Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. október 1991 - DAGUR - 5 Fréttir Húsbréf Húsbréfaviðskipti vegna greiðsluerfiðleika íbúðareigenda Hætt verður að taka við umsóknum um húsbréfaviðskipti vegna greiðsluerfiðleika íbúðareigenda 31. október 1991. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 1990, lög nr. 124/1990, hefur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar einungis heimild til að skipta á húsbréfum og fasteignaveðbréfum vegna greiðsluerfiðleika íbúðareigenda til 14. janúar 1992. Umsóknareyðublöð um skuldabréfaskipti vegna greiðsluerfiðleika er unnt að fá hjá Húsnæðisstofnun ríkisins að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, og hjá flestum bönkum og sparisjóðum. 1301 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS U HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVlK • SlMI 91-696900 íþróttadeild Léttis: „Reiðhöll og nýir keppnis- vellir er ki'aía tímans“ - sagði Ingólfur Sigþórsson frá Akureyri „Hestamennska á íslandi er í sókn á nær öllum sviðum. Æ fleiri halda hesta og stunda hestaíþróttir. Hestamenn á Akureyri hafa dregist afturúr þegar litið er til þeirrar aðstöðu er þarf til íþróttarinn- ar. Reiðhöll og nýir keppnis- vellir er krafa tímans,“ sagði Ingólfur Sigþórsson, formaður nefndar á vegum íþróttadeild- ar Léttis, er vinnur að hug- myndum hestamanna á Akur- eyri um bætta aðstöðu. Að sögn Ingólfs starfa hesta- menn innan vébanda íþrótta- sambands íslands. Grettistaki hefur verið lyft hvað viðvíkur hestaíþróttir í Reykjavík. Reið- höllin í Víðidal gerir hestamönn- um á Reykjavíkursvæðinu kleift að þjálfa keppnishesta sína mun markvissara en áður var. Af þessu leiðir að mjög erfitt er fyrir hestamenn af landsbyggðinni að etja kappi við félagana í Reykjavík. Hestamenn á Akur- eyri hafa notið þess um árabil að ræktun hrossa á Norðurlandi er í fararbroddi. Hestaeign Akureyr- inga er góð, sem sést hefur á kappmótum undangenginna ára. í dag gengur verr. Þar ræður aðstöðuleysi, en ekki hestakostur. Hringvelli vantar á Akureyri sem reiðhöll. „í dag leitum við allra leiða til að ná settu takmarki. Við höfum átt viðræður við stjórnendur bæjarmála á Akureyri. Bæjar- stjórinn hefur sýnt skilning sem aðrir. Á næstu misserum verður unnið að framtíðaráætlun er lýtur að íþrótta- og tómstundamálum á Akureyri. Hestamenn ætla að vera þar í mynd sem aðrir. Lausn verður að fást fyrr en síðar," sagði Ingólfur Sigþórsson. ój Tæknimennt í stað handmenntar: Róbótasmíði á Blönduósi í grunnskólanum á Blönduósi er í vetur unnið að þróunar- verkefni til að breyta kennslu í handavinnu yfir í svokallaða tæknimennt. Manfreð Lemke, handavinnukennari á Blöndu- ósi hlaut styrk til verksins úr Þróunarsjóði grunnskóla. „Þetta verkefni felst í að færa hina gamaldags smíði í átt að nútímanum og blanda hana með ýmsum öðrum þáttum. Sem dæmi um verkefni fyrir 1. bekk- ingar mætti nefna módelsmíði af leikmynd með ljósum og öllu. í rauninni gengur tæknimennt út á að við kennarar séum ekki að taka af nemendum, tækifæri til að finna eigin lausnir á ýmsum vandamálum sem upp kunna að koma,“ segir Manfreð. Nemendur Manfreðs í grunn- skólanum á Blönduósi eru byrj- aðir í tæknimennt í stað gömlu handmenntarinnar og m.a. eru 10. bekkingar farnir að smíða litla tölvustýrða róbóta. Föstu- daginn 27. okt. nk. fara elstu nemendurnir síðan suður í Iðn- tæknistofnun og skoða t.d. róbóta. „Krakkarnir eru mjög spennt fyrir þessu námi og ánægð með Hrímbakur EA, togari Utgerðarfélags Akureyringa hf., er nú í sinni fyrstu veiðferð með skófluskrúfu þ.e. afar óvenjuleg skrúfublöð sem ekki hafa verið reynd á íslandi fyrr. Nýjungin er fólgin í að á skrúfublaðsendana kemur þver- kantur og utan um skrúfu sem þessa þarf engan skrúfuhring. að fá að nota höfuðið þrátt fyrir að þau þurfi dálitla hvatningu. Ég vil að þessi námsgrein heiti í framtíðinni tæknimennt enda felst ekki nein sjálfstæð höfuð- vinna í orðinu handmennt og sú kennsla orðin úrelt í nútímaþjóð- félagi,“ segir Manfreð. Skrúfan á að geta aukið togkraft togarans um 15%, en kemst jafn- framt af með minna vélarafl þeg- ar togarinn er á fullri ferð á sigl- ingu, sem leiðirtil olíusparnaðar. Verð skófluskrúfunnar er 3,5 milljónir, sem er svipað verð og á hefðbundnum skrúfum. Skóflu- skrúfan sem nefnist CTL-skrúfa á ensku er komin frá spænska fyrir- tækinu Sistemar. ój Nýstárleg skrúfublöð á Hrímbak EA: Minnkar olíueyðslu Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýslur: Tilboð opnuð í snjómokstur í gær voru opnuð tilboð í snjómokstur á Norðurlandi eystra veturna 1991-1993. Að sögn Sigurðar Oddssonar, umdæmistæknifræðings hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri, verður farið yfir tilboðin á næstu dögum og í framhaldi af því samið við einhverja af neð- angreindum verktökum. Útboð vegagerðarinnar náðu til akstursleiða og flugvalla í Norður-Þingeyjarsýslu, Suður- Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðar- sýslu. Tilboð í snjómokstur á akstursleiðinni Grenivík-Akur- eyri og Miðbraut bárust frá sjö verktökum. Arnarfell bauð 359 króna mokstursgjald og 3950 króna tímagjald. Samsvarandi tölur bárust frá Inga Rúnari Sig- urjónssyni 423 og 3128 krónur, frá ívari Jónssyni 384 og 4090 krónur, frá Kötlu 385 og 3850 krónur, frá Ómari Ingasyni 515 og 4500 krónur, frá Steindóri Sig- ursteinssyni 380 og 3650 krónur og frá Stefáni Þengilssyni 390 og 3900 krónur. í Fnjóskadalsveg vestri frá Víkurskarði í Kross bárust þrjú tilboð. BSH hf. bauð 535 krónur í mokstursgjald og 4400 krónur í tímagjald, Gunnar S. Valtýsson 550 og 4800 krónur og Stefán Þenjgilsson 390 og 3900 krónur. I snómokstur Húsavík-Kross- Fosshóll og flugvallarvegur í Aðaldal bauð BSH hf. 535 krón- ur í mokstursgjald og 4400 í tímagjald, Gunnar Valtýsson bauð 525 og 4800 krónur og Pét- ur Skarphéðinsson 460 og 4500 krónur. í akstursleiðina Kópasker- Raufarhöfn, sem og að ílugvelli við Hól, buðu eftirtaldir: Magnús Ingimundarsson 375 krónur í mokstursgjald og 5100 krónur í tímagjald, Vilhjálmur Konráðs- son 410 og 5135 krónur og Rækt- unarsamband Norður-Þingeyinga 395 og 3900 krónur. I snjómokstur á flugvelli við Hól, á flugvelli við Þórshöfn og á vegum á Langanesi bárust tvö tilboð. Átak hf. bauð 398 krónur í mokstursgjald og 3818 í tíma- gjald og þórður Þórðarson 297 og 4UUU kronur A hausttilboð AEG ryksiigct Vdmpyr 408 Verb ábur 14.361 11.970 stgr. AEG AFKÖST ENDING GÆÐI stgr. þurrkctri Lavatherm 730 - Án barka Verb ábur 81.411 64.995 AEG kæli- skápur Santo 2.300 DT Verb ábur 52.426 44.825 stgr. ^=4 Hafnarstræti 91-95 Sími 30300

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.