Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. maí 1991 - DAGUR - 7 efst f huga Af frumþörfinni og fleiru Nú styttist óðum í að fyrstu laxveiðiárnar „opni“ eins og kallað er á fagmáli. Fyrir þann hluta lands- manna og kvenna sem stunda stangveiði er um tímamótaatburð að ræða. Þeir sem ekki hafa „bakt- eríuna“ láta sér fátt um finnast en fara að hlakka til sólarlandaferða og álíka fánýtrar afþreyingar. Þeir sem stunda stangveiði þurfa oft að réttlæta sportið fyrir aðstand- endum s.s. maka, sem oft hefur tak- markaðan áhuga og skilning á mál- inu. Skynsamlegar réttlætingar finnast varla þó orð eins og útivera, náttúrudýrkun og góður félags- skapur komi stundum að nokkrum notum. Pottþéttasta skýringin fyrir laxveiðiáhuganum er sú, að um sé að ræða frumþörf. Nú orðið skilja mjög fáir hvað frumþörf er og þora því ekki að mótmæla, eðlilega. Einnig er gott að setja upp merki- legheitasvip og segja að mannlegt eðli sé að leita uppruna síns og veiðieðlið sé óslökkvandi eldur. (Sem þýðir hvað?) Annars þarfnast stangveiðin engrar réttlætingar. Hvernig er hægt að segja við mann sem hefur æft köst og hnýtt flugur heilan vetur: „Þú ferð ekki í lax í sumar, Nonni minn.“ Framkoma af þessu tagi leiðir í besta tilfelli til hjóna- skilnaðar þegar um er að ræða menn með veiðidellu á háu stigi. Annars er stangveiðin mér ekki að ástæðulausu efst í huga um þessar mundir. Ég þekki nefnilega menn sem ætla að fara í „veiði- túra“ í sumar og hafa ekki enn hugsað ráð til að fá fararleyfi. Túrar þessara ágætu vina minna byrja í verslun ÁTVR og enda yfirleitt í fiskbúðinni eða laxeldisstöðvum. Óneitanlega er viss stíll yfir þeim félögum þegar þeir liggja á árbakk- anum og ræða um kvenfólk sem þeir hafa komist í kynni við eða stórlaxa sem þeir hafa veitt. Að vísu hafa þeir alltaf verið einir til frá- sagnar þegar þeir fengu þá stóru, í óþekktum laxveiðiám, og kvenfólk- ið hafa þeir hitt á Tálknafirði eða Raufarhöfn. Samt sem áður vona ég að þeir félagar komist í „lax“ eitt sumarið enn og óska ég þeim og öllum öðr- um veiðimönnum sumarsins góðr- ar veiði. Kári Gunnarsson. fjölmiðlar Eru eldhúsdagamir orðnir úæltir? A þriðjudaginn var sjónvarp allra lands- manna undirlagt umræðum frá Alþingi, en þar flutti Davíð Oddsson stefnuræðu ríkis- stjómar sinnar. Henni var að sjálfsögðu and- mælt af misskeleggum talsmönnum stjóm- arandstöðunnar. Sumir voru öryggið upp- málað og töluðu blaðlaust með dramatísk- um tilþrifum í orði og æði, og fóru jafnvel langt fram yfir tímann. Á eftir þeim komu gjaman minni spámenn sem lásu samvisku- samlega textann sem þeir höfðu hamrað á tölvuna sína og þurftu sumir að slá duglega í til að koma öllu til skila af því að flokks- bróðirinn eða -systirin hafði skert ræðutíma þeirra. Ekki fór hjá því að þessar umræður færu á köflum út í það sem einn frambjóðandi Kvennalistans kallaði í kosningabaráttunni hanaslag strákanna. Þeir voru ekki allir jafn- málefnalegir, blessaðir löggjafarnir okkar. Sumir notuðu helst bara hástig lýsingarorða, hvort sem var til lofs eða lasts, og aldrei minna en miðstig. Og vönduðu ekki and- stæðingunum kveðjumar. Sem betur fer gilti það þó ekki um alla og mór sýndist við hafa fengið nokkra ágætlega máli fama og skyn- sama nýliða á þing. En eftir á fór ég að velta því fyrir mér hvort svona umræður væru gott sjónvarps- efni. Skyldu þeir vera margir sem horfa á þæ.- frá upphafi til enda? Ég hreinlega veit það ekki. Sjálfur er ég heldur linur við að fylgjast með hanaslagnum, þótt vissulega eigi margir góða spretti innanum. Á hinn bóginn hef óg staðið fólk sem ekki segist hafa minnsta áhuga á flokkapólitík að því að horfa á umræðumar. Ég þykist vita að umræður frá Alþingi sóu ekki efstar á óskalista þeirra sem setja saman sjónvarpsdagskrár. Það getur ekki talist líflegt efni að bjóða upp á fimmtán-tutt- ugu þingmenn halda ræður f samfleytt þrjár klukkustundir. Vafalaust læðist sú hugsun að sumum ráðamönnum Sjónvarpsins að þá væri nú betra að vinna á Stöð 2 þar sem þeir losna alveg undan þessari kvöð. Sjónvarpsmenn reyna þó hvað þeir geta til að lífga upp á umræðurnar. Þeir láta upptökuvélarnar reika um sali Alþingis á höttunum eftir skemmtilegum svipbrigðum, tilkomumiklum geispum, pískri og augna- gotum. Á þriðjudaginn leituðust þeir við að sýna svipbrigðin á þeim sem verið var aö andskotast á úr pontunni hverju sinni og oft fannst manni sá sem að var sótt eiga í mestu brösum með að halda pókerfósinu. Stundum urðu þó kátleg mistök eins og þegar Ólafur Ragnar var að vitna í sjávarútvegsráðherra nýju stjómarinnar. Þá gældu myndavólarnar vel og lengi við andlitið á Halldóri Ásgrímssyni sem er hætturað verma umræddan ráðherrastól. í upphafi Ijósvakaaldar þótti það sjálfsagt mál að halda eldhúsdag (óg verð að viður- kenna að óg hef ekki hugmynd um uppruna þessarar skemmtilegu nafngiftar) í útvarpi og gefa þjóðinni kost á að hlýða á lýðræöið að störfum. Ég er ekki viss um að þessi hugmynd eigi sór tilverurótt í breyttum fjöl- miðlaheimi. Möguleikar fólks á að fylgjast meö stjómmálamönnum að störfum eru allt aðrir en þeir voru fyrir rúmlega hálfri öld. Auk þess finnst mór alltaf að þessar umræð- ur gefi alranga mynd af störfum Alþingis. Stjórnmálamenn setja upp sérstakan svip og tileinka sór allt annað látæði á eldhús- dögum en á öðrum dögum. Því verður trauöla breytt. Eftir sem áður verða þvi fróttatímar og umfjöllun blaða helstu heimildir okkar um það hvað pólitíkusarnir eru að sýsla hverju sinni. Á hinn bóginn hafa greinilega margir gaman af hanaslagnum. Og er það ekki helsta markmið sjónvarps að skemmta okkur? Kannski verða eldhúsdagamir aldrei úreltir. Þröstur Haraldsson Aglow, kristileg alþjóðasamtök kvenna: Afmælisfundur á Hótel KEA - mánudaginn 27. maí kl. 20.00 Aglow er kristileg alþjóðasamtök kvenna, óhád kirkjudeildum. Tilgangur okkar er m.a.: - Að lofa og tilbiðja Drottinn með öllu lífi okkar, - Að vinna aðra fyrir Krist, - Deila með trúuðum öllu fagnaðarerindi Jesú Krists, að Hann frelsar, skírir í Heilögum Anda, leysir og læknar. - Að vinna að andlegri ein- ingu meðal kristinna, - Hvetja konur til að starfa í sínum söfnuðum. Aglow samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1967. Það voru fjórar konur, fylltar heilög- um Anda sem fóru að biðja Guð um vettvang fyrir konur þar sem þær gætu komið saman. Nafnið „Aglow“ er tekið úr Heilagri Ritningu Róm. 12:11. „Verið ekki hálfvolgir í áhugan- unt, verið brennandi (glóandi) í Andanum.“ Nú í dag starfar Aglow í u.þ.b. 80 þjóðlöndum í nær öllum heimsálfunt. Hreyfingin er byggð upp með staðbundnum hópum kvenna sem halda mánaðarlega fundi. Hér á Akureyri var fyrsti fund- urinn haldinn í maí 1990. Síðan hafa verið fundir í hverjum mán- uði nema í júlí og ágúst 1990. Við höfum ekki verið margar, 23 að meðaltali, en mjór er mikils vísir. Við trúum því að það sé þörf á slíku starfi hér á Akureyri, allar konur þarfnast kærleika,, fyrirgefningar, skilnings, hlýju og lífstilgangs, þær þurfa allar að kynnast Jesú Kristi. Við í Aglow Akureyri höldum æfmælisfund á Hótel KEA, mánu- dagskvöldið 27. maí kl. 20, þar talar Ásta Júlíusdóttir formaður Aglow R.vík en þar hafa samtök- in starfað í 3 ár. Eins og á venjulegum fundum verður mikil lofgjörð, bæn og fyrirbænaþjónusta. Við hvetjum allar konur til að koma og kynna sér þetta starf af eigin raun. Með kveðju, Stjórn Aglow Akureyri. Stang- veiðímeim! Til sölu eru nokkrar stangir í Blöndu og á silunga- svæðinu í Vatnsdalsá. Upplýsingar gefur Sturla Þóröarson í símum 95- 24356 frá kl. 08.00-17.00 og 95-24357 frá kl. 17.00. Stangveiðifélag A.-Hún. AKUREYRARB/ER ÚTBOÐ Akureyrarbær, byggingadeild, óskar eftir til- boðum í sprungu- og múrviðgerðir utanhúss í Glerárskóla á Akureyri. Einnig skal háþrýstiþvo steypuyfirborð í upphafi og silanbaða í verklok. Helstu magntölur eru: Veggfletir 875 m2 Sprunguviðgerðir o.fl. 1200 m Verklok eru 15. júlí 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Byggingadeild Akureyrarbæjar í Kaupangi frá og með fimmtu- degi 23. maí 1991. Tilboð skulu hafa borist til Byggingadeildar í Kaupangi fyrir kl. 11.00 mánudaginn 3. júní 1991 en þá verða þau opnuð þar í viðurvist bjóðenda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.