Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 24. október 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn! Samningurinn um aðild íslands að Evrópsku efnahags- svæði er vafalaust viðamesti og þýðingarmesti milliríkja- samningur sem íslendingar hafa nokkru sinni gert á sviði efnahags- og viðskiptamála. Forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa allir lýst því yfir að EES-samningurinn hafi gífurlega þýðingu fyrir land og þjóð og komi til með að gerbreyta íslensku þjóðfélagi á komandi árum. Sannleiksgildi þeirra orða verður ekki dregið í efa. Á hinn bóginn eru ekki allir jafnsannfærðir um að breytingarnar verði einungis til batnaðar og þjóð- inni til framdráttar eins og ráðherrarnir hafa þó fullyrt. Stjórnarandstaðan á Alþingi, samtökin „Samstaða um óháð ísland", BSRB og fleiri hagsmunahópar í þjóðfélag- inu hafa krafist þess að EES-samningurinn verði borinn undir þjóðina í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeirri kröfu hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra þegar hafnað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Með hliðsjón af bylt- ingarkenndum áhrifum samningsins á íslenskt efnahags- og atvinnulíf á komandi árum er sú afstaða þeirra með öllu óskiljanleg. „Ég held að engin ríki, sem eru aðilar að þessum samningi, ætli að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu og þess vegna er engin ástæða til að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu," sagði Davíð Oddson, forsætisráðherra í DV í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á sama stað að engin ástæða væri til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn, þar sem hann væri „venjulegur milliríkjasamningur" sem fæli „ekki í sér nokkurt afsal á einu né neinu, hvað þá fullveld- isafsal," eins og utanríkisráðherra orðaði það. Þessi rök ráðherranna eru í senn léttvæg og tortryggi- leg. Ef samningurinn um aðild íslands að Evrópsku efna- hagssvæði er eins hagstæður og ráðherrarnir hafa fullyrt er engin hætta á öðru en að samningurinn verði sam- þykktur með miklum meirihluta atkvæða í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ef herkostnaður þjóðarinnar vegna aðildar að EES reynist á hinn bóginn mun meiri en upp hefur verið gefið, gæti brugðið til beggja vona með sam- þykki þjóðarinnar. Hér er ekki um „venjulegan milliríkjasamning" að ræða eins og utanríkisráðherra heldur nú fram, af því það hent- ar honum í augnablikinu. Hér er um að ræða stærsta milli- ríkjasamning sem þjóðin hefur nokkru sinni gert. íslend- inga varðar heldur ekkert um það þótt ríkisstjórnir ann- arra þjóða ætli hugsanlega að samþykkja aðild að Evr- ópsku efnahagssvæði án þess að spyrja þjóð sína álits. Óbilgjörn framganga erlendra ríkisstjórna getur aldrei orðið röksemd fyrir samskonar háttalagi hérlendra stjórn- valda. Hér er um svo veigamikið mál að ræða að þjóðin á ský- lausan rétt á að það verði borið beint undir hana. Þá er ekki síður mikilsvert að í umræðu sem fram færi í tengsl- um við þjóðaratkvæðagreiðslu kæmu allar upplýsingar upp á yfirborðið og til almennings. Það væri tvímælalaust mjög til bóta. Þess vegna ber ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar að leita álits þjóðarinnar á nýgerðum EES-samningi en hætta að fara undan í flæmingi. BB. Starfsmenn Leðuriðjunnar Teru á Grenivík að störfum. Greinarhöfundur ræðir m.a. um nauðsyn þess að skapa ný smáiðnaðartækifæri á landsbyggðinni. Smáiðnaðarverkeftii Horfur í atvinnu- og búsetumál- um á landsbyggðinni eru að mörgu leiti ískyggilegar: - Minnkandi kvóti er í fisk- veiðum og landbúnaðarfram- leiðslu og ef af áformum um stór- virkjanaframkvæmdir og bygg- ingu álvers verður, með tilheyr- andi þensluáhrifum, þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað, þá mun það leiða af sér hugsanlegan samdrátt annars staðar. - Tveir þriðju nemenda á framhaldsskólastigi í Ryfylke í Noregi töldu sig, í nýlegri við- horfskönnun, enga framtíð hafa þar. Slík viðhorfskönnun hefur ekki farið fram hér en er ástæða til að halda að útkoman yrði betri? - Ungt fólk sem leitar mennta fer til starfa annars staðar og fáir koma í staðinn. - Sums staðar eru hjón sem búa á bæ, þar sem búskapur hef- ur lagst niður og þau eru í mikilli þörf fyrir félagslega starfsemi. Það er því vissulega kominn tími til fyrir þá sem fyrir þessum þrengingum verða að fara að hugsa til nýrra starfa. Þá er það vissulega valkostur, sérstaklega ef ekki er um annað að ræða, að gera sig sjálfstæðan eða taka þátt í smáiðnaðarverkefni. Búháttabreyting Mikið er talað um búháttabreyt- ingu og hefur ýmislegt verið reynt í þeim efnum. Landbúnað- ur hefur verið frekar á undan- haldi í sveitum Þingeyjarsýslna og er svo komið að hann er að- eins um 30% af vinnumagninu í ýmsum sveitahreppum en hann er óneitanlega kjölfesta samt. Sýnt hefur verið fram á að mörg býli beri ekki vinnandi hjón. Það er hins vegar ekki einboðið að það fólk sem þarf að skapa sér auknar tekjur sé tilbúið til að fara í sjálfstæðan rekstur. Það hefur hvorki rekstrarkunnáttu, né finn- ur það tækifæri við sitt hæfi elleg- ar finnst áhættan vera of mikil. Á hinn mátann er það fólk, sem hefur mikið framtak og dugnað og sér ekki út yfir dagleg störf. Ýmislegt hefur verið gert til að létta til með að byggja upp nýjar atvinnugreinar í sveitum og má þar t.d. nefna ráðningu sérstaks atvinnumálafulltrúa hjá Stéttar- sambandi bænda og stofnun smáverkefnasjóðs við það em- bætti. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra beitti sér fyr- ir því að fá kr. 15.000.000 á fjár- lögum til að efla atvinnumyndun hjá konum í dreifbýli. Ennfrem- ur hjálpar Framleiðnisjóður bænda við ný verkefni. Það er einnig spurning hvernig sýna má ungu námsfólki fram á Ásgeir Leifsson. Fyrri hlutí að það getur skapað sér framtíð með eigin framtaki, með því að nýta þá möguleika sem fyrir eru í umhverfinu. Skilyrði sem þarf að uppfylla Smáiðnaðarfyrirtæki verður að uppfylla nokkur skilyrði: - Það verður að skila lág- markskaupi til þeirra sem eiga það eða vinna við það. Handiðn, svo sem prjónaskapur með handprjón eða saumaskapur með heimasaumavél, fullnægir ekki þessu skilyrði nema í fáum tilvik- um. Dæmi: Kona þurfti fyrir þrem árum að auka heimilistekjur þar sem riðuveiki kom upp á bænum hennar. Hún fékk þá hugmynd að búa til tuskudúkkur og bjó til þrjár. Hún fór með þær á barna- heimili sem var nálægt og líkaði krökkunum mjög vel við þær. Þegar hún fór að reikna út hvað hún þyrfti að fá fyrir þær til að dekka kostnað komst hún að því að hún þyrfti kr. 6.500 fyrir dúkkuna. Við þá upphæð bætist flutningskostnaður, álagning smásalans og virðisaukaskattur. Þetta er því augljóslega dæmi sem ekki gengur upp. Hins vegar má vera að t.d. þrjár konur sem hefðu komið sér saman um að framleiða tuskudúkkur, hefðu með verkaskiptingu, góðu skipu- lagi og einhverjum tækjum, náð vinnulaunaliðnum það mikið nið- ur að hægt hefði verið að selja á samkeppnishæfu verði. - Ef starfsemin er í sveit verð- ur að vera hægt að starfa við hana óreglulega, því það koma vissir toppar í búskapnum og þá verður að sinna honum að fullu. - Fjármagnskostnaður verður að vera lágur og áhætta lítil. - Ef fleiri en einn vinnur við verkefnið verður starfsemin að vera félagsleg. Flókin mynd Það má hugsa sér að með góðu skipulagi og réttri véltækni sé hægt að framleiða ýmsar vörur með viðunandi kostnaði. Þó má slá því föstu að það að taka stökkið og prófa eitthvað nýtt er fullt eins mikið sálfræðilegt og félagslegt vandamál og efnahags- legt. Það er því býsna flókin mynd sem við blasir þegar skoð- að er hvernig standa á að verk- efni sem á að auka fjölbreytni í smáiðnaði á landsbyggðinni. Atvinnusköpun kvenna í dreifbýli Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur í hyggju að setja af stað smáiðnaðarverkefni á starfssvæði sínu. Hér er fyrst og fremst verið að hugsa um möguleika sem krefðust lítillar fjárfestingar og fremur lítillar verkkunnáttu og gætu haft nokkurn markað á svæðinu. Þetta er ekki síst gert með atvinnusköpun kvénna í dreifbýli í huga en eins og kunn- ugt er þá eru hentug og fjölbreytt störf handa konum búsettum í dreifbýli fremur fátíð; störf þar sem þær geta beitt þekkingu sinni og hugkvæmni og haft sæmilegar tekjur. Hugmyndir geta komið hvað- anæva að, t.d. frá Atvinnuþróun- arfélaginu sjálfu eða frá fólki búsettu á svæðinu, gjarnan við umræðu um möguleikana. Ókeypis rekstrarþjónusta Atvinnuþróunarfélagið stefnir að því að bjóða til að byrja með upp á ókeypis rekstrarþjónustu og framkvæmdastjórn og jafnvel þátttöku í rekstrinum. Gert er ráð fyrir afmörkuðu forverkefni sem standi í sex mán- uði. Markmið verkefnisins er að setja af stað 5-10 smáfyrirtæki á næstu tveim árum. Stefnt er að því að ráða til framkvæmdar verkefnisins manneskju (helst konu) til sex mánaða sem ynni að því að koma á samskiptum, afla hugmynda, koma hugmyndum á framfæri og aðstoða við að koma þeim í framkvæmd. Henni til aðstoðar við mat hugmynda og tæknilega útfærslu verður framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélagsins. Augljóst er þó, miðað við þau verkefni sem þegar liggja fyrir, að leitast verður við að gera þetta að fullu starfi. Húsavík 7. október, 1991. Ásgeir Leifsson. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnu þróunarfélags Þingeyinga. Síðari hluti greinarinnar verður birt- ur í blaðinu á morgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.