Dagur - 09.01.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 09.01.1992, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 9. janúar 1992 5. tölublað Þrotabú ístess: Láxármenn bíða svars leigusamningur útrunninn Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tilboðs Laxár hf. í eignir þrotabús ístess, en eftir að tilboði frá Skretting frá Noregi var hafnað er nýja Lax- ártilboðið það eina sem er inni Hraðfrystihús jðlafsijarðar: Óvissaum framtíð loðnu- bræðslurmar Loðnuverksmiðja Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar fékk enga loðnu á haustvertíðinni og óvíst er að hún verði starfrækt áfram. Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri HÓ, segir að í raun sé ekki um önnur verkefni að ræða fyrir verk- smiðjuna ef frá er talin beina- vinnsla sem er lítil. „Þegar loðnuveiðarnar fóru af stað vildum við bíða með að taka við loðnu. Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður gert og þá hvort einhver loðna býðst og þá á hvaða verði. En loðnan fjarlægist okkur þannig að líkurnar eru kannski ekki rniklar," sagði Jóhann. Nóg var að gera í sumar við beinabræðslu en eftir að nýtt kvótaár byrjaði 1. september hef- ur lítið verið að gera. Einn starfs- maður er nú við verksmiðjuna. JÓH í myndinni. Laxá hf. hafði hús og vélar þrotabúsins á leigu til áramóta og þótt tíminn sé runninn út er enn unnið við fóðurframleiðslu á veg- um fyrirtækisins. „Við erum þarna ennþá, en hvorki sem eigendur eða leigj- endur, og framleiðum upp í pant- anir. Þetta er rólegur tími og framleiðslan miðast við eftir- spurnina, sem er alltaf lítil á þess- um árstíma,“ sagði Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Laxár. Jóhannes Sigurðsson, bústjóri þrotabús ístess, sagði að menn væru að skoða tilboðið og fara ofan í kjölinn á málunum en eng- in ákvörðun lægi fyrir og það gæti dregist í einhverja daga að taka afstöðu til tilboðsins. SS Færð að lagast í bænum. Mynd: Golli Fjárveitingar til Háskólans á Akureyri standa nánast í stað milli ára: Ekkert rætt um hömlur á inntöku nýnema - framhald hugmyndar um stofnun kennaradeildar rætt á fundi með menntamálaráðherra Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, segir aö þrengri fjárhagsstaða skólans verði ekki látin koma niður á stúdentum þannig að hömlur verði á inntöku nýnema. Tals- verð umræða hefur verið að undanförnu um að Háskóli íslands muni takmarka veru- lega inntöku nýnema í haust vegna niðurskurðar á fjárveit- ingum til skólans en Haraldur segir að teknir verði inn nýnemar í Háskólann á Akur- eyri eins og eðlilegt sé. Fjárveitingar til skólans á þessu ári eru svipaðar og í fyrra og segir Haraldur að gera megi ráð fyrir miklu aðhaldi í rekstrin- um af þeim sökum. „Ýmsar framkvæmdir verða að bíða en ég get ekki séð að 1200-1500 kýr bíða slátrunar í landinu: Hugmyndir um að flytja út allt að 300 tonn af kýrkjöti Gert er ráð fyrir að 1200 til 1500 kýr bíði slátrunar í land- inu í kjölfar tilboðs um greiðslu ríkisins fyrir ónýttan rétt. Komi þetta kjöt allt á markað innanlands telur Guðmundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, Ijóst að það mun skapa vanda í sölu á öðrum kjöttegundum, t.d. dilkakjöti. „Það hefur verið lagt ákveðið dæmi fyrir ríkisvaldið sem byggir á því að það taki þátt í því að afsetja á erlenda markaði allt að 300 tonn af kýrkjöti. Þetta aukna framboð af kýrkjöti er fyrst og Skagagörður: Atvinmileysisdögum fækkaði Skráðir atvinnuleysisdagar hjá verkalýðsfélögum þeim sem skrifstofa Verkamannafélags- ins Fram á Sauðárkróki annast greiðslu atvinnulcysisbóta fyrir, voru færri árið 1991 en árið á undan. Skrifstofan annast greiðslur fyrir þrjú félög: Verkamanna- félagið, Iðnsveinafélagið og Versl- unarmannafélagið. Samtals 126 einstaklingar komust á atvinnu- leysisskrá hjá þessum þremur félögum á nýliðnu ári og er það tíu færri en árið 1990. Skráðir atvinnuleysisdagar voru 7540 í fyrra eða um 7% færri en árið á undan þegar dagafjöldinn var 8066. Heildarupphæð bóta ársins var rúmlega 12,4 milljónir, en 12,1 árið 1990. Ef skoðað er hvernig skráð atvinnuleysi hjá þessum þremur félögum, skiptist niður á sveitar- félög er Sauðárkrókur vitanlega stærstur með 63 einstaklinga og 2826 daga. Lýtingsstaðahreppur kemur næstur með fjöldann 24 og 2317 daga og í Seyluhreppi voru 15 einstaklingar skráðir atvinnu- lausir á síðasta ári, en dagarnir 1507. Önnur sveitarfélög voru samtals með 14 einstaklinga og 606 daga. SBG fremst tilkomið vegna aðlögunar að markaði með 35 króna tilboði ríkisins í mjólkurrétt. Við höfum bent á að ef ríkið tæki þátt í afsetningu kjötsins erlendis, þá myndi ríkja jafnvægi á kjötmark- aðnum. Ef hins vegar ekkert yrði að gert, þá hefðum við fáar aðrar leiðir en að lækka verðið til fram- leiðenda og jafnframt til neyt- enda. Við myndum þannig reyna að afsetja það sem umfram yrði til neytenda á niðursettu verði. Það myndi aftur þýða að við ýtt- um öðru kjöti út af markaði og það eru allar líkur á því að dilka- kjötið yrði undir í samkeppninni, vegna þess að á því er ekki sveigjanleg verðlagning. Dilka- kjötið er á kostnað ríkisins og yrði það undir í samkeppninni, þá myndi það hafa f för með sér aukinn kostnað við útflutning þess,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þessari leið hefði ekki alfarið verið hafnað af hálfu ríkisins, en sér sýndist að menn hefðu ekki pólitískt hug- rekki til þess að takast á við þetta mál „og muni þess vegna kjósa þá leið sem verður óhagkvæmari fyrir ríkið þegar upp verður staðið.“ óþh stúdentar verði látnir gjalda þess. Það eru auðvitað mörk á því hve marga nýnema við getum tekið inn en við gerum ráð fyrir eðli- legri fjölgun,“ sagði Haraldur. Umræða hefur verið uppi um að kennaradeild verði komið á fót við Háskólann á Akureyri í haust og segist Haraldur ekki hafa afskrifað hana þrátt fyrir fjárveitinguna á fjárlögum. Mik- iíl áhugi sé á þessu námi og mikið undirbúningsstarf hafi þegar far- ið fram. Nauðsynlegt sé fyrir skólann að geta tekið þetta skref í ár og því hafi ekki verið horfið frá hugmyndinni. „Við viljum geta byrjað strax í haust og það dreymir okkur um. Mér finnst að málið hafi alls staðar meðbyr. Ég geri alveg ráð fyrir að leitað verði leiða til að af þessu verði,“ sagði Haraldur og bætti við að á mánu- dag gangi hann, ásamt fleiri full- trúum skólans, á fund mennta- málaráðherra til að ræða um stofnun kennaradeildar við skólann. Úrslita í málinu sé vart að vænta á fundinum en innan tveggja mánaða megi vænta niðurstöðu hvort af stofnun deildarinnar verður í haust eða ekki. JÓH Nýjung í skólamálum á Kópaskeri: Stefnt að sameiningu grunn- og leikskóla - Krílakot er í óviðunandi húsnæði en nóg rými í grunnskólanum Undirbúningsnefnd sem hreppsnefnd Öxarfjaröar- hrepps skipaði til aö skoða hvort unnt væri að sameina leikskólann og grunnskólann á Kópaskeri hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamleg lausn. Málið verð- ur tekið fyrir á fundi hrepps- nefndar síðar í mánuðinum en það hefur vakið athygli og fengið góðan byr í mennta- málaráðuneytinu. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit- arstjóri í Öxarfjarðarhreppi, sagði að þetta væri spennandi verkefni enda einsdæmi hér á landi, en ekki væri ljóst á þessu stigi hverjar málalyktirnar yrðu. Hún sagði að það myndi skýrast síðar í mánuðinum. „Markmiðið með sameining- unni er að nýta betur þetta glæsi- lega og góða skólahúsnæði sem við eigum. Húsið er byggt fyrir 50 nemendur, ef ekki fleiri, en í dag eru ekki nema rúmlega 20 nem- endur í skólanum. Leikskólinn Krílakot er í óviðunandi húsnæði og er rekinn á undanþágu, þann- ig að hann þarf að komast í ann- að húsnæði og þess vegna datt okkur þessi möguleiki í hug,“ sagði Ingunn. Hún sagði að hugmyndin liefði mælst vel fyrir jafnt hjá skóla- fólki sem starfsfólki leikskólans og allir væru spenntir fyrir að koma upp nýjum skóla fyrir börn frá hálfs árs aldri upp í tólf ára. Þá er gert ráð fyrir samruna deildanna og sagði Ingunn að fulltrúa leikskóladeildar mennta- málaráðuneytisins hefði litist vel á þessa hugmynd og talið æski- legt að reyna hana í framkvæmd. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.