Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. maí 1991 - DAGUR - 9 hestar Hrossarækt / Hrossaræktarsambönd Nú þegar þátturinn Hestar hefur göngu sína á ný eftir veturlangt hlé er vor í lofti og hrossa- ræktendur hafa í nógu að snúast. Kynbótahryssurnar kasta hver af annarri og eigendurnir sjá dýrmætan fjársjóð í hverju folaldi. Arlegir kynbótadómar eru hafnir. Það styttist í héraðssýningar norðanlands og tamninga- menn leggja sig fram við lokaþjálfun þeirra kynbótahrossa sem sýna á. Stóðhestaeigendur og hrossaræktarsambönd auglýsa hvar og hvenær einstakir stóðhestar verða í notkun í vor og sumar. Hryssueigendur velja svo úr hópnum „eina rétta“ stóðhestinn handa hverri hryssu til ástarleikja sumarsins. „Bestu hestarnir eru alltaf umdeildir“ Páll Alfreðsson á Akureyri hefur verið formaður Hrossaræktarsambands Ey- íirðinga og Þingeyinga um nokkurra ára skeið. Hrossa- ræktarsambandið var stofn- að árið 1980. Þá var Hrossa- ræktarsambandið Haukur, sem áður starfaði á vegum hestamannafélaganna á þessu svæði lagt niður. Páll varð við þeirri ósk að svara nokkrum spurningum um hrossaræktarsambandið, stóðhesta þess og hrossarækt almennt. - Hvert er hlutverk hrossa- ræktarsambands, hverjir eru félagar í því og hvernig er það uppbyggt ? „Hlutverk hrossaræktarsam- bands er að stuðla að ræktun kynbótahrossa og sjá um sýning- ar og dóma á þeim. Einnig er það hlutverk sambandsins að sjá til þess að nægilegt úrval stóðhesta standi hrossaræktendum til boða á hverjum tíma. í rauninni eru allir hrossarækt- endur á svæðinu sjálfkrafa félag- ar í sambandinu. Hrossaræktar- samband Eyfirðinga og Þingey- inga skiptist í sex deildir. Svarf- aðardalur, Dalvík og Ólafsfjörð- ur eru ein deild. Akureyri og nágrenni önnur deild svo eru tvær aðrar deildir í Eyjafirði, Öngulsstaðadeild og Saurbæjar- deild. í Pingeyjarsýslu eru tvær deildir, önnur í suður-sýslunni og hin í norður-sýslunni. Stjórnir deildanna mynda fulltrúaráð sem er yfirstjórn hrossaræktarsam- bandsins. Þriggja manna fram- kvæmdastjórn sér hinsvegar um daglegan rekstur. í henni sitja auk mín þeir Ólafur Örn Þórðar- son á Búlandi og Jóhannes Har- aldsson á Rauðuskriðu." „Yið erum alltaf að Ieita að stóðhestum fyrir sam- bandið“ - Hvaða stóðhestar eru í eigu Hrossaræktarsambands Eyfirð- inga og Þingeyinga ? „Sambandið á þá Gassa frá Vorsabæ og Hjört frá Tjörn, helminginn í Baldri frá Bakka, á móti Hrossaræktarsambandi Dala- manna, og einn fjórða í Leisti frá Álftagerði á móti hrossaræktar- samböndum Dalamanna og Sunnlendinga. Þingeyingar eiga auk þess Álm frá Sauðárkróki.“ - Ertu ánægður með þessa stóðhestaeign ? - „Já, ég held að ég verði að segja það. Þarna er um að ræða ólíka hesta sem allir eru mjög góðir hver á sinn hátt, þeir þyrftu bara að vera fleiri. Við erum alltaf að leita að stóðhestum fyrir sambandið. Hinsvegar er til- gangslaust að kaupa stóðhest nema hann njóti vinsælda á svæð- inu. Hann þarf því að vera bæði góður og fallegur og „virkileg stemmning fyrir honum.“ Þess vegna vill það dragast að rétti hesturinn finnist þrátt fyrir að sambandið hafi fjárhagslegt bol- rnagn til kaupanna. í dag er ákveðinn hestur inni í myndinni en ótímabært að svo stöddu að skýra frá hver hann er.“ - Kemur ekki til greina að taka í auknum mæli stóðhesta á leigu þar sem sambandið á ekki fleiri hesta en raun er á? „Sambandið er með einn leigu- hest í ár Garð frá Litla-Garði. Á sambandssvæðinu verða talsvert margir stóðhestar á vegum ein- staklinga. Má þar t.d. nefna að Snældu-Blesi verður í Árgerði. Tvistur frá Krithóli og Þytur frá Enni verða í Svarfaðardal. Hósías frá Kvíabekk verður í Ólafsfirði og Léttir frá Sauðárkróki verður á Höskuldsstöðum. Því ætti Gassi frá Vorsabæ í eigu hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga. framboðið að vera nægilegt. í fyrra urðu stóðhestar á svæðinu of margir og nýttust því ekki; fjöldi hryssa hjá hesti fór allt nið- ur í sjö, það viljum við forðast.“ - Hvern þessara hesta ætlar þú að halda þínum hryssum undir í vor ? „Ætli megi ekki segja að ég eigi í dag þrjár hryssur sem hægt er að segja að séu kynbótahryss- ur. Ég skipti þeim á milli sam- bandshestanna þriggja. Það er enginn einn hestur sem hentar fyrir allar hryssur heldur þarf ávallt að velja gripina saman. Skoða kosti og galla einstakling- anna og reyna að láta þá bæta hvorn annan upp. Ég er þeirrar skoðunar að hrossaræktendur ættu að nýta þekkingu ráðunaut- anna inun meira en gert er við val á stóðhestum handa hryssum.“ Viljugur og sprækur - Nú eru hestamenn ekki á eitt sáttir um þennan glæsilega hest hann Gassa. Er hann bara falleg- ur töltari? „Gassi er auðvitað fyrst og fremst fallegur, glæsilegur vilja- hár töltari. Það er drjúg vekurð í honum en hann er fjórtaktaður og því erfitt að eiga við skeiðið. Stundum skeiðar hann vel, stundum er hann miklu nær tölti. Margt af því sem sagt hefur verið um Gassa hefur verið sagt af vanþekkingu. Hinsvegar hefur hann sína galla eins og allir aðrir hestar. Það er algjör misskilning- ur þegar menn halda að ég beri Gassa eitthvað sérstaklega fyrir brjósti. Ég er vissulega hrifinn af hestinum og finnst geysilega gaman að ríða á honum enda ekki oft sem maður fær tækifæri til að ríða á jafn viljugum og sprækum hesti eins og honum. Gassi verður alltaf umdeildur hestur, bestu hestarnir eru alltaf umdeildir. Ég hef prófað alla sambands- hestana og þeir eru skemmtilega ólíkir. Hjörtur er ákaflega mjúk- ur og liðugur í skrokknum og hann gefur geysilega framfalleg tryppi með þennan langa, granna háls, sem hann hefur sjálfur. Baldur er hinsvegar bolþyngri en en mjög gripamikill, hágengur og skrefadrjúgur." Folatollar - Hvaða hryssur hafa forgang að hestum sambandsins, þarf að iiSMI Páll Alfreðsson formaður Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga. Mynd: Golli vísa mörgum hryssum frá og hverjir eru folatollar í ár? „í fyrra þurfti að vísa hryssum frá bæði hjá Gassa og Hirti og raunar hefur alltaf þurft að vísa frá hryssum hjá Gassa. Þá er það verðlaunastig hryssanna sem ræður því hverjar komast að. Folatollar verða þeir sömu hjá öllum sambandshestunum. í ár eru þeir 13.500,- kr. með virðis- aukaskatti. Tollarnir hafa aðeins hækkað sem nemur framfærslu- vísitölu síðan í fyrra.“ Kynbótadómarnir - Telur þú að það verði sami úlfaþyturinn í kringum kynbóta- dómana í vor eins og síðast liðið vor ? „Nei, ég hef enga trú á því. Ég tel að síðastliðið haust og vetur hafi það komið í ljós að aðal undirrót óánægjunnar hafi verið vanþekking og misskilningur. Ég er sáttur við kynbótadóm- ana eins og þeir eru og vil breyta sem minnstu. Það er best að sömu dómararnir vinni verkið eins mikið og hægt er til þess að fá sem marktækastan saman- burð. Þannig verða gögnin sem kynbótagildisspáin byggir á best og öruggust. í framtíðinni verður kynbótagildisspáin örugglega notuð mun meira en í dag og ég tel að hún sé nú þegar allt of lítið notuð." - Erum við á réttri braut í ræktunarstarfinu í heild ? „Já vissulega eru hrossin að batna ár frá ári. En það er allt of mikið notað af rusli, lélegum hryssum, í ræktunina. Hvaða vit er í því að nota til undaneldis hryssu sem er svo lélegt reiðhross að enginn vill ríða henni? Það er því miður oft gert. Svo tefur það líka allar fram- farir í hrossarækt hvað margir hrossaræktendur eru hræddir við nýjungar og seinir að tileinka sér ný vinnubrögð. Það verður ekki greininni til framdráttar þegar gamlir ræktunarmenn vilja ekki viðurkenna kunnáttu yngri manna. Svo eru líka til ræktunarmenn sem skara fram úr og koma með bestu hrossin ár eftir ár. Hér í nágrenninu eru það t.d. menn eins og Sveinn Guðmundsson og Magni í Árgerði." - Hvað vilt þú segja um gildi stóðhestastöðvarinnar í Gunnars- holti og tamningastöðvar fyrir stóðhesta á Hólum ? „Stóðhestastöðin hefur nú þeg- ar sannað sig. Þaðan koma efni- legustu folarnir og hún mun þjóna vaxandi hlutverki í fram- tíðinni. Hinsvegar mundi ég vilja sjá stöðina hafa fjárhagslegt bol- magn til þess að kaupa ungfolana sjálf, eiga þá, ala upp temja og selja. Tamningastöðin á Hólum er enn ung að árum en hún á fylli- lega rétt á sér og á örugglega eftir að eflast. Aðstaðan á Hólum er líka alveg frábær.“ Hrossaræktarsambönd á Norðurlandi - stóðhestar á þeirra vegum 1991 Hér á Norðurlandi starfa fjögur hrossaræktarsambönd. Hrossa- ræktarsamband V-Húnvetninga, A-Húnvetninga, Skagfirðinga og Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga. Öll hafa þessi hrossaræktar- sambönd auglýst þá stóðhesta sem verða á þeirra vegum í ár. Hjá Hrossaræktarsambandi V- Húnvetninga verða hestarnir Léttir, Glaður og Stígandi allir frá Sauðárkróki. Eldur 950, Prúður, Mergur, Stjarni frá Mel- um og Orri frá Þúfu. Formaður Hrossaræktarsambands V-Hún- vetninga er Þórir ísólfsson á Lækjarmóti. Á vegum Hrossaræktarsam- bands A-Húnvetninga verða í sumar hestarnir Eldur 950, Dreyri 834, Stígandi frá Sauðár- króki og Kolgrímur frá Kjarn- holtum. Bjartur frá Litla-Dal, Árvakur frá Árgerði og Orri frá Þúfu. Formaður Hrossaræktar- sambands A-Húnvetninga er Ægir Sigurgeirsson Stekkjardal. Formaður Hrossaræktarsam- bands Skagfirðinga er Einar E. Gíslason á Skörðugili. Á vegum sambandsins verða hestarnir: Hrafn, Hervar, Asi, Léttir, Örvar, Goði, Kveikur, Vörður, Kjarval, Mímir, Léttir frá Grundarfirði og Fami frá Bakka. Stóðhestar á vegum Hrossa- ræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga verða Gassi, Hjörtur, Baldur, og Garður frá Litla- Garði. Formaður hrossaræktar- sambandsins er Páll Alfreðsson á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.