Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 24. október 1991 i I Lárus Ægir Guðmundsson, formaður bygginganefndar kirkjunnar, afhendir Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur, formanni sóknarnefndar, táknrænan lykil að nýju kirkjubyggingunni. Hin nýja Hólaneskirkja á Skagaströnd er í senn tignarlegt og glæsilegt mannvirki. Mynd: óþh Jóhanna Linnet söng við vígsluat- höfnina svo og í félagsheimilinu Fellsborg að vígslu lokinni. Fjölmenni á vígsluhátíð Hólaneskirkju á Skagaströnd Að vígsluathöfn lokinni bauð sóknarnefnd Hólanessóknar til kaffiveislu í félagsheimilinu Fellsborg og þáðu á fimmta hundrað manns boðið. Myndir: MJ/Skagaströnd. ' Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði nýju kirkjuna. Lengst til vinstri á myndinni er séra Pétur Þ. Ingjaldsson, sem var prestur Hólanessóknar um 40 ára skeið, frá 1941-1981; þá séra Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Melstað og séra EgiII Hallgrímsson, Hólanessókn. Svo sem greint var frá í Degi á þriöjudaginn var ný kirkja á Skagaströnd vígð sl. sunnudag. Hólaneskirkja hin nýja er teikn- uð af Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall hjá Arkitekta- stofunni í Reykjavík en Helgi Gunnarsson, byggingameistari á Skagaströnd, stjórnaði smíði kirkjunnar. Vígsluathöfnin tókst í alla staði mjög vel og var kirkjan full út úr dyrum. Talið er að á fimmta hundrað manns hafi verið við- statt athöfnina og setið kaffisam- sæti sem sóknarnefnd Hólanes- sóknar efndi til í félagsheimilinu Fellsborg að lokinni vígslu. Þótt Hólaneskirkja hin nýja hafi nú verið vígð og tekin í notkun er enn talsvert í land með að greiða byggingarkostnaðinn Kirkjukór I lólaneskirkju söng við vígsluna, ásamt söngfólki frá Blönduósi og standa straum af kaupum á innanstokksmunum. Fjársöfnun stendur því enn yfir og er velunn- urum kirkjunnar bent á að hafa samband við sóknarnefnd. Einn- ig er mögulegt að láta fé af hendi rakna beint í byggingasjóð kirkj- unnar, sem hefur þrjá reikninga á Skagaströnd. Þeir eru í Búnaðar- bankanum, sparisjóðsbók nr. 16063; í íslandsbanka, spari- sjóðsbók nr. 10369 og í Lands- bankanum, sparisjóðsbók nr. 1273. • 1 Mannlif Á Stjöraukvöldi í SjaJlanum Finnur og Helena Eydal í léttri sveiflu. 3£5fe He,gason' k^-> «i stjomandi syningarinnar. B Eyjolfur Kristjánsson: „Min hat han har tre buler..." og flestir sungu með. Laugardaginn 19. október var frumsýnd í Sjallanum ný skemmtidagskrá sem ber nafnið „Stjörnukvöld". Dagskráin bygg- ist upp á blönduðum skemmti- atriðum sem eru hnyttilega tengd með líflegri kynningu Bjarna Hafþórs Helgasonar. Ætlunin er að efna til slíkra skemmtikvölda alla laugardaga fram að áramót- um en skemmtiblandan verður eitthvað breytileg hverju sinni. Á þessu fyrsta stjörnukvöldi var boðið upp á fjögur skemmti- atriði: Finnur og Helena Eydal fluttu nokkur gömul og góð lög úr safni sínu; Jóhannes Kristjáns- son eftirherma lét gamminn geysa og fór m.a. í gervi margra þjóðkunnra íslendinga; dans- flokkur frá Stúdíó Alice undir stjórn Nanette Nelms sýndi nýstárlegan dans og loks sté laga- smiðurinn og söngvarinn Eyjólf- ur Kristjánsson á svið og flutti nokkur lög. Hann sýndi m.a. á sér alveg nýja hlið sem skemmti- kraftur og fékk „salinn" með sér í alls kyns söng- og líkamsæfingar. Þá fór einnig fram samkeppni þar sem þátttakendur úr hópi gesta kepptu um allsérstæð verðlaun. Að skemmtidagskránni lokinni lék hljómsveitin Rokkbandið ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur fyrir dansi, en hljómsveitin sá einnig um undir- leik í skemmtidagskránni sjálfri. Óhætt er að segja að fyrsta stjörnukvöldið hafi tekist prýði- lega og af stemmningunni mátti ráða að gestir voru ánægðir með það sem boðið var upp á. í Dansmeyjar frá Stúdíó Alice í atriði siiiii. -^^^^^ . , -i :i «iihrif í bví sem kalla mætti Þrír keppendur úr hópi gesta sýndu m.k.l t.lþr.f í þv. _ ^ „andlitslegt teygjutvist".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.