Alþýðublaðið - 19.08.1921, Blaðsíða 1
Alþýðub
O-efld tlt at .AJþýo^ÆtoJkJtaaunixiu
1921
Föstudaginn 19 ágúst.
189, tölubl.
írland.
©jörræðisstjórn Englendinga.
Raunasaga íra hefst um leið
og Englendingar ná verulegUm og
varanlegum yfirráðum i landi þeirra.
Alt frá því um 1171 töldust Breta-
konungar yfirráðendur á Irlandi,
en lengi vel voru þeir það að eins
i orði, og kjör landsmanna. voru
í öllu verulegu hin sömu og áður.
írar höfðu sitt eigið þing og voru
enn að mestu sjáifráðir um sín
málefni efnaleg og andleg.
En svo rann upp siðaskifta-
tímabilið. Konungsvaldið enska sá
sér ieik á borði í því, að brjóta
kaþóisku kirkjuna á bak aftur, og
iaka hina nýju kirkju mótmælenda
í sína þjónustu. Þá hófust erjurnar
íyrst fyrir alvöru milli Ira og Eng-
lendiaga. írar héldu fast við ka-
þólska trú, þrátt fyrir þær breyt-
ingar er orðið höfðu á kirfcju
skipuninni í sjálfu Englandi. Þótti
enska konungsvaldinu það hart,
því í skjóli siðaskiftanna lagði það
hald á eignir kirkna og klaustra.
Mætti þessi viðleitni þess vitan-
lega megnri mótspyrnu í íriandi
og þar eð hin enska kirkja og
Englendingar fylgdu stjórn sinni
að málum, var þar þegar ærið efni
fil illinda milli þjóðanna. Einmitt
frá þessum tíraa má heita að staðið
hafi óslitin barátta milli íra og
Englendicga og hefir það alla-
jafna 'verið harla ójafn leikur og
Ijótur.
Á dögum Elísabetar drotningar,
á seinni hluta 16. aldar, gerðu
írar margar uppreisnir gegn ó
jöfnuði ensku stjórnarinnar, en þær
voru allar bældar niður raeð harðri
hendi, Tóku Englendingar þá upp
þaan sið, að svifta írska uppreisn-
armenn eignum í stórum stil og
fá þær enskum mönnum í hendur.
Einmitt rétt eftir þetta tóku enskir
mótmælendur að flytja sig til
Uisterhéraðsins nyrst á írlandi til
þess að taka þar við þeim jarð-
Hérmeð tilkynnist að sonur okkar elskulegur, Heigi, andaðíst 18,
þ. m., eftir langa legu.
Jóhanna Jónatansdöttir. Helgi Guðmundsson.
Aðalstræti 6.
eignum, sem írar með ofbeldi
höfðu verið rændir (um og eftir
1607). Auðvitað undu írar þessu
atferli hið versta og gerðu stór-
felda uppreisn í Ulster móti þess-
um aðskotadýrum i október 164.1.
Uppreisnin varð ákaflega blóðug
og ensku mótmælendurnir þar i
héraðinu voru drepnir unnvörpum.
Var svo eftir þetta óvist nokkurn
tíma um öriög írlands, þar tii
Cromwell fór þangað með her
manns 1649 og kúgaði íra til
hlýðni með fádæma hörku.
Hefnd Englendinga var hræði-
leg. Mesti fjöldi af írskum upp-
reisnarmönnum var drepinn eða
fiuttur úr landi og þremur fjórðu-
pörtum af öllum jörðum í landinu
var skift á milli enskra manna.
Meginþorri íra hlaut þá ömurlegu
aðstöðu að vera eignalausir verka-
menn eða leiguliðar hjá þessum
ránsmönnum og harðstjórum.
Sigurvegararnir ' fóru i öllum
greinum fram með fáheyrðum yfir-
gangi og ójöfnuði. Þeir létu rigna
yfir íra nauðungarlögum og hvers
konar ofríkisráðstöfunum. } Þeir
sviftu þá atkvæðisréttinum og kjör-
gengi til írska þingsins og aðgangi
að embættum í landinu Kaþólska
kirkjan varð fyrir ofsóknum og
verzlun íra og iðnaði var blátt
áfram haldið niðri í hagsmuna-
skyni fyrir enska gróðabrallsmenn.
Eigendur írsku jarðanna lifðu í
allsnægtum austur á Englandi en
létu ráðsmenn sína stjórna fyrir
sig jarðeignunum á írlandi og áttu
leiguliðarnir við hin afleitustu kjör
að búa undir þeirra stjórn.
Engar verulegar breytingar urðu
nú á afstbðu íra og Englendinga
fyr en um 1800. Þá höfðu áhrifin
frá frönsku stjórnarbyltingunni
Brunatryggingar
á innbúi og vörum
hvergl ódýrari en hjá
A. V. Tulínius
vátryggingaskrlfstofu
El m s kfpaf é lags h ús I nu,
2. hæð.
borist yfir til Irlands og nokkrir
frelsisvinir gerðu uppreisn þar árið
1798. Hún vsr þó bæld niður og
upphafsmennirnir drepsir fjölda-
margir. Notaði enska stjórnin svo
þetta tækifæri til þess að afnema
írska þingið með öllu, en ákvað
að írar skyldu eiga sæti f neðri
málstofu enska þingsins fyrir 100
þingmenn. En þar eð ekki mátti
kjósa kaþólska menn á þing var
írum siíkt ekki mikiis virði. Bar-
átta írsku leiðtoganna, einkum O'
Connel, á fyrstu áratugum 19.
aldarinnar, beindist nú aðalíega í
þá átt, að fá viðurkent jafnrétti
kaþólskra við mótmælendur. O
Connei gekk fram i þessu af mikl-
um móði og lct kjósa sig á þing
árið 1828 þrátt fyrir það þó hann
væri kaþóiskur, og árið eftir iét
enska þingið undan og viðurkendi
rétt kaþólskra manna bæði tit
embætta og þiugsetu. O'Connel
lét þó ekki hér við sitja, en barð-
ist af alefli fyrir því, að sambands-
lögin frá 1800 væru afnumin.
Engan árangur bar þó sú barátta
að sinni, enda urðu nú önnur mál
íra alvarlegri, heldur en sambands-
málið.
Kjör þau sem almenningur átti
við að búa, höfðu Iengi verið hin