja allt aftur „2 sous“ neðanundir. Seldu þá svo opinberlega. Hver sem er getur þá keypt þessa miða og lát- ið þá á bréfin sín. Láttu svo opna nokkrar bréfhirðingar hér og þar í bænum þar sem hver og einn getur póstlagt bréf sín án þess að til hans sjáist. Með þessu móti er ekki hægt að segja að á nokkurn hátt sé verið að hnýsast í einka- mál fólks í bréfum, auk þess sem þjónustan er bætt.“ Þannig lauk sögunni af hug- myndinni um frímerkin. Fyrstu opinberu frímerkin eru talin bresku penny merkin en eldri en nokkur frímerki eru stimplarnir því til eru burðargjaldsstimplar frá Feneyjum á 13. og 14. öld. Fyrsta breska frímerkið kom út árið 1840 og sá sem heiðurinn á af útkomu fyrsta frímerkisins var Sir Rowland Hill. En þar með er ekki öll sagan sögð því hann byggði sína útfærslu á hug- mynd James Chalmers, bóksala og prentsmiðjuueiganda í Dun- dee í Skotlandi, sex árum áður. Hans tillaga um frímerki hafði flest það til að bera sem notað er við frímerkjagerð í dag. Tillaga til 16. aldar og þá til Frakklands. hans fékk þó ekki hljómgrunn á þessum tíma og varð því Chalmers að upplifa það að Sir Rowland Hill stæði í dýrðarljómanum af þessari hugmynd nokkrum árum síðar og yrði vellauðugur af öllu saman. Sir Rowland Hill gaf út bók, öllum að óvörum, árið 1837 þar sem hann lagði fram tillögur sem markvisst miðuðu að því að koma póstþjónustu Englands í betra horf. Hans kenning var að með því að lækka burðargjald ykist svo sending bréfa að póstur- inn fengi brátt jafn miklar tekjur og áður. Almenningur fagnaði tillögunum en póstmeistari henn- ar hátignar lýsti þeim sem því vitlausasta sem fram hefði komið um þessi mál. En svo fór að til- lögurnar komust inn í breska þingið, burðargjaldið var lækkað og þann 10. janúar 1840 tók hið nýja gjald gildi við gífurlegar vin- sældir því fyrsta daginn komu 112000 bréf á aðalpósthús Lund- úna. Stimpilmerkin fyrirmynd Á íslandi hófust póstferðir árið 1720 og næstu áratugina var þró- un þessara mála í landinu hæg. Árið 1872 var skipaður póst- meistari og þá komst hreyfing á þessi mál því ári síðar eignuðust landsmenn fyrst eigin frímerki. í fyrstu voru notuð skildingamerki en síðar komu merki sem þróuð- ust til þeirra sem við þekkjum í dag. Frímerkjasöfnun á sér fyrir- mynd í stimpilmerkjasöfnuninni. írskur maður, John Bourke, safnaði á sínum tíma slíkum merkjum og setti upp í bók og varð hans safn fyrirmyndin að frímerkjabókum og söfnum þeim sem við þekkjum í dag. Mikil verðmæti geta legið í frímerkjum og af sjálfu leiðir að sjaidgæf frímerki, svo ekki sé tal- að um afbrigðileg frímerki, geta verið drjúgrar peningafúlgu virði. Frímerkjauppboð eru þekkt fyrirbæri og hafa þau fylgt frímerkjasöfnuninni frá því fyrsta. Raunar er að finna í bók Sigurðar H. Þorsteinssonar sögu af fyrsta frímerkjauppboðinu sem sögur fara af en það var haldið í Höfðaborg. Uppboðið sem sprakk í loft upp „Eitt sinn var þýskur rakari og bóksali sem átti mjög verðmætt safn þýskra merkja og vildi selja þau á uppboði, einnig voru þarna á boðstólnum nokkur sjaldgæf frímerkjasett. Uppboðið var haldið í herbergi inn af íbúð hans í Höfðaborg og voru þar mættir ríkir safnarar og drengir í einni bendu til að reyna nú að ná í eitthvað af góðum merkjum. Segist einum drengn- um svo frá að viðstaddir eldri safnarar hafi verið svo gráðugir í þýsku merkin að þeir hafi hrint drengjunum frá er farið var að bjóða í þau. Uppboðið stóð lengi dags og þegar fór að skyggja stakk ein- hver upp á því að kveikt væru ljós í herberginu en þar var um gaslýsingu að ræða. Gasið hafði á einhvern hátt lekið út í herberg- ið, hvort sem það nú var sökum leka á leiðslu eða þá að einhver hafði skrúfað frá því of fljótt þá kom æðisleg sprenging um leið og eldi var brugðið upp. Uppboðs- haldarinn, sem staðsettur var á stól upp á vörukassa, féll um koll og með honum borðið sem frí- merkin lágu á, en allir þeir, sem í herberginu voru staddir reyndu að komast út um dyrnar í einu. Uppboðið endaði sem sé í upp- þoti sem vafalítið hefir leitt til eyðileggingar einhvers af frí- merkjunum.“ Falsarinn Sperati Frímerkjasöfnunin á sér margar hliðar og flestar góðar. En til eru neikvæðu hliðarnar og þá einkum þær að samhliða því að hér geta verið á ferð mikil verðmæti eru þeir menn skammt undan sem stunda falsanir. Frímerkin hafa ekki farið varhluta af þeim. Hér í lokin kemur saga af einum fræg- asta frímerkjafalsara fyrri ára, manni að nafni Sperati. Þessi maður var þrátt fyrir allt, heiðar- legur að vissu marki því hann merkti ávallt merkin sem hann falsaði þannig að safnarar þekktu þau strax úr. Þannig hljóðar saga Sigurðar H. Þorsteinssonar af falsaranum Sperati. „Það var eitt sinn að hann var að senda úr landi stóra sendingu af fölsuðum merkjum, en tollyfir- völd uppgötvuðu hvað þarna var á ferðinni og stöðvuðu sending- una, þar eð þau héldu að um ófölsuð merki væri að ræða. Var hann dreginn fyrir lög og dóm og ásakaður fyrir að reyna að smygla úr landi óheyrilega mikl- um verðmætum án leyfis. Krafð- ist hann sýknu á þeim forsendum að merkin væru fölsuð. Var nú kölluð saman nefnd frímerkja- sérfræðinga til að athuga merk- in og var úrskurður hennar að þau væru ófölsuð og í fullu gildi. Næst þegar Sperati mætti fyrir réttinum kom hann með ný ein- tök af öllum merkjum, er í send- ingunni voru og sýndi dómaran- um sem sönnun þess, að hann hefði falsað merkin, en í sending- unni voru m.a. merki, er áður voru aðeins þekkt í einu eintaki. Tjáði hann réttinum að honum væri velkomið að senda heim með sér mann, sem skyldi fá að horfa á, meðan merkin væru búin til. Við þetta tóku þjónar rétt- lætisins sönsum og létu það afskiptalaust þótt Sperati sendi merkin úr landi.“ JÓH Islensk frímerki komu til sögunnar árið 1873 en póstferðir hófust á íslandi árið 1720. Frá þessum fyrstu skild- ingamerkjum þróuðust merkin til þeirra er við þekkjum í dag.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.