Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 25. maí 1991 matarkrókur Fjórir gómsætir frá Friðrik í dag er Friðrik Garðarsson, kjötiðnaðarmaður, höfundur uppskriftanna í matarkrókn- um. Hann býður upp á rjómalagaða lauksveppasúpu, rjómasoðinn lax, grísarétt og sumarís. Friðrik segist hafa ógurlega gaman af matreiðslu og gerir mikið af tilraunum. „Ég elda yfirleitt úr því sem ég á í ísskápnum og er aðeins farinn að lœra hvað passar saman. Mér finnst ágœtt að nota bara það sem hendi er næst og sleppa þá við auka- ferðir í búðina. “ segir Friðrik. Hann hefur skorað á Björn Arason, yfirþjón, sem tók áskoruninni og verður í matar- krók eftir hálfan mánuð. Rjómalöguð lauksveppa- súpa með rósapipar 1 laukur 3 dl nýir sveppir 2 msk. smjör 2 msk. hveiti 7 dl kjötsoð 2 dl rjómi 2 dl mjólk 1 dl Creme Fraiche '/2 msk. sojasósa 1 msk. mulinn rósapipar 2 msk. koníak (má sleppa) Laukur og sveppir saxaðir smátt og brúnaðir í smjörinu. Hveitinu hrært samanvið og kjötsoðinu samanvið það og lát- ið sjóða í 10 mínútur. Rjóma, mjólk, sojasósu, Creme Fraiche, koníaki og rósapipar bætt sam- an við og súpan látin vera á hita í 6-7 mínútur áður en hún er borinn fram. Gott er að hafa brauð með. Rjómasoðinn lax 600 g beinlaus lax 2-3 tómatar 1 tsk. salt malaður svartur pipar V2 dl saxað dill (helst nýtt) 2 dl rjómi Laxinn skorinn í þunna bita. Tómatarnir skornir í sneiðar og settir á víða pönnu og laxinn ofaná. Salti, pipar og dilli stráð yfir, rjóma helt yfir og látið sjóða á millihita í 10 mínútur. Borið fram með nýjum kartöfl- um og fersku salati eða græn- meti. Grísaréttur 600 g svínakambur eða annað svínakjöt (ágœtt ef örlítil fita er í því) 2 msk. ólífuolía 2 laukar 2 dl rjómi 2 dl rifinn ostur 1-2 súputeningar 1 msk sherrý (má sleppa) V2-I poki frosnar grœnar baunir Kjötið skorið í litla bita og brúnað í ólífuolíunni. Sett í eldfast mót og rjóma, súputen- ingum og sherry hrært saman og helt yfir kjötið. Laukurinn skor- inn í sneiðar og raðað ofaná kjötið og rifinn ostur settur efst. Sett í ofn við undir- og yfirhita (u.þ.b. 250 gráður) í u.þ.b. 15 mínútur. í*á er grænu baunun- um stráð yfir og stungið i ofninn í 5 mínútur, eða þar til frostið er farið úr baununum. Borið fram t.d. með hrísgrjónum. Sumarís 2 eggjarauður 4 msk. sykur peli rjómi 1-2 msk. kakó V2 dl óblandaður appelsínusafi 3 dl hreint jógúrt V2 Neskaffi Rjóminn þeyttur (má vera stífþeyttur) og hann settur til hliðar. Eggjarauðum og sykri hrært (þeytt) saman þar til þetta er orðið svolítið þykkt. Jógúrt, kakó, kaffi og appelsínusafa hrært samanvið og rjómanum loks hrært samanvið allt saman. Petta er síðan fryst. Gott er að skafa ísinn í kúlur og setja hann t.d. í súkkulaðiskeljar. vísnaþáttur Hér koma nokkrar heima- gerðar vísur gripnar af laus- um blöðum. Andvaka: Hendir oft að hálfhrá vísa heimtar af mér snyrtingu. Yfir þessu hlýt að vaka hartnær fram í birtingu. Svo er oft að staka stekkur stolt og frjáls sem lax í hyl, meðan blaðið blekið drekkur brosandi hún verður til. Pólitík: Nú er þjark um 3% þolraun Mammons vina. Pað er ekki heiglum hent að hemja ágirndina. Bóndi gefur dömu heilræði: Blfðu þinni eyddu ei, entu forðann betur. Sumir eiga ekkert hey eftir miðjan vetur. Aumingja ég: Langt um oftast satt ég segi, en sumt er ekki nógu traust. Kannski er betra þá ég þegi en það er ekki vandalaust. Gamlinginn mælir: Ennþá get ég ýmsu kynnst. Enn ég sé og heyri. Verst hvað þeir sem gutla grynnst gerast hinum fleiri. Lífið sumum lftinn gaf Ijóma tækifæra. Pó má sjálfsagt öllum af eitthvað nytsamt læra. Illska: Geta sig af illsku ært út aflítilræði þeir sem hafa lítið lært lífsins sálarfræði. Emma Ásta Hansen í Reykja- vík bjó um skeið að Hólum í Hjaltadal. Hún orti. Morg- unn í Hjaltadal: Dalurinn ypptir augum yljandi votu grasi. Dreymandi dalalæða dottar svo hæg í fasi. Amstur við öskustóna. Eldblossi rís og hnígur. Reykurinn blár af bænum beint upp í loftið stfgur. Kona með fötu kemur kúahóp sinn að mjalta, dagslóð um grænar grundir gengur um dalinn Hjalta. Ilmur af grátnu grasi geymist í muna lengi. Sól yfir fjalli sofin. Sumar um tún og engi. Guðbjörg Karlsdóttir í Gautsdal, Reykhólahreppi kvað. í orðastað gamals kennara: Pað skeður svo margt á atómöld sem er víst til þróunar talið, þóhramkoman verði fremur köld og fátæklegt orðavalið. En orða bundist ég ekki fæ ef á það sem þróun er litið að heilsast og kveðjast með hæ og bæ oghlaupa úr bænum með vitið. Ingólfur Gunnarsson frá Mið- húsum, Eyjafirði, kvað þessa mannlýsingu: Opnist hugar afkiminn eygi ég sálarspelkur. Háleitur sem himbriminn og hugsar eins og stelkur. Þessa orti Ingólfur á ferð með tveim dömum: Kvennafylgdin kær er mér kann ég hana að þiggja efað bara enginn sér og aðeins fer að skyggja. Þá koma tvær heimagerðar vísur. í blómabúð: Fegurstu rósunum verðurei vægt þær velkjast í loftþéttum pokum og deyja í blómvösum hægt, svo hægt og haugana gista að lokum. Mislukkað heilræði: Ef þú forðast ætlar hrekki, óttast jafnvel náungann, þá er best að eiga ekki orðastað við nokkurn mann. Halla Eyjólfsdóttir á Laugar- bóli kvað. Baugabót: Pótt ég sýnist sæl og hýr, síst um tárin losi, enginn veit, hvað innra býr undir mínu brosi Minni stýra má ég höríd mat að niður skera, þótt mér finnist öll mín önd annars staðar vera. Næsta vísa er eftir Hreiðar Eyjólfsson Geirdal. Skilnings- leysi: 777 að greina böl frá bót brestur skilning raman. Allir vita: Gull og grjót geta legið saman. Páll Guðmundsson á Hjálms- stöðum orti mikið og vel. Að vorlagi: Sólarbaugur bjartur hlær, brenna taugar halnum. Meðan augað opnast fær ann ég Laugardalnum. Gæðingurinn Straumur: Straumur hamast, hvessir brár. Hleypinn, framatamur, taumum ramur teygir á, töltir gamansamur. Pétur Jakobsson kennari í Reykjavík kvað. Hvíld: Andann þreytir ekki strit, ekkert breytist lyndi. Hugarteitur hér ég sit, hugsa um sveitayndi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku kvað: Stráum vaggar vindurinn veðurguðir fagna. Úti bíður bíllinn minn bestur allra vagna. Brátt ég uni bílnum í burt frá leiða flúinn. Ek um götur enn á ný öllum sorgum rúinn. Vermir sumarsólin heit, sunnanvindar þjóta. Aka vil ég upp í sveit yndis til að njóta. Út um sveitir ek ég þá um það fjallar baga. Par má kýr og kálfa sjá kroppa gras í haga. Næstu vísur eru heimagerðar. Gamla stakan: Gamla stakan gerir mér gott um vökunætur. Verra efhún af sér fer að ala margar dætur. Ef ég fyrir öðrum lýsi ævilangri stökusmíð: Ekkert skár, en öðruvísi yrki nú, en fyrr á tíð. Axarsköft mín eru skráð asnastrika letri. Út þau verða aldrei máð eða skrifuð betri. Harðna fer á heimsins dal, hvað má ástand bæta þar sem aðeins óráðs hjal eyrum nær að mæta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.