Dagur - 09.01.1992, Qupperneq 5
Fimmtudagur 9. janúar 1992 - DAGUR - 5
Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki:
„Held að við förum ekki verr
út úr þrengmgunum en aðrir“
Um áramót er vaninn að spá í
framtíðina. Slíkt gera jafnt ein-
staklingar sem fyrirtæki og
e.t.v. ekki hvað síst sveitarfé-
lög. Við litum inn á bæjarskrif-
stofuna á Sauðárkróki í Iok
nýliðins árs og hittum þar að
máli Snorra Björn Sigurðsson,
bæjarstjóra. Hann pússaði
rykið af kristalskúlunni og leit
til ársins 1992 fyrir Sauðár-
krók.
„Þú finnur að þyngra er undir
fæti hjá flestum, bæði fyrirtækj-
um og einstaklingum. Við hér á
Sauðárkróki höfum hinsvegar
sloppið vel við gjaldþrot, en þau
hafa verið fá og ekki komið veru-
lega illa við okkur. Að því leyt-
inu höfum við verið heppin, en
engu að síður finnur maður að
minni peningar eru í umferð en
verið hefur.
Ég er náttúrlega áhyggjufullur
út af því hvernig árið verður, en
oft hefur þó verið sagt að íslend-
ingar standi sig í rauninni betur
þegar á móti blási, en þegar vel
gangi. Vonandi verður raunin sú
á næsta ári og vonandi tekst okk-
ur að vinna okkur fljótt og örugg-
lega út úr örðugleikunum, þó
maður sjái í dag ekki hvernig það
gerist.“
„Munum ekki bera
okkur illa“
- Hver er staða Sauðárkróks
miðað við aðra álfka staði?
„Staðreyndin er sú að á undan-
förnum árum hefur orðið fólks-
fjölgun hér svo til hvert einasta
ár. Fjölgunin hefur alltaf náð
landsmeðaltalinu og yfirleitt ver-
ið heldur meiri. Eins var það í ár,
þrátt fyrir að mjög víða sé stöðn-
un eða fækkun og sérstaklega hér
á Norðurlandi vestra. Það er
ánægjulegt og mér finnst satt að
segja að hljóðið í mönnum hér á
Króknum sé ekki eins slæmt og
víða annars staðar. Við höfum
hingað til ekki gert út á það að
bera okkur illa og munum áreið-
anlega ekki gera það jafnvel þó á
móti blási."
Byggingariðnaðurinn
stór spurning
- Hvert er útlitið í atvinnumál-
unum?
„Það sem allt fellur og stendur
með, er náttúrlega hvernig
atvinnuástandið verður, en það
er hlutur sem erfitt er að segja til
um í byrjun árs og ýmsar blikur á
lofti enda efnahagsástandið hjá
þjóðinni almennt bágt. Við hér
vorum svo heppin að þeir hjá
Fiskiðjunni-Skagfirðingi voru
duglegir að kaupa kvóta og fyrir
vikið komum við betur út varð-
andi kvótaskerðinguna, en marg-
ir aðrir. Ein stærsta spurningin er
e.t.v. hvernig byggingariðnaður-
inn kemur til með að standa sig,
því hann gefur mörgum atvinnu í
dag. Síðan er maður óskaplega
hræddur vegna samdráttar í land-
búnaði, því það segir sig sjálft að
slíkt er alvarlegt mál fyrir okkur.
Með fækkun bænda verður rekst-
ur vinnslustöðva erfiðari og þjón-
usta við sveitirnar minnkar.
Vegna þessa ber ég vissan ótta
í brjósti og eins vegna rækjuiðn-
Snorri Björn Sigurðsson.
Mynd: SBG
Sértilboð: Eitt símtal og við gerum þér tilboð
AKUREYRI
96-24838
Bílaleigan Orn
Flugvöllur og Tryggvabraut 1.
ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175
VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR
RVS-AVIS
Licency
aðarins sem allt er óljóst með.
Mín tilfinningin er samt sú að
ástandið á Sauðárkróki verði
heldur skárra en víða annars
staðar. Spurningin er svo sú
hvort það verði nóg, en þetta fer
svo mikið eftir því hvað gerist í
kjarasamningunum. Hvort farið
verði í verkföll og verðbólgan
æði aftur af stað. En allavegana
held ég að við förum ekki verr út
úr þrengingunum en aðrir og
kannski heldur skár. Hvað mik-
ið af þessu er óskhyggja ætla ég
samt ekki að segja til um.“
Skrifstofiitækni
Lögð er áhersla á tölvur og
notkun þeirra
Aukin menntun betri
atvinnumöguleikar
,JNTÁM SEM
XÝTISP es3 m
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34, III. hæð, Akurevri, síml 27899
SKÓHÚSIÐ
Alvöru
skóútsala
byrjar á morgun
föstudag kl. 10.00
50-70%
afsláttur
Skór á alla fjölskylduna
Ath. Nýtt Visatímabil
BÓNUSSKÓR
/
A meðan á útsölu Skóhússins
stendur er 15% afsláttur á öllum
skóm í Bónusskóm
BÓNUSSKÓR
Verslunarmiðstöðinni Kaupangi, simi 27019