Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 25. maí 1991 Laugardagur 25. maí 1991 - DAGUR - 11 Skagamaðurinn í Lindu og nýbakaður varaþingmaður Alþýðuflokksins — Sigurdur Árnórsson framkvœmdastjóri súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu á Akureyri í helgarviðtali IVxli: Jóliaim Olaíiir 11alldórssou • Vlvml: Golli „Við eigum KEA, við eigum Lindu,“ söng Helena Eyjólfsdóttir með hljómsveit Ingimars Eydals hér fyrr á árum í frægum óð um Akureyri og enn þann dag í dag skýtur þetta lag upp kollinum á öldum Ijósvakans. Súkkulaðiverksmiðjan Linda er fyrir mörgum uppöldum Akureyring- um eins og einn af vættunum í skjaldarmerki Islands. Mörgum þætti mik- ið vanta á Akureyri ef súkkulaðiverksmiðjan Linda legðist af, svona rétt eins og það yrði martröð fyrir margan bæjarbúann ef Sjallinn hyrfi af sjónarsviðinu. AHir hlutir þróast og breytast, lagast að tímanum. Það gerir súkkulaðiverksmiðjan Linda líka. Þessi verksmiðja hefur á síðustu misserum gengið í gegnum breytingaskeið, komnir eru inn nýir eigendur í fyrirtækið og þeirra stærstur framkvæmdastjóri hennar á síðustu árum. Skagamaðurinn Sigurður Arnórsson hefur ekki einasta látið meira að sér kveða í atvinnulífinu á Akureyri með þessu móti heldur er hann einnig nýbakaður varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn í kjördæminu. Stórkrat- inn frá Akranesi er því kominn á kaf í pólitík samhliða öllu hinu en tekur þessu verkefni sem öðrum. Fyrir honum eru þau til að takast á við. 13 íllj ■ hM „Simuim þótti kraíinn kominn heldur liátt innan Samhandsins** Var hissa hve hátt fyrirtækið var skrifað hjá almenningi „Ég fékk strax mikinn metnað fyrir Lindu þegar ég byrjaði að vinna hér,“ segir Sigurð- ur þegar við höfum komið okkur fyrir og byrjum að velta fyrir okkur aðdragandanum að því að hann tók þá ákvörðun að gerast einn af stærstu hluthöfum í fyrirtækinu með því að kaupa efnagerðina Flóru af Kaupfé- lagi Eyfirðinga og leggja hana inn í Lindu sem hlutafé. „Það kom mér á óvart þegar ég kom hing- að hversu almenningur í landinu mat þetta fyrirtæki mikils og hve nafnið á því var hátt skrifað. Þá hafði fyrirtækið hins vegar verið að éta sig innanfrá um nokkurn tíma og því þurfti að grípa til einhverra ráða. Ég sá að sterkasta eignin var nafnið og sá því fljótt að sniðugasta leiðin var að finna góðan rekstr- argrundvöll til að byggja á á nýjan leik. Ég gerði tillögur að því hvemig þetta skyldi gert, á þær var hlustað og í framhaldi tókst að ná inn tugmilljónum í hlutafé. Skuld- breytingar eru nú búnar og þá er komið að manni eina ferðina enn að standa sig, standa undir þeim væntingum sem bæði ég og aðrir hafa. Ég er að veðja miklu, veðja hlutum sem við eigum saman fjölskyldan og ég viðurkenni að oft er hnútur í maganum. En þegar maður gerir svona lagað þá gefur maður sig allan í verkið. Síðan þetta gerðist hef ég mætt í vinnuna snemma á morgnana og unnið langan vinnudag en því er ég ekki óvanur þar sem mér hefur alltaf fundist gaman að vinna og var kennt í uppeldinu að það sé dyggð að vinna. Hafi ég ekki fengið næga útrás fyrir þessa vinnugleði í vinnunni þá hef ég bara bætt það upp í félagsmálum utan vinnunnar. Þannig hefur þetta alltaf verið,“ segir Sigurður Arnórsson og brosir út í annað. „Afskiptafræðingurinn“ á Heklu Sigurður er fæddur og uppalinn á Akranesi og því sannur Skagamaður. Ekki fer hann dult með það og þá ekki heldur stjórnmála- skoðanirnar en jafnaðarmaður er hann fram í fingurgóma. Kratinn í honum kemur oft upp á yfirborðið og kannski er ekki að undra að pólitíkin sé ofarlega í huga hans nú rétt eftir kosningar, enda maðurinn nýorðinn varaþingmaður Alþýðuflokksins í kjördæminu. Én hvernig var leið hans frá Skaganum norður yfir heiðar til Akureyrar? „Eg fór á Samvinnuskólann á Bifröst og kom eiginlega lítið heim eftir það. Og það skal ég segja þér að ekki var fjölmennt í þingflokki krata á þeim skóla en þetta voru dýrðarár. Eftir að skólavistinni á Bifröst lauk aðstoðaði Guðmundur Sveinsson, skólastjóri á Bifröst, mig í að komast til Englands í nám í iðnrekstrarfræði og hvatti mig til að leggja grunninn að öllu því sem ég er að gera í dag. Þaðan kom ég svo hingað til Akureyrar og var ráðinn sem afskipta- fræðingur á Heklu í september 1973...“ - Afskiptafræðingur!? „Já, ég var kallaður það fyrst þegar ég kom,“ svarar Sigurður og hlær. „Þarna byrj- aði maður að taka alla hluti í gegn og skipta sér af öllu þannig að þetta nafn festist við mig. Fyrst var ég deildarstjóri hjá fyrirtæk- inu, síðar aðstoðarverksmiðjustjóri og loks verksmiðjustjóri árið 1979.“ í ársbyrjun 1981 fór fram endurskipulagn- ing hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akur- eyri þegar fyrirtækinu var skipt upp í deild- ir. Þá varð Sigurður yfirmaður ullarvinnsl- unnar og jafnframt aðstoðarframkvæmda- stjóri Iðnaðardeildarinnar. „Þarna þótti nú mörgum kratinn vera kominn ansi hátt innan Sambandsins og ég var einmitt minntur á það nýlega að á þess- um tíma kom einn af verkstjórum mínum að máli við Hjört Eiríksson, þáverandi framkvæmdastjóra Iðnaðardeildarinnar, og spurði hann hvaða meining væri í því að setja krata í þessa stöðu. Og þá svaraði Hjörtur: „Við kristnum hann.“,“ og nú hlær Sigurður dátt. Fór fyrir Sambandinu eins og Austur-Evrópu „Ég fékk mörg tækifæri innan Sambandsins og sjálfsagt hefur maður frekjast svolítið áfram. Þarna voru gerðar verulegar kerfis- breytingar en því miður náðu þessar breyt- ingar aldrei alla leiðina upp í gegnum Sam- bandið. Frá mínum bæjardyrum séð fór því alveg eins fyrir Sambandinu eins og Austur- Evrópu, þ.e. það át sig innan frá. Miðstýr- ingin var of mikil og einingarnar sem áttu að borga brúsann höfðu ekki nóg til þess. Miðjan þurfti miklu meira en einingarnar gátu borið og því kom að því að allt dæmið hrundi og þá hrundu líka væntingar margra með. Þarna var fjöldi af góðu fólki sem vildi fórna öllu fyrir samvinnuhugsjónina og þessar verksmiðjur. Samvinnufyrirtæki skyldi vera í byggðarlaginu og hér skyldi ekki vera fyrirtæki þar sem einhver einstakl- ingur gæti farið með arðinn burt. í dag sjá- um við öll hvernig fór. Þessar verksmiðjur eru nú farnar. Þetta var blekkingin. Ég tek það fram að ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég beri kala til Sambandsins, síður en svo því þar fékk ég fjöldann allan af stór- skemmtilegum tækifærum. Þetta segi ég vegna þess að sjálfur var ég meðal þeirra sem voru tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir þessa hugsjón. Kratinn þarf nefnilega ekkert að vera síður til þess borinn að vera samvinnumaður en framsóknarmaðurinn.“ Jón Baldvin veit hverju hann veðjar Talið berst nú um sinn frá störfunum hjá Sambandinu og að pólitíkinni. Jafnaðar- mannastefnan er Sigurði í blóð borin enda hann kominn úr þeirri ætt á Skaganum. „Og ef þetta kallast pabbapólitík þá er ég bara stoltur af því. Þetta hefur alltaf verið mín lífsskoðun og ég hef aldrei efast um jafnað- armannastefnuna en hins vegar hef ég oft efast um útfærslu forystumanna Alþýðu- flokksins á íslandi á þessari stefnu. Ég held að þessi stefna höfði til miklu stærri hóps íslendinga en þeirra 15% sem styðja Alþýðuflokkinn, það er eitthvað annað sem menn geta ekki sætt sig við í flokknum í dag en hugsjónin." Alþýðuflokkurinn hefur á síðustu vikum verið í sviðsljósi stjórnmálanna og háværar gagnrýnisraddir hefur hann fengið vegna fráhvarfsins úr fyrri ríkisstjórn og samstarfs við Sjálfstæðisflokksins í núverandi stjórn. Sigurður fer ekki leynt með þá skoðun sína að vel þurfi að halda á spilum nú ef ekki eigi að tefla framtíð flokksins í hættu. „Ef ekki tekst að halda niðri verðbólgu, halda niðri skattheimtu, erlendum lántök- um og auka kaupmátt þá er forysta Alþýðu- flokksins og þar af leiðandi flokkurinn sjálf- ur í mikilli hættu. Jón Baldvin gerir sér örugglega manna best grein fyrir því að með þátttöku í þessari ríkisstjórn er hann að veðja sinni pólitísku framtíð. En þetta verð- ur ekki metið fyrr en eftir fjögur ár, svo fremi sem samstarfið haldist út þann tíma.“ - Ertu með þessu að gefa í skyn að þú sért hræddur um þessa ríkisstjórn? „Ég er hræddur um hana að því leyti til að ég held að hún sé orðin til fyrir þrýsting. Við vitum að okkur verður refsað ef illa fer vegna þess að forystumenn Alþýðuflokksins létu það ekki koma nægilega skýrt fram að Alþýðubandalagið var tilbúið fyrir mun minni tilslakanir að taka þátt í þessari stjórn Davíðs og því heldur almenningur að ekki hafi verið leitað nóg eftir áframhaldandi samstarfi í vinstri stjórn og kannski er ég einn af þeim. Ég dreg ekki dul á það að ég er einn þeirra krata sem vildu áframhald- andi vinstri stjórn en tíminn og árangur þessarar stjórnar verður að ráða því hver uppskeran verður af stjórnarsamstarfinu." Linda á batavegi en langt í land enn Hjá Sambandinu var Sigurður í stjórnunar- störfum allt til ársins 1986 þegar hann réðist framkvæmdastjóri hjá Eyþóri Tómassyni í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu. Síðasta árið hjá Sambandinu stýrði Sigurður Plast- einangrun hf. á Akureyri en þegar Eyþór bauð honum starf í annað sinn á stuttum tíma lét hann til leiðast. „Þetta fyrirtæki var talsvert öðruvísi en þau sem ég hafði starfað við hjá Samband- inu. Ég var ákveðinn í að ná mér í reynslu í fjármálastjórn en hjá Sambandinu hafði ég öðlast góða reynslu á flestum öðrum sviðum. Á þessum tíma var Linda fjöl- skyldufyrirtæki en aðaleigandinn, Eyþór Tómasson, var orðinn aldraður og vildi halda sem mest í þetta fyrirtæki eins og það var. Við fráfall hans sem hafði byggt Lindu upp sem stórt fyrirtæki hófst mikið óvissu- tímabil um framtíðina og þá fór ég að beita þrýstingi á að reynt yrði að styrkja stoðirn- ar. Ef þessar aðgerðir hefðu verið byrjaðar fyrir nokkrum árum hefði þessi róður verið léttari í dag en með mikilli vinnu hefur okk- ur tekist að koma fyrirtækinu að því marki að skila hagnaði eftir margra ára taprekstur. Það sýnir okkur að við erum á réttri leið en það er langt í land.“ Eigum að víkka fyrirtækið út á sviði matvælaiðnaðar Sú breyting sem gerð var á eignaraðild Lindu síðastliðinn vetur er fyrir margra hluta sakir sérstök. Þarna gerðust eigendur aðilar eins og Akureyrarbær, lífeyrissjóður starfsmanna fyrirtækisins, olíufélag og tryggingafélag, auk Sigurðar sjálfs. Og nú er að sögn Sigurðar farið að bera á því að fólk utan úr bæ óski eftir að fá keypt hlutabréf í fyrirtækinu. Þetta sýni vel hug fólks gagn- vart þessu rótgróna fyrirtæki. Sigurður segir að fyrstu fjóra mánuðina eftir sameiningu Flóru og Lindu hafi fyrir- tækið aukið tekjur sínar um 80% miðað við fyrra ár. Þetta hljóti að jaðra við íslandsmet á þessu sviði. „En þetta hefur kostað mikla vinnu og ekki verið mögulegt án góðrar stjórnar og fyrirtaks starfsmanna,“ leggur Sigurður áherslu á. „Mínar tillögur hafa verið þær fyrir fram- tíðina að Linda geri sér grein fyrir því að hennar mesti auður liggur í að halda góðum tengslum við þau hundruð viðskiptamanna sem hún á um allt land og að útvega þeim þær vörur sem þeir þurfa að fá á sviði mat- væla, annað hvort með framleiðslu, umboðssölu eða innflutningi. Ég vil segja að við eigum að vera fyrirtæki í vissum flokk- um matvæla og bæta ofan á innflutningi til að geta útvegað okkar viðskiptavinum þá breidd sem þarf í vörum. Þetta er framtíðar- sýnin.“ Fyrirtæki eiga að vera færri og stærri Sigurður segist þeirrar skoðunar að byggja eigi upp fá og sterk fyrirtæki á hverju sviði atvinnulífsins. Þannig eigi t.d. Linda að vinna að því að kaupa upp minni fyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, ekki síst í Reykjavík, flytja þau norður yfir heiðar og steypa sam- an við verksmiðjuna. Með þessu verði meiri breidd sköpuð í atvinnulífinu í bænum og fleiri atvinnutækifæri sköpuð fyrir bæjar- búa. „Það er ekki óvart sem fyrirtæki í útgerð hafa verið að sameinast á síðustu misserum. Á Akranesi er t.d. öll útgerð komin undir eitt öflugt fyrirtæki og benda má á önnur stórfyrirtæki á þessu sviði eins og Granda og ÚA. í öllum atvinnugreinum á Islandi verða í framtíðinni nokkur stórfyrirtæki og örfá smá. Ég held að hérlendis verði ekki öllu lengur 200 aðilar sem frysta fisk eða 20 sælgætisgerðir. Þess vegna eigum við að leita okkur að aðila eða aðilum sem henta vel til sameiningar. Og í þessu máli eigum við ekki að gera þau mistök sem gerð voru með Iðnaðardeildina og Álafoss á sínum tíma að menn fórni öllu fyrir það eitt að hafa höfuðstöðvarnar á^Akureyri. Allir sjá hvernig fór og slíkt má ekki endurtaka sig.“ Heildsalarnir í Reykjavík settir til hliðar Dæmi um þær breytingar sem nú eru að ger- ast hjá Lindu er að á dögunum tók fyrirtæk- ið alla dreifingu á framleiðsluvörum sínum á höfuðborgarsvæðinu í sínar eigin hendur. í staðinn fyrir dreifingu í gegnum heildsölur á Reykjavíkursvæðinu hefur fyrirtækið komið sér upp nýju dreifingarkerfi með bflum og er vörunum nú ekið nánast beint frá verk- smiðjunni á Akureyri til einstakra við- skiptavina á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig tók heildsölubatteríið í Reykjavík þessu uppátæki. „Það tók því heldur illa,“ svarar Sigurð- ur. „En með þessu þjónustum við stórmark- aðina í Reykjavík beint héðan frá Akureyri til jafns við minni aðilana. Að sama skapi viljum við líka fá svörunina beint í æð þann- ig að ef einhverjar kvartanir eru vegna vörunnar þá fer hún enga hlykkjótta boðleið heldur beint til okkar aftur. Þetta var leið sem við ákváðum að fara til að þjónusta okkar viðskiptavini sem best,“ heldur Sigurður áfram. Að vakna af dvalanum Ekki er annað að heyra á Sigurði en hann telji það þess virði fyrir menn úti á landi að láta reyna á atvinnurekstur frekar en leggja árar í bát og kvarta hástöfum yfir að allir hlutir fari suður yfir heiðar. Hann segir þessa tuggu um að allt fari suður þreytta og leiðinlega en menn þurfi að vakna hressi- lega af dvalanum til að hjólin fari að snúast. Hann segist hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig þetta skuli gert. „Mínar hugmyndir eru þær að hér á Norðurlandi eystra verði stofnað einhvers konar fyrirtæki eða sjóður sem hefur það markmið, fyrir utan að skila hagnaði, að ganga inn í atvinnulífið sem fyrir er með fjármuni. Við þurfum, með öðrum orðum, að færa til fé sem til er hér í kjördæminu í fyrirtæki sem starfa í kjördæminu og eru til- búin að skoða nýja hluti og gera eitthvað nýtt. Þessi sjóður á þá að leggja vissa upp- hæð inn í fyrirtækin í formi hlutafjár gegn því að gera vissar rekstrarkröfur á fyrirtæk- in. Mín hugmynd er sú að í þennan sjóð komi fjármunir frá fyrirtækjum sem þegar eru á svæðinu, sveitaiíélögum og ríkissjóði. Hugmyndin gengur út á að þau fyrirtæki sem fyrir eru verði styrkt til að víkka út sín svið í stað þess að alltaf sé hlaupið til og stofnuð ný fyrirtæki. Það er nefnilega búið að finna upp hjólið, það þarf ekki að gera það aftur. Hér á svæðinu eigum við að spyrja okkur sjálf hvað það er sem við gerum vel og hvað við ætlum okkur að gera ennþá betur. Og þá eigum við að hafa vit á því Ákureyringar að hugsa örlítið út fyrir bæjarmörkin vegna þess að við eigum að leggja áherslu á að við- halda jaðarbyggðinni kringum okkur. Ef við gerum það ekki þá verðum við sjálf orðin í jaðrinum á byggðinni einn góðan veðurdag. Reynum heldur að líta á Norðurland eystra sem heild með miðstöðina Akureyri innan- borðs,“ segir Sigurður Arnórsson. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.