Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. maí 1991 - DAGUR - 5 Guðjón Pálsson, Valva Gísladóttir og Michael Jacques léku létta tónlist fyrir gesti við verðlaunaafhendinguna í Gamla Lundi. inna ljóða fyrir Fast að fjalli og Aðalsteinn Svanur Sigfússon fékk 2. verðlaun fyrir Brýnt. Þá fengu Jón Erlendsson (Uggur) og Helga Þorsteinsdóttir (Þrjú áföll) sérstakt viðurkenningarskjal. Hjalti Finnsson bar sigur úr býtum í flokki hefðbundinna ljóða fyrir Fjallaskáld og Jón Erlendsson fékk 2. verðlaun fyrir Haustljóð. Hjörtur Pálsson (Fánalitir) og Bragi Magnússon (Krystall) fengu sérstaka viður- kenningu. Leikararnir Sunna Borg og Sigurður Hallmarsson lásu upp ljóðin sem fengu verðlaun og viðurkenningar. Haukur Ágústs- son, formaður Menor, flutti ávarp og afhenti verðlaun, Stefán Sæmundsson tók til máls f.h. Dags og Kristín Árnadóttir gerði grein fyrir störfum dómnefndar. Þá var leikin létt tónlist og gestir þáðu veitingar. Kristín sagði m.a. þetta í ræðu sinni: „Þessi mikla þátttaka kom aðstandendum keppninnar nokk- uð á óvart en hún sýnir áþreifan- lega að Ijóðlistin á síður en svo undir högg að sækja í dag. Enda virtist höfundum verða flest að yrkisefni og úrvinnslan eftir því fjölbreytileg. Þegar meta skal ljóð er þeim, sem meta á, mikill vandi á höndum. Hvað veldur því að við tökum eitt ljóð fram yfir annað? Hvað er ljóð yfir- leitt?“ Þessum spurningum svaraði Kristín með því að leggja út af ljóðinu Um ljóðið eftir Ólaf Hauk Símonarsonar. Hún sagði m.a. að ljóðið væri augnablik sem erfitt væri að höndla, tilfinn- ing sem erfitt væri að skilgreina, hugsun sem erfitt væri að orða. Þessir þættir féllu saman í heild- armynd sem hver og einn upplifir á sinn persónulegan hátt. Upp- lifunin var mjög svipuð hjá dómnefndarfulltrúum og þvf gátu þeir komist að niðurstöðu án mikilla innbyrðis átaka. SS „Þetta er bara vandvirkiii“ - segir Hjalti Finnsson, höfundur Fjallaskálds Hjalti Finnsson með íslensku alfræðiorðabókina sem hann fékk í verðlaun fyrir sigur í flokki hefðbundinna Ijóða. Ljóðið Fjallaskáld lýsir nötur- legu lífi Kristjáns Jónssonar fjallaskálds á áhrifaríkan hátt og höfundurinn, sem kallaði sig Grím, hefur greinilega góða innsýn í sálarlíf skáldsins. Bak við dulnefnið leyndist Hjalti Finnsson, Ártúni í Eyjafjarðarsveit, og hann tók við verðlaunum sínum í Gamla Lundi. Við þetta tækifæri ræddi blaðamaður Dags stutt- lega við Hjalta. - Segðu mér fyrst Hjalti, hvernig fæddist Fjallaskáldið? „Ljóðið varð til fyrir um þrem- ur árum eftir að Sjónvarpið sýndi heimildarmynd um Kristján." - Hefurðu mætur á honum sem skáldi? „Já, eins og svo mörgum öðrum. Ég er líka búinn að heyra og lesa mikið um hann. Þátturinn í Sjónvarpinu var mjög góður og kveikti neistann að ljóðinu. Ég tek líka nokkur orð beint eftir Kristjáni." Hjalti hefur áður fengið viður- kenningu í ljóðasamkeppni RÚVAK og MENOR og ljóða- samkeppni menningarmála- nefndar Akureyrar og síðan aftur núna. „Allt er þegar þrennt er,“ sagði Hjalti um þennan árangur. „Lítið og mis- jafnt að gæðum“ - Þú hefur ekki gefið út ljóða- bók, eða hvað? „Nei, en ég á fáein kvæði í bókinni Eyfirsk kvæði og stökur sem kom út fyrir nokkrum árum. Þetta er það eina sem hefur verið birt eftir mig og eitthvað hefur reyndar verið lesið upp í útvarpi.“ - Én í ljósi árangurs þíns í ljóðasamkeppnum er þá ekki kominn tími til að safna saman efni í ljóðabók? „Ég held að hvorki ég né aðrir græði neitt á því að gefa út það sem ég á. Það er bæði lítið og misjafnt að gæðum. Ljóðin sem ég hef sent í samkeppni hafa þó líkað vel og hélt ég fyrst að rímið hefði fleytt þeim áfram, en það gildir varla um Fjallaskáld, sem ekki er fast rímað. Enda má maður ekki láta rímið hlaupa með sig í gönur.“ - Þið hafið alltaf verið ofar- lega á blaði, þú, Sigmundur Ernir og Jón Erlendsson, þannig að eitthvað hljótið þið að hafa til brunns að bera. „Þetta er bara vandvirkni,“ sagði Hjalti að lokum, hógvær sem fyrr. SS 1. verðlaun - hefðbundin Ijóð Höfundur: Hjalti Finnsson Fjallaskald Undir húmdökkum himni um hélaða slóð hvarfstu aö heiman um haust. Hljóðnaðir sumarsins söngvar ekki saknaðarlaust. Fimbulróm fossins þér bar sem fjarlægan óm vindur úr veglausri firð. Fylgdi þér eyðisand ein öræfakyrrð. Þitt líf var sem logandi und aðeins Ijóðið var fró og hin görótta viðsjála veig. Einstæðing andvökunótt vakti óræðan geig. Horfir Herðubreið enn yfir hraun, yfir sand. Liðin öld, liðin ár. Drúpir grávíðisgrein glitrar silfurskært tár. 2. verðlaun - hefðbundin Ijóð Höfundur: Jón Erlendsson Haustljóð í vorsins unga hjarta á haustið rætur, hníga fegurst grösin, moldin bíður. Hinn skammi tími skrauts og blóma líður, skelfur grein og fallið lauf sitt grætur. Ég seilist eftir staf og stend á fætur og staulast inn í hússins dimma skugga. Dagur liðinn: Dregið fyrir glugga, mig dreymir brátt í faðmi langrar nætur. Hvert er horfin kvöldsins létta lund gg lyst mín til að syngja með og vaka? í huga mínum haustsins stjörnur hrapa. Gef mér drottinn eina óskastund, eina horfna gleðistund til baka, aftur líf, - og löngun til að skapa! 1. verðlaun - óbundin Ijóð Höfundur: Sigmundur Ernir Rúnarsson Fast að fjalli Sá svipur fjalls sem spinnur streng úr lausum gusti er vissulega hvass Úr yggldum brúnum hamra vefst hann fyrir mönnum. 2. verðlaun - óbundin Ijóð Höfundur: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Brýnt Af hrímuðu barri leggur daufan ilm. í Ijósaskiptum morgunsins er skógurinn blár og þögull uns ég strýk þjölinni yfir stálið - í rílunum sindrar á svarfið. Við hverja stroku styttist tönnin og þegar ég stend upp er ég reiðubúinn: Keðjusögin mín, keðjusögin mín rauða er flugbeitt. Teygi á þögninni stutta stund áður en ég kippi í gang og splundra morgninum. Toppar hæstu trjánna bærast í gusti frá svörtum væng.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.