Dagur - 09.01.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 9. janúar 1992
Húsvískir Rokkiingar sungu sig inn í hjörtu áheyrenda og sýndu skemmtileg tilþrif á sviðinu við
undirleik hljómsveitarinnar Gloríu.
kyngja kók og prins á sem stystri stundu.
Prettándakvöld íþróttafélagsins Völsungs:
Hátíð í hölliimi
íþróttafélagið Völsungur á
Húsavík hélt sína árlegu hátíð
á þrettándanum, 6. jan. sl. í
íþróttahöllinni. Tilnefndur var
Nýr meðeigandi
Hinn 1. janúar sl. varð Þórir Ólafsson, lög-
giltur endurskoðandi, meðeigandi að Endur-
skoðunarmiðstöðinni hf. — N. Manscher.
Þórir veitir skrifstofu félagsins á Akureyri
forstöðu.
Skrifstofur félagsins eru á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík, Höfðabakka 9, sími 91-685455.
Akureyri, Gránufélagsgötu 4, sími 96-25609.
Húsavík, Garðarsbraut 15, sími 96-41865.
Keflavík, Tjarnargötu 2, sími 92-13219.
Egilsstöðum, Lagarási 4, sími 97-11379.
EndurskoÓunar-
mióstöóinhf.
N.Manscher
Björn St. Haraldsson, Ólafur Kristinsson,
Davíð Einarsson, Reynir Vignir,
Emil Th. Guðjónsson, Valdimar Guðnason,
Geir Geirsson, Valdimar Ólafsson,
Gunnar Sigurðsson, Þorvaldur Þorvaldsson,
Hallgrímur Þorsteinsson, Þórir Ólafsson,
löggiltir endurskoðendur.
Þjóðhátíðarsjóður
auglýsir eftir umsóknum um styrki
úr sjóðnum á árinu 1992
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er
tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er
hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verð-
mæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í
arf.
a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið-
lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs.
b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð-
veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar-
verðmæta á vegum Þjóðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í
samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbót-
arstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b).
Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til
þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka
önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við
þau.“
Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur
er til og með 28. febrúar 1992. Eldri umsóknir ber að endur-
nýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka
fslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari
sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 699600.
Reykjavík, 31. desember 1991.
Þjóðhátíðarsjóður.
Völsungur ársins, Katla Sóley
Skaphéðinsdóttir og Iþrótta-
maður Húsavíkur, Hákon Sig-
urðsson. Aldeilis frábærir
húsvískir Rokklingar skemmtu
við undirleik hljómsveitarinn-
ar Gloríu en söngstjóri var Sól-
veig Jónsdóttir. Einnig komu
fram börn af dagheimilinu og
fímieikaflokkur undir stjórn
Guðrúnar Kristinsdóttur.
Aðalsteinn Baldursson stjórn-
aði leikjum og ágætt bumbu-
sláttarband kom fram, var það
sagt ættað frá Klakksvík eða
Klappsvík í Færeyjum. Fjöl-
menni mætti á hátíðina og var
vel klappað fyrir skemmti-
nefndinni við samkomulok.
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi
bauð síðan hátíðargestum sem
út úr höllinni komu tU flugelda-
sýningar.
Vilhjálmur Pálsson, formaður
Völsungs, ávarpaði samkomuna.
Hann kallaði upp Guðrúnu
Ingólfsdóttur til að afhenda
Völsungi ársins bikar. Guðrún er
ekkja Hallmars Freys Bjarnason-
ar, en fjölskylda hans gaf bikar-
inn 1988 til að viðurkenna þá
unglinga, 16 ára og yngri, sem
ynnu sérstaklega vel að félags-
málum. „Þetta var vel til fundið
því að Hallmar Freyr, sem var
formaður okkar og félagi til
margra ára, var einstakur félags-
málamaður," sagði Vilhjálmur
m.a. Hann sagði að þó að íþrótta-
afrekin bæri oft hæst í umræð-
unni, þá væri það svo, að bak við
íþróttastarfið byggi mikið starf
að félagsmálum. Því væri mjög
vel til fundið að verðlauna ungl-
ing sem þegar á unglingsaldri
fyndi hvöt hjá sér til að vinna að
þessum málum. Oft væri erfitt að
velja verðlaunahafa en að þessu
sinni séu allir sammála, sem að
valinu stæðu, að Katla Sóley
Skarphéðinsdóttir sé verðug þess
að taka á móti bikarnum og varð-
veita hann þetta ár. Guðrún
afhenti Kötlu bikarinn og sagði
Áhorfendur kunnu vel að meta ágæta skemmtun á þrettándakvöldi.
Bumbuberjarar mættu að sjálfsögu, sögðust vera frá Færeyjum en töluðu
með amerískum hreim.
Vilhjálmur að þó Katla keppti í
stökkum, köstum og hlaupum og
verði tíma í keppni og æfingar þá
gæfi hún sér alltaf tíma í félags-
málin.
Vilhjálmur bað síðan Völsung
ársins að afhenda íþóttamanni
ársins sinn bikar, en það er veg-
legur farandgripur sem Kiwanis-
klúbburinn Skjálfandi gaf á sín-
um tíma. Rakti Vilhjálmur að
nokkru sögu bikarsins. Sagði að
fyrstu árin hefðu fótboltakapp-
arnir og bræðurnir Kristján og
Guðrún Kristinsdóttir mætti með fimleikastúlkurnar sínar, sem tóku heljar-
stökk afturábak og áfram að mikilli mýkt og fimi. Myndir im
Björn Olgeirssynir verið hand-
hafar bikarsins, en þá fyrir afrek í
skíðabrautunum. Að þessu sinni
hlaut Hákon Sigurðsson bikar-
inn, og það annað árið í röð.
Hákon er frjálsíþróttamaður og
keppir aðallega í hlaupum á
millivegalengdum. Vilhjálmur
sagði að til að ná árangri í þessari
grein þyrfti gífurlegar æfingar og
oft hefði hann séð til Hákons á
skokkinu, og þegar allt væri orð-
ið ófært vegna snjóa til landsins,
þá hlypi hann í fjörunni. Síðan
kæmu fréttir í útvarpinu um að
hann væri að sigra sína jafnaldra
á mótum hérlendis og einnig væri
hann farinn að keppa á erlendri
grundu. Vilhjálmur sagði að
Hákon væri vel að nafngiftinni
kominn, annað árið í röð, hann
vonaði að Hákon reyndi að vinna
til hans þriðja sinni en margir ætl-
uðu að veita honum harða
keppni á næsta ári.
Vilhjálmur sagðist að lokum
vilja þakka Kiwanisklúbbnum
Skjálfanda sem myndi annast og
kosta flugeldasýninguna síðar um
kvöldið. Gat hann þess að klúbb-
urinn hefði sýnt mikinn áhuga og
hjálpsemi við þjálfun á boccialiði
Völsungs. Hljómsveitinni Gloríu
voru einnig færðar þakkir, en
hún æfði og kom fram með litlu
Rokklingunum, Völsungi að
kostnaðarlausu. IM