Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. maí 1991 Drangey: Eggjataka hafín Eggjataka er fyrir skömmu hafin í Drangey. Að sögn Jóns Eiríkssonar bónda í Fagranesi lítur nokkuð vel út með eggja- töku og nóg virðist vera af fugli í eynni. Sigmenn tína um þús- und egg á dag þegar vel viðrar tíl eggjatínslu og í meðalári eru fimm til sex þúsund egg tínd á hverju vori. í dag fór Jón Eiríksson, oft nefndur Drangeyjarjarl, út í Drangey og en í vor fer Jón í fertugasta skipti til eggjatöku í eynni. Mest hafa sigmenn haft þrjú þúsund egg eftir daginn að sögn Jóns, en hann hefur manna oftast komið í eyna og gjör- þekkir hana. Drangeyjarferðir fyrir ferða- menn hefjast fljótlega og mun Jón fara með ferðafólk frá Sauð- árkróki líkt og undanfarin sumur. Jón hefur verið við grá- sleppuveiðar í vor og lét hann illa af aflabrögðum sem eru verri en undanfarin ár. Þeir sem hafa áhuga á Drang- eyjarferðum geta haft samband við ferðaþjónustuna Áningu. kg Daltré hf. á Dalvík: Framleiðir sumarhús - hægt að nota þau sem heilsárshús Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari, ásamt brautskráðum nemendum, Framhaldsskólinn á Húsavík: 11 nemendur brautskráðir Fyrirtækið Daltré hf. á Dalvík, sem er trésmiðja og bygginga- verktaki, hefur nú hafiö fram- leiðslu sumarhúsa. Þetta eru vönduð einingahús úr timbri sem dvelja má í allt árið ef því er að skipta. Einingarnar sem húsin eru byggð úr eru staðlaðar en hægt er að raða þeim saman á ýmsa vegu auk þess sem Daltré hf. getur sér- hannað hús fyrir kaupendur. Ein- ingarnar eru smíðaðar á verk- stæði fyrirtækisins á Dalvík og er hægt að fá þar einingar í hús á ýmsum byggingarstigum, en einnig er hægt að fá hús fullbúin að öllu leyti. Fyrst um sinn verð- ur boðið upp á fjórar gerðir af Félag íslenskra bifreiðaeig- enda mótmælir eindregið fyrir- hugaðri skerðingu á vegafé um 350 milljónir króna á þessu ári. í fréttatilkynningu frá FÍB seg- ir m.a. að tekjur ríkissjóðs af bifreiðum hafi farið langt fram úr áætlun og viðbrögð stjórn- valda séu þau að draga úr útgjöldum til vegamála. Samkvæmt vegaáætlun er fyrir- hugað að leggja rúmlega 71 km af bundnu slitlagi á þjóðvegi lands- ins á árinu 1991. Þetta er stór- húsum og er minnsta húsið 30 fermetrar en hið stærsta 54 fer- metrar að flatarmáli. Fyrstu þrjú húsin eru þegar seld og er nú lokið við að setja fyrsta húsið upp. Það verður til sýnis næstu vikur við verkstæði Daltrés að Hafnarbraut 1 á Dalvík. Auk þess að selja sumarhús hefur Daltré hf. til reiðu lóðir undir húsin og hefur verið skipu- lagt svæði í Laugahlíð í Svarfað- ardal, rétt við sundskálann. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá Daltré hf. og þar er bent á að nánari upplýs- ingar má fá hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess. SS felldur niðurskurður frá fyrri árum. FÍB telur það alvarlegt mál að draga úr vegaframkvæmd- um í landi þar sem ástand vega er verra en í nokkru öðru þróuðu ríki. Gera má ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af bifreiðum verði yfir 15 milljarðar á þessu ári. Aðeins rúmur þriðjungur teknanna á að renna til vegagerðar. Bifreiðaeig- endur, einkum á landsbyggðinni, vita að vondir vegir eru með erfið- iðustu „sköttum" sem á þá eru lagðir. Þeir eru slysagildrur og Framhaldsskólanum á Húsavík var slitið með viðhöfn fjórða sinni í Húsavíkurkirkju sl. laugardag. Alls ljúka 11 nemendur brottfararprófum frá skólanum í vor, auk 40 nemenda sem luku grunnskóla- prófi. Alls voru 265 nemendur við skólann í vetur, 131 í grunnskóla- deildum og 134 í framhaldsdeild- um. Skólameistari er Guðmund- stórauka rekstrarkostnað bif- reiða. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Alþingiskosning- arnar í apríl, var ein af forgangs- kröfum kjósenda að gert yrði stórátak í samgöngumálum. Eitt fyrsta verk nýskipaðrar ríkis- stjórnar er að ganga þvert á vilja kjósenda og samþykkja að draga úr vegaframkvæmdum, eins og segir í fréttatilkynningu FÍB. ur Birkir Þorkelsson og flutti hann ræðu við skólaslitin. Kom hann víða við í ræðu sinni og brýndi m.a. fyrir nemendum og foreldrum að láta ekki háværar kröfur um hóflausa neyslu í þjóð- félaginu trufla nemendur við nám sitt. Sagði hann frá Farskóla Þingeyinga sem starfræktur er í samvinnu við Framhaldsskólann á Laugum og á að svara þörfum atvinnulífs og almennings í hér- aði. Öldunganám á Raufarhöfn sagði skólameistari að hefði farið vel af stað og lofaði góðu. Þar væri um að ræða ánægjulega þróun í menntamálum dreifbýlis- ins. í vetur hafa átta nemendur stundað sjúkraliðanám við Fram- haldsskólann. Þar hefur einnig verið unnið brautryðjendastarf í kennslu þroskahefta á framhalds- skólastigi, sem Jónína Hallgríms- dóttir hefur haft umsjón með. Ingimundur Jónsson, yfirkenn- ari sá um að afhenda grunnskóla- nemendum útskriftarskírteini sín. Systkinin Leifur Hrafn og Ylfa Sigríður, börn Ásgeirs Leifssonar og Helgu Ólafsdóttur, hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í sjóvinnu og auk þess hlaut Ylfa viðurkenningu fyrir árangur við dönskunám. Óli Halldórsson hlaut Benedikts- verðlaunin fyrir ágætan árangur í íslensku. Björgvin Leifsson, áfangastjóri annaðist útskrift nemenda af framhaldsbraut. Sagði hann að 46 nemendur hefðu lokið burtfar- arprófi frá skólanum. Að þessu sinni Ijúka sex nemendur iðn- námi, þrír prófum af verslunar- braut og tveir stúdentsprófi. Viðurkenningar fyrir námsárang- ur hlutu: Ragnar Emilsson, raf- virki, Bergþór Bjarnason, neta- gerðarmaður, Hrannar Péturs- son, viðskiptabraut, Hákon Gunnarsson, stúdent af mála- braut og Þorlákur Þorláksson, stúdent af hagfræðibraut. Þess var getið að Þorlákur væri fyrsti pilturinn frá Grímsey sem lyki stúdentsprófi síðan 1934, en fyrir fáum árum mun stúlka frá eynni hafa tekið stúdentspróf. Aðrir nemendur sem luku brottfararprófi voru: Jónas Sig- marsson, netagerð, Víðir Svans- son, verslunarbraut, Sigurjón Sigurðsson, húsasmíði, Valdimar Halldórsson, viðskiptabraut, Þórður Aðalsteinsson, húsasmíði og Sigmar Jónsson, rafvirkjun. Tónlistarflutning við útskrift- arathöfnina önnuðust: Helgi Pét- ursson, Anna Lilja Karlsdóttir og Norman Dennis. IM FÍB mótmælir niðurskurði á vegafé: Alvarlegt mál að draga úr vegaframkvæmdum - ekki síst þar sem ástand vega er verra en í nokkru öðru þróuðu ríki -KK bridds RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús í Ólafsfirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins við Óseyri 9, Akureyri frá og með þriðjudeginum 28. maí 1991 gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri fyrir kl. 14.00, miðvikudaginn 5. júní 1991 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK 91002, aðveitustöð í Ólafsfirði". Reykjavík 22. maí 1991. Rafmagnsveitur ríkisins. Galloway-mótið í bridds í Hrísey: Sveit Jóns Sigurbjömssonar sigraði Hið áriega Galloway-mót bridds fór fram í Hrísey fyrir skömmu. Sex sveitum á Norðurlandi var boðið til leiks að þessu sinni og var spilað í veitingahúsinu Brekku. Þegar upp var staðið hafði sveit Jóns Sigurbjörnssonar frá Siglufirði hlotið flest stig en sveit Gylfa Pálssonar frá Akureyri hafnaði í öðru sæti. Annars urðu úrslit mótsins þessi: stig 1. Sveit Jóns Sigurbjörnssonar, Siglufirði 90 í sveitinni voru auk Jóns, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Steinar Jónsson og Björk Jónsdóttir. 2. Sveit Gylfa Pálssonar, Akureyri 82 í sveitinni voru auk Gylfa, Helgi Steinsson, Gunnlaugur Guðmundsson og Magnús Aðalbjörnsson. Sigursveit Jóns Sigurbjörnssonar frá Siglufirði á Galioway-mótinu í bridds, ásamt Smára Thorarenscn, veitingamanni í Brekku. F.v. Smári Thoraren- sen, Jón Sigurbjörnsson, Steinar Jónsson, Björk Jónsdóttir og Ásgrímur Sigurbjörnsson. 3. Sveit Jaðars, Akureyri 80 í sveitinni voru Þórarinn B. Jónsson, Páll Pálsson, Stefán Ragnarsson og Tryggvi Gunn- arsson. 4. Sveit Eiríks Helgasonar, Dalvík 78 5. Sveit Hamars, Eyjafirði 68 6. Sveit Smára Víglundssonar, Eyjafirði 52 Smári Thorarensen, veitinga- maður í Brekku afhenti verð- launin fyrir 3 efstu sætin. Mótið fór vel fram undir styrkri stjórn keppnisstjórans Kristjáns Guð- jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.