Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 20
Súkkulaðiverksmiðjan Linda: „Vongóður um rekstrar- hagnað í ár“ - segir Sigurður Arnórsson, framkvæmdastjóri „Ég er vongóður um að við náum að skila rekstrarhagnaði á þessu ári, svo fremi sem það rekstrarumhverfi sem . verið hefur haldist. Það sem af er árinu lofar góðu,“ sagði Sigurður Arnórsson, fram- kvæmdastjóri og einn aðaleig- enda súkkulaðiverksmiðjunn- ar Lindu á Akureyri, aðspurð- Skólalúðrasveitir á landsmóti um helgina Nú um helgina fer fram lands- mót skólalúðrasveita í Stykkis- hólmi. Þetta er 22. landsmót skólalúðrasveita en þessi mót eru haldin annað hvert ár. Alls taka 750-800 manns þátt í mót- inu, víðs vegar að af landinu. Þetta mót er stærsta verkefni Lúðrasveitar Tónlistarskóla Eyjafjarðar til þessa. Atli Guð- laugsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Eyjafjarðar, segir að frá skólanum fari um 20 hljóðfæra- leikarar. Sveitin er skipuð nemendum frá Grenivík, Eyja- fjarðarsveit og Hörgárdal. Að þessu sinni fara ekki lúðrasveitir frá Dalvík og Ólafsfirði en auk sveitar Tónlistarskóla Eyjafjarð- ar fara af Eyjafjarðarsvæðinu þrjár sveitir frá Akureyri. Lands- mótinu lýkur annað kvöld en á morgun verður sérstæður við- burður þegar þátttakendur í mót- inu, 750-800 manns, ganga á Helgafell og bera áburð á fellið. JÓH ur um reksturinn í ár en sem kunnugt er varð veruleg breyt- ing á eignaraðild verksmiðj- unnar um síðustu áramót. Sigurður segir að þær áætlanir sem gerðar voru um síðustu ára- mót hafi staðist hingað til. Sölu- aukning á fyrstu fimm mánuðum ársins sé um 80% miðað við síð- asta ár, sem teljast verði mjög góður árangur. „Tekjuaukningin er nánast á öllum sviðum fyrirtækins og það leiðir augljóslega af sér betri stöðu fyrirtækisins. Afkoman er að verða viðunandi og það er mikill bati frá því sem verið hefur undanfarið,“ sagði Sigurður. Nýjasta markaðsvara Lindu er örbylgjupoppkorn og eru fleiri nýjungar væntanlegar, að sögn Sigurðar. Þá var nýverið stokkað upp sölukerfi á framleiðsluvörum Lindu á Reykjavíkursvæðinu þannig að verksmiðjan sér nú sjálf um dreifinguna í stað heild- sala áður. Þessa breytingu segir Sigurður hafa þegar skilað árangri. Málefni Lindu eru nánar til umfjöllunar í helgarviðtali blaðs- ins í dag við Sigurð Arnórsson. JÓH ísbamablús. “ Mynd: Golli Nýbygging Rafveitu Akureyrar: Gengið til sanrn- inga við Vör hf. - miðað við að húsið verði tilbúið um miðjan desember Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Vör hf. um nýbyggingu Rafveitu Akureyr- ar á Gleráreyrum. Vör hf. var með lægsta tilboðið í bygging- una, aðeins 74% af kostnaðar- áætlun. Verkið mun hefjast í næstu viku og er áætlað að því Ijúki um miðjan desember nk. Svanbjörn Sigurðsson, raf- veitustjóri, segir að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Vör hf. eftir að tilboðin voru yfir- farin. „Það eru reyndar nokkrir þættir utan útboðs. í heild er gert ráð fyrir að verkið kosti 23,6 milljónir króna. Eftir athugun og lagfæringar og breytingar er til- boðið frá Vör hf. um 14 milljón- ir,“ sagði Svanbjörn. Hann sagði að utan útboðsins væri m.a. að rafveitumenn myndu sjálfir sjá um að rífa þakið af gamla hlutan- um, auk þess sem þeir önnuðust raflagnir í nýja hlutanum. Þá sagði Svanbjörn að lyfta í húsið væri utan útboðs og búið væri að steypa sökkla hússins. Nýbygging Rafveitunnar er um 260 fermetrar að grunnfleti. óþh Dalvík: Hagnaður af rekstrí Söltunarfélagsins áríð 1990 nam 84,3 milljónum króna Hagnaður af rekstri Söltunar- félags Dalvíkur hf. á síðasta ári nam 84,3 milljónum króna. Þar af nam hagnaður af sölu eigna um 40,8 milljónum Plús-markaðurinn á Akureyri: „Rekstri hætt um mánaðamóf - segir Hrafn Hrafnsson, framkvæmdastjóri Hlutafélagið Sæborg rekur tvær matvöruverslanir á Akur- Norðurland: Suðlægar áttir og hlýtt „Hann hangir mikið til þurr og litlar breytingar verða á frá því sem verið hefur síðasta sólar- hringinn,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur, þegar hann var spurður um veðurhorfur helgarinnar fyrir Norðurland. Samkvæmt veðurspá Veður- stofu íslands fyrir laugardag og sunnudag, verða suðlægar og suðvestlægar áttir ríkjandi yfir íslandi. Á sunnudaginn eykst vindur. Veðurfræðingurinn talaði um vestanstrekking og hlýtt veður. ój eyri þ.e. Matvörumarkaðinn og Plús-markaðinn í Glerár- hverfi. Nú hefur stjórn fyrir- tækisins ákveðið að hætta rekstri Plús-markaðarins. Að sögn framkvæmdastjóra Sæborgar hf. hefur rekstur Plús- markaðarins ekki gengið sem skyldi og síðustu tveir mánuðirn- ir hafa verið afar lélegir. Hverju er um að kenna er erfitt að svara. Trúlega spila margir þættir þar inn í svo sem staðsetning verslun- arinnar, harðnandi samkeppni og einnig það að Akureyringar eru lengi að taka við nýjungum jafnt í verslunarrekstri sem öðru. „Okkur þykir rétt að loka í tíma áður en mál þróast á verri veg. Plús-markaðurinn tilheyrir fortíðinni um næstu mánaða- mót. Við höldum rekstri Mat- vörumarkaðarins áfram, en rekstur hans hefur gengið mjög vel,“ sagði Hrafn Hrafnsson, framkvæmdastjóri. ój króna. A árinu 1989 var hins vegar 35 milljóna tap af rekstri Söltunarfélagsins. Umskiptin í rekstri fyrirtækisins milli ára eru því veruleg. Rekstrarnið- urstaða félagsins fyrir síðasta ár var kynnt á aðalfundi þess í gær. Einnig kom fram þar að unnið væri að kaupum á skipi til hráefnisöflunar fyrir félagið. Tekjur Söltunarfélagsins á síð- asta ári voru 457 milljónir króna, en árið 1989 voru þær 182 millj- ónir. Söluverðmæti afurða var 335 milljónir og aflaverðmæti skipa 162 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins um síð- ustu áramót var 72,5 milljónir króna. Árið 1989 var eigið fé neikvætt um 33 milljónir króna. Hlutafé var aukið á síðasta ári um 27 milljónir, úr 5,6 milljónum í 33 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 36,6% og veltufjárhlutfall 1,28, Eyjaijarðarsveit: Vinnuskóli fyrir unglinga Aformað er að á vegum Eyjafjarðarsveitar verði í sum- ar starfræktur vinnuskóli fyrir unglinga. Atvinnumálanefnd sveitarfélagsins gekkst fyrir skömmu fyrir könnun meðal unglinga á þörf fyrir þessa starfsemi og bárust þá umsóknir frá 13 unglingum um slík störf. í framhaldi af þessu var auglýst eftir verkstjóra við vinnuskólann. Óvenjulegt er að í dreifbýlis- sveitarfélögum sé starfræktur vinnuskóli fyrir unglinga og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt er gert í Eyjafjarðarsveit. Ætlunin er að vinnuflokkurinn sjái um snyrtingu á lóðum kringum opinberar byggingar, gróðursetn- ingu hjá sveitarfélaginu, tínslu á rusli, hreinsun árbakka og gerð leiktækja. Þá er einnig áformað að hópurinn taki að sér verk fyrir einstaklinga, t.d. útplöntun og málun útihúsa. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Árnasonar, skrifstofu- stjóra Eyjafjarðarsveitar, komu ekki einungis umsóknir um þessa vinnu frá unglingum í þéttbýlis- kjörnum sveitarfélagsins heldur einnig frá unglingum á sveitabýl- unum. Um er að ræða unglinga fædda árin 1975, 1976 og 1977, þ.e. 14, 15 og 16 ára gamla. Að sögn Stefáns hafa þegar borist fyrirspurnir frá einstakling- um sem áhuga hafa á að fá ung- lingana til ákveðinna verkefna, fyrst og fremst við gróðursetn- ingu. JÓH en var 0,28 árið 1989. Þessa dagana er verið að ljúka umfangsmiklum breytingum á rækjuverksmiðju Söltunarfélags- ins. Sett hafa verið upp ný og öflug tæki, sem gera það að verk- um að afkastageta verksmiðjunn- ar eykst um þriðjung. Þetta hefur það einnig í för með sér að Sölt- unarfélagið þarf að verða sér úti um aukið hráefni. Þessa dagana er unnið að samningum um kaup Söltunarfélagsins á skipi til hrá- efnisöflunar. Hluti af kvóta þess skips mun fylgja með í kaupun- um, en auk hans á Söltunarfélag- ið um 2000 tonna þorskígilda kvóta. Á fundinum í gær var lögð fram tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa upp á 33 milljónir króna, sem þýðir tvöföldun á hlutafé fyrirtækisins. Einnig var gerð tillaga um heimild til þess að auka hlutafé allt að 60 milljónum króna. Þannig er talað um að hlutafé í fyrirtækinu verði um 130 milljónir króna. Eins og kunnugt er keypti Samherji hf. hlut Kaupfélags Eyfirðinga í Söltunarfélaginu um mánaðamótin mars-apríl 1990. Hlutur Samherja hf. í félaginu er 63,54%. Dalvíkurbær á 36,38% og einn einstaklingur 0,01% Finnbogi Baldvinsson er fram- kvæmdastjóri Söltunarfélagsins. í stjórn þess eru Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelms- son og Kristján Þór Júlíusson. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.