Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 24.10.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 24. október 1991 Fögnum vetri og kveðjum sumar með dansleik í Lóni við Hrísalund, laugardaginn 26. októ- ber frá kl. 22.00-03.00. Allir hjartanlega velkomnir. Harmonikuunnendur. AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 28. október 1991, kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Sigrún Sveinbjarnardóttir og Þórarinn E. Sveinsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Sím inn er 21000. Bæjarstjóri. Framsóknarfélag Húsavíkur Aðalfundur verður haldinn að Hótel Húsavík sunnudaginn 27. okt. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 4. Önnur mál. Guðmundur Bjarnason þingmaður mætir á fundinn. Fjöimennum og ræðum bæjarmálin og stjórn- málaástandið. Stjórnin. Tónlist Um 200 manns stilltu saman strengi sína í íþróttahúsinu á Dalvík sl. sunnudag Kóramót á Dalvík Kirkjukórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis efndi til Söngmóts á Dalvík helgina 19. og 20. októ- ber. Þetta mót var hið tíunda í röðinni, en fyrsta mótið var hald- ið 18. nóvember árð 1951. Sjö kirkjukórar tóku þátt í mótinu og voru þátttakendur alls á milli eitt hundrað og fimmtíu og tvö hundruð. Mótið hófst með samæfingu kóranna fyrir hádegi á laugardag og var æft þann dag með ýmsum hætti fram undir kvöld, en þá var haldin kvöld- vaka í Stærra-Árskógi. Á sunnu- dag var enn æft, en kl. 15.00 hóf- ust sameiginlegir tónleikar í íþróttahúsinu á Dalvík. Tónleikarnir hófust á því að hver kór söng eitt til tvö lög. Fyrsti kórinn var kirkjukór Ólafsfjarðar undir stjórn Jakobs Kolosowskis. Kórinn söng tvö lög. Hann söng afar þekkilega undir öruggri og ákveðinni stjórn söngstjóra síns. Næst kom fram Kirkjukór Dalvíkur. Söngstjóri hans, Hlín Torfadóttir, stjórnaði af ákveðni og festu. Kórinn söng tvö lög. Athyglisverður var flutn- ingur hans á laginu Vagnar á skólalóð eftir Pál P. Pálsson, en það gerir umtalsverðar kröfur til næmni og nákvæmni. Kórinn skilaði þessu verki vel. Þriðji kórinn var sameinaður kór Kirkjukórs Stærri-Árskógs- kirkju og Kórs Hríseyjarkirkju undir stjórn Guðmundar Þor- steinssonar. Kórinn söng tvö lög. Flutningur hans leið nokkuð fyrir heldur slaka raddbeitingu sérlega í kvennaröddum. Þá var komið að Kirkjukór Glerárkirkju. Stjórn söngstjóra hans, Jóhanns Baldvinssonar, var greinargóð og ákveðin. Kórinn flutti eitt verk, kaflann Biðjið, hrópið úr Friður á jörðu eftir Björgvin Guðmunds- son. Flutningur kórsins var all- góður, en leið nokkuð fyrir nokk- uð klemmdan tón í hæstu legu. Fimmti kórinn var Kór Akur- eyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Kórinn flutti eitt verk, í forgörðum Drottins eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Flutningur þess var öruggúr og hnökralaus. Sjötti kórinn var Kirkjukór Kaupangs og Munkaþverár. Söngstjóri hans er Þórdís Karlsdóttir. Kórinn flutti tvö lög. Sjöundi og síðasti kórinn var Kirkjukór Grundar- kirkju undir stjórn Sigríðar Schiöth. Kórinn flutti tvö lög. Báðir síðustu kórarnir liðu nokk- uð fyrir það, að raddbeiting var ekki sú sem skyldi. Næst sameinuðust allir kórarn- ir og sungu sjö lög. Skemmtilegt var, hve vel hafði tekist að ná góðri samfellu í söng alls þessa fjölda söngmanna á ekki lengri tíma en til umráða var. Víða voru góð tilþrif, svo sem í flutn- ingi sálmsins Veikur maður hræðstu eigi undir stjórn Sigríðar Schiöth og lagsins Öspin undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Þá náðist verulegur innileiki í túlk- un lagsins Þei, þei og ró, ró, sem kvennaraddir sameiginlega kórs- ins fluttu undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Einnig tókst vel flutningur Ave verum corpus undir stjórn Jakobs Kolosowskis, en þar var þó heldur hratt farið og hefði mátt vera nokkru þýð- ara. Söngmótinu lauk á því að sam- einaði kórinn söng þjóðsönginn Ó, Guð vors lands undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar og skilaði þessu vandasama lagi vel. í tengslum við söngmótið var haldinn aðalfundur Kirkjukóra- sambands Eyjafjarðarprófasts- dæmis. Stjórn var kosin og var Jóhann Baldvinsson, organisti Glerárkirkju á Akureyri, endur- kjörinn formaður. Fyrir hönd kirkjukórasambandsins lýsti hann kjöri þriggja heiðursfélaga í sambandinu: Sigríðar Schiöth, sem var eini söngstjórinn á þessu tíunda móti, sem hefur verið í því hlutverki allt frá upphafi og ekki vantað nema á eitt mót, Áskels Jónssonar og Jakobs Tryggvasonar, sem hafa báðir verið söngstjórar á öllum mótum kirkjukórasambandsins nema þessu síðasta. Jóhann Baldvins- son afhenti hinum nýkjörnu heið- ursfélögum skrautrituð skjöl og tóku Sigríður Schiöth og Áskell Jónsson við sínum skjölum, en Jakob Tryggvason gat ekki verið viðstaddur. Alls eru kórar í Kirkjukóra- sambandi Eyjafjarðarprófasts- dæmis tólf. Gerð er grein fyrir þeim öllum í vandaðri efnisskrá, sem gefin var út í tengslum við mótið. Þar er einnig rakin saga söngmóta sambandsins. Þetta litla rit er fróðlegt og mikill feng- ur þeim, sem áhuga hafa á tón- listarmálum almennt á Norður- landi. Það er líka vitnisburður góðs undirbúnings og fram- kvæmdar þessa viðamikla söngmóts, sem sannarlega var öllum aðstandendum til sóma. Haukur Ágústsson. Stjórn Arkitektafélags Islands: MótfaJlin hugmyndum um að leggja niður eða selja opinberar teiknistofur Vegna skrifa í fjölmiðlum nýlega um hugsanlega sölu tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins - og áður um embætti og teiknistofu Húsameistara ríkisins - vill stjórn Arkitektafélags íslands að eftir- farandi komi fram: „Stjórn A.í. er þeirrar skoðun- ar að ofangreindar stofnanir beri ekki að leggja niður né selja. Hins vegar telur stjórn félagsins það löngu tímabært að endur- skipuleggja þessar stofnanir í ljósi nýrra tíma og breyttra aðstæðna og leggja þar til grundvallar aðra þætti í starfsemi þeirra en beina hönnunarvinnu. Með því er átt við þætti er lúta að markvissri stefnumótun og gæðaeftirliti, áætlana- og for- sagnagerð, fræðslu, ráðgjafar- og rannsóknarstarfsemi. Ljóst er að mörg óunnin verk liggja á þessu sviði byggingarmála sem eðlilegt verður að teljast að unnið sé að á vegum opinberra aðila. Má raun- ar segja, að þessir þættir myndi veikasta hlekkinn í byggingar- ferlinu eins og það lítur út á ís- landi í dag, og því um mikilvægt hlutverk að ræða. Hvað hönnunnarþáttinn varð- ar sér stjórn A.í. engin rök fyrir því að opinberir aðilar annist hann. Hinar opinberu teiknistof- ur urðu til í allt öðru þjóðfélagi þegar frumkvæði ríkisvaldsins á ýmsum sviðum þjónustu og atvinnumála var sjálfsagt og eðli- legt. Þetta hefur breyst eins og annað og langt síðan geta sjálf- stæðra teiknistofa varð slík að nægði til að sinna öllum þeim hönnunarverkum sem íslenskur bygginarmarkaður þarfnast. Að þessu leyti er því hlutverki hinna opinberu teiknistofa lokið. Hvað tæknideild Húsnæðis- stofnunnar varðar sérstaklega þá er verkefni hennar á sviði stefnu- mótunar og ráðgjafar afar brýnt því segja má að umræða um húsnæðismál sé nær einskorðuð við fjármögnun íbúðarhúsnæðis á meðan eðli og inntaki þess sem byggja skal er í engu sinnt. Stjórn Arkitektafélags íslands beinir því til viðkomandi stjórn- valda, að þau gaumgæfi málefni hinna opinberu teiknistofa í þessu ljósi. Má í þeim efnum vísa til þeirra breytinga, er á undan- förnum árum hafa verið gerðar á uppbyggingu og starfsemi Skipu- lags ríkisins og sem er mjög í þeim anda sem hér er talað fyrir.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.