Dagur - 09.01.1992, Side 2

Dagur - 09.01.1992, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 9. janúar 1992 I DAGS-LJÓSINU Norðurlarids I992 verður haldin í Sjallanum í febrúar. Tilkynningar um þátttöku svo og allar ábendingar skulu berast til Sjallans í síma 22770 eða Dansstúdíós Alice í síma 24979. Sigurvegari í keppninni „FegurðardrottningNorðurlands' verður fulltrúi Norðurlands í keppninni um „Fegurðardrottningu Islands". fe Allar upplýsingar eru gefnar í Sjallanum í síma 22770 og Dansstúdíó Alice í síma 24979. SJALLINN mmmmmmmm HAPPDRÆTTI STYRKTARFELAGS VANGEFINNA VINNINGSNUMER 1. vinningur Volvo 940 nr: 18028. 2. vinningur Subaru Justy nr: 3848. 3. -12. vinningur bifreió aó eigin vali á krónur 650.000.- nr: 13496 39998 42249 50574 71486 74460 79658 81638 82335 95539 ÞÖKKUM VEITTAN STUDNING. GLEÐILEGT NÝÁR. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Diskótek Þann 15. janúar nk. hækka gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu: Kvittanir dýrmætir pappírar Þann 15. janúar nk. tekur gildi ný reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Hér er um víðtækar breytingar að ræða, sem fela í sér að þeir sem heilbrigðisþjónustunnar njóta munu greiða mun hærra gjald fyrir hana en nú. Mest er hækkunin á annað hundrað prósent fyrir læknavitjun í dag- vinnu. En áður en lengra er haldið er vert að birta í töfluformi núgild- andi gjaldskrá og gjaldskrána frá og með 15. janúar nk. Upphæð- irnar eru í krónum. Almenn gjöld Nú Verður Heilsugæsla og heimilislæknar Heimsókn á stofu 0 600 Heimsókn utan vinnutíma 500 1000 Læknavitjun, dagvinna 400 1000 Læknavitjun.eftirvinna 1000 1500 Sérfræðilæknar og göngudeildir Heimsókn á stofu 900 Rannsóknir og röntgenskoðanir Almennt gjald 300 Hámarksgreiðsla á ári Almennt hámark 12000 Hámark v. barna samtals ekkert 1500 600 12000 12000 Þá skal þess getið að gjald lífeyr- isþega verður þriðjungur almenns gjalds og árlegt gjaldahámark er óbreytt, eða 3000 krónur. Pá er og þess að geta að eftir sem áður verður mæðravernd, ungbarna- eftirlit og heilsugæsla í skólum ókeypis. Læknar óttast að síma- viðtölum fjölgi verulega En lítum nánar á þær upplýsingar Miðaverð kr. 800,- ,.insbestu1>‘‘ixur pasto Steikur Hamboitorar Stemmningin endurvakin Opið til 03.00 um helgar Hinn geysivinsæli IngvarJónsson spilar fimmtudags- og laugardagskvöld Gjald fyrir heimsókn til heilsugæslu- læknis verður 600 kr. frá og með 15. janúar nk. sem fram koma í töflunni. Snemma árs 1990 var reglugerð um hlutdeild fólks í kostnaði við heimsóknir á heilsugæslustöð breytt þannig að því var ekki lengur gert að greiða 150 krónur til heilsugæslulækna fyrir heim- sóknir. Nú er aftur tekið upp gjald, sem rennur beint til við- komandi heilsugæslustöðvar. Það kemur hins vegar ekki til viðbót- ar framlagi ríkisins til heilsu- gæslustöðvanna, heldur dregst frá því. Fjárhagsleg staða heilsu- gæslustöðvanna lagast því ekki við þessa breytingu. Samkvæmt samtölum sem Dagur hefur átt við heilsugæslu- lækna óttast þeir að með 600 króna gjaldinu dragi úr því að fólk komi á stofu og vilji leysa úr sínum vandamálum í samráði við viðkomandi lækni í síma, en sú þjónusta er eftir sem áður án endurgjalds. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 200 krónur fyrir heimsókn á stofu í dagvinnutíma. Ráðuneytið segir að 600 kr. séu dropi í hafið Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðuneytisins er þetta 600 króna gjald sjöundi hluti þess sem þjónusta heilsugæslu kostar fullu verði. Raunverulegur kostnaður við heimsókn til læknis er samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðuneytis 3 til 4 þúsund krónur. Fyrir heimsókn utan dagvinnu- tíma, þ.e. frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardögum og helgidögum verður gjaldið 1000 krónur, en 350 krónur fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega. Eins og fram kemur í töflunni hækkar gjald fyrir heimsókn til sérfræðinga, á göngudeildir, slysadeildir og bráðamóttökur sjúkrahúsa úr 900 krónum í 1500 krónur. Elli- og örorkulífeyris- þegar skulu hins vegar greiða 500 krónur. Lífeyrisþegar greiða að sama skapi þriðjung, eða 200 krónur, fyrir rannsóknir og rönt- genskoðanir. Þess skal og getið að fyrir krabbameinsleit á heilsugæslu- stöð eða hjá heimilislækni greið- ast 1500 krónur fyrir hverja komu, en lífeyrisþegar 500 krónur. Lífeyrisþegar skulu greiða 350 krónur í dagvinnu fyrir læknis- vitjun og 500 krónur utan dag- vinnutíma. Fríkort þegar 12 þúsund krónum er náð Hver einstaklingur 16 til 67 ára skal ekki greiða meira en 12 þús- und krónur fyrir læknisþjónustu á ári og er miðað við almanaksár- ið. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að hámarki 3 þúsund krónur. Parna er um að ræða sameiginlegan kostnað vegna heimsókna til heilsugæslulækna eða á heilsugæslustöðvar, vitjanir lækna, sérfræðilæknishjálp, komu á slysadeild, göngudeild, bráðamóttöku, rannsóknir og röntgengreiningu. Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar teljast öll börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu, þ.e. með sama fjölskyldunúmer, sem einn ein- staklingur gagnvart þessari hámarkstölu. Þegar 12 þúsund krónunum er náð á fjölskyldan rétt á fríkorti frá Tryggingastofn- un, sem veitir henni rétt á endur- gjaldslausri þeirri þjónustu sem áður er getið um. Þó er ein undantekning á þessu. Eftir semn áður skal fólk greiða fyrir læknis- vitjanir, en þær verða ódýrari. Fyrir vitjun greiðir handhafi frí- korts 400 krónur í dagvinnu í stað 1000 króna og 900 krónur utan dagvinnutíma í stað 1500 króna. Elli- og örorkulífeyrisþeg- ar greiða 150 krónur fyrir vitjun í dagvinnu og 300 krónur utan dagvinnu. Haldið kvittununum til haga! Tryggingastofnun leggur ríka áherslu á að til þess að eiga rétt á fríkorti verður fólk að halda öll- um kvittunum vegna læknis- kostnaðar til haga og framvísa þeim til Tryggingastofnunar eða umboða hennar utan Reykjavík- ur. Þessar kvittanir skulu auk nafns útgefanda tilgreina tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings. Algengt fyrirkomulag á Vesturlöndum Þorkell Helgason, aðstoðarmað- ur heilbrigðisráðherra, vísar því á bug að þessar breytingar séu til þess fallnar að brjóta niður það heilbrigðiskerfi sem við höfum búið við. Hann segir þvert á móti að áhersla hafi verið lögð á að varðveita það öryggisnet sem sameiginlegar sjúkratryggingar veiti. Þeir sem þurfi á mikilli læknisþjónustu að halda greiði ekki meira eftir breytinguna en nú. Því sé náð með því að halda óbreyttu því hámarki sem sé á útgjöldum hvers einstaklings vegna heilbrigðisþjónustu. Jafn- framt sé útgjaldahámarkið, þ.e. 12 þúsund krónur, látið ná til allra gjaldaþátta í heilsugæsl- unni, þ.e. hjá læknastofum og göngudeildum sjúkrahúsa. Þor- kell segir að til álita komi að taka upp hámark vegna lyfjakaupa og tannlæknakostnaðar. Þorkell leggur á það áherslu að markmiðið með reglugerðinni sé tvíþætt. Annars vegar að hvetja til aðhalds varðandi þessa þjón- ustu og spara þar með þjóðinni hugsanleg óþörf útgjöld og hins vegar að draga úr kostnaði ríkis- sjóðs í erfiðri stöðu hans. Aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra bendir á að aðgerðir af þessu tagi séu ýmist komnar til framkvæmda eða séu ráðgerðar í öllum helstu velferðarríkjum Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Þannig segir hann að hjá frændum vorum, Svíum, sé mjög áþekk eða sumpart hærri gjöld fyrir læknisþjónustu en tek- in verða upp hér á landi frá og nteð 15. janúar nk. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.